Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 _____________LISTIR Metropolis ÞÖGLA myndin Metropolis eftir Fritz Lang verður sýnd kl. 14:00 í dag í Háskólabíói við undirleik lifandi tónlistar með tveimur píanóum. „Tveir þýskir tónlistarmenn, sérhæfð- ir í undirleik við þöglar mynd- ir koma til landsins sérstak- lega vegna þessa viðburðar, sem haldinn er í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndanna. Að- gangur er ókeypis," segir í frétt frá Kvikmyndasafni Is- lands. Þar segirjafnframt: „“Metro- polis“ var gerð árið 1926 og er ein af frægustu expressjón- istamyndunum frá gullöld þýskrar kvikmyndagerðar sem stóð frá fyrri heimsstyijöld fram á síðari hluta þriðja ára- tugarins. Myndin gerist árið 2000 og er einskonar spásögn af veröld tuttugustu og fyrstu aldar. Hún gerist í sérkenni- legu samfélagi ofurmenna og þræla sem búa í skýjakljúfa- borginni Metropolis. Borgar- stjóri Metropolis, ríkur iðnjöf- ur, gerir flókið samsæri með geggjuðum vísindamanni um að koma óeirðum af stað til að beija niður yfirvofandi upp- reisn þrælanna, sem búa við illan kost í flóknu völund- arhúsi neðanjarðar. Inn í átök- in blandast mjög sérkennileg ástarsaga milli sonar iðnjöf- ursins og Maríu sem gætir barna þrælanna. Hinn geggj- aði vísindamaður býr til tví- fara Maríu úr vélmenni sem leiðir þrælana til uppreisnar. Allt fer úr böndunum og það eina sem getur bjargað Metro- polis eru endanlegar sættir milli „stéttanna" tveggja og endurfundir sonarins og hinn- ar réttu Maríu.“ Hugmyndir um ofurmenni og þræla Myndin er einhver dýrasta kvikmynd sem var gerð á þessu tímabili og tók tvö ár í framleiðslu. Alls 37.633 leikar- ar og statistar komu fram og tvö milljón fet af filmu fóru í tökur. „Lang vann hvert atriði með kvikmyndatökumönnum sínum af mikilli nákvæmni. Hann notaði gífurlegan mann- skap til að mynda „geometr- ísk“ mynstur og tæknibrell- urnar vekja undrun enn þann dag í dag. Þarna var m.a. fundin upp sérstök aðferð til að stækka sviðsmyndina af skýjakljúfunum úr líkönum með notkun spegla og kallast tæknibrellan Shuftan-aðferð- in. Talið er að hugmyndina að skýjaklúfunum megi rekja til fyrstu áhrifa Lang af New York, en þess má geta að hann var arkitekt að mennt,“ segir í kynningu. „í „Metropolis“ koma fram hugmyndir um ofurmenni og þræla byggðar á heimspeki Nietzche sem átti vaxandi fylgi að fagna í Þýskalandi með til- komu nasismans. Ætlun Langs var þó ekki að ýta undir nasis- mann, heldur reyndi hann að sætta þessar hugmyndir í lok myndarinnar. Þrátt fyrir góða viðleitni Langs hreifst Hitler svo af myndinni að hann bauð honum stöðu forstöðumanns allrar kvikmyndaframleiðslu þriðja ríkisins. Lang þáði ekki stöðuna og flúði til Bandaríkj- anna þegar Hitler komst til valda. Kona Langs, Thea Von Harbou, handritshöfundur „Metropolis“ gerðist hinsvegar virkur nasisti og leiddi það til skilnaðar þeirra hjóna. Gottfried Huppertz sem samdi tónlistina við „Metro- polis“ tilheyrir horfinni kyn- slóð tónskálda sem voru sér- hæfð í að semja kvikmynda- tónlist á fyrstu árum