Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 15 ________FRÉTTIR_______ Gerði lygapróf að lög- fræðingi viðstöddum DR. Gísli Guðjónsson, réttarsál- fræðingur í London, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði gert lygamælispróf á Sævari M. Ciesielski vegna Guð- mundar- og Geirfinnsmálsins árið 1976. Réttargæslumaður' Sævars hafí verið viðstaddur og vitað um niðurstöðurnar, sem væru trúnað- armál og yrðu ekki gerðar opinber- ar nema beiðni bærist frá réttbær- um aðilum og ekki án samþykkis Sævars. „Eftir því sem ég best man gerði’ ég ekki skýrslu um niðurstöðumar. Það var minn skilningur á þessu prófi að þetta væri trúnaðarmál og að það yrði ekki hægt að nota þetta í málinu nema réttargæslumaður- inn teldi það honum til hagsbóta," sagði Gísli Guðjónsson og kvaðst ekki minnast þess að hafa gert skriflega skýrslu um niðurstöðuna sem hægt yrði að nota fyrir dómi. Ekkert falið „Þannig að það er öruggt mál að það er ekki verið að fela neitt í réttarkerfinu með þessu,“ sagði Gísli. Gísli Guðjónsson sagði að niður- stöður prófsins yrðu ekki gefnar upp nema réttbærir aðilar — Sævar M. Ciesielski, lögfræðingur hans og e.t.v. dómsmálaráðuneytið eða önnur yfirvöld — óskuðu eftir því, og aldrei nema samþykki Sævars Ciesielskis lægi fyrir. Skoðanakönnun DV Jóhanna fengi 23,4% en 36,9% óákveðn- ir eða svara ekki NIÐURSTÖÐUR skoðanakönnun- ar, sem DV gerðj um helgina með- al 600 manna handahófsúrtaks, eru þær að framboðslisti tengdur Jó- hönnu Sigurðardóttur fengi at- kvæði 23,4% þeirra sem afstöðu tóku ef kosið yrði til alþingis nú. Núverandi þingflokkar, að Fram- sóknarflokki frátöldum, tapa fylgi. 32,7% svarenda sögðust óákveðnir og 4,2% neituðu að svara. Séu eingöngu teknir þeir sem afstöðu tóku fengi Alþýðuflokkur 4% atkvæða, en hlaut 15,5% í síð- ustu kosningum, Framsóknarflokk- ur fengi 19% en hafði 18,9%, Sjálf- stæðisflokkur fengi 34,6% en hlaut 38% við kosningar, Alþýðubanda- lag fengi 11,9% en hafði fylgi 14,4% kjósenda, Kvennalisti fengi 7,1% en hafði 8,3% og nýtt sér- stakt framboð Jóhönnu Sigurðar- dóttur fengi 23,4% atkvæða. Kosningaspá DV greinir frá því að könnuninni hafí lokið áður en Jóhanna og stuðningsmenn hennar lýstu yfír stofnun Þjóðvaka, hreyfíngar sem stefni að framboði í öllum kjördæm- um. Kosningaspá DV samkvæmt könnuninni er sú að Alþýðuflokkur- inn fengi 3 þingsæti en hefur 10, Framsókn 14 þingsæti en hefur 13, Sjálfstæðisflokkur 18 þingsæti en hefur 26, Alþýðubandalag 9 þing- sæti, jafnmörg og nú og Kvenna- listí 4 þingsæti en hefur 5 nú. Framboð Jóhönnu fengi 15 þing- menn. ORIGINAL. 95% bómull, 5% teygja. Teygjanleg bómullarskrefbót með flötum 'saum. LUXURY. 95% bómull, 5% teygja. Með blúndu. Engir saumar á hliðum • Hágæðavara • 2jaáraábyrgð Schiesser0 N Æ R F Ö ' T Það besta næst pérl Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson S Co. hf. sími 91- 24333 AFMÆLISTILBOÐ 24. nóvember - 1. desember Á JARLINUM, SPRENGISANDI Nauta- eða lambagrillsteik og glas af á aáeins Barnabox á 195 kr. (m/jóladagatali 320 kr.) Á JARLINUM, KRINGLUNNI Hamborgari og glas af á aðeins Jarlínn Eitt blab fyrir alla! JtlovðtmWaíiiíi - kjarni málsins! D W|v Opnar a Lauöaveái 81 fimmfud. 1. des. MöinúðÓpnú^rtM HIT THE R0/\0-J/\CBC! Lauöaveöi 81. s. 21844.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.