Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR L ÚÐ VÍK JÓSEPSSON + Lúðvík Jóseps- son fæddist í Nesi í Neskaupstað 16. júní 1914. Hann lést 18. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í gær. ÉG VAR nýkominn úr framhaldsnámi að utan sumarið 1971, þegar ég kynntist Lúðvík Jósepssyni persónu- lega. Með framhalds- nám í vinnurétti frá Oslóárháskóla uppá vasann gekk ég á milli for- ystumanna verkalýðshreyfingar- innar þetta sumar og bauð mig fram sem nýjan og sprenglærðan bar- áttumann. Ég falaðist eftir vinnu. Það gekk ekki vel og ástæðurnar voru margar og skiljanlegar. Þá, éinsog nú, var lögfræði talin vera til hægri. Angi af valdakerfi borg- arastéttarinnar og lögfræðingar hinir verstu menn. Við höfum ekki þörf fyrir lögfræðinga, var svarið. Kjarabaráttan fer ekki fram fyrir dómstólum landsins. Ég var talsvert pólitískur á þess- um árum og fann sárt til þess sum- arið 1971 að hafa ekki valið mér eitthvert annað fag, t.d. þjóðhag- fræði í Austur-Þýskalandi með día- lektíska^ efnishyggju sem auka- grein. Ég fór meira að segja að óttast að kjallaraíbúð okkar hjón- anna væri of borgaraleg. Leiga á tveggja herbergja risíbúð í austur- borginni væri betur við hæfi. Uppúr þessari persónulegu hægri sveiflu bjargaði vinur minn, Svavar Gestsson, mér, nýráðinn ritstjóri Þjóðviljans. Hann réð mig að blað- inu þetta sumar. Ég lagði þar með stífpressuðum lögfræðingsfötun- um, fór í rifflaflauelsbuxur, óburst- aða skó og gerðist blaðamaður við Þjóðviljann. Um haustið gerði Svavar mig að þingfréttaritara. Þá voru orðnir miklir atburðir í íslenskri pójitík. Vinstri stjórnin undir forystu Ólafs Jóhannessonar, fyrrum prófessors og kennara míns, hafði tekið við völdum um vorið og okkar menn ekki af verri endanum. Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósepsson, báðir annálaðir harðjaxlar og snill- ingar, hvor á sínu sviði. Og Lúðvík staðráðinn í því ofan í kaupið að færa út landhelgina í 50 mílur, sem var allt að því landráð í augum ís- lenska afturhaldsins og banda- manna þess í NATÓ. Þá var gaman að vera til. Ég var ekki lengi í blaða- mennsku. í desember 1971 kallaði Lúðvík mig til sín uppí þingflokks- herbergi seinni part dags og sagði mér að hann hefði ákveðið að kippa mér til sín uppí ráðuneyti. Þá, eins og æ síðar, tók ég þegjandi og möglunarlaust við boðskap Lúðvíks Jósepssonar. Ég beygði mig undir vilja hans og sé ekki eftir því. Rifflaflauelisbuxurnar fuku og sömuleiis óburstuðu skórnir. Mér var á augnabliki kippt svo að segja af götunni og inn í mitt straumkast ís- lenskra stjórnmála. Ég gerðist fulltrúi í sjávar- útvegsráðuneytinu og starfaði við hlið Lúð- víks Jósepssonar í fjög- ur ár. Ég vissi af reynslu . og afspurn að Lúðvík væri afburða stjórn- málamaður, á hátindi síns ferils á þessum árum. Mér lærðist hins vegar fljótt í ráðuneyt- inu að þar. fór maður óvenju stór í sniðum að öllu leyti, Hann bjó ekki aðeins yfir landskunnu áræði og stefnu- festu umfram aðra menn, krafti sem svipti þá stað og stund sem með honum störfuðu, heldur lempni og sanngirni í öllum málum. Hann tók stjórnmálin alvarlega sem bar- áttumaður íslenskrar alþýðu fyrst og fremst og þótti harður í horn að taka. Undir yfirborðinu var hins vegar elskulegur og afbragðs húm- oristi með hárfína mannlega strengi. Mikill vinur vina sinna og húmanisti út í fingurgóma. Hann kunni ekki aðeins stjórnmálin betur en flestir aðrir íslendingar, heldur var hann víðlesinn og fróður á öðr- um sviðum mannlífsins. Ég held að Lúðvík Jósepsson hafi prýtt flest það sem prýða má góðan stjórnmálamann. Enda er með honum genginn einn sá merk- asti á þessari öld. Lúðvík var fyrst og fremst stjórnmálamaður raun- veruleikans, en gerði minna með fræðin og kenningarnar. Ég er ekki alveg viss um hvað hann kunni mikið í fræðum Karls