Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GRÉTA GUNNHILDUR SIG URÐARDÓTTIR MARGRÉT A GNES HELGADÓTTIR ■4“ Gréta Gunnhildur var fædd * í Ytri Skógum í Kolbeins- staðahreppi 1. september 1907. Hún andaðist hinn 7. nóvember sl. í sjúkrahúsinu á Akranesi og var jarðsungin frá Akrakirkju í Hraunhreppi laugardaginn 12. nóvember. MEÐ SÍNUM hljóða og hógværa hætti hvarf Gréta okkur af heimi, svo að við hjónin urðum þess ekki vör í utanfararstússi mínu, óg olli það fjarveru frá jarðarför og drætti á þessum eftirmælum, okkur til mik- ils angurs. Hljóðlátari og hógværari manneskju af hjarta lítillátari, höf- um við tæpast þekkt, eins og raunar mátti glöggt sjá af svipmóti hennar, en um leið gædd styrkri skapgerð og föst fyrir. Aldrei var hún kölluð annað en Gréta og kennd við Hólma- kot, og hélt ég lengi að væri stytt- ing, en er nú fyrst að komast að seinna nafninu. Leifir þó lítt af hálfri öld, er við höfum þekkst. Leiðir okkar lágu saman sumarið 1948, er foreldrar mínir keyptu jörð- ina Selja, sem þá var að fara í eyði, og ætluðu til sumardvala. Þau Guð- mundur og Gréta tóku okkur af stakri velvild og hjálpsemi, sem hald- ist hefur æ síðan og gengið í erfðir, og hefur oft komið sér vel í ófærð og veðurhrakningum og með óbeð- inni gæslu og varnaði. Þó höfðu þau, og þá einkum Gréta, tilfinn- ingatengsl við jörðina og þar með fulla ástæðu til að vilja bæta henni við sínar lendur. Við komumst fljótt að því að þau voru mjög sérstætt fólk, vandað og nægjusamt og vildu rækta sinn reit vel, en ekki gína yfir miklu. Við þetta miðaðist allt þeirra búskaparlag. Þau höfðu óbeit á að skulda og töpuðu þráfaldlega á verðbólgu og gengislækkunum, meðan mest var tíðkað að græða á þeim efnahagsmeinum, og eiga þannig að réttu drjúga innistæðu hjá þjóðfélaginu. Því var útþensla og vélvæðing heldur með seinni skip- unum hjá þeim. Hins vegar lögðu þau alúð sína og samviskusemi svo í störf sín við fremur þröng og óhag- stæð skilyrði, að þau fengu ítrekaðar viðurkenningar fyrir fyrsta fiokks mjólkurinnlegg. Einnig bjuggu þau við sauðfé, og ekki einungis til arðs heldur og til ástúðar, svo sem fram kom af tali þeirra um, hve ánægju- legt væri að gera vel til dýranna. Þau fundu víst sjálf til vellíðunar þeirra. Fram til þess tíma fyrstu eftir- stríðsáranna, sem að framan er að vikið, bjó náskylt og tengt fólk, eða nánast sama fjölskyldan, á þrem samliggjandi bæjum á nesinu upp af Hjörsey: Seljum, Skálanesi og Hólmakoti. Ríkti því mikill sam- gangur, eindrægni og kærleikur á þeim slóðum þrátt fyrir knöpp efni, því að heldur var þar harðsóttur búskapur fyrir vélvæðingu og bættar samgöngur. En sveitarþrengslin samfara uppganginum fyrir sunnan ollu fljótt því, að þessar jarðir fóru í eyði nema Hólmakot, sem varð einn af útvörðum byggðarinnar og veitul gistimiðstöð fjölmennrar, burtfluttrar fjölskyldu. Um leið varð það skjól Guðlaugs fóstra í ellinni, traust velferðarkerfi, þar sem ekki var hætt við verkföllum eða van- rækslu. Þá var það ekki síður at- hvarf ungviðisins, og mátti vel skynja, hve vel það undi sér hjá Grétu og Munda. Alltaf áttum við gestrisni og hjartahlýju að mæta af þeim hjónum. Notalegt var að koma í eldhúskrók- inn hjá Grétu, þar sem hún stóð upp á endann eins og bændakvenna er háttur, hellti upp á könnuna og tíndi fríða fylkingu af stríðstertum og öðru bakkelsi út úr skáp, sem hlaut að vera stærri að innan en utan, stundum svo að maður sagði stopp. Eða við gerðum smáuppreisn og heimtuðum, að hún settist með okk- ur að spjalli, sem hún lét þá eftir okkur með mildu brosi. Árum saman hafði ég hross í högum mínum fram á vetur. Eftir slark og vos út um sund og eyjar var rekstrinum svo til alltaf stefnt á réttina í Hólma- koti og Guðmundur þar kominn að hemja hrossin og bjóða í sopann til Grétu. Þetta var svo vinsælt, að hjálparmenn mínir gátu