Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 31 að gör- í vor hefur auðvitað bitnað á láglauna- fólki. Það telst hvorki stjórnlist né réttsýni að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu með því að halda hálfri þjóðinni undir hungurmörkum í launakjörum, þrengja sífellt að vel- ferðarkerfinu, viðhalda auðsöfnun á fárra manna hendur og misrétti í tekjuskiptingunni," sagði Jóhanna. Hún sagði að stjórnmál ættu að snúast um fólk. Staðreyndin sé hins vegar sú, að þau snúist um hina köldu gróða- og markaðshyggju, sem nánast hafi ýtt hinum siðferðilegu mælikvörðum hugsjónanna út af borðinu. Heilbrigðis- og félagsþjón- usta eða menntakerfið sé ekki bara stærð í ijárlögum né atvinnuleysi bara prósentur. „Virðingin fyrir manninum, rétti hans til sómasam- legs lífsviðurværis skiptir líka máli. Þess vegna skiptir máli að taka mál- stað aldraðs fólks og fatlaðs eða ungbarnafjölskyldna sem vinna lang- an vinnutíma til að komast í húsa- skjól. Þess vegna skiptir það máli að vera ærlegur og láta sig varða umhverfi fólksins og daglegt líf þess. En það er ekki umhverfi siðvædds samfélags sem við höfum búið fólk- inu sem byggist á jafnrétti og eðli- legri og réttlátri skiptingu þjóðarkö- kunnar. Þess vegna er fólk að losa af sér viðjar staðnaðs flokkakerfis, þar sem fámennir valdahópar og þingmannabandalög ráða ferðinni sem sífelld reyna að hreiðra betur um sig og sitt valdakerfi en gleyma að hlusta á rödd fólksins og vilja þess.“ Landsfundur opinn öllum Hún sagði að boðið yrði fram um allt land og landsfundur hreyfingar- innar haldinn í janúar. Hann yrði opinn öllum sem skráð hefðu sig í samtökin fyrir þann tíma. Þangað til myndu hópar í öllum kjördæmum lengri tíma og eflingu á sjálfstæði opinberra stofnana. Bætt áætlana- gerð og stöðugleiki séu lykilatriði í efnahagsstjórn. Stefnan í sjávarút- vegsmálum sé að hámarka afrakstur af auðlindum sjávar með skynsam- legri nýtingu fiskistofna. Hlut inn- lendrar fiskvinnslu eigi að tryggja að afli fari sem mest um innlenda fiskmarkaði. Hóflegt veiðigjald komi til greina sem taki mið af afkomu útgerða, en slíkt veiðigjald geti runn- ið til hagræðingar og uppbyggingar í sjávarútvegi. Þjóðvaki vilji skoða kosti og galla aðildar að ESB. Hafa verði í huga að langflest ríki Evrópu hafi valið ESB sem vettvang á sviði menningar- og stjórnmála, félags- pg efnahagslegra samskipta. Standi ísland eitt Norðurlanda utan ESB sé rétt að hefja viðræður við hags- munasamtök um skilgreiningu samn- ingsmarkmiða Islendinga og samráð haft við þá um hvort og hvenær umsókn verði lögð fram. Skilyrði sé að hagsmunir íslendinga séu tryggð- ir. Þessi hreyfing geti breytt íslensk- um stjórnmálum varanlega. Hinir pólitísku flokkarnir geti ekki tekist á við vandamálin í þjóðlífinu. Bilið milli ríkra og fátækra breikkar Guðrún Árnadóttir sagði að þjóðin hefði misst tiltrúna á stjórnmálum og stjórnmálamönnum yfir höfuð vegna gegndarlausrar misskiptingar, auk þess sem hver uppákoman ræki aðra í spillingu, misbeitingu valda og pólitískum hroka. Jóhönnu Sig- urðardóttur sé treystandi sem stjórn- málamanni og hún hafi traust al- starfa og sinna því verkefni að fjalla um málefnagrundvöllinn og undirbúa framboð fyrir alþingiskosningarnar. Þjóðvaki myndi beijast fyrir afkomu- öryggi fjölskyldunnar, traustu vel- ferðarkerfi, réttlátri tekjuskiptingu, jöfnun lífskjara og jafnrétti kynj- anna. Jóhanna sagði að þau vildu að mörkuð yrði opinber stefna í málefn- um fjölskyldunnar, sem styrki innviði hennar meðal annars með því að lág- launastörf verði endurmetin og stutt verði kröftuglega við barnaverndar- starf og barnafjölskyldur. Hreyfingin muni beita sér fyrir víðtækum að- gerðum sem geri heimilum, sem hafi lent í