Morgunblaðið - 30.11.1995, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.11.1995, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sendu jólapakkana og jólapóstinn með DHL Við gefum þér 2 auka vikur Það er engin ástæða til að láta jólapakkana og jólamatinn velkjast um í pósti í nokkrar vikur. DHL kemur jólapökkunum hratt og örugglega heim til viðtakenda. Síðasti dagur til að senda Jólagjöf er 18. desember. Við erum ódýrari en Pósturinn Það er ódýrara að senda jólakortin til útlanda með sendibréfa- þjónustu DHL en með hefðbundnum flugpósti. Ef þú ert með 20 jólakort eða fleiri sækjum við þau heim til þín endurgjaldslaust. ATH Skilið bréfunum ófrímerktum. mikilvægar dagsetningar Síðasti dagur til að senda jólakort til einstakra landa er: 15. des. til Norðurlandanna. 14. des. til Evrópu. 11. des. til Bandaríkjanna, Kanada og annarra landa. womowioe EXPftess « Við stöndum við skuidbindingar þínar DHL HRAÐFLUTNINGAR HF Faxafcn 9 -108 Reykiavik Slmi 568 9822 • Fax 568 9865 Suu Kyi gagnrýnir herforingjasljórnina í Burma Reuter AUNG San Suu Kyi, friðarverðlaunahafi Nóbels og leiðtogi Lýðræðisbandalags Burma, á blaða- mannafundi í Rangoon. Viðræðunum hætt Rangoon. Reuter. AUNG San Suu Kyi, friðarverð- launahafi Nóbels og leiðtogi Lýð- ræðisbandalags Burma, sagði í gær að flokkurinn hefði dregið sig út úr viðræðum um nýja stjórnarskrá sem herforingjastjórn landsins hef- ur staðið fyrir. Suu Kyi sagði að viðræðurnar endurspegluðu ekki vilja þjóðarinnar. „Ætlun okkar hefur alltaf verið að finna þá lausn sem kemur þjóð- inni best,“ sagði Suu Kyi á blaða- mannafundi við heimili hennar, þar sem hún var í stofufangelsi í sex ár vegna andófs gegn stjórninni. „Við teljum nú að við getum ekki átt aðild að þjóðfundinum, sem stefnir ekki í þá átt sem þjóðin vill, því þar kemur ekki fram neinn vilji til að koma á þjóðarsátt, fjölflokka- lýðræði eða nýrri stjórnarskrá sem öll þjóðin getur sætt sig við,“ sagði Suu Kyi. Andófsmenn handteknir? Herforingjastjórnin valdi sjálf -flesta fulltrúana á þjóðfundinum, sem hefur komið saman við og við frá janúar 1993. Fulltrúar Lýðræð- isbandalagsins og annarra stjórnar- andstöðuflokka eru um 15% fundar- mannanna. Suu Kyi var látin laus úr stofu- fangelsi í júlí og aðspurð kvað hún hugsanlegt að hún yrði handtekin vegna gagnrýninnar á þjóðfundinn. Hún sagði að „sérsveitarmenn" stæðu allan sólarhringinn við heim- ili að minnsta kosti þriggja hátt settra félaga í Lýðræðisbandalag- inu. „Við vissum að þessu fylgir hætta og við tökum því.“ Breska og írska stjórnin leggja ágreiningsmálin til hliðar Viðræður um N-Ir- land aftur í febrúar írska starfsbróður sínum, skýra frá samkomulagi sínu um að hefja aftur viðræður um frið á Norður-írlandi. Bandaríkjastjórn þrýsti á um sam- komulágið en norð- ur-írskir mótmæl- endur neita því London. Reuter. BRETAR og írar hafa náð sam- komulagi um að hefja aftur viðræð- urnar um frið á Norður-írlandi en þær hafa legið niðri í allnokkurn tíma. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sem kom til London í gær- morgun, fagnaði þessum tíðindum en Bandaríkjastjórn beitti sér mjög fyrir samkomulaginu. Stærsti flokkur mótmælenda á N-írlandi kallar það aftur á móti blekkingu. John Major, forsætisráðherra Bretlands, og John Bruton, forsæt- isráðherra írlands, tilkynntu seint í fyrrakvöld, að stefnt væri að því að hefja viðræðurnar aftur í febrúar nk. með þátttöku allra flokka á Norður-írlandi. Helsta deiluefnið óleyst Major og Bruton tóku fram, að ágreiningur þeirra um skilyrðin fyr- ir þátttöku Sinn Fein, pólitísks arms IRA, írska lýðveldishersins, væri enn óleystur en vonast væri til, að úr honum greiddist í undirbúnings- viðræðunum í febrúar. Breska og írska stjórnin hafa deilt um þá kröfu Breta, að IRA afhendi mikið af vopnabúnaði sín- um áður en Sinn Fein verði Jeyft að taka þátt í viðræðunum. I til- kynningu þeirra frá í fyrrakvöld var reynt að fyra í kringum þennan ágreining. Major lagði áherslu á, að afstaða bresku stjórnarinnar hefði ekki breyst en sagði, að enn hefði ekki fundist önnur leið tij að sætta mót- mælendur á Norður-írlandi við þátt- töku Sinn Fein í viðræðum. Bruton sagði, að vissulega hefði það verið besta lausnin, að IRA afhenti vopn- in en það væri ekki raunhæft á þessari stundu. Ákveðið hefur verið, að alþjóðleg nefnd kanni hvernig unnt sé að afvopna stríðandi fylk- ingar á N-írlandi. David Trimble, leiðtogi flokks sambandssinna á Norður-írlandi, sagði í gær í viðtali við breska ríkis- útvarpið, BBC, að samkomulagið væri „froða og blekking". Ef IRA afhenti ekki vopnin, yrði ekki sest að samningaborði með Sinn Fein. Talsmaður Sinn Fein sagði hins vegar, að skoðað yrði nánar hvað í samkomulaginu fælist. Til að þóknast Clinton? Sir Patrick Mayhew, írlandsmála- ráðherra bresku stjórnarinnar, neit- aði því í gær, að breska og írska stjómin hefðu aðeins samið um það, sem búið var að semja um, og sam- komulagið væri aðeins gert til að gleðja Bill Clinton Bandaríkjaforseta en fimm daga heimsókn hans til Bretlands og írlands hófst í gær. Bandaríkjastjórn og einkum Anthony Lake, öryggisráðgjafi Clintons, beittu sér mjög fyrir því, að viðræðurnar um frið á N-írlandi gætu hafist aftur en bandarískir embættismenn leggja þó áherslu á, að það hafi fyrst og fremst verið breska og írska stjórnin, sem hafi komið þeim af stað með því að leggja sum ágreiningsmálin til hlið- ar um stund. Clinton ræddi við breska ráða- menn í gær en í dag ætlaði hann til fundar við frammámenn í Belf- ast á N-írlandi. Verður hann fyrst- ur Bandaríkjaforseta til að koma til borgarinnar. Á morgun, föstu- dag, fer hann síðan til Dyflinnar. I i I- § » i 6 I ‘ i C f í i i t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.