Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 21 ERLEIMT Uppreisnarmenn í Tsjetsjníu biðu ósigur í átökum um Grosní Dúdajev hótar að líf- láta rússneska fanga Tolstoy-Yurt. Reuter. Reuter STJÓRNARHERMENN í Grosní bera burt brunnar líkamsleifar hermanns úr uppreisnarliðinu eftir að skriðdreki hans hafði orðið fyrir skothríð. Þetta var önnur atlaga uppreisnarmanna að höfuðborginni á nokkrum mánuðum. Reuter LACALLE, forseti Uruguay, greiðir atkvæði á sunnudag. Kosningar í Uruguay Sanguinetti sigurviss Montevideo. Reuter. JULIO Sanguinetti, fyrrverandi for- seti Uruguay, lýsti í gær yfir sigri í forseta- og þingkosningum sem fram fóru á sunnudag. Colorado-flokkur hans hafði um 6% forskot á næsta flokk samkvæmt könnunum á kjör- stað en andstæðingarnir töldu sigur- gleði Sanguinettis ekki tímabæra. Um 2,3 milljónir manna voru á kjörskrá. Sanguinetti segist vera jafnaðarmaður en hann var forseti landsins 1985-1990, þar á undan voru herforingjar við völd. Núverandi forseti, miðjumaðurinn Alberto Lacalle úr Þjóðarflokknum, hefur reynt að vinda ofan af umsvif- amiklu ríkisbákni í Uruguay en kjós- endur hafa í þjóðaratkvæðagreiðsl- um fellt tillögur hans um einkavæð- ingu. Frambjóðandi þjóðarflokksins er að þessu sinni Alberto Volonte, sem áður var óþekktur í stjórnmála- heiminum. -----♦ ♦ ♦ Veiðar í Smugunni Færeying- um refsað Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYINGAR misstu 2.000 af alls 18.600 tonna þorskveiðikvóta sínum í Barentshafi er þeir sömdu við rússs- nesk stjórnvöld um veiðarnar í síð- ustu viku. Er talið að mikilvæg orsök sé Smuguveiðar skipa er veiða undir hentifána í en mörg þeirra eru með Færeyinga í áhöfninni. Ivan Johannesen, sjávarútvegs- málaráðherra Færeyja, var ekki í vafa um að Smuguveiðarnar væru notaðar sem röksemd fyrir því að skera niður kvótann. Hins vegar sagðist hann ekki skilja afstöðu Rússa í málinu. „Færeyingar hafa alltaf verið á erlendum skipum, t.d. íslenskum, norskum og breskum skipum. Lands- stjórnin getur ekki bannað mönnum að ráða sig á erlend skip, það væri beinlínis rangt, einkum nú þegar atvinnuleysið er svo mikið“, sagði Johannesen. Hann vill að málið verði tekið upp hjá alþjóðastofnunum svo hratt sem auðið er. UPPREISNARMENN í Tsjetsjmu, sem njóta stuðnings Moskvustjórn- arinnar, sögðu um helgina, að þeir hefðu þurft á meiri stuðningi að halda þegar þeir reyndu að ná á sitt vald höfuðborginni, Grosní. Neydd- ust þeir til að hörfa eftir mikla bar- daga við hersveitir Dzhokhars Dúdajevs, forseta Tsjetsjníu. Hefur hann hótað að taka lífi 70 fanga, sem hann segir vera rússneska hermenn, nema Moskvustjórnin viðurkenni, að þeir hafi verið á hennar vegum. Skriðdrekasveit uppreisnarmanna réðst að höfuðborginni seint á föstu- dag en einn talsmanna þeirra, Ger- solt Elmurzayev, sagði, að ósigurinn hefði stafað af „getuleysi foringja okkar“. Elmurzayev er nánasti að- stoðarmaður Rúslans Khasbúlatovs, fyrrverandi forseta rússneska þings- ins, en hann er Tsjetsjeni og hefur samstarf við . bráðabirgðaráð, sem vill steypa Dúdajev af stóli. Rússn- eska stjórnin hefur viðurkennt það sem löglega stjórn í landinu og styð- ur það fjárhagslega. Mikið mannfall Elmurzayev sagði, að uppreisn- armenn yrðu að fá meiri hjálp frá Rússum enda ættu þeir heimtingu á henni eftir að bráðabirgðaráðið