Morgunblaðið - 30.11.1995, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.11.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 15 Nýtt fjós risið á Laugarbökkum undir Ingólfsfjalli Það var annaðhvort að byggja eða hætta Selfossi - „ÞAÐ eru gerðar það miklar kröfur varðandi öll gæði landbúnaðarvara að það er nauð- synlegt að hafa vinnuaðstöðuna við framleiðsluna í lagi og eins góða og mögulegt er. Fyrsta stigið er að koma þessu upp og það næsta að halda því,“ sagði Þorvaldur Guð- mundsson bóndi á Laugarbökkum í Ölfusi sem tók í notkun nýtt 28 kúa fjós þar sem einnig er gott rými fyrir geldneyti. Kostnaður við fjósbygginguna er um 22 milljónir en fjósið er öðru- vísi en önnur fjós að því leyti að í því er aðstaða til að kynna mjólkur- framleiðslu og starfsemi í nútíma fjósum. Gestastofa er á milli mjólk- urhússins og mjaltabássins og mjólkin fer í glerrörum í gegnum stofuna í mjólkurtankinn. Þessa aðstöðu ætla Þorvaldur bóndi og kona hans, Erla Ingólfsdóttir, að nota fyrir ferðafólk og aðra. Þeir gestir sem koma í gestastofuna munu fá drykk hússins sem verður í sama lit og mjólkin og er mjög góður. Þorvaldur er núna með 23 kýr mjólkandi, sex geldneyti og eitt naut. „Það var annaðhvort að fara í þetta verkefni eða hætta. Gamla fjósið tók 22 kýr og þar var ekki hægt að bæta við á neinn hátt. Mér finnst alveg ferlegt að jarðir hér í nágrenni við Mjólkurbú Flóa- manna skuli vera að leggjast af sem mjólkurframleiðslujarðir, en það þarf vissa bjartsýni til að fara í þetta. Ég ætla ekki að auka svo mjög við mjólkurframleiðsluna. Ætli aðalaukningin hjá mér verði Morgunblaðið/Sig. Jóns. NÝJA fjósið á Laugarbökkum. Stóri glugginn veit inn í gestastofuna milli mjólkurhússins og mjaltabássins. ekki í kringum mjólkurkynningu,“ sagði Þorvaldur. Fjósið var byggt hratt, fyrsta steypa var 17. júlí og síðan voru kýrnar fluttar inn 24. nóvember. Faðir Þorvaldar, Guðmundur Þor- valdsson fyrrum bóndi á Laugar- bökkum, sagði eftir flutninginn á kúnum að það væri allt annar svip- ur á þeim núna, þær væru strax farnar að brosa. Þorvaldur sagði hins vegar að fjóskötturinn væri hálf lúpulegur því hann vantaði gömlu trébitana til að ferðast um eins og var í gamla fjósinu. ÞORVALDUR Guðmundsson bóndi í nýja fjósinu. V erðlaunamyndir í Eyjum SYNING á ljósmyndum fréttarit- félags fréttaritara Morgunblaðs- ara Morgunblaðsins hefur verið ins. Sigurgeir Jónasson, ljós- sett upp í anddyri Safnahússins myndari Morgunblaðsins í Vest- í Vestmannaeyjum. Sýningin mannaeyjum, á nokkrar verð- verður þar út næstu viku, opin á . launamyndir. Þeirra á meðal er afgreiðslutíma safnanna. myndinn Einn á báti sem vann Á sýningunni, sem hefur yfir- til fyrstu verðlauna fyrir myndir skriftina Til sjós og lands, eru af fólki. Myndin er af Jóni Guð- 30 verðlaunamyndir úr ljós- mundssyni í Sjólyst á trillu sinni myndasamkeppni Okkar manna, Hlýra suður á Sundum. 6 mánaða ábyrgð á notuáum bílum! Geriá verbsamanburb - hagstæð greibslukjör PEUGEOT 605 SV árg. 1992, 3,0L 6 cyl. vél, sjálfskiptur, rafdr. rúður, samlæsingar, o.fl. o.fl. Toppvagn. Verð kr. 1.690.000. TOYOTA CARINA E árg. 1993, sjálfskiptur, ekinn 36 þús. km. Verð kr. 1.490.000. JEEP CHEROKEE LAREDO árg. 90, 4,0 L 6 cyl. vél, sjálfsk., rafdr. rúður og læsingar, ek. 84 þús. km. Verð kr. 1.950.000. SKODA FORMAN árg. 1992, grænn, ekinn 60 þús. km. Verð kr 490.000. FORD EXPLORER SPORT árg. 1991, mikið breyttur, t.d. pústflækjur, loftlæsingar framan og aftan, loftstýrt demparakerfi, 2" upphækkun, farsfmi. Verð kr. 2.690.000. PEUGEOT 106 XR árg. 1993, 5 dyra, 5 gíra, 1124cc vél. Verð kr. 730.000. CHRYSLER SARATOGA árg. 1991,3,0 L 6 cyl. vél, sjálfskiptur, rafdr. rúður og læsingar. Verð kr. 1.250.000. SKODA FAVORIT árg. 1992, ekinn 30 þús. km. Verð kr. 400.000. PEUGEOT 205 árg. 1995, 5 dyra, 5 gíra, rauður. Verð kr. 860.000. TOYOTA COROLLA GLI 4x4 árg. 1994, grænn, ekinn 27 þús km. Sumar- og vetrardekk, allt á felgum. Verðkr. 1.520.000. DODGE ARIES stw. árg. 1988, 2,2 L vél, sjálfskiptur, ekinn 86 þús. km, rauður. Verð kr. 650.000. DODGEVAN B-350 árg. 1989, fullinnréttaður lúxus ferðabíll, ekinn aðeins 44 þús. km. Verð kr. 1.990.000. CHEVROLET CAPRIS CLASSIC árg. 1986, amerískur eðalvagn fyrir aðeins kr. 790.000. Lán til allt að 36 mánaða án útborgunar Fyrsti gjalddagi í apríl 1996 Visa/Euro-raðgreiðslur Opið mánudaga-föstudaga kl. 9-18 og laugardaga kl. 12-16 CITROEN BX 19 4x4 árg. 1990, ekinn 104 þús. km, rauður. Verð kr. 590.000. NOTAÐIR BÍLAR Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sfmar 554 2600/564 2610.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.