Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 37 AÐSEiMDAR GREINAR Deila menn um staðreyndir? EKKI hef ég lagt það í vana minn að svara ritdómurn um bækur mínar. Óhjákvæmiiegt getur þó verið að leið- rétta fullyrðingar rit- dómara, sem rangtúlkar lítið brot textans og getur þar með óbeint gefið ranga mynd af bókinni sem heild. Rit- dómur Björns Bjarná- sonar í Mbl. 17. þ.m. um bók mína „Sendi- herra á sagnabekk*1 kallar á þessa undan- tekningu, þótt skrif hans séu að ýmsu leyti vinsamleg og þakkar- verð. Og-randi breskur sendiherra Björn segir réttilega, að ég fari almennt hlýlegum orðum um sam- ferðamennina. Þó telur hann frásögn mína af viðhorfum og embættislækk- un Andrew Gilchrists, fv. sendiherra Breta í Reykjavík, ranga og bera vott um óvild. Ekki getur hann þó breytt þeirri staðreynd frásagnarinn- Ég tel hins vegar ómaksins vert, segir Hannes Jónsson, að minna á þá óþægilegu pólitísku blaðamennsku, sem var landlæg. ar, að Harold Macmillan, þá forsætis- ráðherra Breta, átti viðtal við dr. Kristin Guðmundsson, sendiherra okkar i London, fáum dögum eftir Keflavíkurfund Macmillans með Ólafi Thors, forsætisráðherra, 25.10. 1960. Þá lýsti Macmillan óánægju sinni með skýrslur Gilchrists um landhelgismálið með þessum orðum: „I have been misinformed. 1 have been deceived", þ.e. ég fékk rangar upglýsingar og var blekktur. Ég var sjálfur á vettvangi í Lond- on þegar þetta samtal fór fram og nánasti samstarfsmaður sendiherr- ans. Það fer því ekkert á milli mála um afstöðu Macmillans til Gilchrists, hvað sem líður hugmyndum Björns, sem ekki var á vettvangi. Hitt er og staðreynd, að Gilchrist var á sínum tíma sendiherra með ambassadorsstigi hér á landi. Eftir það var hann lækkaður um tvö stig diplómata samkvæmt skilgreiningu alþjóðalaga í Vínarsáttmála um stjórnrfiálasamband og sendur sem aðalræðismaður til Chicago. Aðal- fulltrúi Breta í Banda- ríkjunum var auðvitað ambassador þeirra í Washington. Til er að- eins eitt stig ambassad- ora, sem allir eru jafnir að þjóðarétti samkvæmt ákvæðinu um fullveldis- jafnrétti ríkja, hvort sem þeir koma frá stóru eða smáu ríki. Vilji menn lækka stig stjórnmála- sambandsins skipa þeir „Minister", jafnvel sendifulltrúa. Aðal- ræðismaðurinn í Chicago er a.m.k. tveim- ur stigum neðar am- bassadorum samkvæmt alþjóðalögum. Rekstrarkostnaður embættanna í Chicago og Reykjavík kemur málinu ekkert við. Björn segir mig ómaklega lýsa Gilchrist sem óvildarmanni Islands. Frásögn mín byggist aðallega á yfir- lýsingum sendiherrans sjálfs, eins og þær bárust okkur um breska fjöl- miðlamenn til London, svo og á end- urminningum hans, en einnig á end- urminningum Péturs Karlssonar Kid- son, starfsmanni bresku leyniþjón- ustunnar og sendiráðsins í Reykjavík 1956-60, sbr. bls. 110-115. „Fréttasvikamyllan“ Björn kallar það lýti á bókinni, sem ég segi um „fréttasvikamylluna". Hitt er þó staðreynd, sem ég skýri frá í bókinni, að Hermann Jónasson, þá forsætisráðherra, vakti athygli mína á því, sem hann nefndi „frétta- svikamyllu" og mikilvægi þess, að ég reyndi að hjálpa til við að sprengja hana, þegar ég annaðist upplýs- ingamiðlun um landhelgismálið við sendiráðið í London 1957. Er frásögn mín í einu og öllu sönn, svo og teng- ing hennar við fréttamiðlun mína um þandhelgismálið fyrir ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar í 50-mílna deil- unni. Við samningu bókarinnar var mér fullljóst, að þessi frásögn gæti valdið ágreiningi. Skiljanlegt er, að ein- hveijir vilji láta_ málið falia i gleymsku og dá. Ég tel hins vegar ómaksins vert að minna á þá ógæti- legu pólitísku blaðamennsku, sem var landlæg. Andóf gegn henni er þáttur í mínum reynsluheimi. Þótt hér hafi verið staldrað við smávægileg gagnrýnisatriði Björns, væri rangt að líta á þau sem einhver meginatriði bókarinnar. Þau eru að- eins lítið brot af fjölþættri frásögn á 296 síðna bók. ■ Læt ég svo lesendur sjálfa um að dæma bókina. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Hannes Jónsson r'NýlegahafVeftirtaídar ] bækur komið út: __________________________i Access 2.0 fyrir Windows PowerPoint 4.0 fyrir Windows og Macintosh Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh PageMaker 5.0 fyrir Windows og Macintosh WordPerfect 6.0 fyrir Windows Fást ásamt áður útgefnum titlum hjá tölvusölum, útgefanda og í bókabúðum. % Tölvuskóli Reykiavíkur ■ Borgartúni 28, sími 91 -616699 BRÆÞUR ■■ ■ lliiiiffiiililillili K.REilK MUN MEIRI SAFI EN A£>UR. ENCINN HVÍTUR SYKUR. DACSKAMMTUR AF C-VÍTAMÍNI í HVERJU CLASI. o P E l j »- HVERJUM KASSA AF 1/4 LITRA ' * 'frfrMí' FERNUM FYLCIR FALLECT JÓLADACATAL FYRIR BÖRNIN SEM SKREYTT ER SKEMMTILECUM MYNDUM AF SVALA- BRÆÐRUNUM FJÓRUM. /aEO BRACÐCOÐUR OCiF.RTS KAN DI »ÍT«Ö yAn /h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.