Morgunblaðið - 30.11.1995, Side 41

Morgunblaðið - 30.11.1995, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 41 Holræsagjald og tekjulitlir elli- og örorkulífeyrisþegar BORGARSTJÓRN Reykjavíkur ákvað við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar vegna ársins 1995 að innheimta sérstakt holræsagjald. Við þessa ákvörðun hækkuðu fast- eignagjöld verulega hjá öllum eig- endum íbúðar- og atvinnuhúsnæðis en fasteignagjöld nefnast einu nafni fasteignaskattur sem er 0,42%, vatnsskattur 0,13% og holræsa- gjaldið sem er 0,15%. Fasteignagjöld hækka um 26% Fasteignagjöld nema nú samtals 0,70% og reiknast af samanlögðu fasteignamati húss og lóðar. Hol- ræsagjaldið færir borgarsjóði u.þ.b. 550 milljónir króna árlega í tekjur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Holræsagjaldið felur í sér 26% hækkun á fast- eignagjöldum, segir Yilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, og færir borgarsjóði rúman hálf- an milljarð króna. og felur í sér 26% hækkun á fast- eignagjöldum. Um álagningu þessa gjalds urðu miklar deilur í borgar- stjórn en holræsagjaldið var sam- þykkt með 8 atkvæðum borgarfull- trúa R-listans gegn 7 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þegar sú staðreynd blasti við í desember 1994 að holræsagjaldið yrði sett á, þar sem því hafði verið lýst yfir af borgarstjóra og fleiri borgarfulltrúum R-listans að það yrði gert, fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu í borg- arstjórn þess efnis, að borgarstjórn óskaði eftir því við Alþingi, að lög- um yrði breytt á þann veg, að heim- ilt yrði að fella niður eða veita afslátt af holræsagjaldi á sambæri- legan hátt og gert er af fasteigna- skattinum. Jafnframt var vakin athygli á því, að holræsagjaldið fæli í sér viðbótarskatt á bilinu 10 -30.000 krónur á flestar íbúðir og legðist á íbúðareigendur án til- lits til tekna þeirra eða annarra aðstæðna. AFI/AMMA Allt fyrir minnsta bamabarnib ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 - S. 5512136 Veitingahús við Austurvöll. Borðapantanir í síma 562 44 55 Samþykkt borgarstjórnar Tillögu .okkar sjálfstæðismanna var vísað til borgarráðs. Borgarráð leitaði umsagnar borgarlögmanns og síðan stjórnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sem var fylgj- andi því að leitað yrði sérstakrar lagaheimildar til niðurfellingar eða afsláttar á holræsagjaldi tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. A fundi sínum 14. nóvember sl. féllst borg- arráð samhljóða á þau sjónarmið, sem fram komu í tillögu okkar sjálf- stæðismanna. Samþykkt borgarráðs var síðan staðfest samhljóða á fundi borgar- stjómar 16. nóv. sl. Samþykkt borg- arstjórnar felur í sér að óskað verði eftir því við Alþingi að 87. gr. vatnalaga verði breytt á þann veg að heimilt verði að veita tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt af holræsagjaldi, eftir sömu reglum og gilda um fasteignaskatt og þannig dregið úr þeim miklu skattaálögum, sem álagning hol- ræsagjaldsins er þessum hópi sér- staklega. Eignaskattur - eignaupptaka Umfjöllun um niðurfellingu eða afslátt af fasteignaskatti og hol- ræsagjaldi, sem sveitarfélögin inn- heimta, leiðir hugann að eigna- skatti sem ríkið innheimtir. Þúsund- ir Islendinga hafa lagt metnað sinn í að eignast íbúðarhúsnæði og það em margir tekjulitlir elli- og örorku- lífeyrisþegar, sem eftir áratuga langt brauðstrit eiga einungis það húsnæði sem þeir búa í og í mörgum tilfellum skuldlaust. Ríkissjóður sýnir þessu fólki enga miskunn. Eignaskattur er innheimtur og má líkja þessari skattheimtu við hæg- fara eignaupptöku. Það væri Alþingi til sóma ef lög- unum um eignaskatt yrði breytt á þann veg að þau gerðu ráð fyrir sömu ívilnun til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega og lög um fast- eignaskatt sveitarfélaga gera og óskað er eftir að heimiluð verði hvað holræsagjaldið varðar. Höfundur er borgarfulltrúi. MEÐAL FRÁBÆRRA TILBOÐA ERU TATUNG SJÓNVARPSTÆKI í ÝMSUM STÆRDUM OG GÆÐAFLOKKUM. PU-N9A02 21" NlCAM STEREOTÆKI TEXTAVARP Black QUARTZ MYNDLAMPI SC ARTTENGl S-VHS Allar upplýsingar BIRTAST á SKJÁ FULLT VERÐ 56.800 TlLB.VERÐ STGR. 49.900 já T-28 NE50 28" NlCAM STEREOTÆKI TEXTAVARP Black IMATRIX myndlampi SCARTTENGI S-VHS TENGI fyrir auka hátalara Allar upplýsingar birtast á skjá FULLT VERÐ 89.900 TlLB.VERÐ STGR. 69.800 PY-V3B52 25" MONOTÆKI Textavarp Black Madrix MYNDLAMPI SCARTTENGI ALLAR UPPLÝSINGAR BIRTAST Á SKJÁ FULLT VERÐ 69.700 TlLB.VERÐ STGR. 54.900 %1SS£&!3I&Jí&-!á 'IS PU-V9725 21" MONOTÆKI TEXTAVARP black IMADRIX myndlampi SCA RTTENGI Allar UPPLÝSINGAR BIRTAST á skjá FULLT VERÐ 49.900 Tilb.verð stgr. 39.900 TATUNG JAPIS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.