Marx. A.m.k. flíkaði hann því ekki. Hann leit fyrst og fremst á sig sem liðsmann verka- lýðshreyfingar. í störfum sínum og afstöðu naut hann þess að þekkja h'fskjör íslenskrar alþýðu af eigin raun, eins og þau gerðust dapurleg- ust á fyrstu áratugum aldarinnar. Hann tók sjálfur þátt í mótun þeirra tíma sem af mörgum hafa verið nefndir öld verkalýðsins, þegar verkalýðshreyfíngin öðlaðist viður- kenningu fyrir eigin baráttu og knúði fram velferðarríkið með sam- takamætti sínum. íslenskir Iaun- þegar mega gjarnan muna það að velferðarkerfið og hin félagslega löggjöf, sem nú tryggir launþegum mannsæmandi lágmarkskjör á flestum sviðum, er fyrst og fremst árangur þrotlausrar baráttu gegn afturhaldi landsins á öllum tímum. Félagslega íbúðarkerfið, almanna- tryggingar, atvinnuleysisbætur, sumarfrí, fæðingarorlof, uppsagn- arfrestir, laun í veikindum og ótai margt fleira, sem flokkast undir sjálfsögð grundvallarréttindi nútím- ans, allt þetta náðist fram fyrir baráttu pólitískrar og faglegrar hreyfingar íslenskra launþega. í störfum sínum Iagði Lúðvík Jósepsson höfuðáherslu á stöðugt og gott samráð við helstu forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar. Trúr þeirri lífssýn sinni að Alþýðu- bandalagið væri fyrst og fremst flokkur launþega, baráttutæki ís- lenskrar alþýðu. Þeir eru margir enn, sem telja vandséð hvaða meg- inerindi annað Alþýðubandalagið á inni í íslensk stjórnmál. Enda þótt segja megi að ósónlagið skipti máli fyrir líflð á jörðinn, er ljóst að stéttabaráttan geisar og mun geisa um ókomin ár. Undirritaður er þeirrar skoðunar að verði eitthvert lát á baráttu íslenskrar verkalýðs- hreyfingar, bæði faglega og póli- tískt, muni velferðarkerfið hrynja á skömmum tíma. Lúðvík Jósepsson hafði fádæma gott minni. Slík náðargáfa er stjóm- málamönnum ómetanleg. Hann lék sér að því í ræðu og riti að fara með utanbókar allar helstu hagtölur þjóðarbúsins mörg ár aftur í tím- ann. Ég sá oft til hans endurreikna til öryggis talnarunur Hagtíðinda um þjóðarframleiðslu, verðbólgu og allt annað. Ég sá hann leiðrétta og komast að annarri niðurstöðu á grundvelli þekkingar sinnar og minnis. Ég heyrði hann oftar en einu sinni rekja blaðlaust í ræðu þróun kaupgjalds áratugi aftur í tímann. Lúðvík var einstakur snillingur og naut þeirrar óvenjulegu virðing- ar samstarfsmanna og andstæðinga að vera viðurkenndur stjornmála- skörungur bæði heima og erlendis. Mér er til efs að nafn nokkurs ís- lensks stjórnmálamanns hafi farið víðar erlendis og fyrir jafn merki- lega hluti. Framganga hans í land- helgisbaráttu okkar íslendinga er ógleymanleg. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa. En á sviði landhelgis- og sjávarútvegsmála var hann brautryðjandi þessarar þjóðar. Hann var ræðusnillingur og folket- aler einsog Hannibal Valdimarsson. Undir hans forystu varð Alþýðu- bandalagið mjög öflugur flokkur. Sjálfur náði hann því að verða fyrsti þingmaður Austurlands. Af al- kunnri smekkvísi notaði núverandi utanríkisráðherra tækifærið sem oftar að bæta föður sinn á kostnað Lúðvíks Jósepssonar. Um þá feðga má hinsvegar segja að þeir hafi báðir unnið á íslensku flokkakerfi eins og efnakljúfar sjálfrar náttúr- unnar. Með blaðri og siðblindu er sonurinn, utanríkisráðherrann, að vinna það einstæða afrek að afmá Alþýðuflokkinn af yfirborði jarðar. Sjálfsánægja og uppskafningshátt- ur var eins fjarri Lúðvík Jósepssyni einsog austrið er frá vestrinu. Hann talaði aldrei niður til nokkurs manns. Ég læt þessum fátæklegu orðum mínum hér með lokið. Aðrir og mér fróðari munu ugglaust rekja nánar ævi og störf Lúðvíks Jósepssonar. Að leiðarlokum vildi ég aðeins votta hinum látna virðingu mína og þakk- læti'fyrir líf .hans og starf. Fyrir vináttuna, fyrir stefnuna og fyrir kraftinn. Eftirlifandi ekkju, Fjólu vinkonu minni, og Steinari votta