Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfsmenn verkalýðssambanda hafa greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins 75 milljóna lífeyris- skuldbinding vegna ASI STARFSMENN Alþýðusambands íslands áttu aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins frá 1950 til 1990 og nemur áætluð lífeyrisskuldbind- ing sjóðsins rúmum 75 milljónum vegna þessa. Einnig eiga starfsmenn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna og Kennarasambandsins aðild að sjóðnum. Alls er um að ræða 107 starfsmenn þessara sambanda. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspum Sighvats Björgvinssonar þingmanns Alþýðuflokksins um hvort starfsmenn aðila vinnumarkaðarins hafi átt aðild að Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins og notið réttar sjóðsins sem félagsmönnum hans er tryggður með bak- ábyrgð ríkisins. Ríkissjóður ábyrgist Iífeyris- greiðslur sjóðsins geti hann ekki staðið við skuld- bindingar sínar. Aðild ASÍ að lífeyrissjóðnum var samþykkt árið 1950 á grundvelli ákvæðis í lögum um sjóð- inn sem heimilaði að veita stofnunum sem störf- uðu í almannaþágu aðild. Það ákvæði var fellt úr lögunum árið 1955 en þær stofnanir sem höfðu fengið aðild samkvæmt eldri ákvæðum gátu hald- ið henni þar til þær sögðu aðildinni upp. ASÍ hætti að greiða í sjóðinn árið 1990. Starfsmönnum bandalaga opinberra starfs- manna var heimiluð aðild að sjóðnum með lögum árið 1967 og hafa starfsmenn Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og síðar Bandalags háskóla- manna og aðildarfélaga þeirra verið í sjóðnum síðan. 6 milljóna iðgjöld Fram kemur í svarinu að áfallin skuldbinding lífeyrissjóðsins vegna starfsmanna ASÍ nemur nú 75 milljónum króna en alls greiddi ASÍ tæpar 6,2 milljónir króna í iðgjöld til sjóðsins á árinum 1950 til 1990. Sú fjárhæð er á verðlagi hvers tíma þannig að hún gefur ekki góða mynd af raungildi greiðslnanna. Alls voru greidd iðgjöld fyrir 27 starfsmenn og þar af þiggja 4 nú lífeyri. Greiðslur BSRB og aðildarfélaga þess í sjóðinn nema um 15,2 milljónum vegna 40 starfsmanna en lífeyrisskuldbindingin nemur 91,6 milljónum. Greiðslur BHM og aðildarfélaga nema 6,3 milljón- um vegna 17 starfsmanna en lífeyrisskuldbinding- in nemur 35,2 milljónum. Þá nema greiðslur Kennarasambands íslands 7,1 mrlljón vegna 24 starfsmanna en lífeyrisskuldbindingar nema 33,9 milljónum. Alls nema þessar greiðslur í sjóðinn 34,8 millj- ónum en skuldbindingamar nema 235,8 milljón- um. Umræddir 107 einstaklingar hafa öðlast líf- eyrisréttindi sín allt frá árinu 1954. Meðalsjóðs- aldurinn er rúm 7 ár en lengst hafa menn greitt í sjóðinn í rúmlega 28 ár. Lífeyrisþegar eru sam- tals 13. Mokveiði suður af Papey Kópur GK landaði 82 tonnum Fóskráðsfirði. Morgunblaðið. TÍU línubátar hafa landað samtals um 400 tonnum á Fáskrúðsfirði frá þvi á sunnudaginn og er meg- inuppistaðan í aflanum stór og vænn þorskur. Kópur GK 175 hef- ur landað tvisvar síðan á sunnu- dag, samtals 125 tonnum, en í gær landaði hann 82. Bátamir hafa verið að landa að meðaltali 40-60 tonnum í hvert skipti. Aflann hafa þeir