Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞJOÐVAKINN - SAMFYLKING ÓÁNÆGÐRA ÞÓTT FJÖLMENNI hafi verið á stofnfundi pólitískra samtaka Jóhönnu Sigurðardóttur, Þjóðvaka, á Hótel íslandi nú á sunnudaginn, var fátt sem kom á óvart í mál- flutningi hennar. Ekkert gaf vísbendingu um að hér væri að verða til stjórnmálahreyfing með nýjan málefnagrunn — nýjan tón. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Jóhönnu Sigurðardótt- ur ekki tekist að skýra hver málefnalegur ágreiningur henn- ar er við Alþýðuflokkinn. Henni tókst það ekki fyrir hálfu öðru ári, þegar hún sagði af sér varaformennsku í Alþýðu- flokknum; henni tókst það ekki á flokksþingi Alþýðuflokks- ins í júní í sumar, þegar hún laut í lægra haldi í formanns- kjöri fyrir Jóni Baldvin Hannibalssyni; henni tókst það ekki þegar hún sagði sig úr Alþýðuflokknum síðsumars og lét í veðri vaka að hún myndi beita sér fyrir stofnun stjórnmála- hreyfingar þeirrar, sem nú er orðin að veruleika. Málefnalegur grundvöllur, sem skapar nýrri stjórnmála- hreyfingu sérstöðu, í samanburði við aðra stjórnmálaflokka, hlýtur að vera forsenda þess, að ný stjórnmálahreyfing nái fótfestu í íslenskum stjórnmálum. Fjölmennur stofnfundur dugar ekki til og heldur ekki velgengni í skoðanakönnunum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur haft óvenjulegt tækifæri til þess að koma baráttumálum sínum í stjórnmálum í fram- kvæmd. Hún gegndi ráðherraembætti í sjö ár samfleytt. Það eru ekki margir alþingismenn, sem fá slíkt tækifæri. Þegar horft er til baka er ljóst, að þetta tækifæri notaði hún ekki til þess að beijast sérstaklega fyrir nokkrum þeim málum, sem hún lagði áherzlu á í ræðu sinni á stofnfundi Þjóðvaka svo sem upptöku veiðileyfagjalds, jöfnun atkvæðis- réttar, fækkun þingmanna og aukinn jöfnuð í þjóðféiaginu. Spyija má hvers vegna ráðherrann notfærði sér ekki það tækifæri. Hins vegar fagnar Morgunblaðið sérhveijum nýj- um liðsmanni í baráttu fyrir breytingum á fiskveiðistjórnun- arkerfinu. Ekki þarf að fara nema rúman áratug til baka í ís- lenskri stjórnmálasögu til þess að rifja upp óánægjufram- boð, sem náðu nokkrum árangri í kosningum, en hurfu fljót- lega aftur af sjónarsviðinu. Bandalag jafnaðarmanna, klofn- ingsframboð Vilmundar heitins Gylfasonar úr Alþýðuflokkn- um, hlaut 7,3% atkvæða í alþingiskosningunum 1983 og fimm þingmenn. Árið 1986 hvarf BJ inn í Alþýðuflokkinn á ný. Albert heitinn Guðmundsson klauf Sjálfstæðisflokkinn vorið 1987 og stofnaði Borgaraflokkinn. í kosningunum 25. apríl 1987 hlaut Borgaraflokkurinn 10,9% atkvæða og fékk sjö menn kjörna. Skoðanakannanir sýndu Borgaraflokkinn með mun meira fylgi, allt upp í 17,1% skömmu fyrir kosning- ar. Borgaraflokkurinn er ekki lengur til. Á vissan hátt má segja að svipuðu máli gegni um þá, sem nú fylkja sér um Jóhönnu og vilja veita henni og Þjóðvaka brautargengi, og þá sem gengu til liðs við Albert Guðmunds- son á sínum tíma. Þeir sem fylgdu Albert að málum voru flestir óánægðir sjálfstæðismenn, sem ekki höfðu náð þeim árangri í póli- tísku starfi, sem þeir hefðu kosið. Þeir höfðu margir farið illa út úr prófkjörum flokksins og ekki hlotið þá vegtyllu á framboðslistum, sem þeir sóttust eftir. Svipaða sögu má segja um Jóhönnu og stuðningsmanna- hóp hennar. Oánægðir alþýðuflokksmenn, alþýðubándalags- menn og framsóknarmenn ganga nú til liðs við Jóhönnu. Meðal nýrra stuðningsmanna hennar eru kunnugleg