greiðsluerfiðleikum vegna at- vinnuleysis, lágra launa, minnkandi tekna eða veikinda, kleift að endur- skipuleggja ijármál sín. Hún sagði að það væri barnaskapur að halda því fram að húsnæðiskerfið væri or- sökin fyrir vaxandi skuldastöðu heimilanna. Þvert á móti væri skulda- staða heimilanna mun verri ef ekki hefði verið gripið til víðtækra kerfis- breytinga á umliðnum árum, enda hefði hlutfall húsnæðisskulda minnk- að úr 90% í 70% af heildarskuldum heimila á síðustu árum. Hún sagði að Þjóðvaki myndi hvergi hvika frá ábyrgri efnahags- stefnu. Ríkisfjármál yrðu í jafnvægi, stöðugleiki í efnahagslífi varðveittur og dregið úr erlendri skuldasöfnun. Hlutverk ríkisstofnana yrði endur- metið og stjórnsýslan einfölduð. Byggt yrði á rammfjárlögum, sem næðu til alls kjörtímabilsins, og þar yrði skilgreind forgangsröðun út- gjalda ásamt áætlun um þróun tekna. Skýr markmið verði sett í áætlanir opinberra stofnanna og ábyrgð stjórnenda skilgreind. Öll launakjör og hlunnindagreiðslur æðstu emb- ættismanna verði endurskoðuð þann- ig að eðlilegs samræmis verði gætt í kjörum þeirra sem vinni hjá hinu opinberra. Ferðakostnaður, risna og bílakostnaður hins opinbera verði lækkaður um fjórðung. Nýtt lífeyriskerfi Þá muni Þjóðvaki koma á nýju líf- eyriskerfi landsmanna sem tryggi öllum verðtryggðan lífeyri á sömu forsendum. Dregið verði úr skatt- byrði fólks með lágar tekjur með lægra skattþrepi og tekjutengdum persónuafslætti, tvísköttun lífeyris yrði afnumin og ónýttur persónuaf- sláttur barna millifæranlegur með sama hætti og nú væri hjá hjónum og sambúðarfólki. Fjármagnstekju- skattur yrði lagður á það sem væri umfram eðlilegan sparnað fólks. Skattaleg meðferð hlunnindagre- iðslna yrði endurskoðuð sem og reiknað endurgjald í atvinnurekstri. Ákvæði um framseljanlegt tap fyr- irtækja yrðu þrengd og barist yrði með öllum tiltækum ráðum gegn skattsvikum. Þá boðaði hún að heildarstefna í atvinnumálum yrði lögð fram á landsfundi Þjóðvaka sem byggðist á nýrri sókn. Öflugt menntakerfi sé lykillinn að nýsköpun í atvinnulífinu. Styðja eigi markaðssetningu og þró- Kostir og gallar ESB aðildar kannaðir Allir njóti afraksturs af auðlind sjávar Siðvæðing I stjórn- mála- ogviðskiptalífi Landið eitt kjördæmi Opinber stefna í mál- efnum fjölskyldunnar Jafnvægi í ríkisfjár- málum Tvísköttun lífeyris afnumin Skýrari mörk milli löggjafar- og fram- kvæmdavalds unarstarf og efla hátæknigreinar. Þjóðvaki vilji fækka atvinnuvega- ráðuneytum og -sjóðum með samein- ingu, endurskoða sjávarútvegsstefn- una og að þeirri þróun sé snúið við að forræði auðlindarinnar verði smá saman eign fámenns hóps. Allir eigi að njóta afraksturs af auðlind sjáv- ar. Þá vilji Þjóðvaki þátttöku í samfé- lagi þjóðanna á jafnréttisgrundvelli og að samningurinn um EES verði lagaður að breyttum aðstæðum. Kannaðir verði ítarlega kostir og mennings. Ástandið í hús- næðismálum sé tilkomið vegna launanna í land- inu og einskis annars. Laun séu orðin svo skamm- arlega lág að jafnvel flótta- menn frá Kína segist ekki geta staldrað hérna við, þótt þeir séu að leita sér að góðu landi til að lifa í. Bilið milli ríkra og fátækra breikki stöðugt. Hver skilji til dæmis lífeyris- samninga sumra manna sem hafi fleiri hundruð þúsundir króna í eftir- laun og það jafnvel hjá fyrirtækjum sem séu löngu komin á hausinn. Þá gerði hún starfslokasamninga að umtalsefni og sagði að mönnum væru borgaðar milljónir fyrir að taka saman á skrifborði sínu og koma ekki aftur í vinnuna. Niðurskurður til skólamála geysilegur Sigurlín Sveinbjörnsdóttir gerði mennta- og umhverfismál að umtals- efni. Hún sagði að aukin hagvöxtur krefðist ekki síst öflugs menntakerf- is. Mörg stór verkefni væru framund- an og það yrði að tryggja að við