fengið á svokölluðum Gaurum suður af Papey. Mikið af þorskinum er af stærstu gerð og hefur annað eins vart sést á þessum slóðum í ára- tugi. Aflanum ekið norður og suður Ekkert af aflanum er unnið á Fáskrúðsfírði heldur er hann allur fluttur burt allt norður á Dalvík og suður með bílum. Geysimikil umsetning hefur verið við höfnina á Fáskrúðsfirði upp á síðkastið og undanfarinn hálfan mánuð hefur verið landað nokkur þúsund tonn- um samtals. MSBðg ® [O) [R] [Q) [Uj[N][B] 0 0 [6] [S] Q] [§ g] LESBÓK Morgunblaðsins kom ekki út um þessa helgi, en jóla- blað Lesbókar verður borið út á morgun. Það verður fjölbreytt og vandað, 48 síður, og eins og verið hefur í áratugi verða verðlaunakrossgátan og verð- launamyndagátan á sínum stað. Forsíðumyndin er af kirkjunni á Breiðabólsstað í Fljótshlíð í tilefni umfjöljunar um kirkjur Rögnvaldar Ólafs- sonar. í Jólalesbókinni verður m.a. hluti úr elzta ljóði heims- ins, ný smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson, viðtal við Ól- öfu Pálsdóttur myndhöggvara, saga byggðar og athafna á Flateyri, grein um feril Ólafs kristniboða í Kína, íslenzkar tröllskessur og Normannaríkið á Ítalíu og Sikiley. Næsta Lesbók eftir jóla- blaðið kemur út 6. janúar. Morgunblaöið/Benedikt Jóhannsson Tankarnir setja svip á bæinn BÚIÐ er að reisa sex mjöltanka við loðnubræðslu Hraðfrysti- húss Eskifjarðar og þegar er byrjað að selja afurðirnar í þá. Tankarnir eru um 36 m háir og setja mikinn svip á Eski- fjörð, ekki síst nú í desember því sett hafa verið jólaljós til skreytingar efst á þá. Jólalandi tekinn í Hvera- gerði LÖGREGLAN á Selfossi handtók tvo menn á þrítugs- aldri í íbúðarhúsi í Hvera- gerði á föstudagskvöld fyrir landabrugg. Þeir hafa geng- ist við sök sinni en neita að hafa ætlað að selja fram- leiðsluna. Ábendingar höfðu borist ym þennan heimilisiðnað, og segir Þorgrímur Óli Sigurðs- son, rannsóknarlögreglu- maður á Selfossi, að starf- semin hafí verið illa lyktandi og viðvaningsbragur á, svo mikill að helmingur af lögun- inni virðist ónýtur. Bijóstbirta um jólin Lögreglan lagði hald á 160 lítra af gambra og 3 lítra af fullbúnum landa, auk suðu- tækis, en mennimir voru nýbyijaðir að eima gambrann þegar lögreglan kom að. Mennimir hafa ekki komið áður við sögu lögreglu og sögðust við yfírheyrslur hafa ætlað vökvann til eigin neyslu um jól og áramót. Málið telst að fullu upplýst. Otroðnar slóðir í Lyon París. Morgunblaðiö „ÞETTA gekk mjög vel, söngvurum var vel tekið, en ýmis mótmæli höfð frammi yfir uppfærslunni. Salurinn stóð í stríði milli „bravó“ og „bú “ og leikstjórinn treysti sér ekki upp á svið í sýningar- lok.“ Ingveldur Ýr Jónsdóttir söng á frumsýningu óvenju- legrar uppfærslu Leðurblök- unnar eftir Johann Strauss í Lyon á föstudagskvöld. Annar íslendingur, Gunnar Guðbjörnsson, er fastráðinn við óperuna í Lyon og tekur þátt í nokkrum sýningum sömu óperettu nú fyrir ára- mót. Hann og Ingveldur verða saman í sýningu 22. desem- ber. Leikstjórinn, Pierre Stross- er, setti sýninguna fyrst á svið í Strassborg og hefur nú sama hátt á með nýjum söngv- urum sunnar í