varla sætt sig við, er ég lagði af þessar hrossa- sóknir. Eitt sinn er við sendum illa stígvélaðan félaga heim í hornið til Grétu, taldi hann ferðina fullborgaða af að eiga orðastað við svo mál- hressa konu. Gréta geymdi í sagnasjóði sínum arf minninga frá liðnum kynslóðum á Seljum og af bæjunum í grennd, sem auðið var að fletta upp í, og hefði þó mátt meira af því gera. Svo vel vill til, að talsvert af þeim auði hefur verið varðveitt í minninga- og ættfræðipistlum Guðjóns Friðriks- sonar sagnfræðings í Þjóðviljanum, einkum undir heitinu „Kotaætt af Mýrum“, en hann á rætur á þessum slóðum. Ekki er hér rúm til að fara nánar út í þessar hugðnæmu og skemmtilegu minningar, þar sem Selja- og Hólmakotsfólkið kemur ljóslifandi fyrir af sögnum og mynd- um. Sjálfur leitaði ég til Grétu, þeg- ar mér fannst, að ömefnaforði Selja mætti ekki lenda í glatkistunni. Ekki stóð á því, að hún gerði skrif- lega og skipulega grein fyrir öllum þekktum ömefnum jarðarinnar og tilefnum þeirra, og skapaði mér þannig verðugt verkefni að vinna úr. Við hlutum að finna til þeirrar ábygðar að varðveita uppvaxtarslóð- ir hennar, en svo hógvær sem hún var, þurfti að bjóða henni heim að skyggnast um þær slóðir. Fór ekki framhjá okkur, hve innilega hún gladdist við að lifa sig þar inn í sín gömlu spor. Fyrmm var þar stund- um glatt á hjalla, og mikil varð undr- un okkar að heyra, að þessi hljóðl- áta og oftast alvörugefna kona hefði forðum daga spilað á harmoniku og slegið upp balli á sléttri flöt við Seljabæinn. Gréta entist vel og lengi og stóð upprétt framundir hið síðasta, öllum í kringum hana til blessunar. Þegar hún er nú horfín okkur, er stórt skarð fyrir skildi og hennar sárt saknað. Sveitin verður ekki hin sama eftir kynslóðaskiptin, sem nú eru að verða, en vonandi berá yngri kyn- slóðimar gæfu til að halda uppi merki manndóms og manngæsku. Átthagatryggð hinna eldri verður þó tæpast leikin eftir. 1 trausti á eilífðartrúna felum við sál Grétu góðum Guði á vald. í anda föður míns varpa ég til hennar kveðjuorð- um, sem hann tileinkaði annarri góðri konu úr sveitinni: „Fögur verði þín framtíðarlönd og farsæl þín ókomna saga.“ Bjarni Bragi Jónsson. + Margrét Agnes Helgadóttir fæddist í Hafnarfirði 28. júní 1914. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 17. nóvember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 26. nóvember. MIG langar að minnast frænku minnar, Margrétar Helgadóttur, sem ættuð er frá Bjarnabæ. Þau voru sjö systkinin, þijár systur, Þóra, Sigríður, Margrét, og fjórir bræður, Einar, Matthías, Helgi og Bjarni. Nú eru þeir tveir á lífi Helgi og Bjarni. Þau misstu föður sinn kornung, engin fyrirvinna og nýbúið að byggja Bjarnabæ, húsið sem þau hafa alltaf verið kennd við síðan. Þá leit út fyrir að börnunum yrði tvístrað út og suður eins og al- gengt var hér áður fyrr, en þá kom Einar Þorgilsson tii sögunnar og keypti húsið á uppboði, kallað síðan elstu systkinin til sín og sagðist ætla að hjálpa þeim að halda hús- inu, þau færu öll sem gætu að vinna til þess að þau gætu haldið fjölskyldunni saman með móður sinni. Einar Þorgilsson átti því stærstan þátt í því að þau fengu að alst upp saman og hjálpa hvert öðru í áratugi. Magga, eins og við kölluðum hana alltaf, fór fljótlega að vinna strax upp úr fermingu, fór í vist og húshjálp bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Einnig var hún á Akureyri. Oft heyrði maður hana rifja þessi ár upp hvað hún hefði lært margt hjá þessu góða fólki sem hún var hjá. Þar iagði hún grunn að því sem hún hafði svo 4- Hildur Magnbjörg Björg- ' vinsdóttir var fædd 30. september 1921 að Áslaugar- stöðum í Vopnafirði. