Morgunblaðið - 30.11.1995, Síða 45

Morgunblaðið - 30.11.1995, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 45 HELGA STEFÁNSDÓTTIR + Helga Stefáns- dóttir fæddist á Húki í Miðfirði í Húnavatnssýslu 20. júní 1905. Hún lést á Sólvangi í Hafn- arfirði 19. nóvem- ber. Helga var elsta fjögurra barna hjónanna Kristínar Krist- mannsdóttur, f. 1870, og Stefáns Jónassonar, f. 1882. Systkini Helgu _ eru Jónas Kári, Ása Sigríður og Kristmann Ágúst og lifa þau öll systur sína. Systurdótt- ir Helgu er Unnur Sveinsdótt- ir, sem gift er Þóri Kjartans- syni og eru börn þeirra Ása Sigríður og Kjartan. Hinn 24. október 1942 giftist Helga Sigurði Páli Guðmunds- syni, f. 20. apríl 1900, d. 16. maí 1966. Þau stofnuðu heim- ili að Skúlaskeiði 30 í Hafnar- firði og hefur Helga búið þar síðan. Útför Helgu fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. KVEÐJUSTUND kærra vina kem- ur róti á hugann sem geymir allar góðu minningarnar. Helga kom inn í fjölskylduna okkar þegar hún giftist Sigurði Páli móðurbróður okkar árið 1942. Hún var lagleg ung kona og alltaf smekklega klædd. Hún hafði lært að sauma og veitti þá forstöðu saumastofu hér í Hafnarfirði, sem framleiddi undirföt og náttföt kvenna. Eftir að hún hætti þar vann hún heima og saumaði og sneið fyrir fólk. Á þeim árum var erfitt að fá efni og oft var sniðið upp úr notuðum flík- um sem búið var að spretta í sund- ur og var hún þá ótrúlega útsjónar- söm. Hún ólst upp á þeim tímum sem nýtni var nauðsyn og fór hún alla tíð vel með sínar eigur og fjármuni. Sigurður hafði fengið spænsku veikina 1918 og var heilsuveill upp frá því. Hún bjó þeim notalegt heimili og sá ein fyrir þeim báðum þegar hann var á sjúkrastofnunum, oft mánuðum saman. Sigurður lést 1966. Tuttugu og tveggja ára gömul hélt Helga til Ameríku og var þar HULDA PÉTURS- DÓTTIR + IIulda Pétursdóttir var fædd 24. apríl 1921 að Ytri- Tröð, Eyrarsveit. Hún lést í Landspítalanum 14. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 22. nóvember. OKKUR sem búum í Danmörku langar að kveðja þig með ljóði sem faðir þinn orti um þig. Þú ert farin, elsku besta Hulda eitthvað lengra upp í fjöllin blá, við þá hugsun kenni ég sáran kulda sem kólgu hriðar blási á norðan mótgangs vindar vonum mínum sundra verðir lengi þú mér burtu frá, þú ert ljósið, lífið, gleðin heima lengstum síðan þú varst lítið barn, þín ég sakna, þig er mig að dreyma þögn er nú við okkar gleði arn. (Pétur J. Hraunfjörð.) Leiði þig ljóssins guð á friðar vegi. Kær kveðja, Kristín Huld Nielsen, Per og börnin. í vist hjá nánum ætt- ingjum í tvö ár 1927- 1929. Seinna fór hún til Þýskalands og Dan- merkur og var þar í nokkra mánuði við húshjálp. Um sjötugs- afmælið sitt fór hún ein til Kaliforníu til frænku sinnar Helgu Jónasdóttur og dvaldi þar í nokkra mánuði. Hún hafði gaman af ferðalögum og fór víða um landið sitt á meðan heilsan leyfði. Naut þess að skoða nánasta umhverfi sitt og fór oft ein í gönguferðir til að skoða nýju hverfin sem voru að byggjast hér í nágrenninu. Síð- ustu sjálfstæðu skoðunarferðina fór hún um verslunarmannahelg- ina í ágúst, þá orðin níræð, hún lagði af stað út Skúlaskeið, yfir Reykjavíkurveg og út á Álfaskeið þar sem hún lenti í grjóturð og sjálfheldu og gat ekki hreyft sig fyrir þróttleysi þar til hún fékk aðstoð frá ungu pari sem átti leið hjá. Hún var húmoristi og sagði skemmtilega frá þessari spaugi- legu uppákomu og lofaði að gera þetta aldrei aftur. Úr minningarsjóði okkar ber hæst hversu umhyggjusöm hún var um ömmu okkar, sem lést í hárri elli 92 ára og var blind seinustu árin, og dóttur ömmu sem gat ekki bjargað sér af eigin rammleik vegna fötlunar. Hún sá alltaf um að þær ættu nægilegt til að klæð- ast í. Þar nýttist henni vel hversu hög hún var að laga og breyta því sem til féll. Hún var líka hjálpsöm okkur þegar við vorum að alast upp og hjálpaði okkur seinna til að takast á við að sauma á börnin okkar. Hún greindist með krabbamein um áttræðisaldur og fór á Land- spítalann í aðgerð og geisla. Hún sigraðist á þeim vágesti en heilsa hennar var ekki jafn góð á eftir. Eftir það fékk hún heimilishjálp, hjúkrunarkonu og sjúkraliða heim og var ákaflega þakklát öllu því frábæra fólki, sem gerði henni kleift að vera heima. Hún fór á Sólvang í september sl. og hafði þann varnagla á að hún færi heim aftur ef henni lík- aði ekki. En henni líkaði svo sann- arlega. Hún sagði okkur í hvert-' sinn sem við komum hvað matur- inn væri góður og hjúkrunarfólk og starfsfólk svo notalegt og hlý- - legt við vistfólkið og það væri ábyggilega hvergi betra að vera. I dag verður hún kvödd frá Víði- staðakirkju. í þeirri kirkju er fallegur skírnarfontur, sem á er letrað „Gefandi Helga Stefánsdótt- ir“. Hún barst lítið á og það eru ekki margir sem hafa gert sér í hugarlund að það var hún, sem hafði haft bolmagn til að gefa kirkjunni sinni svo stóra gjöf. Við þökkum henni fyrir sam- verustundirnar öll árin, sem við áttum saman og biðjum Guð að geyma hana. Málfríður og Jónína. INNILEGAR ÞAKKIR Þeir sem stóðu að Samhug í verki, landssöfnun vegna náttúruhamfara á Flateyri þakka einstaklingum, fjölskyldum fyrirtækjum og stofnunum einslök viðhrögð, hjálpfýsi og örlæti. Ennfremur viljum við þakka hinum fjölmörgu sem með bcinum og óbeinum liætti Iögðu okkur lið á ýmsan veg við söfnunina. S \ ið hciHlimi á að 1-1111 er U-kið a móti Iranilögiini til siilmmai-iimar imi á bankareikiiing nr. 1183'26'800 i Sparisjóði Oiumdarl'jarðar ít I lateyri. Ilagt er að leggja i 1111 á reikiiingiiin í ölliiin höiikimi. sparisjóðmn og póstlnísiim á laiidimi 'AMHUGUR í VERKI LAN DSSÖF NUN VEG N A NATTU IUJ H AM FARA Á FLATEYRI I jölmiðlar a íshindi. I’óstur oj> Sími. Iljalparstolmm kirkjimnar og Kauði kross íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.