Frakklandi. Óperettan er flutt á frönsku og söngvarar klæddir í mikil gervi, með grímur og „auka- kíló“ sem eiga að tákna spillt- an og óhóflegan lífsstíl yfir- stéttarfólksins í sögunni. Aðspurð segir Ingveldur Ýr erfitt að taka þátt í svona sýningu, almenningur búist ekki við þungri uppsetningu þessarar vinsælu óperettu. „Fólk hló ekki að bröndurum og var greinilega vonsvikið yfir því að fá ekki hefðbundna glæsisýningu. Það hefur flest komið til að skemmta sér, ekki til að upplifa eitthvað nýstárlegt. Óperustjórinn var hæst- ánægður, hann vill fara ótroðnar slóðir, en söngvari hefur náttúrlega blendnar til- finningar. Þótt áheyrendur hafi fagnað okkur sem sung- um eftir frumsýninguna, er heildarmyndin mikilvæg og ekki nijög þakklátt að vera hluti hennar þegar viðbrögðin eru svona.“ Veðravélin * óvenju öflug ►Sjö undanfarin ár hafa veður verið frábrugðin því sem við áttum að venjast árin þar á undan. Og menn spyija sig: Er veðurfarið að breytast? /10 Níu flokkar yfir 5% múrinn? ►Þrátt fyrir ákall fólks á borð við Elenu Bonner, ekkju andófs- mannsins Andrei Sakharovs, ganga lýðræðisflokkarnir sundrað- irtil leiks í þingkosningunum í Rússlandi í dag. /12 Alaskalúpína — öndvegisjurt ► Miklar umræður hafa orðið um Alaskalúpínuna. Rætt hefur verið um kosti hennar og galla sem land- græðslujurtar og svo hins vegar um þau not sem hafa má af henni. /18 Unglingareru lífsglaðir ► Unglingareru sá aldurshópur sem Lára Jónsdóttir hefur hvað mest unnið með, fyrst sem kenn- ari og nú sem upplýsingafulltrúi Rauðakrosshússins. /20 Úr bruna í breytingar ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er Ólafur H. Georgsson í Reykofninum í Kópavogi heim- sóttur. /22 B ► l-36 Agnes snýr aftur ►Kvikmyndin Agnes verður frum- sýnd nú fyrir jólin. Myndin byggist á morðinu á Natani Ketilssyni og eftirmálum þess. Rætt er við höf- und myndarinnar Snorra Þórisson og aðalleikarana Maríu Ellingsen og Baltasar Kormák sem bæði eru með mörg járn í eldinum um þess- armundir./1-5 Er algengasti skilning- urinn misskilningur? ►„Menn eru frá Mars. Konur frá Venus“ hefur vakið athygli. Rætt er við höfundurinn, dr. John Gray. /10 Vitum alveg hvað við erum að géra ►Páll Óskar Hjálmtýsson og Em- ilíana Torrini sendu frá sér sóló- skífur fyrir skemmstu og eru í slagnum um söluhæstu plötur jól- anna. /13 Algjör dellukarl ►Lifskúnstnerinn Benedikt Bjömsson hefur alltaf tekið sér tíma í lífinu fyrir það sem hann langaði tii að gera. /16 BÍLAR ► l-4 Isuzu Deseo ►Hönnunarfyrirtækið Futura í Bretlandi hefur vakið mikla at- hygli fyrir velheppnaða frumgerð af Isuzujeppa. /2 Reynsluakstur ►Grand Cherokee er mikil fíár- festing með öllu tilheyrandi. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 28 Helgispjall 28 Reykjavlkurbréf 28 Minningar 32 Myndasögur 40 Bréftil blaðsins 40 Brids 42 Stjömuspá 42 Skák 42 Idag Fólk (fréttum Bíó/dans fþróttir Útvarp/sjónvarp Dagbók/veður Gárur Mannlífsstr. Kvikmyndir Dægurtónlist INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-6 42 44 46 60 52 55 8b 8b 12b 14b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.