Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 35 Mundi var góður og mikill bóndi. Hann unni starfi sínu og fann þann sterka streng sem bindur manninn við náttúruna. Starf bóndans er sérstætt og engu öðru líkt. Hann var stoltur af því að vera bóndi, elskaði jörðina sína og sveitina. Á landareign sinni þekkti hann hverja þúfu og var umþugað um gögn og gæði jarðarinnar. Ótrauður hélt Mundi áfram ræktunarstarfi og uppbyggingu foreldra sinna og eru Gunnlaugsstaðir orðnir óþekkjan- legir frá því sem áður var. Hann byggði ágæt útihús og mýrar voru framræstar, landið unnið og rækt- að. Ég minnist göngu minnar í plógfarinu á eftir honum, þegar hann beitti hestum fyrir plóginn til að yrkja jörðina en sjálfsagt var á hveiju ári að stækka túnið þótt ræktunarskilyrðin væru oft erfið, gijótið víða ofarlega í melunum og móar kargaþýfðir. Það var því mik- il vinna við hvern blettinn áður en sáningu var lokið. Marga steina þurfti að tína í burtu og vorum við krakkarnir einkum fengnir til þeirr- ar iðju. Ég minnist einnig göngu minnar á eftir hestasláttuvélinni hjá honum en ég fékk m.a. það verk að sækja fyrir hann hestana. Starfsorka Munda virtist óþijót- andi. Hann gekk að öllum störfum með fólki sínu og það var eins og hann væri jafnvígur á allt, verk- lagni, ósérhlífni og viljaþrek var honum í blóð borið. Þegar ég hugsa til frænda míns þá minnist ég fyrst og frmst manns sem var sístarf- andi. Honum féll aldrei verk úr hendi og gerði hann mestu kröfurn- ar til sjálfs sín. Mundi var sérstaklega barngóð- ur. Ég minnist þess hve sigggróna erfiðishöndin gat verið mjúk og nærfærin að hugga og stijúka tár af votum barnsvanga. Hann hafði einstakt lag á bömum og ungling- um enda fór svo að þau börn sem höfðu einu sinni verið hjá honum vildu undantekningalaust koma aft- ur. Á Gunnlaugsstöðum voru alltaf börn til lengri eða skemmri sum- ardvalar. Það var ætíð mikil til- hlökkun að komast í sveitina á sumrin og vildi ég hvergi annars staðar vera. Ég varð fljótt svo hænd að frænda mínum að ég fylgdi hon- um eins og skugginn hans. Við matborðið sat ég ávallt við hlið hans. Ekkert fannst honum of gott fyrir þessa litlu frænku sína, hann tróð í mig öllu góðgæti sem til var enda brást ekki að ég fitnaði alltaf í sveitinni. Lundarfar Munda var alveg ein- stakt. Hann var hið glaða þrek- menni sem lyfti öllum í návist sinni. Svipléttur, kvartaði aldrei en gerði oft að gamni sínu. Svipmikið, hlý- legt og kímið bros hans gat heillað meira en orð fá lýst. Aldrei sá ég hann bregða skapi eða tala illa um nokkurn mann. Hann var heill og óskiptur í allri framkomu og mikið prúðmenni. Umhyggja hans fyrir mönnum og málleysingjum var tak- markalaus. Honum þótti vænt um skepnurnar sínar og hugsaði vel um þær. Það var lærdómsríkt fyrir börn og unglinga að fylgjast með hvern- ig þessi öðlingur umgekkst búféð. Mundi frændi var lengi ókvæntur og voru allir farnir að líta á hann sem rótgróinn piparsvein. En hann kunni svo sannarlega að koma á óvart. Á sextugsaldri kynntist hann ástinni og giftist dugmikilli, ungri konu, Kristrúnu Valdimarsdóttur, og eignaðist með henni fímm mynd- arleg börn. Einn son átti Kristrún fýrir og gekk Mundi honum í föður- stað. Mörgum manninum hefði ver- ið ofraun að ala upp svo stóran hóp bama eftir fimmtugt. En ekki barnakarlinum og ljúfmenninu hon- um Guðmundi Jónssyni. Þetta nýja líf virtist eiga vel við hann. Það kom mér svo sannarlega ekki á óvart þegar ég sá hversu natinn hann var við allt þetta ungviði. Alltaf sama þolinmæðin, jafnvægið og góðlynd- ið og létta lundin. Það var ekki verið að æðrast yfir hlutunum frek- ar en fyrri daginn. Þarna snerist hann i kringum bömin og lék á als oddi. Með Munda er genginn góður drengur. Ég minnist allra dýrmætu samverustundanna með föðurbróð- ur mínum með djúpu þakklæti. Jafnframt sendi ég og fjölskylda mín einlægar samúðarkveðjur til Kristrúnar og barnanna. Blessuð sé minning góðs manns. Svanfríður S. Óskarsdóttir. + Sigríður Jó- hannsdóttir fæddist á Gjögri í Árneshreppi í Strandasýslu 28. september 1912. Hún lést á sjúkra- húsi Akraness 11. desember sl. For- eldrar hennar voru Jóhann Karl Hjálm- arsson og Ragn- heiður