Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSIIMS ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 49 Er menning óþarfa bruðl? Örvænting Petrínu Baldursdóttur Frá Sigríði Sigþórsdóttur: ÞAÐ var þögull hópur listamanna sem stóð í lemjandi rigningu í há- deginu á mánudegi niðri við Sætún og pakkaði inn listaverki. Mark- miðið var að vekja athygli almenn- ings á þeirri stað- reynd að í nýju fj árlagafrumvarpi er gert ráð fyrir, að það litla fjár- framlag, þ.e. 12 milljónir kr. á ári, sem veitt hefur verið til List- skreytingasjóðs ríkisins verði fellt niður árið 1995. Ég orðaði þetta við góðkunn- ingja minn sem svaraði um hæl: „Já, er þetta ekki bara óþarfa bruðl?“ Fólkið í landinu er orðið ónæmt fyrir því, þegar niðurskurð- arhnífnum er sveiflað á lofti og því skyldu listamenn ekki fá að kenna á honum jafnt sem aðrir? En málið snýst ekki bara um að veita listamönnum vinnu, þó slíkt væri góð röksemd út af fyrir sig. Málið snýst um miklu stærri og mikilvægari hluti. Þessi sjóður er nefnilega liður í að þróa menning- una í landinu sarnhliða öðrum þátt- um, svo við íslendingar getum haldið sjálfstæði okkar og reisn. Á sama tíma og þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við, reka sérstök ráðuneyti til að ann- ast málaflokkinn „menningu", mætti halda að íslenska mennin- garpólitíkin hafi verið lögð til hlið- ar í skrifborðsskúffu í mennta- málaráðuneytinu. Já, ég leyfi mér að taka svo sterkt til orða, því sú sorglega ákvörðun sem nú liggur fyrir, er greinilega lítið ígrunduð, en tekin af vanþekkingu á þeirri starfsemi sem sjóðurinn hefur staðið fyrir. í nágrannalöndum okkar hafa sambærilegir sjóðir eflst og styrkst með þeirri umræðu, að heilbrigði einstaklinga sé háð andlegri vellíða og öryggi. Og að hið veraldlega umhverfi eigi snaran þátt í þeirri uppbyggingu. Arkitektar og lista- menn eru hvattir til samvinnu við að móta manneskjulegra og fjöl- breyttara umhverfi, sem er um leið hvetjandi fyrir þá sem þar vistast. Þannig telja þessar nágrannaþjóðir okkar arðbæra ijárfestingu í heil- brigðu fólki. Á Norðurlöndunum hefur t.d. sýnt sig að barnadeildir sjúkrahúsa sem bera keim af heim- ilum í stað stofnana skila mun betri árangri, heldur en hefðbundn- ar sjúkradeildir, eins og við þekkj- um þær. Legutíma sjúklinga er markanlega styttri. Á endurhæf- ingadeildum sjúkrahúsa eru lista- menn fengnir til að vinna með fag- lærðu fólki í skapandi verkenum með góðum árangri, svo dæmi séu nefnd. Þessi afstaða er í örri þróun umhverfis okkur og liður í að snúa við blaðinu hvað varðar uppeldi á heilbrigðari og hæfari einstakling- um í flóknum samfélögum. Listskreytingasjóður ríkisins hefur aðallega veitt framlög til fjárfestingar í listaverkum í opin- berum byggingum eða svæðum Notalegt útvarp FM 94,3 Alla virka daga kl. 12.45-19.00. SÍGILTfm Reykjavík s.s. skólum, sjúkrahúsum og á torgum. Núverandi stjórn hefur haft að leiðarljósi að styrkja þau verk sem eru hluti af umhverfinu, m.a. með að hvetja til samvinnu arkitekta og listamanna þegar í upphafi verks, svo árangurinn verði sem heilstæðastur. Mikið þró- unarsstarf hefur verið unnið varð- andi leiðir um val á listaverk- um/listamönnum og mörgum spennandi verkefnum hefur verið ýtt út vör. Það er því sóun á fjár- munum að stöðva slíkra þróun á miðri leið og að gera um leið að engu það starf sem þegar hefur verið fjárfest í. Þær byggingar og umhverfi sem nú eru í mótun og framkvæmd bíða væntanlega ekki eftir hugsanlegu framlagi úr List- skreytingarsjóði ríkisins á komandi árum. Er ekki viturlegra að endur- skoða þesasr aðgerðir gegn List- skreytingasjóði ríkisins með fram- sýnu hugarfari, áður en hnífurinn er látinn falla? SIGRÍÐUR SIGÞÓRSDÓTTIR, arkitekt og fv. fulltrúi AÍ í stjórn List- skreytingasjóðs ríkisins. Frá Kristjáni Péturssyni: HINN 17. nóvember sl. birtist grein í Morgunblaðinu eftir Petrínu Bald- ursdóttur þingmann Alþýðuflokksins í Reykjavík undir heitinu „Það hálfa væri nóg“. Grein Petrínu lýsir á afar einfaldan og skýran hátt hugarheimi þess sem örvæntingin hrjáir. Hún vænir Jó- hönnu Sigurðardóttur alþingismann m.a. um ábyrgðarleysi og að hafa sparkað í félaga sína í flokknum þeg- ar hún hafði tækifæri til. Það alvar- legasta