Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 4 7 FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar Jólaverslunin birtist í ólöglegum bifreiðastöðum Morgunblaðið/Júlíus SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík var seint á laugardagskvöld til- kynnt um bruna í sumarbústað við Elliðavatn. Þegar það kom á staðinn með dælubíla var bústaðurinn alelda og að hruni kominn. Slökkvistarf var erfitt vegna vatnsleysis en sækja þurfti vatn um tveggja km leið. Bústaðurinn var úr timbri, um 50 fm að stærð, og hafði ekki verið notaður um einhvern tima. Talið er að kveikt hafi verið í húsinu. Reykjavík 25.-28. nóvember TVEIR menn voru handteknir i Túnunum snemma á föstudags- morgun, grunaðir um innbrotstil- raun í fyrirtæki í Skeifunni. Auk þessa tilviks var tilkynnt um 21 annað innbrot í fyrirtæki eða bif- reiðir um helgina. Snemma á sunnudagsmorgun handtóku lög- reglumenn ungan mann er var að reyna að bijótast inn í verslun í Gnoðarvogi. Lögreglumenn hafa margsinnis haft afskipti af honum vegna margvislegra afbrota. Síð- degis á föstudag voru tveir menn handteknir eftir að hafa brotist inn í íbúð i Túnunum og veist að hús- ráðanda með barefli. Árásaraðil- arnir hafa komið við sögu hjá lög- reglu áður vegna ýmissa afbrota. Farið er að bera á einu helsta einkenni jólaverslunarinnar, fjölda ökutækja, sem er ólöglega lagt. Svo virðist sem fólk treysti sér ekki til að ganga spölkorn frá stöðureitum eða merktum bifreiða- stæðum, sem eru fjölmörg í borg- inni, en leggur þess í stað á gang- stéttum, gönguleiðum, akstursleið- um eða þvert fyrir dyr verslana, öðrum vegfarendum til mikilla óþæginda. Fólk er hvatt til að sýna samborgurum sínum tillitssemi í samræmi við boðskap jólanna. Margt fólk var í miðborginni aðfaranótt laugardags. Lögreglu- menn þurftu að hafa afskipti af u.þ.b. 30 einstaklingum. Þar af voru 11 unglingar. Þeir voru flutt- ir í unglingaathvarfíð og síðan sóttir þangað af foreldrum sínum. Veður tók að versna er líða tók á nóttina og þá fækkaði fólki. Til- tölulega fátt fólk var á ferli utan dyra aðfaranótt sunnudags, enda viðraði sérstaklega illa til útiveru. Sumir þeirra sem voru heimavið kunnu sér þó ekki hóf því 16 sinn- um var kvartað yfir hávaða og ónæði frá gieðskap í heimahúsum. Um helgina þurfti lögreglan að hafa afskipti af 14 ökumönnum, sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Tveir þeirra höfðu lent í umferðaróhöppum áður en til þeirra náðist. Tíu öku- menn voru kærðir fyrir að aka of hratt innanbæjar, einn reyndist ökuréttindalaus, 4 voru kærðir fyr- ir önnur umferðarlagabrot og 19 til viðbótar var veitt áminning. Síðdegis á föstudag varð gang- andi vegfarandi fyrir bifreið í húsa- götu við Bústaðaveg. Hann var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt laugardags varð gangandi vegfar- andi fyrir bifreið á Suðurlands- braut við Álfheima. Hann hafði hlotið áverka á höfði og baki og var auk þess talinn axlarbrotinn. Hann var einnig fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið. Auk þess- ara óhappa var tilkynnt um 33 önnur umferðaróhöpp til lögregl- unnar um helgina. Á laugardagsmorgun var hvas- sviðri og talsvert um fok á lausum hlutum. Þannig fauk fótboltamark á mannlausa bifreið í Fossvogsdal, skilti fauk á rafmagnsvír, þakplöt- ur losnuðu í Rimahverfi og hluti af timburstafla fauk á bifreið í akstri á Háaleitisbraut. Á sunnudag féll maður, sem var við vinnu utandyra við fjórðu hæð húss við Brautarholt. Hann kom niður á