Morgunblaðið - 30.11.1995, Page 4

Morgunblaðið - 30.11.1995, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa komið verulega til móts við ASI og BSRB „ÉG TEL að það væri afar sér- stætt ef að kjarasamningum yrði sagt upp við núverandi aðstæður. Ríkisstjómin hefur staðið við sitt. Samningar gætu haldið án þess að ríkisstjómin eða aðilar vinnumark- aðarins gripu inn í það. Við setjum inn í þessa mynd 1.000 milljónir króna til þátta, sem ASÍ og BSRB hafa lagt mikla áherslu á, að fengju meðhöndlun af þessu tagi sem hér er gert. Við teljum að þetta hljóti að stuðla að sátt í þjóðfélaginu," sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra um þá yfirlýsingu sem ríkis- stjórnin kynnti fulltrúum ASI og BSRB í gær. Davíð tók fram að þessi yfirlýs- ing væri endanlegt svar ríkisstjórn- arinnar. Meira yrði ekki boðið af hennar hálfu. Aðspurður útilokaði Davíð ekki að opinberum starfsmönnum yrðu boðnar sambærilegar hækkanir og vinnuveitendur bjóða félagsmönn- um Alþýðusambandsins. Hann sagðist ekki hafa séð tilboð vinnu- veitenda og væri því ekki í aðstöðu til að svara neinum spurningum um hvernig ríkisvaldið myndi svara kröfum BSRB. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá í gær segir að verði samningum sagt upp falli yfirlýsing ríkisstjórn- arinnar frá 21. febrúar úr gildi og stjórnin muni taka útgjaldaþætti hennar til endurskoðunar. Áfram stefnt að jafnvægi í ríkisfjármálum „Yfiriýsingin tók mið af því að samningar stæðu til tveggja ára. Ef samningar rofna mun ríkis- stjórnin að sjálfsögðu þurfa að end- urmeta sína stöðu. Þá er hætt við að verðbólga fari af stað, vextir hækki ög hlutir gerist sem efna- hagslífið þolir illa og við slíkar að- stæður þarf ríkisstjómin að endur- meta alla sína stöðu og þar með útgjaldaþætti yfirlýsingarinnar," sagði Davíð. I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir ekkert um hvort eða hvernig kjaramál, en hún á að styrkja gildandi kjarasamninga. Forsætisráð- herra segir að verði samningum sagt upp muni yfírlýsingín frá 21. febrúar falla úr gildi. Egill Ólafsson og Ómar Friðriksson fylgdust með atburðum á vettvangi kjaramála í gær. Morgunblaðið/Ami Sæberg FORYSTUMENN ASÍ komu til fundar við forsætisráðherra og utanríkisráðherra síðdegis í gær. Falliðtilað stuðla að sátt * Ríkisstjómin hefur kynnt fulltrúum ASI og BSRB yfirlýsingu um ríkissjóður ætlar að mæta auknum útgjöldum. Einungis er lögð áhersla á mikilvægi jafnvægis í ríkisfjár- málum. „Ríkisstjórnin telur afar mikil- vægt að standa við þá ákvörðun sína að ná jafnvægi í ríkisfjármál- um á næstu tveimur árum. Hún mun leita allra Ieiða til þess. A þessari stundu liggur ekki fyrir nákvæmlega hvernig það verður gert, en það hljóta allir aðilar að vera sammála um að það sé afar mikilvægt vegna þess að nú liggja fyrir óyggjandi upplýsingar um að jafnvægi í ríkisfjármálum mun skila sér í meiri hagvexti, lægri vöxtum og betri lífskjörum,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra. Sambandsstjórn VSÍ fundar í dag Á fundi launaneíndar ASÍ og vinnuveitenda, sem hófst eftir há- degið í gær, var ekkert nýtt lagt fram af hálfu vinnuveitenda. Þeir munu þó hafa gefið til kynna að þeir myndu auka við tilboð sitt á næsta fundi. Á fundi Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, Friðriks Sophussonar fjármálaráð- herra og Páls Péturssonar félags- málaráðherra í stjórnarráðinu var gengið frá tilboði af hálfu ríkis- stjórnarinnar og var það kynnt fulltrúum ASÍ og BSRB laust fyrir kl. 7. Þá hófst fundur formanna lands- og svæðasambanda innan ASÍ. I dag kemur sambandsstjórn VSI saman, en í henni sitja yfir 100 fulltrúar. Á fundinum verður tekin afstaða til þess tilboðs, sem fulltrú- ar VSÍ í launanefnd hafa lagt fram. I dag kemur framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins einnig saman. Mörg verkalýðsfélög verða með stjórnar- og trúnaðarráðsfundi í dag til að taka afstöðu til þess hvort félögin eigi að segja upp samningum. Tillögxtr samningsaðila um lækkun matvælaverðs Magntollar á græn- metí lækki um 50% SAMNINGSAÐILAR í ASÍ, VSÍ og VMS hafa í kjaravið- ræðunum að undanfömu rætt um leiðir sem leitt geti til lækkandi verðlags á grænmeti, eggjum, kjúklingum og svínakjöti og hafa kynnt ríkisstjórninni sameiginlegt minnisblað þar sem lagðar eru til aðgerðir til að sporna gegn hækkun á verði þessara vara. Ríkisstjómin lýsti yfir í gær að hún myndi kanna þessar ábendingar og leita leiða til að koma í veg fyrir að verðlagsbreytingar á þessum