flutn- ing grunnskólans frá ríki til sveitar- félaga dfægi ekki úr jafnrétti til náms. Hún sagði að niðurskurður til skólamála hefði verið geysilegur und- anfarin ár og nefndi sem dæmi að ætlast væri til þess að námsgögn á hvert barn á grunnskólaaldri kostuðu ekki meira en 3 þúsund krónur á ári. Flutning- unum fylgdi auk- ið sjálfstæði skól- anna og þá reyndi mjög á gæðastjórnun þeirra. Laun kennara væru mikilvægur þátt- ur og auðvitað þyrftu laun þeirra að batna svo sem annarra launþega þessa lands, annars sé ekki búast við því að hægt verði að fá hæfasta fólkið til þessara mikilvægu starfa. Leggja ætti áherslu á menningarmál og standa vörð um landið og hreinleika þess. Hérlendis væru einungis endur- unnin 10% sorps, en þetta hlutfall væri 70% í Evrópu. Ríkið skattleggur vanskil Runólfur Ágústsson sagði að efna- hagslegt misrétti hér á landi væri svo mikið, að það væri í reynd brot á mannréttind- um. Hann gagn- rýndi það harð- lega að ríkið skattlegði vanskil með því að smyrja á þau alls kyns gjöld á sama tíma og fjármagnstekjur væru ekki skatt- lagðar. Hann Runóifur sagði að það þyrfti að taka til hendinni. íslenskt flokkakerfi endurspeglaði ekki vilja fólksins og það þyrfti uppstokkun á Sigurlín gallar aðildar að ESB. Málið sé á dagskrá, en ekki það að leggja inn aðildarumsókn. Ef niðurstaðan verði sú að ísland verði eitt Norðurlanda utan ESB þurfi að grandskoða hvort ekki eigi að taka upp viðræður við aðila vinnumarkaðarins og hags- munasamtök, skilgreina samnings- markmið okkar og meta síðan með þeim hvort og hvenær rétt sé að leggja fram aðildarumsókn. For- senda þess sé hins vegar fullt for- ræði í sjávarútvegsmálum. Siðbót í stjórnmála- og viðskiptalífi Þjóðvaki vilji siðbót og siðvæðingu á vettvangi stjórnmála- og viðskipta- lífs. Stjórnmálamönnum verði settar siðareglur og sæti ábyrgð gjörða sinna. Lög verði sett um starfsemi stjórnmálaflokka þar sem ítarlega verði kveðið á um bókhaldsskyldu og að reikningar þeirra verði birtir opinberlega. Hámark verði sett á framlög einstakra aðila til flokkanna til að koma í veg fyrir óeðlileg hags- munatengsl. Þá verði settar almenn- ar reglur um viðskiptasiðferði í fyrir- tækjum og að ábyrgð forsvarsmanna þeirra verði aukin. Þá sagði Jóhanna að Þjóðvaki vildi jafna atkvæðisréttinn og teldi best, að það yrði gert með því að gera landið að einu kjördæmi, þó hreyfing- in sé opin fyrir öðrum leiðum í þeim efnum einnig. Þá þurfi að fækka þingmönnum í 50 og valfrelsi kjós- enda aukið með því að taka upp per- sónukjör. Halda eigi sérstakt stjórn- lagaþing með þjóðkjörnum fulltrúum úr öllum kjördæmum, þar sem stjórn- arskráin verði endurskoðuð, ekki síst mannréttindaákvæði hennar og kosningareglur. Einnig verði dregin skýrari mörk milli löggjafar- og framkvæmdavalds, svo sem hvað varðar að ráðherrar segi af sér þing- mennsku og um meðferð aukafjár- veitinga. Þá þurfi að setja skýrari ákvæði um beitingu bráðabirgðalaga og um þingrofsréttinn, til dæmis um afnám hans eins og í Noregi. Þjóð- vaki vilji auka valfrelsi og lýðræði landsmanna með þvi að auka rétt fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu í stærri málum. Stjórnlagaþing eigi einnig að íjalla um ráðherraábyrgð og þær skráðu og óskráðu reglur, sem ríki um embættisfærslur í ís- lenskri stjórnsýslu, einkum hvað varðar embættisveitingar og ráðstöf- un opinberra fjármuna. Tillögur stjórnlagaþings eigi að leggja fyrir þjóðina í bindandi þjóðaratkvæða- greiðslu og kjósa síðan samkvæmt nýjum kosningalögum þegar að því loknu, en það gæti orðið næsta haust. Sigurður Mörður þessu getulausa flokkakerfi. Flokk- arnir sjálfir myndu aldrei sameina jafnaðarmenn því þeir væru valda- stofnanir og vildu varðveita völd sín óháð vilja