malarsvæði en var fluttur á slysdadeild vegna eymsla í fót- um. Lögreglan á Suðvesturlandi ætl- ar á næstunni að huga sérstaklega að ljósabúnaði ökutækja. Talsverð brögð hafa verið að því að bifreið- ar séu eineygðar eða afturljóskerj- um sé ábótavant. Það eru eindreg- in tilmæli frá lögreglunni að eig- endur og ökumenn hugi að ljósa- búnaði bifreiða sinna og færi það til betri vegar sem aflaga hefur farið. Sagnfræðingafélagið Höfðingjar o g saltfiskur Á FUNDI í Sagnfræðingafélaginu í kvöld kl. 20:30 fiytja tveir ungir sagnfræðingar erindi um nýjar rannsóknir sem þeir eru að vinna að. Axel Kristinsson cand.mag flyt- ur erindi sem hann nefnir íslenskir höfðingjar 1100-1800 og Halldór Bjarnason cand.mag flytur erindi um velgengni íslendinga á saltfisk- mörkuðum 1890-1930. Axel er að vinna að doktorsrit- gerð um höfðingja á íslandi. í rit- gerðinni veltir hann því fyrir sér lífi höfðingjastéttarinnar og ekki síst þeirri, spurningu á hveiju höfð- ingjar byggðu afkomu sína. Kenn- ing hans er að hin fámenna höfð- ingjastétt á íslandi hafi þurft á aukatekjum að halda til að geta haldið stöðu sinni. Embættaveiting- ar hafi því verið mikilvægur hluti af afkomugrundvelli höfðingja. Halldór hefur í mörg ár unnið að rannsóknum á saltfiskmörkuðum Islendinga og lauk nýlega við cand.mag-ritgerð um efnið. Þetta efni svara einni af lykilspurningum um efnahagslegan uppbyggingu Islands í bytjun þessarar aldar. Fundurinn verður haldinn í Þjóð- skjalasafninu Laugavegi 162. Fyrirlesari frá Ontario hjá fé- lagsvísindadeild DR. David B. Knight, forseti félags- vísindadeildar háskólans í Guelp í Ontario, heldur opinberan fyrirlest- ur á vegum félagsvísindadeildar Háskóla íslands, í dag, þriðjudaginn 29. nóvember, kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „A Basis for Conflict: Political Identities, Territoriality, and Territorial Org- anization" og verður fluttur á ensku. Dr. Knight lauk doktors- prófi við háskólann í Chicago og hefur kennt við háskóla í Bandaríkj- unum og Kanada og er nú prófess- or og deildarforseti við háskólann í Guelp. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. EIGANDI Snyrtistofunnar Guerlain, Laufey Birkisdóttir, ásamt Helgu Jónsdóttur. Ný snyrtistofa við Óðinsgötu NÝ snyrtistofa er tekin til starfa að Óðinsgötu 1 í Reykjavík. Snyrti- stofan Guerlain. Eigandi er Laufey Birkisdóttir. Eingöngu er uhnið upp úr Gu- erlain snyrtivörum og fást þær einn- ig á staðnum. Boðið er upp á and- litsböð með sérstöku Guerlain slök- unarnuddi, líkamsnudd, sogæða- nudd, svæðanudd, trimmformnudd, G5 meðferð, förðun, varanlega tattoveringu fyrir augnbrúnir, augnlínu og varalínu og alla al- menna snyrtingu. Vatnsgufa fylgir öllum líkamsmeðferðum. Opið hús hjá Heima- hlynningu SAMVERUSTUND fyrir aðstand- endur er í kvöld í húsi Krabbameins- félags íslands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins verður sr. Karl Sigur- björnsson. Boðið er upp á kaffi og meðlæti. BSRB ályktar um sjúkraliða- deiluna STJÓRN BSRB leggur áherslu á að upplýsingar um launakjör verði sem aðgengilegasta og öllum opn- ar. Stjórn BSRB mælist eindregið til þess að gögn Kjararannsóknar- nefndar opinberra starfsmanna (KOS) verði til fijálsra afnota og að á þeim hvíli ekki hömlur. Það er óásættanlegt að launakjörin séu gerð að felumáli og á það bæði við um hinn almenna markað og hið opinbera. Stjórn BSRB lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum í kjaradeilu þeirra gegn sjúkraliðum og hvetur til