ég innilega samúð mína. Arnmundur Backman. Með Lúðvíki Jósepssyni er fallinn frá einn merkasti stjórnmálamaður íslendinga á þessari öld og jafn- framt einn öflugasti talsmaður sjáv- arútvegs um áratugaskeið. Lúðvík hóf snemma afskipti af stjórnmálum og gerðist á þeim vett- vangi málsvari hins vinnandi manns og þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Samstarf þeirra Lúð- víks, Jóhannesar Stefánssonar og Bjarna Þórðarsonar á vettvangi Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR IHÍTil LOPTLHiHIR Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- iiggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. ISS. HELGASON HF 1STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 Leitið upplýsinga. if stjórnmálanna, bæjarmálanna og verkalýðs- og atvinnumálanna er landsfrægt. Lúðvík var alla tíð mik- ill talsmaður öflugrar atvinnuupp- byggingar. Hann sá að það sem gat skipt sköpum til að bæta kjör sjómanna og verkafólks að ein- hveiju marki var að stórauka verð- mætasköpun í atvinnulífinu og þá ekki síst í sjávarútveginum. Lúðvík Jósepsson var stjórnarfor- maður Samvinnufélags útgerð- armanna í Neskaupstað frá 1946- 1982 eða í tæpa fjóra áratugi. Sam- vinnufélagið hafði verið stofnað í 1932 í kjölfar mikilla erfíðleika í útgerð og fisksölumálum og var til- gangur þess m.a. að annast sameig- inlega sölu á fiskframleiðslu félags- manna og sjá um sameiginleg kaup á útgerðarvörum. Samvinnufélag útgerðarmanna þróaðist smám saman í það að verða eins konar eignarhaldsfélag fyrir aðra atvinnuuppbyggingu og ný- sköpun í atvinnulífi Neskaupstaðar. Sem aðili að Samvinnufélaginu og síðar sem stjórnarformaður átti Lúðvík ríkan þátt í þeirri stefnu- mörkun. Átti félagi m.a. þátt í stofnun fjölmargra. fyrirtækja í Neskaupstað en jafnframt rak fé- lagið frystihús á eigin vegum í um tvo áratugi. Það var á félagsfundi árið 1944, sem þeirri hugmynd var fyrst varpað fram að Samvinnufé- lagið ætti að ráðast í byggingu hraðfrystihúss og var það Lúðvík Jósepsson sem reifaði þá hugmynd. Þótt áhrif Samvinnufélags út- gerðarmanna á atvinnuþróun í Nes- kaupstað hafi verið mjög mikil og margvísleg er ákvörðun félagsins um stofnun Síldarvinnslunnar hf. 1957 án efa sú framkvæmd sem átti eftir að skipta sköpum í at- vinnusögu Neskaupstaðar. Þegar hugmyndin um stofnun síldarverk- smiðju kom upp var í fyrstu tölu- verður ágreiningur um það hver ætti að eiga verksmiðjuna. Stjórn Samvinnufélagsins vildi að öllum yrði heimilt að taka þátt í félagi sem stofnað yrði um verksmiðjuna en hluti útgerðarmanna vildi að stofnað yrði lokað félag þeirra út- gerðarmanna sem gerðu út síldar- báta. Niðurstaða aðalfundar félags- ins árið 1957 var að heimila stjóm félagsins að gerast þátttakandi í hlutafélagi sem stofnað yrði til byggingar og starfrækslu síldar- verksmiðju í Neskaupstað og álykt- aði fundurinn að „þar sem hér er um stórframkvæmd að ræða, sem varðar alla bæjarbúa, telji' hann eðlilegt og hagkvæmt að fyrirhugað hlutafélag um síldarverksmiðju verði opið almenningshlutafélag". Það hlýtur að teljast nokkuð athygl- isvert, ekki síst með tilliti til þess hveijir réðu ríkjum á hinum póli- tíska vettvangi í Neskaupstað á þessum tíma, að eignarhlutur bæj- arfélagsins í stofnun Síldarvinnsl- unnar skuli einungis hafa verið 10%. Líklega lýsir þetta þó ágæt- lega sjónarmiðum Lúðvíks og hans félaga til atvinnurekstrar. Þeir töldu það ekki hlutverk bæjarins að standa í atvinnurekstri nema þegar allt annað þryti og þeir töldu heldur ekki rétt að aðeins örfáir einstaklingar ættu einir stærstu atvinnufyrirtæki staðarins og gætu þar með ráðið úrslitum um framtíð byggðarlagsins. Miðað við þá al- mennu þróun sem síðar hefur orðið í sjávarútvegi verður það að teljast framsýni að Síldarvinnslan skuli strax í upphafi hafa verið stofnuð sem