Morgunblaðið - 30.11.1995, Page 43

Morgunblaðið - 30.11.1995, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 43 — ' ! 1 I I ! I I I I 3 I I 1 1 : J I ! ! ! ! ! ; ! I I við orgelið og sótt voru fleiri hljóð- færi. Inn í stofuna voru borin ýmis hljóðfæri og virtist svo sem hver og einn gæti spilað á það hljóð- færi, sem honum var rétt. Síðan var spilað og sungið, margraddað að sjálfsögðu, allt kvöldið. Kvöldið var mér ógleymanlegt, tónlistin var. svo góð. Annað áhugamál áttu tengdafor- eldrar mínir sameiginlegt. Þau höfðu bæði yndi af hestum. Tengda- móðir mín kynntist gæðingum í föðurgarði. Faðir hennar og föður- bræður áttu þekkta gæðinga og föðurbróðir hennar var Theódór Arnbjarnarson, ráðunautur Búnað- arfélags íslands í hrossarækt. Hann ritaði m.a. bókina Hestar, sem enn í dag er mikið lesin af hestamönn- um. Guðný bjó hjá Theódóri, föður- bróður sínum, þegar hún var í námi hér fyrir sunnan sem ung stúlka. Naut hún þess þá, þegar frændi hennar bauð henni með sér í útreið- artúra og ekki þarf að taka það fram að hann átti úrvalshesta. Sjálf átti hún góða hesta um ævina, en hestamennska var tengdaföður mínum í blóð borin. Hann hafði unun af því að glíma við villinga sem aðrir helst ekki riðu, en hún átti alltaf gæðinga. Tengdamóðir mín átti því láni að fagna að sjúkdómslega hennar var stutt. Hún hélt reisn sinni alveg fram í andlátið. Hún var fram til þess síðasta að prjóna lopapeysur, taka á móti gestum, sækja tónleika og heimsækja vini sína. Var sjálfri sér lík. Síðustu 15 árin bjó Guðný á Bjargshóli, þar sem Eggert sonur hennar og Sigrún kona hans búa. í sambýli við þau og börn þeirra leið henni vel, enda reyndust þau henni í alla staði vel. Það er ljúft að þakka. Ólöf Pétursdóttir. Við fráfall Guðnýjar Friðriksdótt- ur vil ég minnast hennar nokkrum orðum og jafnframt þakka fyrir samferðina. Guðný var frá Stóra-Ósi í Mið- fírði og ólst þar upp í stórum systk- inahópi og á gestkvæmu heimili. Ung að árum giftist hún Páli Karls- syni á Bjargi og bjó honum og böm- um þeirra myndarheimili, fyrst með tengdafólki sínu á Bjargi, en síðar byggðu þau sér hús á Ytra-Bjargi. Þegar aldur færðist yfir, fluttu þau með Eggerti syni sínum að Bjargs- hóli og bjuggu sér þar lítið, en nota- legt heimili. Páll andaðist árið 1980. Um langt árabil voru heimilin á Bjargi og Ytra-Bjargi í nánu sam- starfi og fjölskyldurnar samofnar. Bræðurnir Páll og Sigurgeir, faðir minn, ráku búið í sameiningu þegar ég var að vaxa úr grasi, en síðar ákváðu þeir að aðskilja reksturinn. Fjölskyldur okkar hafa þó alltaf staðið vel saman og byggist það á traustum grunni. Guðný og Páll eignuðust sjö börn, öll hin mannvænlegustu. Heimili þeirra einkenndist af starfsemi, ------------------------------\ TAKTU VIRKARI ÞÁTT í ATVINNU- LÍflNU -VELDU ÍSLENSKT ________ - íslenskt t|P ReyHlavíkupbopg já takk rausnarskap og lífsgleði og þar átti tónlistin ríkulegan sess. Bæði hjón- in sungu af hjartans list og Páll lék á orgelið. Þessi arfleifð hefur geng- ið til barna þeirra og iðka þau öll tónlist, hvert með sínum hætti. Guðný og Páll voru félagslynd hjón. Hélt Guðný þeim hætti til æviloka að sækja menningarviðburði og einnig rækti hún vel sambönd við vini og kunningja. Guðný var mikilvirk hannyrða- kona og hafa lopapeysurnar hennar yljað mörgum hérlendis og erlendis. Mér er minnisstætt, þegar Njall Bardal, nýskipaður ræðismaður Is- lands í Kanada, kom með konu sinni á liðnu hausti, að heilsa upp á ætt- ingja sína norðan heiða. Guðný gaf þeim trjónum peysur og mátti ekki á milli sjá, hver var glaðastur, gef- andi eða þiggjendur. Handverk hennar prýddi sannarlega hina vest- ur-íslensku fulltrúa í Vesturheimi. Þótt aldurinn færðist yfír Guðnýju og árin væru orðin 87, komu veikindi hennar og andlát á óvart. Dvöl hennar á sjúkrahúsi varð aðeins örfáir dagar. Svo fór því, að ég kom ekki að sjúkrabeði hennar, sem ég vildi þó glaður hafa gert. Að leiðarlokum þakka ég ásamt íjölskyldu minni, móður og systkinum, samfylgdina og bið góð- an guð að taka hana til sín. Blessuð veri minning Guðnýjar Friðriksdótt- ur. Karl Sigurgeirsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí í númer 691181. Það em vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd — eða 3600-4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Nú bjóðum við parket frá Tarkett, sem er ekta gæðaparket, á byltingarkenndu verði! 1. flokkur Eik Nature 14 mm 2. flokkur Eik Nature 14 mm Beyki Nature I4mm Hlynur Country 14 mm Birki Rustical 14 mm TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA PADGREfDSLUn ; T7I_ 2-a MÁNAOA Opið laugardag frá kl. 10 -16 aðeins kr. 2.890 pr. m2 stgr. aðeins kr. 2.680 pr. m2 stgr. aðeins kr. 2.680 pr. m2 stgr. aðeins kr. 2.680 .“ pr. m2 stgr. aðeins kr. 2.420 ." pr. m2 stgr. HARÐVIÐARVAL HF. Krókhálsi 4 llOReykjavík Simi: 567 1010

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.