þess að þegar í stað verði geng- ið til samninga. Óbilgirni í garð sjúkraliða og neikvæð afstaða ríkis- valds og annarra viðsemjenda þeirra bitnar á sjúku fólki og öldr- uðu og þolir það enga bið að leiða vinnudeiluna til lykta. ■ Foreldrahópur barna með klofinn góm kynnir starfsemi sína á hádegisfundi í dag, þriðjudag, klukkan 12.15 til 13 í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Fundurinn er öllum opinn og boðar Gerður Á. Árna- dóttir til hans. Fjölskyld- angegn alnæmi ALNÆMISSAMTÖKIN á íslandi og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur standa í sameiningu fyrir átaksverkefni gegn alnæmi sem hlotið hefur nafnið: Fjölskyldan gegn alnæmi - umræða án for- dóma. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 1994 ár fjölskyldunnar og Álþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur gert hið sama og er þema alþjóðlega alnæmisdaginn Alnæmi og fjölskyldan - fjölskyldan sjái um sína, segir í fréttatilkynningu frá Alænæmissamtökunum. Verkefnið hófst með fræðslu- átaki í félagsmiðstöðvum í Reykja- vík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnar- firði og Mosfellsbæ og hefur það staðið yfir þennan mánuð. Ungling- arnir hafa fengið félaga úr Al- næmissamtökunum í heimsókn og leitað sér fræðslu á annan hátt. Þá eru einnig unnin ýmis verkefni sem tengjast málefninu. Einnig hafa félagsmiðstöðvarnar staðið fyrir áheitasöfnun í tengslum við mara- þondansleik í Kolaportinu 30. nóv- ember nk. Rúmlega 700 unglingar taka þátt í maraþondansinum og áheitasöfnuninni. Þann 1. desember, alþjóðlega al- næmisdaginn, verður haldin fjöl- skylduskemmtun með blandaðri dagskrá í Kolaportinu og hefst hún kl. 16. Þar munu ýmsir skemmti- kraftar koma fram m.a. Borgardæt- ur, Bubbi Morthens, Bubbleflies o.fl. Þá verður flutt atriði úr Snæ- drottningunni og úr verðlaunaleik- ritinu Út úr myrkrinu eftir Valgeir Skagfjörð og Alheimsferðir, Edda eftir Hlín Agnarsdóttur. Allir þeir sem koma fram gefa vinnu sína til styrktar Alnæmissamtökunum á íslandi. VINNINGAR p ini ni VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 8.235.825 2.4r,l5l® 6 109.820 3. 4 al 5 153 7.420 4. 3at5 4.822 550 Heildarvinningsupphæö: 12.682.105 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR 47. leikvika, 26.-27. nóv. 1994 /Vr. Leikur:______________Rödin: 1. Arsenal - Maneh. lltd. - X - 2. Liverpool-Tottenham - X- 3. Leeds - Notth For. I - - 4. Blackburn - QPR 1 - - 5. Newcastle - Ipswich - X - 6. Chelsea - Everton - - 2 7. Norwich - Leicester I - - 8. Man. City - Wimbledon 1 -- 9. Wcst Ham - Coventry - - 2 10. C. Palace - Southampt. - X - 11. Reading - Tranmere - - 2 12. Charlton - Middlesboro - - 2 13. Watford-Stoke -X- Hcildarvinningsupphæðin: 119 milljón krónur 13 réttir: 3.970.180 kr. 12 réttir: 79.990 kr. 11 réttir: 5.980 kr. 10 réttir: 1.350 kr. ÍTALSKI BOLTINN 47. leikvika , 26.-27, nóv. 1994 Nr. Leikur:________________Rödin: 1. Lazio - Roma - - 2 2. Fiorentina - Sampdoria - X - 3. Foggia - Napoli - X - 4. Gcnoa - Cremonese - .- 2 5. Padova - Juventus - - 2 6. Reggiana - Cagliari - X - 7. Brescia - Bari - - 2 8. Ancona - Lucehese - X - 9. Atalanta - Verona - - 2 10. Venezia - lldinesc - - 2 11. Cesena - Pcrugia - X - 12. Palermo - Vicenza - X - 13. Pcscara - Salernitana - - 2 Heildarvinningsupphæðin: 11,0 milljón krónur 13 réttir: jTvöfaldur næst | kr. 12 réttir: 1 421.990 | kr. 11 réttir: 1 41.880 J kr. 10 réttir: 1 9.990 | kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.