almenningshlutafélag. Enginn maður hafði meiri áhrif - á ákvarðanir um útfærslu íslensku . I _ Krossar TTT áleiði I viöarlit og málaSir. Mismunandi mynslur, vönduo vinna. Sími 91-35929 og 35735 ERFIDRYKKJUR PERLAN sími 620200 fiskveiðilandhelginnar en Lúðvík Jósepsson. Ekki eingöngu vegna þess að hann var sjávarútvegsráð- herra í tveimur ríkisstjórnum sem höfðu útfærslu fiskveiðilandhelg- innar á sinni stefnuskrá. Ástæðan var ekki síst sú að hann skildi bet- ur en margir stjórnmálamenn mikil- vægi útfærslunnar fyrir afkomu þjóðarinnar og hann hafði þann kjark, áræðni og rökfestu sem til þurfti til að leiða okkur til sigurs í þessum málum. Hann átti drýgstan þátt í að byggja upp nær algera samstöðu meðal íslensku þjóðarinn- ar en samstaðan var einmitt okkar sterkasta vopn gegn því ægivaldi sem við var að glíma. Þessi sam- staða varð til þess að stjórnmála- menn sem vildu fara sér hægar í baráttunni fengu engan hljóm- grunn. Sem sjávarútvegsráðherra á árunum 1971-1974 beitti Lúðvík sér fyrir endurnýjun togaraflotans en kringum 1970 var togaraflotinn orðinn úr sér genginn og skilaði engum árangri miðað við það sem mögulegt var með nýrri tækni. I stjórnartíð Lúðvíks sem viðskipta- ráðherra var gengið frá samningum við Efnahagsbandalagið árið 1972 um tollfrelsi fyrir íslenskar sjávar- afurðir á mörkuðum bandalagsins. Það var ekki fyrr en með EES- samningunum að Norðmenn fengu jafn hagstæða samninga og Islend- ingar fyrir sínar fískafurðir. Persónuleg kynni okkar Lúðvíks hófust ekki að neinu marki fyrr en ég kom til starfa hjá Síldarvinnsl- unni hf. árið 1986. Hann fylgdist náið með öllu sem var að gerast í sjávarútveginum hvort sem á lands- vísu eða í hans heimabyggð. Við áttum alloft tal saman og það var alltaf gaman og gefandi að tala við Lúðvík. Hann hafði jafnan skoðanir á málefnum líðandi stundar og var ætíð jafn rökfastur og fylginn sér í skoðunum. Aðeins fyrir nokkrum vikum heimsótti ég hann á skrif- stofu hans í Landsbankanum sem ég reyndi að gera nokkuð reglulega þegar stundir gáfust milli funda í ferðum til Reykjavíkur. í þetta skiptið var rætt um úthafsveiðar íslendinga og rétt okkar til veiða 1 norðurhöfum. Lúðvík hafði ákveðn- ar skoðanir á þeim málum sem öðr- um og máli sínu til stuðings vitnaði hann oft til reynslu sinnar frá Ha- fréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Ekki hvarflaði að mér að þetta yrði í síðasta skiptið sem við ættum stund saman. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast manni eins og Lúðvík. Ég er sann- færður um að það er enginn einn stjórnmálamaður sem hefur gert jafn mikið fyrir íslenskan sjávarút- veg eins og Lúðvík Jósepsson. Eg og fjölskylda mín sendum eftirlifandi eiginkonu hans, Fjólu Steinsdóttur, syni hans Steinari og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Síldar- vinnslunar hf. Lúðvík Jósefsson er horfinn af sjónarsviðinu en hann hverfur aldr- ei úr minni þeirra sem kynntust honum. Hann var fyrsti maðurinn, sem bauð mig velkominn til Austurlands þar sem átti síðar eftir að búa og starfa í 45 ár. Strandferðaskipið var varla lagst að bryggju í Neskaupstað á kaldri febrúarnótt 1939 þegar hár og grannur ungur maður, dökkur á brún og brá, vatt sér inn í klefann til mín og spurði eftir mér. Þannig var Lúðvík alltaf. Hann lét aldrei bíða eftir sér. Að þessu sinni dvaldi ég nokkra daga á heimili þeirra Fjólu og síðan hafa þau verið heimilisvinir okkar Ingibjargar og aldrei borið skugga á vinskapinn. Lúðvík var þá kenn- ari við Gagnfræðaskólann í Nes- kaupstað. Eg fór einhvern daginn með honum í skólann. Framundan var fyrsta kennslustund eftir há- degi. Þegar inn á ganginn kom leyndi sér ekki að eitthvað var á seyði. Það höfðu orðið ryskingar, 'vi 1 i i 1 i I 4 4 4 4 4 4 4 4 i 4 ' i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.