andlit, sem ekki hafa náð árangri innan eigin flokka, í samræmi við persónulegar væntingar. Jóhanna Sigurðardóttir og hreyfing hennar munu nú fram í janúar reyna að móta stefnuskrá Þjóðvaka. Fari leikar þannig, að hún og helstu stuðningsmenn hennar finni sér engan annan samnefnara í íslenskum stjórnmálum en per- sónulega óánægju og vonbrigði, verður Þjóðvaki ekki annað en tímabundinn farvegur óánægjuaflanna — óánægðra kjós- enda og óánægðra frambjóðenda. Á hinn bóginn er Ijóst, að mikil hreyfing er á fylgi vinstri fiokkanna um þessar mundir. Jóhanna Sigurðardóttir og stjórnmálahreyfing hénnar hafa vissulega möguleika á að notfæra sér þá gerjun, sem þar er á ferð. En til þess að svo megi verða þarf málefnagrundvöllurinn að byggjast á meira hugmyndaríki en fram kom á stofnfundinum sl. sunnu- dag. STJÓRNMÁL Þjóðvaki stefnir framboði í öllum 1 dæmum landsins í Ný stj órnmálahreyfing, Þjóðvaki, var stofn- uð á sunnudag fyrir tilverknað Jóhönnu —— — Sigurðardóttur, alþingismanns. Aætlað er að landsfundur hreyfíngarinnar verði haldinn í janúar og verði opinn öllum félögum. Morgunblaðið/Þorkell JÓHANNA Sigurðardóttir í hópi stuðningsmanna á fundinum. STJÓRNMÁLAHREYFINGIN Þjóðvaki byggist á hugsjón- um jafnaðarstefnunnar og nútímalegum fijálslyndum viðhorfum, eins og það er orðað í upplýsingabæklingi sem lá frammi á stofnfundi samtakanna á Hótel ís- landi á sunndag. Nokkuð er á reiki hve fjölmennur fundurinn var og nefndar tölur allt frá 600 og upp í 1.000 manns í því sambandi. Hins vegar voru þeir innan við 200 sem skráðu sig í hreyfinguna á fundinum samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. í upplýsingabæklingnum segir að Þjóðvaki sé ný hreyfing fólks sem vilji breytingar í íslenskum stjórnmál- um og beijist fyrir heiðarleika, trú- verðugleika, samhjálp og sjálfsvirð- ingu í þjóðfélaginu. Markmið hreyf- ingarinnar sé að mynda breiðan sam- starfsvettvang á landsvísu fyrir alla þá sem aðhyllist framsækna jafnað- arstefnu á grundvelli lýðræðis, vald- dreifingar, félagshyggju, jafnréttis, mannúðar og mannréttinda. Hreyf- ingin muni vinna markvisst að efl- ingu atvinnulífs, varanlegri velferð og jöfnun lífskjara, en gegn spill- ingu, forréttindum og að auður og vald safnist á fárra manna hendur. Megináhersla er lögð á eftirfarandi þætti: Siðvæðingu í stjórnmála- og viðskiptalífi, afkomuöryggi fjölskyld- unnar og traust velferðarkerfi, sókn í atvinnumálum, menntun og at- vinnuöryggi, mannréttindi, jöfnun lífskjara og atkvæðisréttar, breytta skipan skattamála, ábyrga efnahags- stefnu, umhverfisvernd og þáttöku í samfélagi þjóðanna á jafnréttis- grundvelli. Hálf þjóðin undir hungurmörkum Jóhanna Sigurðardóttir sagði í ávarpi, að stjórnmálahreyfingunni væri ætlað að breyta íslenskum stjórnmálum og svara kalli fólks um nýjar áherslur, breytt vinnubrögð og meiri ábyrgð í stjórnmála- og við- skiptalífi. Hreyfingin muni starfa með fólkinu að jöfnun lífskjara og meira réttlæti. „Fólk gerir kröfur um að allir fái lifað lífinu með mann- legri reisn og af sjálfsvirðingu. ísland á að vera fyrir alla en ekki bara suma. Þjóðin er í vaxandi mæli að skiptast í tvennt, ríka og fátæka. Stéttaskipting er orðin staðreynd, auður safnast æ meira á fárra manna hendur á sama tíma og fjöldi lág- launaheimila í landinu á varla til hnífs eða skeiðar. Fyrirgreiðsla, ábyrgðarleysi og slakt siðferði í stjórnmála- og viðskiptalífi hefur fært