Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 9 FRÉTTIR Kópavogur eitt sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem er ekki með húsaleigubætur Ekkí ástæða til að óttast flótta leigjenda Félagsmálaráðu- neytið telur bóta- kerfið ná til 70-80% leigu- markaðarins GUNNAR I. Birgisson, formaður bæjarráðs í Kópavogi, telur að það sé ekki nokkur ástæða til að óttast flótta leigjenda frá Kópavogi í kjöl- far þess að Kópavogur er eina sveit- arfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur ekki samþykkt húsa- leigubætur, en lög þar að lútandi taka gildi um áramót og greiðsla samkvæmt þeim í janúar. Gunnar segir að þetta hafi verið ákveðið til eins árs í mótmælaskyni við lögin, en þau séu svo flókin og fram- kvæmd þeirra svo kostnaðarsöm að hann sé sannfærður um að horfið verði frá framkvæmd þeirra. Forsenda þess að fólk geti notið húsaleigubóta er að viðkomandi sveitarfélag hafi samþykkt að taka upp húsaleigubætur. Tuttugu og níu sveitarfélög hafa ákveðið að taka upp húsaleigubætur og telur félagsmálaráðuneytið að bótakerfið muni ná til 70-80% leigumarkaðar- ins. Hins vegar hafa mörg stór sveitarfélög, auk Kópavogs, utan höfuðborgarsvæðisins hafnað upp- töku húsaleigubóta. Það gildir um öll sveitarfélögin á Suðurnesjum ef Grindavík er undanskilin og mörg stærri sveitarfélög út á landi, svo sem Akureyri, Húsavík, Egilsstaði, Akranes, Höfn í Hornafirði, Ólafs- fj'örð, Siglurljörð og ísafjörð. Flókið og kostnaðarsamt Gunnar sagði að það væri með ólíkindum að svona vitleysa kæmi frá ríkinu eins og þetta húsaleigu- kerfi. Kerfið væri flókið og erfitt í útfærslu og kostaði mikinn mann- skap að framfylgja því. Þegar hins vegar öllu væri á botninn hvolft væri útfærsla kerfisins kannski meira og minna háð mati starfs- manna. Kópavogur væri alls ekki á móti húsaleigubótum en hefði alltaf talið að þetta ætti að fara beint i gegnum skattakerfið, eins og gilti um vaxtabætur til dæmis. Þá teldu þeir að leiga á almenn- um markaði myndi hækka við upp- töku kerfisins, þegar leigusalarnir þyrftu að gefa upp leiguna sem tekjur, þrátt fyrir að leigufjárhæð að upphæð 300 þúsund væri skatt- fijáls. Að auki teldu þeir að kerfið fæli í sér mismunun þar sem það næði einungis til almenna leigu- markaðarins. Þeir sem væru í leigu- íbúðum bæjarins fengju engar bæt- ur og sama gilti um þá sem væru í félagslegum eða almennum kaup- leiguíbúðum. Fólk væri kannski að kaupa sér íbúðir samkvæmt al- mennri kaupleigu og borgaði 40 þúsund krónur vegna þess en fengi engar bætur þrátt fyrir það. tt útbob issjóbs mibvikudaginn 30. nóvember Ríkisvíxlar ríkissjóbs: 23. fl. 1994 Útgáfudagur: 2. desember 1994 Lánstími: 3, 6 og 12 mánuðir Gjalddagi: 3 mánaða: 3. mars 1995 6 mánaða: 2. júní 1995 12 mánaða: 8. desember 1995 FJningar bréfa: 1.000.000, 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: Verða skráðir á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptavaki: Seölabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Aðilum að Verðbréfaþingi íslands sem eru verðbréfafyrirtæki, bankar og sparisjóðir og Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa gefst kostur á að gera tilboð í ríkisvíxla samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Abrir sem óska eftir aí> gcra tilboh í ríkisvíxla eru hvattir til ab hafa samband vib framangreinda abila. Hjá þeim iiggja frammi útboðsgögn, auk þess sem þeir annast tilboðsgerð og veita nánari upplýsingar. Athygli er vakin á því að 2. desember er gjalddagi á 23. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 3. desember 1993, 11. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 3. júní 1994 og 17. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 2. september 1994. Öll tilbob í ríkisvíxla þurfa ab hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, mibvikudaginn 30. nóvember. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, simi 91- 62 40 70. Jón Viktor meistari þriðja arið 1 roð LOKIÐ er úrslitakeppni um íslands- meistarartitil drengja og stúlkna 14 ára og yngri í skák. í drengjaflokki urðu 3 jafnir og efstir í mótinu sjálfu og háðu úrslita- keppni um efsta sætið. Henni lauk með sigri Jóns Viktors Gunnarsson- ar sem hlaut 3 vinninga af 4. í 2.-3. sæti urðu Bergsteinn Einarsson og Björn Þorfinnsson með Vh af 4. Þetta er þriðja árið í röð sem Jón Viktor vinnur þennan titil. Katrín stúlknameistari í stúlknakeppni urðu þær Katrín Þórarinsdóttir, Reykjavík og Harpa Fönn Siguijónsdóttir, Húsavík, jafn- ar og efstar í mótinu sjálfu. Þær tefldu tveggja skáka einvígi og skildu jafnar 1-1. Þá var tefld ein úrslitaskák sem lauk með sigri Katr- ínar sem er þar með íslandsmeist- ari stelpna 1994. SILFURSKEMMAN Opið daglega frá kl. 13-18, laugardaga frá kl. 10-14 eða eftir samkomulagi. Sími 91-628112 Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi, Ný sending af peysum TBSS Neðst viö °Pið virk“ úaga Duiiliaga, síini 622230 kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Ulpur — flíspeysur skída- og kuldagallar á alla fjölskvlduna Cortína sport Skólavörðustíg 20, sími 21555. Blúndu-, silki- og satínsloppar Svört flauelispils Hverfisgötu 78, sími 28980. slípivörur og allt lœtur undan Sandpappír og aðrar slípivörur írá 3M eru margreyndar og viðuxkenndar. Tré, járn, gler, stál cg ýmislegt fleira verður að láta undan þessum öflugu vörum. ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVl'K • SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.