fékk viðurkenningu Moskustjómarinnar. Kvað hann átta skriðdreka hafa tap- ast í árásinni en stjómin í Grosní segir, að 20 skriðdrekar uppreisnar- manna hafi verið eyðilagðir. Talið JÓHANNES Páll II. páfi setti 30 nýja kardinála í embætti á sunnudag og sagði þeim að þeir ættu að vera reiðubúnir að deyjafyrir kirkjuna og fólk sitt. Hann sagði að klæði kard- er, að tugir manna hafi fallið í átök- unum. Dúdajev, forseti Tsjetsjníu, hélt því fram í fyrradag, að rússneskir hermenn hefðu tekið þátt í árásinni á höfuðborgina og voru leiddir fram tveir menn af 70, sem handteknir voru í átökunum um höfuðborgina, því til sönnunar. Hótar föngum lífláti Dúdajev sagði, að viðurkenndi Moskvustjórnin, að fangarnir 70 væm rússneskir hermenn, yrði farið inálanna væru rauð eins og blóð til að minna þá á píslar- votta kirkjunnar. Á meðal kardinálanna er erkibiskupinn af Sarajevo, Vinko Puljic, sem hefur sagt að hann sé reiðubú- með þá sem stríðsfanga. Að öðmm kosti yrði litið á það sem málaliða, sem ekki ættu annað skilið en dauð- ann. /íar-Tass-fréttastofan sagði í gær, að Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, hefði kallað saman sérstakan aukafund í öryggisráði ríkisins til að ræða ástandið í Tsjetsjníu. Dúdajev komst til valda í Tsjetsj- níu fyrir þremur árum og lýsti þá strax yfir sjálfstæði landsins frá Rússlandi. Em íbúarnir rúmlega ein milljón talsins, flestir mústimar og landið mjög olíuauðugt. inn að deyja fyrir Bosníu. Hluti nýju kardinálanna kýs næsta páfa eftir að Jóhannes Páll II. fellur frá. Myndin var tekin við innsetningarathöfnina í Péturskirkjunni. Kohl end- urkjörinn í 11. sinn HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, var endurkjörinn formaður Kristilega demó- krataflokksins í gær í ellefta sinn. Hlaut hann 94,4% at- kvæða. Stöðva flug- umferð UMFERÐ stöðvaðist í gær um flugvelli á Spáni er stéttarfélög stóðu að verkföllum til að mót- mæla áætlaðri fækkun starfs- manna hjá flugfélaginu Iberia. Niðurskurðurinn á að bjarga félaginu, sem er í eigu ríkisins, frá gjaldþroti. Ekkja Hon- eckers til N-Kóreu? EKKJA Erichs Honeckers, fyrr- um leiðtoga Austur-Þýska- lands, vill hætta í sjálfskipaðri útlegð í Chile og eyða ævikvöld- inu 5 Norður-Kóreu. Margot Honecker, sem gegndi í valda- tíð eiginmannsins stöðu menntamálaráðherra, hefur verið óhamingjusöm frá því að maður hennar lést í maí, og dóttir þeirra á í hjónabandsörð- ugleikum. Kenna ferða- mönnum bar- dagalist ÍSRAELSKT fyrirtæki hyggst nýta sér það orðspor sem fer af öryggismálum í heimaland- inu og býður ferðamönnum nú ísraelsferðir sem felast í því að læra að beijast, auk skoðunar- ferða. Fyrstu ferðamennirnir verða úr evrópskum skotveiði- klúbbi. Kúrdar vilja vopnahlé ABDULLAH Ocalan, leiðtogi skæruliðasamtaka Kúrda í Tyrklandi, hvatti í gær til þess að komið yrði á vopnahléi og að alþjóðasamtök reyndu að stilla til friðar í sjálfstæðisbar- áttu Kúrda. Vill Ocalan binda endi á skálmöldina sem hefur kostað 30.000 manns lífið á einum áratug. Hútúar fyrir rétt STJÓRNIN í Rúanda sagði í gær að réttað yrði í málum 37 hútúa, sem fluttir voru á brott úr flóttamannabúðum í Zaire, grunaðir um skotárásir í búðun- um. Kardinálar settir í embætti BorAsloluhúsgögn, riuii. kommóður, skápar mcð eða án glers H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.