hér niður lífskjörin, sem mest EFTIRTALDIR sjö einstakl- ingar fluttu auk Jóhönnu ávörp á stofnfundi Þjóðvaka: Þor- steinn Hjartarson, skólastjóri í Brautarholti á Skeiðum, Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Þroskahjálpar, Ágúst Einars- son, prófessor, Guðrún Árna- dóttir, skrifstofustjóri Hús- næðisnefndar Reykjavíkur, Sigurlín Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri norræna skólasetursins í Hvalfirði, Run- ólfur Ágústsson, lögfræðingur og lektor í Samvinnuháskólan- um á Bifröst, og Sigurður Pét- ursson, sagnfræðingur. Siðvæðing í stjórnmálum Þorsteinn Hjartarson sagði að sið- væðing í stjórnmálum yrði ofarlega á stefnuskránni hjá Þjóðvaka og réttlátari tekju- skipting í þjóðfé- laginu. Ahersla yrði lögð á aukna þjónustu í félags- og menntamál- um, en niður- skurður til þess- ara málaflokka hafi snert af- komuöryggi margra fjöl- skyldna. Draga megi í efa hvort íslenska velferðar- kerfið tryggi nægjanlega þá ræktar- semi sem börnum sé nauðsynlegt til að komast til þroska. Þá kom fram hjá honum að öflugt menntakerfi væri lykill að lífskjörum í framtíð- inni. Ennþá væri mikið til af óbeisl- aðri orku sem væri hugvit fólksins í landinu. Stutt yrði tímabundið við bakið á atvinnuuppbyggingu kvenna, efla þyrfti samvinnu neytenda og bænda með það að markmiði að ná niður vöruverði og stuðla að aðlögun bænda að breyttu umhverfi í land- búnaðarmálum. Tryggja þurfi rekstr- arskilyrði og samkeppnisstöðu gagn- vart innflutningi landbúnaðarvara og losa bændur sem mest undan of- hlöðnu milliliðakerfi. Það væru vaxtarbroddar í landbúnaði, eins og til dæmis hvað varðaði framleiðslu vistvænna landbúnaðarafurða. Stuðningur við fatlaða þarf að aukast Ásta B. Þorsteinsdóttir sagði að Þjóðvaki vildi móta opinbera fjöl- skyldustefnu. Ef ekkert yrði að gert væri íslensk æska í hættu. Hún lagði áherslu á málefni fatlaðra og sagði að þrátt fyrir mikla uppbyggingu á undanförnum árum og áratugum hefði þessi hópur ekki náð jafnstöðu. Stuðningur í þessum efnum þyrfti að stóraukast. Margir öryrkjar lifðu við mörk fátæktar og siðmenntuð þjóð einy og íslendingar gæti ekki látið það um sig spyijast. Gera þyrfti átak í atvinnumálum þeirra og koma leiðréttingum til þeirra í gegnum al- mannatryggingakerfið. Hún sagði að breytingar í heilbrigðisþjónustunni hefðu oft markast af skammsýni, stjórnmálamenn þyrftu að hafa samráð um breytingar og þær að markast af heild- arsýn. Hún gerði verkfall sjúkral- iða að umtalsefni og sagði að það virtist lítill vilji til að semja við þessa láglauna- stétt. Laun þeirra og Sóknarstarfs- manna séu 55-65 þúsund krónur og á þeim launum lifí enginn. Ljóst sé að efnahagslægðin undanfarin ár hafi bitnað mest á láglauna- og með- altekjufólki og óásættanlegt sé að hluti fólk komist upp með það að greiða ekki til samfélagsins eins og því beri. Hóflegt veiðigjald Ágúst Einarsson sagði Þjóðvaka grundvallaðan á hugsjónum jafnað- arstefnunnar og fijálslyndum við- horfum. Hreyf- ingin vilji innleiða siðareglur fyrir stjórnmálamenn og í viðskiptum og auka upplýs- ingaskyldu og draga úr afskipt- um stjórnmála- manna í banka- kerfi. Það þrífist margt í opinber- um rekstri í skjóli leyndar og samtryggingar sem verði að uppræta. Þjóðvaki vilji lága verð- bólgu, efla utanríkismál og hagvöxt. Ríkisfjármál verði að vera í jafn- vægi, byggð á rammaíjárlögum til Ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.