Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JAKOB SIG URÐSSON + Jakob Jóhann Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 6. ágúst 1923. Hann lést í Landspítalan- um 6. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir kaupmaður og Sig- urður Bárðarson sjómaður. Þau eign- uðust fimm börn og var Jakob þeirra yngstur. Elst var Guðbjörg, f. 9.1. 1911, d. 20.7. 1914, Valgerður, f. 19.7.1916, d. 6.11. 1988, Þorsteina, f.15.7. 1921, og Bárður, f. 15.7. 1921. Hinn 7. október 1945 kvænt- ist Jakob eftirlifandi konu sinni, Gyðu Gísladóttur, f. 2.9. 1924. Böm Gyðu og Jakobs: Ingibjörg, f. 23.4. 1945, gift Ómari Hafliðasyni og eiga þau þrjú börn, Jóhann, Lindu Björk og Hafliða Hörð; Sigríður, f. 22.7. 1948, gift Sveini H. Gunn- arssyni, og eiga þau fjögur börn, Gunnar Val, Onnu Gyðu, Ingibjörgu Bimu og Jakob Jó- hann; Ásdís Ólöf, f. 5.11. 1952, gift Daníel Jónassyni og eiga þau fjögur börn, Maríu Sif, Eddu Dröfn, Ómar Orra og Örau Hlín; Ásgeir Már, f. 16.8. 1954, kvæntur Guðrúnu Páls- dóttur og eiga þau þijú börn, Gyðu Hrönn, Jakob Inga og Pál Daða en fyr- ir á Guðrún eina dóttur, Ingibjörgu Lilju; Valgerður, f. 27.11. 1955, gift Þórarni Sigurjóns- syni og eiga þau þijú börn, Ellen Bám, Anton Krist- in og Ásgeir Örn; Gunnar Öm, f. 3.12. 1959, maki Olga S. Marinós- dóttir og eiga þau þijú böm, Emu Dís, Díönu Dögg og Daða Frey en fyrir á Gunnar eina dóttur, Guðrúnu Önnu, og Olga tvær dætur, Guðmundu og Irisi; Gyða, f. 18.9. 1962 gift J. Halldóri Har- alz og eiga þau einn son, Jónas Halldór, en fyrir á Gyða eina dóttur, Belindu Yr; Anton Val- ur, f. 23.3. 1964, d. 21.9. 1965. Barnabarnaböra em fjögur. Jakob starfaði sem vakt- formaður hjá SVR en lét af störfum þar árið 1990 eftir 40 ára starf en að auki starfaði hann sem verktaki allt til dauðadags. Útför Jakobs fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, mánudaginn 18. desember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Góður faðir er kvaddur er við nú kveðjum tengdaföður okkar Jakob Jóhann Sigurðsson sem lést að morgni hins 6. desember sl. Hann var okkur ekki bara kær tengdafað- ir heldur góður félagi og ekki síst vinur. Öll teljum við það mikla gæfu að hafa tengst þessari fjölskyldu og fundum við strax mikinn hlýhug og stuðning frá þeim Jakobi og Gyðu. Þrátt fyrir langan vinnudag gaf Jak- ob sér alltaf tíma til þess að aðstoða fjölskyldur okkar í stóru sem smáu. Það var vissulega mikill styrkur fyrir okkur að finna til hinnar miklu bjartsýni og dugnaðar sem Jakob bar alltaf með sér. Aldrei var neitt svo erfitt eða flókið að ekki mætti fínna lausn á því. Hann var mikill heimsmaður og hafði mjög gaman af því að ferðast um heiminn og öll t Ástkær eiginkona mín, ÓLAFÍA ELÍSABET GUÐJÓNSDÓTTIR, lést í sjúkrahúsi Akraness 15. desember. Jarfiarförin auglýst síðar. Ingólfur Helgason, synir og tengdadætur hinnar látnu. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Sæunnargötu 4, Borgarnesi, lést þriðjudaginn 12. desember. Jarðarförin fer fram frá Borgarneskirkju mánudaginn 18. desem ber kl. 14.00. Sætaferðir frá BSÍ kl. 11.30. Kristrún Inga Valdimarsdóttir, börn, tengdadætur og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS LEIFSDÓTTIR, Droplaugarstöðum (áður Hlfðargerði 25) verður jarðsungin þriðjudaginn 19. des- ember 1995 kl. 10.30 í Fossvogskap- ellu. Ragnar Leifsson, Jóhanna Felixdóttir, Þröstur H. Elfasson, Guðbjörg Friðþjófsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR vorum við svo heppin að fá að vera ferðafélagar þeirra hjóna oftar en einu sinni og máttum við þá alltaf treysta því að tengdapabbi hefði góða skapið og léttleikann með í farteskinu. Ekki var hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en þau Jakob og Gyðu. Ef farið var til Glasgow eða Benidorm þá voru þau eins og á heimaslóðum og tóku fararstjórn- ina að sér. Heimili þeirra í Stóragerði 21 er mikill miðpunktur í tilveru okkar allra og þar gat oft verið mikill erill og glatt á hjalla bæði í hádeginu og á kvöldin. Þangað er alltaf gott að koma og allir fengu hlýjar móttökur og borðið hlaðið af veitingum. Ýms- ar hefðir sköpuðust í kringum þau hjón Jakob og Gyðu í Stóragerði. Á