Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk //-7 j f WELL, VOU \ ( shoulpn't have \ \Av) ' CL05ED YOUR. / VJETE5.. LA&<-c v. & Hefur þú? Hefurðu í raun og Vá! Hvernig var það? veru flogið ofar skýjum? Þú hefðir nú ekki átt að Ioka augunum ... BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1103Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Vegum og metum ÞEGAR komið er fram í nóvember fara flestir að huga að undirbún- ingi jólanna. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, fylgir jólaundirbún- ingi aukið álag, í vinnunni og á heimilum. Auglýsingar af ýmsu tagi dynja á okkur, „kauptu þetta, gerðu þetta“ fyrir jólin. Auðvitað þarf að kaupa margt og ' gera margt, allir vilja að jólin séu hátíð hátíðanna, allir séu vel haldnir í mat og drykk og fái sómasamlegar jólagjafir. En það er nauðsynlegt fyrir okkur að staldra við og íhuga hvernig hægt er að draga úr streit- unni sem oft er fylgifiskur jólaund- irbúnings, vega og meta hvað við viljum leggja áherslu á. Lærum að velja og hafna Við sem að þessari grein stönd- um erum starfandi leikskólakenn- arar. Þess vegna langar okkur að- eins að víkja að starfinu í leikskól- unum á þessum árstíma, með börn- in okkar þar að leiðarljósi. Við skipuleggjum gjarnan sumarfrí í tíma, og tökum tillit til allra þátta. En jólin koma mörgum á óvart. Allt í einu sýnir dagatalið að kom- ið er að desembermánuði og allir fórna höndum. Desember-mánuður hefur sérstöðu, þá er margt í boði og margs að njóta. Þess vegna er brýnt að kunna að velja og hafna, gefa sér góðan tíma fyrir það starf sem talið er nauðsyn á að fram- kvæma fyrir jól, velja það sem veit- ir börnunum sanna gleði og innri ró, fremur en bæta sífellt við á verkefnalistann einhveiju sem ekki er þörf á og eykur jafnvel streitu og óróleika. Sem betur fer hefur það breyst mikið á undanförnum árum að í leikskólunum sé svo mikil áhersla lögð ájólaföndur eðajólagjöf handa foreldrum svo dæmi sé tekið, að jólafastan sé eitt allsheijar kapp- hlaup við tímann. Loforð og væntingar En kannast ekki einhver við svona áætlun ennþá: Við ætlum að búa til jólagjöf handa foreldrum með börnunum og auðvitað betri og frumlegri en í fyrra, æfa jólasöngva, kannski jólaleikrit, taka á móti jólasveini dagsins og ræða um þá, fara á kaffihús með börnin eða á tónleika, baka piparkökur, hafa kaffíboð fyr- ir foreldra, skreyta leikskólann og halda jólaball o.s.frv. Já, þetta er ekki svo lítið sem á að framkvæma á tímabilinu frá fyrsta til tuttugasta og þriðja des- ember. Að okkar áliti á það ekki að vera nein kvöð hvorki fyrir starfs- fólkið eða börnin að búa til jólagjaf- ir handa foreldrum. Jólagjöfin get- ur verið eitthvað sem börnin hafa búið til í leikskólanum á árinu og velja síðan til að gefa á jólum. Okkur finnst ekki skipta nokkru máli þótt gjafírnar séu hver ann- arri ólíkar og séu ekki búnar til í desember gagngert sem jólagjafir. Foreldrar ættu einnig að íhuga það að þegar barnið afhendir jólapakk- ann sinn að þá skiptir ekki öllu máli hvort innihaldið er eitthvað frumlegt sem starfsfólk leikskólans hefur fundið upp, heldur hitt að barnið er að gefa gjöf af gleði og með stolti. Séu enn til foreldrar sem meta fyrst og fremst gæði leikskól- ans eftir því magni af föndri sem börnin koma með heim, viljum við benda á að margt annað teljum við mikilvægara t.d. rólegar samveru- stundir með jákvæðum tjáskiptum. Friðarganga á Þorláksmessu Það hefur lengi verið áhugamál okkar í umhverfis og friðarhópnum að veita viðurkenningu þeim versl- unum sem sjá metnað sinn í að hafa á boðstólum vönduð og þroskavænleg leikföng. Það verk- efni bíður betri tíma. Þessar versl- anir leynast víða, s.s. Mál og menn- ing, Skólvörubúðin, Barnasmiðjan o.fl. Áhrifamáttur fjölmiðla er mik- ill og oft er erfitt að greina kjarnan frá hisminu. Jólin eru hátíð ljóss og friðar, höfum það hugfast þegar kemur að því að velja gjöfina. Að endingu viljum við vekja at- hygli á hinni árlegu friðargöngu, sem farin er á Þorláksmessu kl. 18.00, frá Hlemmi, niður Lauga- veg. Æ fleiri taka þátt í þessari göngu og finnst þetta ómissandi tækifæri til að undirstrika ósk sína um frið. Nú er senn að líða þetta ár sem tileinkað var fjölskyldunni. Við hvetjum allar gölskyldur til að sameinast í friðargöngunni. Umhverfis- og friðarhópur leikskólakennara. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.