Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 17 Nýjar tillögur um breytt hlutverk Iðnþróunarsjóðs kynntar Sjóðnum verði breytt í nýsköpunarsjóð IÐNAÐAR- og viðskiptaráðuneyti hefur lagt til að Iðnþróunarsjóði verði breytt í svokallaðan Nýsköp- unarsjóð atvinnulífsins sem hafi m.a. það hlutverk að stuðla að vöru- og tækniþróun þjónustu- greina og aukinni samkeppnis- hæfni íslensks atvinnulífs. Gert er ráð fyrir að hinn nýi sjóður greiði fyrir aukinni fjárfestingu innlendra og erlendra aðila og stuðli að aukn- um útflutningi vöru og þjónustu. Sjóðurinn ræki þetta hlutverk með því að leggja fram hlutafé og veita áhættulán, ábyrgðir og styrki til ákveðinna verkefna, ýmist einn eða í samvinnu við aðra. Heimilt verði að afskrifa lán og ábyrgðir ef verk- efni heppnist ekki. Iðnþróunarsjóður var stofnaður með framlagi allra Norðurland- anna fyrir aldarijórðungi þegar íslendingar gerðust aðilar að EFTA. Undanfarin ár hafa vaxta- laus stofnframlög hinna Norður- landanna verið endurgreidd og lýk- ur þeirri endurgreiðslu í mars á næsta ári. Samtök iðnaðarins lýstu í gær yfir stuðningi við hugmyndir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis um að breyta Iðnþróunarsjóði í Nýsköpunarsjóð. Segir í frétt frá samtökunum að ekki megi dragast öllu lengur að ákveða hvað gera eigi við sjóðinn nú þegar hann vérði að fullu eign íslendinga. Breyta þurfí lögum um sjóðinn og taka ákvörðun um hvemig breyta Samtök iðnaðar- ins vara við að eigið fé sjóðsins fari í að styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans eigi hlutverki hans eða að leggja hann niður. Stjóm Sámtaka iðnað- arins hvetur ríkisstjóm íslands til þess að leggja án tafar fram fram- varp til laga um þessa breytingu, enda sé hún í fullu samræmi við upphaflegan tilgang með stofnun Iðnþróunarsjóðs. Jafnframt varar stjórnin eindregið við og mótmælir hugmyndum um að nota eigið fé Iðnþróunarsjóðs að hluta eða heilu lagi til að styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans. Slík ráðstöfun sé í engu samræmi við upprana sjóðs- ins og tilgang með stofnun hans. Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, sagði þann valkost að nota eigið fé Iðn- þróunarsjóðs til að styrkja stöðu Landsbankans hafa verið mjög til umræðu að undanfömu. „Því eram við algjörlega andvígir." Tillögur um Nýsköpunarsjóðinn vora kynntar forráðamönnum Samtaka iðnaðarins í síðustu viku. „Við lýsum yfir stuðningi við þær. Það er farið að liggja mjög á þessu því síðasta greiðslan til hinna Norðurlandanna verður innt af hendi í mars. Þá lýkur þessu ævi- skeiði Iðnþróunarsjóðs og því .er orðið meira en tímabært að taka um það ákvörðun hvað eigi að taka við.“ Eigið fé um 2,5 milljarðar í árslok nam eigið fé Iðnþró- unarsjóðs tæplega 2,5 milljörðum króna. Þar af námu ógreiddar eftir- stöðvar af stofnframlagi hinna Norðurlandanna um 315 milljón- um. Eigið fé skiptist í 760 milljóna hreint veltufé (peningar í sjóði, verðbréf, áfallnir vextir og aðrar skammtímaeignir að frádregnum skammtimaskuldum og áföllnum vöxtum), verðmæti hlutabréfa í Draupnissjóðnum hf. og Þróunar- félagi íslands hf. nam 450 milljón- um, yfirteknar fullnustueignir námu 470 milljónum, varanlegir rekstrarfjármunir 10 milljónum. Tillögur um stofnun Nýsköpun- arsjóðs gera ráð fyrir að árlegt ráðstöfunarfé verði allt að 15% af yfirteknu eigin fé Iðnþróunarsjóðs. Þá fái sjóðurinn vexti og arð af yfirteknu eigin fé Iðnþróunarsjóðs, tekjur af iðnlánasjóðsgjaldi auk ýmissa annarra tekna. Þessar hug- myndir fela einnig í sér að starf- semi vöraþróunar- og markaðs- deild Iðnlánasjóðs muni flytjast yfir í hinn nýja sjóðs. Eignir og skuldbindingar deildarinnar verði hins vegar eftir hjá Iðnlánasjóði. i I > ) I > . " > Ráðstefna Evrópusambandsins og Alþýðusambands Islands Hótel Saga 2. desember 1994 EIGUM VIÐ ERINDI VIÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ? 