Þorláksmessu hittist íjölskyldan í skötu í Múlakaffi og eftir búðalokun í öl og snittur í Stóragerði. Það þótti sjálfsagt að öll fjölskyldan hittist í Stóragerði á aðfangadagskvöld. Þrátt fyrir að fjöldinn væri að nálg- ast 50 var alltaf nóg pláss, því þar sem er hjartarúm er einnig húsrúm. Börnin biðu alltaf með óþreyju eftir að hitta ömmu og afa og opna jóla- pakka frá þeim. Aftur var hist á gamlárskvöld og ekki má gleyma fyrsta degi í Þorra, hann var alltaf frátekinn. Það var mikið gæfuspor fyrir Jak- ob þegar hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Gyðu Gísladóttur. Það er ljúf og blíð kona sem alltaf stóð við hlið manns síns og saman umvöfðu þau börn sín, tengdaböm og afa- og ömmuböm ást sinni sem þau báru hvort til annars. Hjónaband þeirra var hamingjuríkt og héldu þau upp á gullbrúðkaupsafmæli sitt 7. október sl. Við þökkum forsjóninni fyrir að fá að kynnast þér og kveðjum þig með söknuði, kæri tengdafaðir og vinur og þökkum þér þá föðurum- hyggju sem þú sýndir okkur tengda- börnum alla tíð. Elsku Gyða, missir þinn er mikill en minningin um ástríkan eigin- mann, föður og afa lifir með okkur. Við biðjum góðan guð að styrkja þig í sorg þinni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Tengdabörn. Elsku afi okkar! Við trúum því ekki að þú sért farinn! Btómustofa rnojums Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið ötl kvðld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreylingar fyrir öll tilefni. Þú svona sterkur, góður og ynd- islegur, þú sem varst besti afi í heimi, það er sárt að missa þig. Við gleymum því aldrei þegar við hlupum um í Stóragerði og það var svo gaman, þú áttir alltaf gott og góðgæti fyrir allan hópinn sem nú er alls ekki lítill. Við áttum yndislegar stundir með þér, þú varst alltaf svo hress og kátur og duglegur. Við munum láta rödd þína hljóma í eyrum okkar um ókomna tíma og mynd þína berum við í hjörtum okk- ar. Elsku afi, við söknum þín! „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá hug þinn og þú munt sjá að það sem veldur sorg þinni var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Þín barnabörn, María Sif, Edda Dröfn, Ómar Orri og Ama Hlín. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morpnstund, á snögp augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - Iíf mannlegt endar skjótt. ■ (Hallgrímur Pétursson) Kveðja til afa Eg mun alltaf minnast 6. desem- .ber 1995 með mikilli sorg í hjarta, en þann dag dó afi minn, langt fyr- ir aldur fram, að mínu mati. Afi minn, Jakob Sigurðsson, og amma mín, Gyða Gísladóttir, eign- uðust 8 börn en misstu son í bernsku, eiga þau 26 barnabörn og eru barna- barnabörnin 4. Þetta var alveg eins og afí vildi hafa það, hann vildi eiga stóra fjölskyldu og hafa hana alltaf nálægt sér. Þó svo að börnin þeirra yxu úr grasi og yfirgæfu heimilið þá fóru þau aldrei langt því alltaf sóttu þau heim aftur þó það væri bara í heimsókn. Svo eignuðust þau öll fjölskyldur og þá fór fjölskyldan með. Og snemma beygist krókurinn, því það var oft nóg fyrir mig að fara út að hjóla þá endaði maður kannski í Stóragerðinu hjá afa og ömmu, svo kom bílprófið og þá lærði ég að keyra þá leiðina heim að ég keyrði fram hjá húsinu þeirra bara til að athuga hvort þau væru heima. í mínum huga eru ekki til nógu stór eða sterk lýsingarorð til að lýsa afa mínum, sem svo snögglega lést, öllum að óvörum. Hann var kannski ekki mjög hár í lofti en þó var hann risi í mínum augum, hann varð að vera það svo þetta stóra hjarta hans rnyndi passa í hann. Hann mátti ekkert lítið eða aumt sjá, þá tók hann það í hjarta sitt. Aldrei sá ég afa stúrinn og gat hann alltaf látið mér líða svo vel að mér fannst ég svífa á skýjum. En þetta var líka andrúmsloftið sem ríkti hjá þeim ömmu og afa í Stóragerðinu. Alltaf hef ég horft á þau og hugsað: „Svona vil ég vera“. Ástin, ástúðin, hlýjan og allt það sem bindur tvær mann- eskjur saman svo sterkum böndum, sem batt þau, skein út frá þeim. Núna er búið að teygja þetta band en ekki slíta það því hún amma mín og allir afkomendur þeirra eiga svo fallegar minningar um einstakan mann að ekkert fær bandið slitið. Afi var einstakur