við ritsmíði Petrínu er að hún skrifar þessa grein gegn betri vitund. Ósannindi af þeim toga sem hér um ræðir sýnir hvorutveggja í senn skort á heilindum og siðferði. Greinin ber með sér handbragð og forskrift formannsins Jóns Baldvins, hrokinn og vandlætingin á verkum annarra er augljós. Petrína er tíðrætt um að böm verð að lúta ákveðnum reglum og taka tillit til annarra. Við getum sjálfsagt verið sammála um að mikilvægasta hlutverk uppeldislist- ar er sköpun á heilbrigðum hugsunar- hætti. Illvilji þarf að breytast í góð- vild, heiftúð þar að snúast í víðtæka mannúð. Gætu þessi sannindi átt ein- hvem samnefnara með grein Petrínu? Nei, því miður, heiftúð, ósannindi og ótrúlega mikið dómgreindarleysi ein- kennir hana. Þegar fólk hættir að leita leiðsagn- ar skynseminnar getur veruleikinn orðið dapurlegt hlutskipti. Sá slæmi vitnisburður sem Petrína gefur starfs- hæfni og framgöngu Jóhönnu í stjóm- málum á ekkert skylt við veruleikann. Varla verður svona hugsýn til hjá Petrínu af stuttri þingsetu og lítilli stjómmálareynslu, fremur má ætla að hún hafí orðið fyrir óæskilegum áhrifum flokksformannsins. Afkasta- geta þignmannsins á sviði jafnréttis- og mannréttindamála er ekki sýnileg. Ekki hef ég heldur greint framlag hennar til leiðréttingar á launamis- rétti né tillögur um nýsköpun í at- vinnulífi og markaðsmálum. Ekki hef ég heldur veitt athygli aðgerðum hennar í skattsvikamálum og við- skipta- og samkeppnisháttum. Er ekki best, Petrína, að byija á sinni eigin heimavinnu í stað þess að fordæma verk annarra með ósannind- um og níði? Allir sannir jafnaðarmenn vita að Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið og er okkar besti leiðtogi og boðberi hugsjóna jafnaðarstefnunnar og hefur sýnt í verki óbilandi trú á mannréttinda- og jafnréttismálum. Dugnaður hennar sem ráðherra og þingmanns er viðurkenndur af öllum. í örvæntingu skrifar fólk og segir ýmsa hluti sem betur væru ósagðir. Petrína veit að hún á ekki endurkomu á Alþingi undir merkjum Alþýðu- flokksins, sem er að þurrkast út. Þetta vissu Karl Steinar, Eiður og Jón Sig- urðsson og létu flokksapparatið koma sér í vænlegri stöður. Flokksformað- urinn á væntanlega frátekna sendi- herrastöðu, en Petrína verður vænt- anlega „stikkfrí". Nýr og sterkur jafnaðarmanna- flokkur undir forystu Jóhönnu verður stofnaður innan skamms tíma. Þar ríkir góður andi og samstarfsvilji og skoðanakannanir sýna 20% fylgi við Jóhönnu á meðan tæp 5% fýlgja Al- þýðuflokknum. Málæðisvaðall formannsins Jóns Baldvins virðist hafa uppljómað hug- skot Petrínu og henni er nokkur vor- kunn, fleiri sæmilega vitibomir menn og konur hafa tímabundið týnt áttum í návist hans. Formaðurinn er nefni- lega lengi búinn að vera með ónýtan kompás. Stuðningsmenn Jóhönnu eru vel meðvitaðir um hvers konar aðgerðum andstæðingar munu beita gegn henni í kosningabaráttunni. Ég trúi orðum Sókratesar að „lygin verði aldrei lang- líf“. Ég er líka þess fullviss að með réttvísi, drenglyndi og friðsemd er hægt að sigra hveija þraut. Við skul- um sameinast um að skapa breiðfýlk- ingu um Jóhönnu Sigurðardóttur í komandi alþingiskosningum. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrverandi deildarstjóri. d tilboðsverði Hagenuk ST 900 KX er þráðlaus sími sem hentar vel við ólíkar aðstæður, á heimilinu jafnt sem vinnustaðnum. í honum er 20 númera skammvals- minni, endurval, stillanleg hringing og 24 stafa skjár. Hægt er að nota Hagenuk símann í rafmagnsleysi. Tilboðsverð kr.: Hagenuk MT 2000 GSM farsíminn er traustur og fjölhæfur en jafnframt einfaldur í notkun. Skjárinn er óvenju stór og leiðbeiningarnar birtast jafnóðum og síminn er notaður. Trompið er svo innbyggður símsvari sem tekur við töluðum skilaboðum eða talnaboðum, ef hringt er í hann úr tónvalssíma. Hægt er að lesa eigið ávarp inn á símsvarann. Tilboðsverð kr.: Á ' ' % 19.947,- 35.900,- Staðgr. m. vsk. Staðgr. m. vsk. Traust viðgerða- og varahlutaþjónusta. Greiðslukjör. & hagenuk Söludeild Ármúla 27, sími 91-63 66 80. Söludeild Kringlunni, sími 91-63 66 90. , — Söludeild Kirkjustræti 27, sími 91-63 66 70 PÓSTUR og á póst- og símstöðvum um land allt. OG SIMI Sigríður Sigþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.