Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MIIMINIINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Systir okkar, GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR frá Auðsholti, er látin. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. desember kl. 13.30. Jónfna Tómasdóttir, Þorfinnur Tómasson, Hjálmar G. Tómasson. t Kveðjuathöfn um sambýlismann minn, föður okkar, afa og bróður, ÞÓRARIN GUÐMUNDSSON (Didda) húsgagnabólstrara, verður gerð frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 19. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er vinsam- lega bent á líknarfélög. Maki, börn, barnabörn og systkini hins látna. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN ÞÓRARINN EINARSSON, Iðufelli 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. desember kl. 13.30. Kristín Elíasdóttir, Elias Sv. Sveinbjörnsson, Einar Sveinbjörnsson, Anna Þ. Guðlaugsdóttir, Kristfn S. Sveinbjörnsdóttir, Kristján Á. Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR er látin. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 18. þ.m. kl. 13.30. Theódór Halldórsson, Geirrún J. Theódórsdóttir, Steve Murgatroyd, Steinunn H. Theódórsdóttir, Jakob H. Ólafsson, Bryndis Theódórsdóttir, Ellert Róbertsson, Atli Þór Jóhannesson, Sigrfður E. Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengda- faöir og afi, GfSLI ÓLAFSSON, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju mánudaginn 18. desember kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er vin- samlega bent á félagiö Þroskahjálp. Hólmfrfður Jóhannesdóttir, Ólafur Gíslason, Una Sigurðardóttir, Jóhannes Gfslason, Elfn Marfa Ólafsdóttir, Gunnhildur Gfsladóttir, Björn Rúnar Guðmundsson og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát systkina okkar, GUÐNÝJAR BJÖRNSDÓTTUR og ÁSGEIRS MARTEINS BJÖRNSSONAR frá Siglunesi við Siglufjörð. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólborgar, Akureyri, og starfsfólks Sjúkrahúss Siglufjarðar. Guð blessi ykkur öll. Anna Björnsdóttir, Jón Björnsson, Einar S. Björnsson. GUÐMUNDUR JÓNSSON Guðmundur Jónsson fæddist 1. janúar 1908 á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungna- hreppi. Hann andað- ist á sjúkrahúsinu á Akranesi þann 12. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Þórólfur Jónsson og Jófríður Asmundsdóttir. Guð- mundur var sá fjórði í sextán systkina hópi, hann ólst upp hjá foreldrum sínum til 14 ára aldurs á Gunnlaugs- stöðum. Fluttist hann þá að Hjarðarholti í Stafholtstungum, var þar vinnumaður og átti lög- heimili til ársins 1939, fluttist það ár til foreldra sinna að Gunnlaugsstöðum og vann hjá þeim þar í 3 ár. Bóndi að Gunn- laugsstöðum frá 1942. Guðmundur kvæntist 25. sept. 1965 Kristrúnu Ingu Valdimars- FÖÐURBRÓÐIR minn, Guðmundur Jónsson, eða Mundi eins og hann var jafnan kallaður, fæddist á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstung- um í Mýrasýslu 1. jan. 1908. Hann var fjórða bam hjónanna Jóns Þ. Jónssonar og Jófríðar Ásmunds- dóttur en böm þeirra urðu alls sex- tán að tölu. Mundi var sendur 14 ára til vinnu að Hjarðarholti í Staf- holtstungum og átti þar heimili til dóttur, fædd 16. maí 1942, þau bjuggu að Gunnlaugsstöðum til 1. júlí 1991, flytja þá að Sæunnargötu 4 í Borgarnesi. Börn þeirra eru Jón Þó- rólfur, fæddur 3. júlí 1963, kona hans er Jórunn Helena Jónsdóttir og eiga þau 3 böm; Valdi- mar, fæddur 14. mars 1966, kona hans er Elsa Þor- grímsdóttir og eiga þau tvær dætur; Sigurður, fæddur 30. nóvember 1967, og á hún eina dóttur; Jó- fríður, fædd 7. september 1972; Ingigerður, fædd 22. júní 1977, og stjúpsonur Guðmundar, Þórð- ur Einarsson, f. 10. apríl 1961, og á hann einn son. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Borgarneskirkju 18. des- ember og hefst athöfnin klukkan 14. ársins 1939. Það ár fluttist hann aftur til foreldra sinna að Gunn- laugsstöðum og tók við búsforráð- um árið 1942. Bam að aldri átti ég því láni að fagna að dvelja 10 sumur samfleytt á Gunnlaugsstöðum. Ég var þar frá 5 ára aldri og fæ ég það aldrei fullþakkað. Þar var gaman að dvelj- ast. Ógleymanlegar em þær stund- ir er öll systkinin sextán, þessi lífs- ALFREÐ AÐALBJARNARSON + AIfreð Hafsteinn Aðalbjamarson var fæddur 12. júní 1920. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Neskaupstað 11. des- ember siðastliðinn. Foreldrar hans vom hjónin Una Þóra Jón- asdóttir og Aðal- bjöm Magnússon, bóndi að Unaósi í Hjaltastaðaþinghá. Eftirlifandi systkini Alfreðs em Jóna Gróa, f. 5.10. 1923, hún er gift og býr á Akureyri, Magnús, f. 10.1.1927, hann er giftur og býr á Sel- fossi, Sölvi Víkingur, f. 4.2. 1929, hann er giftur og býr á Egilsstöðum, Sólveig, býr einn- ig á Egilsstöðum og er gift þar, hún er fædd 3.1. 1931. Yngst er Aðalbjörg sem býr á Val- þjófsstað, hún er fædd 24.2. 1933. Foreldrar þeirra eignuðust auk þessa hóps tví- bura sem létust rúmlega mánað- argamlir. Einnig misstu þau tvíbura við Sölva. Börnin voru öll fædd að Unaósi nema Al- freð sem var fædd- ur að Ásgrímsstöð- um sem einnig eru í Hjaltastaðaþing- há. Alfreð var kvæntur Ólöfu Björgheiði Sölvadóttur frá Með- alnesi í Fellum. Foreldrar henn- ar vom hjónin Helga Hallgrims- dóttir og Sölvi Jónsson bóndi. Alfreð og Ólöf voru baralaus. Útför Alfreðs fer fram frá Egilsstaðakirkju mánudaginn 18. desember og hefst athöfnin klukkan 14. EFTIR u.þ.b. tveggja vikna legu á sjúkrahúsinu á Norðfírði er Alfreð allur. Hann var búinn að vera veik- ur í nokkur ár, en hlífði sér hvergi. Hann var bóndi í orðsins bestu o 1 3 I 3 1 5 íVaíta bara blómabúð/ Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, síwi 568 9120 2 § 3 I 5 1 3 oio»#»o»#»ok> merkingu. Aðeins 13 ára gamall missti hann föður sinn. Hann var elstur systkina sinna og fómaði æsku sinni til þess að hjálpa móður sinni að koma systkinum hans á legg. Á þessum árum var það alsiða að heimilin sundruðust þegar fyrir- vinnan féll frá. Fyrir styrk Alfreðs og móður hans tókst þeim að halda fjölskyld- unni saman. Systkinin öll eru góðir og verðugir fulltrúar foreldra sinna. Alfreð hóf búskap með glæsilegri eiginkonu, Ólöfu B. Sölvadóttur, árið 1951. Þau tóku við búinu og ræktuðu landið og juku við jörðina. Þau hafa byggt þar upp mikið bú. Áður var mikil órækt þar sem nú eru fögur tún og fallegar engjar. Þetta eru þeirra verk. Ólöf vann af kappi með manni sínum, enda bóndi sjálf að eðlisfari. Þau eignuð- ust ekki böm, en rúmlega 30 böm hafa dvalið hjá þeim í búskapartíð þeirra. Sum hafa dvalið í áraraðir, önnur skemur og flest að sumri til. Tryggð þessara ungmenna er slík að þau koma aftur og aftur í heim- glaði og kraftmikli hópur, makar þeirra, barnaböm og sveitungar komu saman á Gunnlaugsstöðum. Var þá tekið lagið, ýmist úti í garði eða inni og dansað uns gólfin svign- uðu. Afa og ömmu virðist