kvik- myndanna. Tónlistin var ýmist flutt af hljómsveitum eða leikin á píanó og oft voru heimsfræg tónskáld fengin til að semja verk fyrir kvikmyndir. Hupp- ertz samdi tónlistina við „Metropolis“ af miklum list- rænum metnaði og nýsköp- unargleði. Var hún talin til nýstárlegustu kvikmyndatón- listai' síns tíma. Þykir furðuverk „Metropolis" var frumsýnd 10. janúar árið 1927 í UFA- Pavillon í Berlín. Óhætt er að segja að myndin er stórfeng- legt listaverk og þykir eitt af furðuverkum kvikmyndasög- ■unnar. Að viðburðinum standa Germania og Gðthestofnun í samvinnu við Kvikmyndasafn íslands." mBSSk H.C. Andersen á fjölunum SÖNGLEIKIR um danska ævin- týrahöfundinn H.C. Andersen eru nú_á fjolunum á tveimur stöðum, í Árósum og í Gladsaxe. Upp- færslumar eru báðar nýjar af nálinni og engin tengsl þar á milli. Tónlistin skipar veglegan sess í báðum sýningum en tónlistarmað- urinn Sebastian á veg og vanda að sýningunni í Gladsaxe. Um 150 manns taka þátt í sýn- ingunni í Árósum. Dregnar eru upp myndir úr lífi rithöfundarins, frá æskuárunum í fátækt í Óð- insvéum, frá skólaárum í Slag- else, niðurlægingu og velgengni í Kaupmannahöfn og frá síðustu dögunum, þar sem skáldið rifjar upp ævi sína. Margar skuggahliðar „Þetta er saga um mann sem átti sér margar skuggahliðar sem við segjum á glettinn hátt frá. Hætt er við því að niðurlæging hans og hræðsla við kvenfólk sé hláleg en við reynum að gera þetta á þann hátt að við séum ekki að gera lítið úr honum,“ seg- ir Tommy Jervidal, sem samdi tónlistina og söngtexta ásamt konu sinni, Tove Lind. MIKIL vinna hefur verið Iögð í að gera leikarann Soren Hauch-Fausboll sem líkastan ævintýrahöfundinum. MORGUNBLAÐIÐ HÁTÍÐARHÖKULL fyrir Skálholtskirkju( t.h). Upphafsstafír allra kaþólskra biskupa sem verið hafa í Skálholti eru útfærðir á bak- hliðinni með höfðaletri, sem Sigrún telur íslenskasta munstur sem þjóðin eigi, en á framhliðinni eru upphafsstafír allra lútersku bisk- upanna með höfðaletri. Sigrún Jónsdóttir á sýningunni í Seattle (t.v). í bakgrunni sést andipendium sem vígt verður ásamt hökli og fleiri munum í Grafarvogskirkju á aðfangadagskvöld. Sýning Sigrúnar Jónsdóttur í Seattle Norsku konungs- hjónin litu inn SÝNING á listmunum Sigrúnar Jóns- dóttur kirkjulistakonu stendur um þessar mundir yfir í Nordic Heritage Museum í Seattle. Meðal gesta sem skoðað hafa sýninguna eru norsku konungshjónin, sem nýverið voru á ferð um Bandaríkin og var Sigrúnu í kjölfarið boðið að sitja veislu þeim til þeiðurs. Á sýningunni, sem lýkur á gaml- ársdag, getur meðal annars að líta hökla sem Sigrún hefur unnið og eru í eigu ýmissa kirkna á íslandi. Efni þeirra er handofið úr frönsku silki, tvinnaðri kanínuull og íslensku ein- girni. Margir höklanna eru skreyttir með íslenskum steinum sem falla inn í mynstrið sem Sigrún hefur teiknað og er í senn trúarlegt og þjóðlegt. Auk þess sýnir Sigrún veggteppi og annan vefnað, glerlist og fleira í Seattle. „Ég vandaði mjög til þessarar sýn- ingar enda vildi ég sýna fólki sanna íslenska list og að það sé hægt að skapa list með nál