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 22. nóvem- ber sl. Hún var dóttir hjónanna Guðríðar Árnadóttur og Björgvins Þorgrímssonar bónda á Áslaugarstöðum. Hild- ur var áttunda í röðinni af tíu systkinum, hin eru: Sigurður f. 1913, Þrúður Sigríður, f. 1914, Aðalheiður f. 1915, Bryn- hildur f. 1915; d. 1989, Sigur- veig f. 1917, Arni Þórhallur f. 1918, d. 1986, Sigríður f. 1919, d. 1964, Rósa f. 1923, d. 1945, og Jónína Ragnhildur f. 1926. Börn Hildar eru Hafdís Reynis Þórhallsdóttir f. 1944. Hjalti óskaplega gaman af, en það var að elda góðan mat og baka kökur og tertur og gefa öðrum. Hinn 26. október 1940 var mik- ill hamingjudagur í lífi Möggu, þá giftist hún Benedikt Jónssyni í Keflavík. Þau hófu búskap hjá for- eldrum Benna og voru þar í nokk- ur ár. Síðan byggðu þau hús við Tjarnargötu 29 í Keflavík og hafa búið þar síðan. Magga átti eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Svan- hildi. Benni hefur reynst henni sérstaklega góður. Magga og Benni eignuðust son sem heitir Jón, einnig tóku þau dóttur Sven- hildar, Margréti Þóru, og gengu henni í foreldrastað. Árið 1970 kaupa þau sér hjól- hýsi sem þau settu niður í landi Svignaskarðs í Borgarfirði. Það hefur fært þeim' margar gleði- stundir og voru þau þar eins mikið og þau gátu. Magga hafði óskap- lega gaman af að veiða og átti marga bikara og verðlaunapeninga frá sjóstangaveiðimótum. Einnig fóru þau mikið í lax- og silungs- veiði. Magga var afskaplega lífsglöð og dugleg kona sem vel kom í ljós í þeim veikindum sem hún þurfti að ganga gegnum síðustu árin, en það var alltaf sami dugnaðurinn að drífa sig af stað þó að hún væri með slæm fótasár. Þá sagði hún: „Maður verður bara að drífa sig af stað og njóta lífsins meðan við höfum hvort annað, við Benni.“ Svona var nú Magga. Við kveðjum nú elsku frænku mína með inni- legri þökk fyrir samverustundirnar og biðjum góðan guð að styrkja Benna og aðra ástvini hennar. Helgi Einarsson og fjölskylda. Berg Hannesson f. 1951 og Sigbert Berg Hannesson f. 1953. ÞAÐ VERÐUR erfitt að fá aldrei að sjá þig aftur elsku amma, að heyra ekki í þér og að geta ekki talað við þig og ég kvíði mest fyr- ir jólunum því það verður svo tóm- legt án þín. Eina huggun við þessa skyndilegu brottför þína er að þú varst orðin mjög veik dagana áður en þú dóst og líður örugglega mun betur á himnum hjá Guði og engl- unum. Ég hélt að ekkert gæti ver- ið svona rosalega sárt, en nú hef ég komist að öðru. Ég sakna þín svo mikið elsku amma. Þitt barnabam, Svava Bjarney. t Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og föður okkar, ANTHONYS WINSTONS PLEWS. Lilja Jóhannsdóttir Plews, Jóhanna Plews, Robert Plews. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og vináttu og veittu okkur ómetanlega aðstoð við andlát og útför sonar okkar, bróður og mágs, ÓLAFS SKAGFJÖRÐ ÓLAFSSONAR, . Þurranesi. Ólafur Skagfjörð Gunnarsson, Ingunn Jóna Jónsdóttir, Jón Ingi Ólafsson, Sigurbjörg Þórey Ólafsdóttir, Sigrún Anna Ólafsdóttir, Steingrímur Þorgeirsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MÁRGRÉTAR AGNESAR HELGADÓTTUR, Tjarnargötu 29, Keflavík. Benedikt Jónsson, Jón Benediktsson, Bjarnhildur H. Lárusdóttir, Margrét Þóra Benediktsdóttir, Hermann Th. Ólafsson, Svanhildur Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eigin- konu, dóttur, móður okkar, tengdamóð- ur, systur, mágkonu og ömmu, INGIBJARGAR JÓNU MARELSDÓTTUR, Heiðargerði 112, Reykjavík. Friðþjófur Björnsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigríður Friðþjófsdóttir, Viðar Óskarsson, Kristjana E. Friðþjófsdóttir.lngólfurÁrnason, Gunnar Marel Friðþjófsson, Björn Friðþjófsson, Aldís Eliasdóttir, Sverrir Friðþjófsson, Elisabet Ingvarsdóttir, Guðni Marelsson, Jóna Ingvarsdóttir og barnabörn. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línuléngd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við' birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. HILDUR MAGNBJÖRG BJÖRG VINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.