aldrei líða betur en innan um ungmenni að leik og tóku fullan þátt í glaðværð þeirra. Gestagangur var alltaf mik- ill. Það var því oft langur vinnudag- ur hjá ömmu við að annast gesti til viðbótar við heimilisfólkið. Þrátt fyrir það var alltaf mikil snyrti- mennska og reglusemi á öllu. Á Gunnlaugsstöðum hefur ætt- arábúð verið samfelld frá 1902- 1991 en með hléum frá 1866. í Landnámu segir að Gunnlaugur ormstunga (Hrómundarson) hafi búið á Gunnlaugsstöðum. Ekki er vitað, hve lengi búið var á þeirri jörð, og ekki er hennar getið í Jarða- bók Árna og Páls. Bærinn hefur ef til vill verið færður til eða jörðin sameinuð Guðnabakka. 1854 hafði Eiríkur Sveinsson, bóndi á Guðna- bakka, eignast 'A hluta jarðar og byggt þar upp fornbýlið Gunnlaugs- staði. Þegar Jón og Jófríður hófu bú- skap á Gunnlaugsstöðum þótti jörð- in eitt lélegasta býli sveitarinnar. Af túninu fengust ekki full tvö kýr- fóður og annar heyskapur aðeins í blautum mýrum. En jörðin tók geysimiklum stakkaskiptum, ný- rækt varð mikil og falleg og túnið allstórt. Landið er nánast flatlendi, langir mýrarflóar milli lágra holta- raða. Bærinn stendur á holtarana sem liggur frá norðaustri til suð- vesturs sem títt er á þessum slóð- um. í landi Gunnlaugsstaða er gró- skumikill skógarreitur, 1,5 ha að stærð, þar sem systkinin sextán hófu gróðursetningu 1948. sóknir að Unaósi. Þá koma þau með maka sína og böm. Já, árin líða. Þau hafa bæði fylgst með þessu unga fólki frá byijun. Sonur minni dvaldi hjá þeim i áraraðir. Ég á engum meira upp að unna en þessum elskulegu hjónum. Unaós er í þjóðbraut. Gestakom- ur vora, og era, geysilega miklar. Alltaf var tekið á móti fólki með brosi á vör og ljúfu geði. Gjarnan var tekið í spil og mikið spjallað. Næturgestir vora oft og tíðum. Iðu- lega gisti fólk að Unaósi, sem ekki komst leiðar sinnar til Borgarfjarð- ar vegna snjóa. Mig minnir að Ólöf frænka mín hafí einu sinni sagt mér, þegar ég spurði hvað margir hefðu gist í einu snjóaveðrinu, að 14 manns hefðu gist þá nóttina. Það var alltaf pláss fyrir fólk. Þau vora afar samhent í að greiða fyrir fólki og enginn fór þaðan svangur. Eins og nærri má geta var vinnu- dagur Alfreðs langur og oft strang- ur. Öllum verkum sínum skilaði hann með miklum sóma, enda afar samviskusamur og heiðarlegur maður. Hann vann töluvert við smíðar um ævina og var til taks ef á þurfti að halda víða í nágranna- byggðum. Verk hans vora vel af hendi leyst og með glöðu geði, sem er ekki síst mikilvægt. Hann skilaði löngu dagsverki fram á síðasta dag og stóð meðan stætt var. Unaós stendur á ákaflega falleg- um stað. Náttúran tjaldar oftast sínu fegursta um þessar slóðir. Einnig getur hún verið grá í vond- um veðrum. Alfreð kunni á veðrið og tefldi aldrei á tæpasta vað, þótt stundum hafí hann ásamt öðrum lent í hrakningum. En hver ræður við veður og vinda á íslandi? Hann naut fegurðarinnar á heimaslóðum og dásamaði landið sitt. Hann gat líka í lokin litið yfir farinn veg og glaðst yfír öllu því sem hann áorkaði. Nú er hann farinn frá okkur. Ólöf frænka mín er ein eftir á Una- ósi. Hún getur einnig litið yfir far- inn veg með þakklæti, því hjóna- band þeirra var gott og fallegt. Þau vora samhent um allar gjörðir og létu ekkert nema gott af sér leiða. Við kveðjum Alfreð með söknuði og virðingu. Ólöfu vottum við inni- lega samúð. Guðbjörg Þórhallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.