afurðum raski verðlags- forsendum kjarasamninga. Niðurfelling tolla og stækkun tollkvóta Umtalsverðar hækkanir urðu á verðlagi á grænmeti síðsumars og í haust en aðilar vinnumarkaðarins leggja m.a. til að tollar á grænmeti verði felldir niður þegar innlend framleiðsla er ekki á markaði, en þeir eru nú 30%. Þá er lögð til stækkun tollkvóta grænmetis og að stærð þeirra miðist við innflutning skömmu fyrir gildistöku GATT, t.d. á seinasta ári, en ekki við inn- flutt magn á árinu 1988 eins og nú er gert. „Ef þessum tollkvótum er úthlutað utan þeirra árstíða sem innlend framleiðsla er á markaði mætti fella tollana niður án þess að innlendir framleiðendur yrðu þess varir en ríkis- sjóður yrði af nokkrum tekjum," segir í minnisblaðinu. Þá telja aðilar vinnumarkaðarins að sú tollvemd sem innlendum framleiðendum er tryggð sé svo mikil að veru- leg lækkun magntolla sé möguleg án þess að stefna þessum greinum í hættu. Er lagt til að þessir magntollar verði lækkaðir um 50% strax og þeir færu síðan lækk- andi til aldamóta um 5% á ári. 50% lækkun myndi hafa í för með sér um 30% lækkun innflutningsverðs á græn- meti og gera má ráð fyrir að það lækki vísitölu neyslu- verðs um allt að 0,2%, að mati samningsaðila. Einnig er lagt til að svínarækt og alifugla- og eggja- framleiðsla verði felld undir samkeppnislög. Bent er á að alifuglakjöt og egg lúta enn opinberri verðlagn- ingu, þótt almennt sé viðurkennt að sú verðlagning Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Ögmundur Jónasson formaður BSRB í fjármálaráðuneytinu í gærkvöldi. Þar var Ögmundi afhent yfirlýsing ríkisstjórnarinnar. gildi ekki nema að vissu marki. Opinber verðlagning í þessum greinum haldi uppi verði og því sé eðlilegt að heimildir þessara greina til opiiiberrar verðlagning- ar verði afnumdar. Einnig er lagt til að athugað verði hvort ekki sé eðlilegt að lækka magntolla á þessum afurðum á hlið- stæðan hátt og á grænmeti. Afnám kjarnfóðurgjalda Aðilar Vinnumarkaðarins leggja auk þessa til afnám kjamfóðurgjalda til að stuðla að aukinni samkeppni og lækkun kostnaðar. „Með afnámi kjarnfóðurgjalda skapaðist svigrúm til 3% verðlækkunar í þeim greinum sem mest nota af kjamfóðri, en áhrifin yrðu nokkru meiri í mjólkurframleiðslu," segir á minnisblaðinu. Yfirlýsing rík- issljórnarinnar um kjaramál RÍKISSTJÓRNIN afhenti aðilum vinnumarkaðarins í gær yfirlýs- ingu vegna þeirra viðræðna sem farið hafa fram í launanefnd að undanförnu. Yfirlýsingin fer hér á eftir. í framhaldi af fundum með full- trúum ASÍ, BSRB og vinnuveit- enda hefur ríkisstjórnin rætt þá stöðu sem uppi hefur verið í kjara- málum. Ríkisstjórnin telur að fullkom- lega hafi verið staðið við þá yfirlýs- ingu sem gefin var í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í febrúar síðastliðn- um. Aðilar vinnumarkaðarins eiga að sínu Ieyti eftir að efna sinn hluta um að samningar skuli standa til ársloka 1996. Verði samningnum sagt upp fellur yfir- lýsing þessi úr gildi Qg ríkisstjórn- in mun einnig taka útgjaldaþætti fyrri yfirlýsingar til endurskoðun- ar. Til að tryggja frið á vinnumark- aði og skapa traustari skilyrði fyr- ir sátt í þjóðfélaginu um kjaramál hefur ríkisstjórnin ákveðið eftir- farandi aðgerðir: 1. Atvinnuleysisbætur hækki 1. janúar 1996 (150 m.kr.). 2. Bætur almannatrygginga hækki 1. janúar 1996 (450 m.kr.). 3. Viðbótarfrádráttur lífeyrisið- gjalds launþega frá tekjuskatti frá og með 1. júlí 1996 komi til fram- kvæmda 1. janúar 1996 og viðbót- arfrádráttur 1. júlí 1997 komi til framkvæmda 1. júlí 1996 (400 m.kr.). Aðilar vinnumarkaðarins hafa lýst áhyggjum sínum vegna mögulegra áhrifa búvöruverðs á almenna verðlagsþróun á næsta ári. Hafa þeir einkum nefnt breyt- ingar á verðlagi grænmetis og afurðum svína og alifugla. Ríkis- stjórnin mun í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa framleiðenda kanna ábendingar ASÍ og VSÍ og leita leiða til að koma í veg fyrir að verðlagsbreyt- ingar á áðurnefndum afurðum raski verðlagsforsendum kjara- samninga. í framhaldi af ofangreindum ákvörðunum mun ríkisstjórnin leit- ast við að tryggja að þessar að- gerðir raski ekki þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sett sér í ríkisfjármálum. Jafnvægi í ríkis- fjármálum er nauðsynleg forsenda þess að treysta áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum, skapa skilyrði fyrir hagvöxt og aukna atvinnu. Að þessu hljóta bæði launþegar og vinnuveitendur að vilja vinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.