Benjamíns- dóttir. Sigríður ólst upp fyrst á Gjögri og síðar á Bakka í Kaldrananeshreppi. Sigríður giftist 13. júní 1943 Benedikt S. Helgasyni, f. 17. febrúar 1918, d. 22. nóvember 1961. Þau bjuggu fyrst á Drangsnesi, síðar á Skaga- strönd, en fluttust til Akraness 1954. Dóttir þeirra er Ragn- heiður Þóra, f. 19. desember 1952. Sigríður eignaðist þrjú barnabörn, Sigríði, Benedikt og Andra Þór, og eitt barnabarna- barn, Hafþór Daða. Útför Sigríðar fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 18. desember og hefst athöfnin kl. 14. MIG LANGAR að minnast ástkærr- ar ömmu minnar með fáeinum orð- um. Ég er nú að sjá á eftir elsku- legri ömmu minni sem hefur stutt við bakið á okkur systkinunum og mömmu okkar alla tíð. Margs er að minnast frá liðinni tíð og erfitt að tjá með orðum það sem um hugann líður. Hún amma var mikil kostakona og var einstök móðir og amma. Hún vildi allt fyrir okkur gera og við vorum ávallt umvafin ástríki hennar. Amma átti oft við veikindi að stríða en lét það ekki á sig fá, var vön að trúa því að það ætti eftir að lagast. Þrátt fyrir lasleika sinn í gegnum árin var hún sífellt að hugsa um okkar hag og vildi hlú sem best að okkur. Það gekk fyrir öllu í hennar huga. Við systkinin leituðum alltaf mik- ið til hennar, og hún var sömuleiðis mikið hjá okkur. Alltaf var hún boðin og búin til að aðstoða á allan hátt. Einnig dvöldumst við systkinin oft hjá henni, borðuðum og sváfum er mamma var að vinna. Amma varð ekkja árið 1961 en þá var móðir mín átta ára gömul, og var alla tíð mjög kært með þeim. Eftir að móðir mín stofnaði eigið heimili í Reykjavik árið 1971 og ég fæddist árið 1972, dvaldist amma mikið hjá okkur og gætti mín þegar foreldrar mínir voru í vinnu. Þegar fjölskyld- an fluttist svo til Akra- ness árið 1974 var amma mjög ánægð að fá okkur svo nálægt sér. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru frá uppvaxtarárum mín- um á Sóleyjargötunni. Mér er það minnisstætt hve miklum tíma hún eyddi á degi hveijum í að hugsá um mig. Hún kom ætíð við heima á leið úr vinnu og borðaði með okk- ur kvöldverð. Alltaf gaf hún sér tíma til að dunda sér með mér að loknum kvöldverði og oftast fór hún ekki heim fyrr en hún hafði lokið við að lesa með mér bænirnar og svæfa mig. Amma var sífellt að kenna mér um lífsins gildi og hafði að því er virtist óþijótandi þolinmæði. Hún kenndi mér muninn á réttu og röngu og að elska menn, plöntur og dýr. Alltaf var hún reiðubúin að miðla til mín því sem hún kunni, svo sem lestri og skrift. Var ég því orðin vel læs er ég byijaði í skóla. Trúin á Guð var alltaf í hávegum höfð hjá ömmu Siggu og kunni hún ótal sálma og bænir sem hún svo kenndi okkur systkinunum. Mér er það svo minnisstætt hve fljótt hún fór að kenna okkur bænir, sögur, vísur og kvæði er hún sat við rúm- in okkar á kvöldin. Amma var mikil blómakona og þótti undravert hversu falleg blómin hennar voru. Enda var ósjaldan dáðst að þeim þar sem þau blómstr- uðu sínu fcgursta í glugganum á Skagabrautinni. Þegar ömmu er minnst er einnig óhjákvæmilegt að hugsa til allra þeirra stunda sem hún dró upp vöfflujárnið, kleinupottinn eða pönnukökupönnuna til þess eins að gleðja okkur með einhveiju góð- gæti. Oftar en ekki fórum við heim með troðfull box af kleinum. Ömmu fannst alltaf gaman að fylgjast með íþróttum og þá einna helst handknattleik og knattspyrnu. Hennar uppáhaldslið var IÁ og studdi hún sína menn inni í stofu af sama krafti og ef hún væri í áhorfendastúkunni á vellinum. Allt- af þótti mér gaman að fylgjast með ömmu þegar stórmót voru haldin og beinar útsendingar voru í sjón- varpinu, þá lifði hún sig af alhug inní leikina og studdi sína menn. Aldrei hef ég kynnst nægjusam- ari konu en ömmu. Hún fór vel með allt sitt og fannst hún litlu þurfa að eyða í sjálfa sig. Heldur vildi hún reyna að gleðja okkur. Við gátum líka oft glatt ömmu, og þeg- ar Hafþór Daði sonur minn fæddist kom mikill sólargeisli inn í líf henn- ar. Hann var henni strax mjög kær og fór ávallt vel á með þeim. Það er erfitt að kveðja ömmu, því fyrir mér hefur hún alltaf verið minn fasti og öruggi punktur í líf- inu og einhvernveginn alveg óhugs- andi að geta ekki notið ástar henn- ar og hlýju oftar. Ég er að sjá á eftir mínum besta vini. Elsku amma. Þín er sárt saknað af okkur öllum. Við höfum misst mikið en eigum eftir sjóð minninga. Ég vil þakka Guði fyrir þann tíma sem við fengum að njóta samveru þinnar. Ég bið algóðan Guð að varð- veita þig nú þegar þú hefur kvatt okkur. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson) Sigríður Helgadóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. SIGRIÐUR JÓHANNSDÓTTIR STEINUNN INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR + Steinunn Ingi- björg Jóhann- esdóttir fæddist 23. janúar 1927 á Reykjum í Mos- fellsbæ. Hún lést í Reykjavík 11. desember síðastlið- inn. Foreldrar Steinunnar voru Geirrún Ivarsdóttir og Jóhann Þor- steinsson. Þau áttu fimm dætur auk Steinunnar, Krist- ínu, Þórunni, Grétu, Luisu og Onnu. Steinunn var gift Theodór Hall- dórssyni. Þeirra börn eru Geirrún, maki Steve Murg- entroyd, Steinunn, maki Jakob Ólafsson, og Bryndís, maki Ell- ert Róbertsson. Útför Steinunnar verður gerð frá Langholtskirkju mánudaginn 18. desember og hefst athöfnin klukkan 13.30. MÁNUDAGINN 11. desember síð- astliðinn lést elskuleg móðir okkar, Steinunn Ingibjörg Jóhannesdóttir, eftir erfið veikindi. Alveg dáðumst við að því hvað hún var sterk þess- ar síðustu vikur, alltaf stutt. í glens- ið, og áttum við systurnar margar og ógleymanlegar kvöldstundir með henni við kertaljós, og stundum var skálað í sérríi. Elsku pabbi, við vitum að tóma- rúmið er mikið, enda hafíð þið ver- ið lífsförunautar bráðum í hálfa öld, en hugsunin um það að hún sé komin í betri heim hjálpar þér og okkur að horfa fram á veginn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fenp að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Blessuð sé minning hennar. Unna og Bryndís. Elsku Steina amma er nú farin frá okkur, en minningin um hana lifir með okkur áfram, hvað hún og afi voru þolinmóð að spila við okkur stelpurnar, heilu kvöldin, oft helgi eftir helgi. Skemmtilegast af öllu var þó þegar við fórum með þeim vest- ur í Teddabúð, draumastaðinn þeirra í Djúpinu, þar sem þeim leið alltaf svo vel. Elsku Steina amma, við þökkum þér fyrir alla þína góðsemi og hlýju til okkar systr- anna. Ég vil í Drottni sofna sætt. Samviskustríðið allt er bætt, dauðahaldi ég Drottin þríf,. dýrstur gef þú mér eilíft líf. (H. Pétursson) Guð blessi þig. Anita, Inga Dóra og Eva Rut. Elsku amma mín. Ég ákvað að kveðja þig í hinsta sinn með nokkrum orðum. Þú hefur gefið mér svo margt og ávallt verið mér góð. Við höfum átt margar góðar stundir saman og þeim mun ég aldrei gleyma. Ég trúi því ekki enn, að ég muni ekki koma aftur í heimsókn og sjá þig sitja í stólnum þínum við eldhúsborðið að hlusta á útvarpið. Ég man eftir öllum þeim nóttum sem ég gisti hjá þér og afa. Svo sátum við og spiluðum og oft langt fram eftir nóttu. Ef afi nennti ekki að spila, þá spiluðum við tvær rommý. Jólin munu verða tómleg í ár. Bestu jólin mín voru þau sem við eyddum hjá þér og afa í Teiga- gerði. Og þau voru mörg. Þú hefur alltaf átt svo stóran þátt í lífi mínu að það verður erfitt að venjast því að þú ert farin. Ég er fegin að ég fékk góðan tíma til að kveðja þig og ég hugsa mikið um allt það sem við töluðum um er ég heimsótti þig á spítalann. Ég á margar góðar minningar um þig og þær munu ég varðveita og hugsa um í hvert sinn þegar mér líður illa. Þú varst einstök kona, amma mín, og ég sakna þín sárt. Ég mun standa við loforð mitt um að líta eftir afa. Ég elska þig, amma mín. Þín nafna, Steinunn Ingibjörg. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR EDVINSSON, Selvogsbraut 15, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim sem vildu minnast hans er bent Krabbameinsfélagið. Monsa Edvinsson, Andri Ólafsson, Erna Jónsdóttir, Súsanna Ólafsdóttir, Guömundur Björgvinsson Óskar Þór Sigurðsson.Ásta Margrét Grétardóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir sýnda vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar fóstra míns, JÚLÍUSAR GEIRSSONAR, Laugarásvegi 66, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda. Ólöf ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.