og þræði,“ segir Sigrún. „Það er í raun undarlegt að nál og þráður skuli ekki njóta sömu virðingar og pensill og málning." Á Nordic Heritage Museum í Se- attie er sérstök Islandsdeild og segir Sigrún að þar kenni margra grasa en engu að síður vanti sárlega fleiri íslenska muni. Sigrún hefur verið búsett í Svíþjóð undanfarinn aldar- fjórðung en dvelst engu að síður mikið á Islandi enda íslenskur ríkis- borgari. „Ef mér bjóðast verkefni hér heima, kem ég,“ segir listakonan. Sigrún hefur farið víða til að kynna sér kirkjulist en hún kveðst vera afar trúuð. „Öll listsköpun byggist á tilfinningu," segir lista- konan sem á listaverk í kirkjum víða um heim, svo sem í Svíþjóð, Banda- ríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, ítal- íu og Danmörku, auk íslands. Hefur Sigrún fengið nokkrar pant- anir í tengslum við sýninguna og hefur henni meðal annars verið boðið í fyrsta sinn að gera tillögur um skreytingar í kirkjum í Noregi og ísra- el. Stærsta verkefni hennar á kom- andi ári verður hins vegar að vefa altaristöflu fyrir danska kirkju í Se- attle. Nýjar bækur Harmónikuljóð Goggi og HARMÓNIKU- LJÓÐ frá blýósen heitir ný ljóðabók eftir Sigurlaug El- 1 j g íasson. Bókin sjœé* t r - í skiptist í ljóra i 1 —- M kafla þar sem at- 'í vikum er fylgt í eitt ár, frá hausti Sigurlaugur fram á næsta Elíasson haUSt. Þetta er fimmta Ijóðabók höfund- ar, næsta bók á undan, Jaspís kom út árið 1990. Bókin er saumuð kilja, 64 síður. Prentuð í Sást hf. Norðan niður gef- ur út. Verð 1.680 kr. Gallagripir Andrésar ÚT er komin bókin Gallagripir, ný unglingabók eftir Andrés Indriðason. „í bókinni Galla- gripir segir frá Asa, sem stendur uppi atvinnulaus eftir að hafa orðið fyrir óhappi á fýrsta klukkutím- anum fyrsta daginni í sumarvinn- unni. Og hvernig í ósköpunum á hann að útskýra svona klaufaskap fyrir stelpunni sem hann er hrifínn af?“ Útgefandi er Iðunn. Gallagripir er 140 blaðsíður, prentuð í Prentbæ hf. Jakob Jóhannsson gerði kápu. Verð bókarinnar er kr. 1.780. ÚT er komin bókin Goggi og Gijóni vel í sveit 'settir eftir Gunnar Híjlgason. Bókin fjallar um sömu söguhetjur og fyrri bók höfundar, Goggi og Gijóni, og segir í gaman- Helgason sömum stíl frá sveitadvöl þeirra félaga. „Þeir taka sér margt óvænt fyrir hendur og óhætt er að segja að þeir verði reynsl- unni ríkari,“ segir í kynningu. Gunnar Helgason er leikari og annar umsjónarmanna Stundarinnar okkar í Sjónvarpinu. Mál og menning gefur bókina út en hún er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og kostar 1.380 krónur. Grafít hf. gerði kápu. Sniglapóstur ÚT er komin ljóða- bókin Sniglapóstur eftir Birgi Svan Símonarson. Þetta er tólfta Ijóðabók Birgis og hefur hún að geyma 28 ljóð. Viðfangseftiin eru fjölbreytt.. í bókinni eru ástarljóð, þjóð- .félagsgagmýni og ljóð um náttúru Islands. Bókin er gefin út í fáum eintökum og fer ekki í almenna dreifíngu. Hún mun hins vegar fást í stærstu bóka- verslunum á höfuðborgarsvæðinu og beint frá höfundi. Birgir Svan Símonarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.