11:45 Innrítun 12:00 Hádegisverður í Átthagasal 13:20 Rannveig Guðmundsdóttir, félagsmálaráðherra, flytur ávarp Erindi í Arsal: 14:00 Aneurin Rhys Hughes, sendiherra Evrópusambandsins á íslandi og í Noregi 14:20 Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands 15:00 Ari Skúlason, framkvœmdastjóri ASÍ 15:20 Kaffihlé - veitingar 15:40 Ivor Lloyd Roberts, semfer með samskipti á sviði verkalýðs- og félagsmála innan framkvæmdastjómar ES 16:00 Hansína Stefánsdóttir, form. Alþýðusambands Suðurlands 16:20 Elsa Þorkelsdóttir, framkvœmdastjóri Jafnréttisráðs 16:40 Wim Bergens, yfirmaður upplýsinga- og fjölmiðlamála Evrópu- sambands verkalýðsfélaga (ETUC) 17:00 Umrœður, fyrirspumir og svör 17:30 Aneurin Rhys Hughes flytur samantekt og lokaorð Ráðstefnustjóri: Aneurin Rhys Hughes, sendiherra. Ráðstefnugjald, sem innifelur hádegisverð og kaffi, er kr. 2.500. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu ASÍ í síma (91)81 30 44 eða með faxi (91)81 30 44 eða til KOM hf. í síma (91) 62 24 11 eða með faxi (91) 62 34 11. Ræður erlendra ræðumanna verða túlkaðar samtímis af ensku á íslensku. ✓ Ráðstefnan er haldin í samvinriu við Landsbanka Islands Skipuleggjendur ráðstejhunnar áskilja sér rétt til að breyta dagskrá vegna áfyrirsjáanlegra orsaka Aðstoð við skipulag og umsjón: Kynning Og Markaður - KOM ht'. v______________________________________________________________________d Fundað um gerð mark- aðsáætlana ÍSLENSKI markaðsklúbburinn boðar til fundar um gerð markaðs- áætlana á morgun, miðvikudag 30. nóvember, kl. 12-13.30 í Víkinga- sal Hótels Loftleiða. Á fundinum verður m.a. fjallað um hvernig markaðsáætlanir era unnar hjá tveimur fyrirtækjum sem eru áber- andi í markaðsstarfi sínu. Frummælendur á fundinum verða Magnús Pálsson, fram- kvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækis- ins Markmiðs, Emil Grímsson, markaðsstjóri Toyota, og Jónas Hvannberg, hótelstjóri Hótels Sögu. Fundarstjóri verður Ámi Geir Pálsson, framkvæmdastjóri Máttarins og dýrðarinnar. Ágóðu verði SKIPHOLTl 17 ■ 105 REVKJAVlK _ SfMI: 91-627333 - FAX: 91-628622 C31_<LJ Stórverölækkurhá pappírstætur trúnaöarskjöl o.fl. —Tækifæri öryggi með jóð kaup. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 - 105 Reykjavík Símar 624631 og 624699 Hádegisverðarfundur ÍMARK Hvað ætlar þú að gera í markaðsmálum á næsta ári? íslenski markaösklúbburinn boöar til hádegisveröarfundar um gerö markaösáætlana á Hótel Loftleiöum, Víkingasal, miövikudaginn 30. nóvember kl. 12:00 -13:30. Hvaö hefur tekist vel? Hvaö hefur miöur fariö? Af hverju er árangurinn betri eöa lakari? Hvaöa markhópum beinum viö athyglinni aö á næsta ári? Hvar liggja möguleikarnir? Hvar eru syllur á markaönum? Þessum spurningum og fleiri veröur leitast viö aö svara á fundinum. Reynt verður aö miöla upplýsingum um hvaö fræöin segja um gerö markaösáætlana og fundarmönnum gefin innsýn í notkun markaösáætlana hjá tveimur fyrirtækjum. Frummælendur: Magnús Pálsson, framkvæmdastjóri ráögjafafyrirtækisins Markmiös Emil Grímsson, fjármálastjóri Toyota Jónas Hvannberg, hótelstjóri Hótei Sögu Aðgangseyrir: kr. 1.500 fyrir ÍMARK-félaga, kr. 2.000 fyrir aðra. Innifalið í verði er léttur hádegisveröur. (Ath., hægt er að gerast meðlimur í ÍMARK á staðnum.) M U N I Ð A Ð G R E I 0 A FELAGSGJOLDini!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.