Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 39 MINNINGAR RASMUS A. RASMUSSEN + Rasmus A. Rasmussen fæddist í Sörlafirði í Fær- eyjum 13. ágúst 1927. Hann andaðist í Landspítalanum 12. nóvember síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Langholts- kirkju hinn 18. nóvember. ELSKU Musi. Það er ekki oft sem menn eign- ast stóra fjölskyldu á einum degi, en þannig var það hjá þér. Þú sast uppi með okkur þegar þú hófst sam- búð með móður okkar fyrir tólf árum, „náðir þér í eina með öllu“ varstu vanur að segja. A þessum tólf árum hefur fjölskyldan stækkað en alltaf hafðir þú nægan tíma og umhyggju fyrir okkur öll, ekki síst fyrir bömin. Þar gerðir þú engan greinarmun á okkur eða eina syni þínum og barnabarni í Færeyjum. Þegar einhverju þurfti að bjarga snarlega varst þú alltaf manna fyrstur til að rétta fram hjálpar- hönd. Það var sama hvaðan beiðnin kom, frá ísafirði,_ Patreksfirði, Þórs- höfn jafnvel frá Arósum, alltaf varst þú boðinn og búinn að veita aðstoð. Þau voru ófá ferðalögin með mömmu, út og suður, sem flest miðuðu að því að heimsækja okkur eða ættingja okkar. Öllu þessu tókstu sem sjálfsögðum hlut og hafðir ánægju af, sérstaklega ef lækjarspræna var í nágrenninu, sem hægt var að bleyta öngul. Ekki skipti máli hvort eitthvað veiddist. Veiðiferðir í Fjarðarhorn voru þó oftast hápunktur sumars- ins. Þar varstu alltaf í essinu þínu og ekki þótti þér verra að vera þar eftir að framkvæmdir okkar hófust á Kletti. Þeim sýndir þú mikinn áhuga og voru hugmyndir og at- hugasemdir þínar ávallt vel þegnar. Þær voru líka margar ferðirnar sem við fórum upp í sumarbústað til þín og mömmu til að veiða, grilla eða bara að fá mjólk og köku. Þar var paradísin þín, alltaf nóg að dunda við og dytta að. Þar var líka hægt að hafa öngulinn í bleyti lung- ann úr deginum. Það varð okkur mikið áfall þegar maðurinn með ljáinn bankaði svo skyndilega á dyrnar hjá þér, þessum stóra og hrausta manni, sem við héldum að ekkert biti á. Litlu börnin eiga þó líklega erfið- ast með að skilja að nú er enginn afi í Gautlandinu til að „syngja skrítið", lesa í bók eða stinga ein- hveiju nammi í lítinn munn. Elsku Musi. Við systkinin viljum þakka þér samfylgdina sem var allt of stutt og ekki síst þökkum við þér fyrir börnin okkar. Við vitum að þú hjálpar okkur við að líta eftir mömmu sem hefur misst svo mikið. Ástarþakkir fyrir allt. Maja, Soffía, Óli, Hrafnhildur, Jói, Steini og fjölskyldur. Ekki f járfesta í gömlum búnaði á góðu verði - fjárfestu í góðum búnaði á betra verði ! fefta^QÐDDQ Oi#al ÖgsDaiÐ1 (3 [bsÖRS] ^$g€6 Í 36 % íimm HRAÐVMKAR! 486SX 33 MHz örgjörvi 33 MHz örgjörvinn f 486 tölvu frá Tulip er 36% hraövirkari en 486 SX-25 MHz örgjörvi 60 % wmm HRAÐVMKAM PCI Local Bus skjátengi 33MHz 2SMHz i Tulip er PCI Local Bus skjátengi sem er um það bil 60% hraðvirkara en VESA Local Bus skjátengi 26 33 MHz 25MHz S/NNUM Imm HRAÐVIRKARI PCI Locai Bus tengibraut Tulip er búin PCI Local Bus gagnabraut sem flytur gögnin á hraða allt aö 132 MB/sek á móti 5 MB sek (venjulegri ISA tengibraut "IbT 33 MHz 25MHz S/NNUM HRAÐ VIRKARI AukiðlDE (Enhanced IDE) Disktengingin ÍTulip er fjórfált hraðvirkari en hefðbundin IDE disktenging 20 S/NNUM HRAÐV1RKARA ECPhliðartengi (Parallel port) Nýja ECP prentaratengið (Parallel port) í Tulip er 20 sinnum hraðvirkara en venjulegt hliðartengi Þróunin í gerð tölva er ákaflega hröð og hefur verið það sfðustu misseri. Verð miðað við afköst hefur farið lækkandi og nú kynnir Nýherji byltingu í þeim efnum; Tulip Impression Line, nýja gerð tölva frá Tulip. í hverju er þessi bylting fólgin? Jú, með tilkomu Tulip Impression Line getum við nú boðið heimilum, skólum og fyrirtækjum það allra hýjasta í tölvutækni á ótrúlega lágu verði. Þessi nýja gerö tölva er búin tækni sem aðeins hefur staðið til boða í dýrari búnaði fram að þessu. Þetta gerir það að verkum að nú gefst þér kostur á að eignast fullkomna tölvu fyrir lítið verð sem mun fullnægja þörfum þínum um ókomna framtfð. Tæknilega fullkomnar og á frábæru verði og afkastameiri en venjulegartölvur Hér til hliðar má t.d. sjá samanburð á Tulip Impression Line SX-33 MHz og venjulegri SX-25 MHz tölvu sem margir bjóða í dag á góðu verði. En sé verðið borið saman við þá gífurlegu yfirburði í afköstum sem Tulip hefur og sé litið til framtíðar hvað varðar úreldingu tölvubúnaðar, hlýtur hver að sjá að Tulip er lang besti kosturinn á tölvumarkaðnum í dag! Tulip Impression Line fæst meö þrenns konar örgjörva: 486-33 MHz eða 66 MHz og Pentium 60 MHz Við bjóðumTulip Impression Line á frábæru kynningarverði! /486 SX 33 MHz örgjörvi y4 MB vinnsluminni /210 MB harður diskur /14” SVGA litaskjár /PCI Local Bus skjátengi /PCI Local Bus tengibraut /Aukid IDE /Nýtt hraðvirkt prentaratengi / Orkusparnaðarkerfi /Auðveld uppfærsla I Pentium 33MHz 25 MHz tVn,ald.egabes,oVerð,ðfbiBnumi Verslunin okkar í Skaftahiíð 24 er opin alla iaugardaga frá klukkan 10:00 til 16:00 /DOS 6.2 og Windows for Workgroups 3.11 uppsett íröoðeinskr: 3.488 á mánuði í 24 mánuði Staðqreiðsluverð er aðeins kr. 106.900 TulSp computers Gæðamerkið frá Hollandi (*) Miðaö við Staögreiðslusamning Glitnis og mánaöarlegar afborganir í 24 mánuöi, vextir, VSKog allur kostnaður enj reiknaöir meö í verðinu. NÝHERJI SKAFTAHLfÐ 24 - SÍMI 69 77 00 AlUaf skrefi á undan Heslihneíur JliÍRUr ... V 1 H k- ■ mifc *#' ' , : jcm~Xz > möndlur > 'hokkaöar j - , ** 'f~*i vUlhnt>tulyarnar ý ! Bráðum koma I blessuðjólin... VELJUM ÍSLENSKT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.