barnamaður og var gaman að fylgjast með því hvernig barnabörnin og barnabarna- börnin hópuðust í kringum hann. Auðvitað dregur amma þau líka til sín en afi stjórnaði namminu og fengu allir alltaf gott í vasann; amma vissi þetta og sem góð móðir, amma og langamma vissi hún að of mikið nammi var ekki of gott, t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN EGGERT SIGURGEIRSSON skipstjóri, Bolungarvík, lést í Sjúkrahúsi (safjarðar föstudaginn 15. desember. Jónfna Kjartansdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. þess vegna lærðum við öll að draga afa inn í þvottahúsið þar sem namm- ið var geymt. Amma brosti bara, hún vissi að hann myndi ekki láta segjast og lauma því að okkur í stað- inn. Ekki er lengra síðan en kannski þijár vikur að ég síðast varð vitni að því hvernig afa leið vel. Þá var hann einn í kotinu að passa eitt af barnabörnunum, sem er rétt að verða fjögurra ára. Hef ég sjaldan orðið vitni að slíkri hlýju sem þar ríkti í eldhúsinu. Þó að næstum því sjötíu ár væru á milli þeirra þá skildu þeir hvor annan fullkomlega. Var afi að kenna honum að lita með gíf- urlegri þolinmæði sem fáir geta leik- ið eftir. En svona var afi. Hvergi er hægt að finna eins dug- legan og vandvirkan mann og afí var. Hann var einstakur. Honum fórst allt vel úr hendi og var einstak- lega gott að vinna með honum, eins og ég fékk sem betur fer að kynn- ast nokkrum sinnum. Hann var kannski eilítið þijóskur en það var bara af því að hann vissi hvernig ætti að gera hlutina og vildi því auðvitað að þeir yrðu gerðir eftir hans höfði. Afi tók sér ekki frí nema hann gæti örugglega nýtt tímann til að fara til útlanda og voru amma og afi dugleg að ferðast. Afi var þó ekki alltaf að prufa eitthvað nýtt, hann fór alltaf til þeirra landa sem hann þekkti. Hann var einmitt ný- kominn frá Glasgow, en þangað vildi hann alltaf fara fýrir jól. I byijun október héldu afi og amma upp á 50 ára brúðkaupsafmæli sitt í Amst- erdam og voru þau ákveðin að fara aftur þangað eftir áramót. Áttu þau góðar stundir þar og heilluðust þau af borginni. Erfitt finnst mér að hugsa um afa og ömmu í sitthvoru lagi. Þau voru svo falleg saman og eftir 50 ára hjónaband þurftu þau ekki einu sinni að segja heilar setningar til að skilja hvort annað og oft nægðu þeim ein- hver augnatillit. Þau voru ein heild. Elsku amma mín, sá sem hefur átt mikið, saknar mikils. Það er mikið lagt á þínar herðar og er sorg- in mikil. Ég held að enginn geti skilið þá miklu sorg og eftirsjá sem er í hjarta þínu, en við verðum öll að reyna að vera sterk. Við eigum fallegar minningar um mann sem mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Afi minn, ég kveð þig með sorg í hjarta en bjartar minningar. Ég hélt að samverustundir okkar yrðu miklu fleiri og að þú yrðir með okk- ur öllum í mörg ár í viðbót. En veg- ir Guðs eru órannsakanlegir. Þér hefur verið ætlað mikilvægt verkefni á æðri stöðum. Elsku afi minn, þú varst yndislegur maður. Blessuð sé minning þín. Gyða Hrönn Ásgeirsdóttir. Frá okkur er fallin ein sú stoð sem hefur verið undirstaða í uppvexti okkar systkina. Fjölskyldubönd hafa okkur þótt jafnsjálfsögð og vatnið en nú kemur upp í hugann að amma og afi voru ekki sjálfgefin heldur dýrmæt eign sem við fengum að njóta í okkar uppvexti. Eftir stendur amma ein, eins og klettur í hafinu, og styrkir okkur öll í harmi sínum eftir hálfrar aldar samvistir með afa. Missir okkar allra er mikill því ólíklegt er að merkari maður en afi muni verða á vegi okkar á meðan við lifum. Afi var einstakur maður, mynd- arlegur, vinnusamur, lífsglaður og gjafmildur með eindæmum. í augum barnabarna var hann þó fyrirmynd um umhyggjusaman föður og afa sem aldrei skipti skapi og Iagði allt sitt í að halda fjölskyldu sinni saman heilbrigðri, hamingjusamri og alltaf mettri. Afi hafði lífskraft eins og ungur maður sem var að hefja lífs- baráttuna og virtist aldrei þreytast. Hann vann langa vinnudaga til að geta gefið fjölskyldu sinni allt það sem hana lysti. Það sem einkennt hefur fjölskyldu okkar er samheldni barna og for- CrfisdrvkBfjur I^^NcWngohð/ið Iralcnpi-inn Slmi 555-4477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.