kjósenda. Jafnaðarmenn og félagshyggjufólk yrði ekki sameinað fyrr en upp sprytti grasrótarhreyfing sem svifti formenn gömlu flokkanna völdum. Það væru að verða vatnaskil í íslenskri stjórnmálasögu. Stjórnmálamenn brugðust Sigurður Pétursson sagði að mis- réttið í íslensku þjóðlífi skæri í augu. Tók hann misrétti í launamálum, líf- eyrismálum og skattamálum sem dæmi. Á sama tíma og allir stjórnmálaflokk- ar hefðu heykst á því að skatt- leggja fjár- magnstekjur væru barna- og húsnæðisbætur skertar, tekju- skattur launa- manna stór- hækkaður og skattleysismörkin færð niður. í sjáv- arútvegsmálum væri staðið þannig að málum að þrengt væri að þeim sem byggðu afkomu sína á fisk- vinnslu og sjómennsku. Auka þyrfti hlutdeild sjómanna og fiskvinnslu- fólks og tryggja þátt smábátaútgerð- ar og þar með stöðu smærri sveitarfé- laga. Hann sagði að stjórnmálaflokk- arnir og stjórnmálamennirnir hefðu brugðist því hlutverki að tryggja jafnan rétt allra. Því væri ljóst að það væri þörf fyrir nýtt afl. Hvers vegna voru þau á fundinum? Farvegur nýrra hugmynda „Ég tók þessa ákvörðun hægt og sígandi," sagði Helgi Pétursson varaborgarf ulltrúi R-Iistans. „Ég tel að þarna sé farvegur fyrir nýjar hug- myndir, þar sem menn eru ekki Helgi bundnir í kiafa af gömlum syndum. Fyrst og fremst vil ég sjá réttlátari tekjuskiptingu í þessu landi og að allir greiði til þjóðfélagsins það sem þeim ber. Fólk er orðið mjög með- vitað um þá sem eru stikkfrí. “ Morgundagurinn mikilvægur „Þetta var glæsilegur fundur og mér leist vel á það sem kom fram af stefnumálum," segir Mörður Árnason liðsmaður Alþýðubanda- lagsins og einn af forystumönnum Birtingar. „Til dæmis það sem ég heyrði í efnahags- og sjávarútvegsmálum, sem var kannski eitthvað sem ég var að bíða eftir að heyra. Svo er hún með skynsamlega og framsýna línu í kjördæmamáiinu og um vel- ferðarmálin þurfti ekki að efast. Auðvitað er maður að bera þetta saman við annað en það sem mér finnst skipta mestu máli er það að menn séu ekki bara að horfa á daginn í dag; einstaka flokka og samtök, heldur á það hvað getur gerst á morgun." Jóhanna trúverðug „Ég styð þessa hreyfingu sem hún er að stofna,“ segir Páll Halldórsson formaður BHMR. „Ég tel löngu tímabært að stokka upp hjá fé- lagshyggjumönn- um, að þeir komi fram sem sterk heild. Ég held að flokkarnir eins og þeir eru núna séu óhæfir til þess og ég er að vonast til þess að þessi hreyfing geti orðið uphafið að öflugum samtökum félagshyggjufólks. Málið snýst ekki síst um það hvort fólk sé trúverðugt til að fylgja málefnum eftir. Mér finnst Jóhanna hafa sýnt það að hún sé líklegastur stjórnmálamanna til þess að vinna málum félagshyggjunnar brautargengi." Straumurinn til Jóhönnu Gerður Stein- þórsdóttir fyrrver- andi borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins er gengin til liðs við Jóhönnu. „Þarna finnst mér eitthvað vera að gerast, ákveðin uppstokkun í ÍS- Gerður lenskri pólitík og mér finnst að eigi að gefa þessari hreyfingu tækifæri," segir Gerður. „Ég hef fylgst með Jóhönnu í gegnum árin og mér finnst dugnaður og heiðarleiki hafa einkennt hennar störf. Straumurinn liggur til Jóhönnu.“ Mikilvægt skref „Mér finnst spennandi að fylgj- ast með hvort þetta verður breiðfylking sem stefnir inn í framtíðina," segir Kristín Ólafsdóttir fyrrverandi borg- arfulltrúi Nýs vettvangs „en ég er Kristín ekki á leið í framboð". Kristín hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún gangi til liðs við Jóhönnu en segir: „Ég held að þetta geti verið mikilvægt skref í þá átt að stokka upp flokkakerfið sem er löngu orðið tímabært. Ég held að þarna muni ná saman fólk sem á erindi i pólitík og hefur reynslu." Páll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.