Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR VIÐLEITNI STJÓRNVALDA til þess að koma böndum á kostnað við heilbrigðisþjónustuna hefur kostað mikil átök í allmörg undanfarin ár. Þetta er ekkert sér- íslenzkt fyrirbæri. Alls staðar á Vesturlöndum er það sama að ger- ast. Kostnaður eykst gífurlega vegna nýrrar tækni og nýrra lyfja. Menn leita margra leiða til að halda þessum kostnaðarauka í skefjum. Borgarspítali og Landakots- spítali hafa verið sameinaðir og unnið hefur verið að margvíslegri hagræðingu innan spítalanna. Sér- stakt átak hefur verið gert í að draga úr lyfjakostnaði og margvís- leg þjónustugjöld hafa verið hækk- uð. Ef ekkert af þessu hefði komið til væri vandinn óviðráðanlegur í dag. En nú er ástæða til að spyrja, hvort ekki sé komið á endapunkt í þeim aðferðum, sem beitt hefur verið til þessa. Síðustu daga hafa farið fram töluverðar umræður um rekstrarvanda ríkisspítala. Halla- rekstur er mikill. Fjármálaráð- herra segir, að stjórnendur Rík- isspítala hafi ekki staðið við gerða samninga. Stjórnendur spítalans segjast hafa verið knúðir til að skrifa undir samninga, sem þeir hafí í raun og veru lítið vitað um. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra mótmælir þeirri sögutúlkun. Þolinmæði starfsfólks spítal- anna er greinilega brostin. í sam- tali við Morgunblaðið í gær sagði Jónas Magnússon, yfirlæknir á skurðdeild spítalans, að allt bendi til þess, að á næsta ári fækki skurðaðgerðum um 600 en í dag bíði 1266 sjúklingar eftir aðgerð. Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Biðlistar muni því lengjast veru- lega. Jónas Magnússon segir: „Eg óska eftir, að allt fólk í landinu hugleiði hvernig það vill hafa þetta. Vill fólk hafa þessa biðlista svona langa og að þeir haldi áfram að lengjast? . . . Sjúklingar eru sífellt að hringja í okkur og spyija hvenær þeir komist að og við eig- um erfitt með að gefa skýr svör . . . Við verðum líka að hafa í huga að það er dýrt fyrir okkur að vera með langa biðlista. Sjúk- lingar bíða oft óvinnufærir. Þeir þurfa dýr lyf og þeir geta veikst meðan þeir bíða. Við þurfum oft að gera aðgerðir á biðlistasjúkling- um á kvöldin, á nóttunni eða um helgar vegna þess, að þeir veikjast skyndilega. Það gefur augaleið, að þetta er ekki hagkvæmt." Andrúmi á Landspítalanum við þessar aðstæður lýsir Jónas Magn- ússon með þessum orðum:„Þess er stöðugt krafizt að hagrætt sé meira og skorið niður. Það er farið að bera á uppsögnum. Störfum á spítalanum hefur fækkað um 40 á þessu ári. Þetta hefur eðlilega slæm áhrif á starfsandann. Fólk er hrætt um stöðu sína auk þess sem það liggur undir árásum fjár- málaráðuneytisins um óábyrga stjórn og að við virðum ekki fjár- lög. Þetta hefur niðurbijótandi áhrif á fólk, sem er að reyna að gera vel í sínum störfum og er líka að leggja sig fram um að spara.“ Ásgeir Haraldsson, yfiríæknir á Barnaspítala Hringsins lýsir ástandinu þar með þessum orðum: „Barnaspítali Hringsins býr við mjög kröpp kjör og sú aðstaða, sem við veitum veikum börnum og að- standendum þeirra er engan veg- inn viðunandi. Við höfum orðið að loka mörgum deildum í langan tíma á þessu ári . . . Það er búið að þrengja svo að rekstri Barnasp- ítala Hringsins að það er ekki hægt að skera meira niður í rekstri án þess að taka ákvörðun um að hætta einhverri ákveðinni þjón- ustu.“ Lárus Helgason, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans hefur lýst ástandinu þar sem martröð. Þórar- inn Sveinsson, yfirlæknir á krabbameinslækningadeild segir, að hættan sé sú að sparnaður á deildinni leiði til þess að kostnaður við meðferð sjúklinga verði meiri annars staðar. Af meiru er að taka en það er nánast augljóst, að það verður ekki lengra komizt í niðurskurði kostnaðar á Ríkisspítölum með hefðbundnum hætti. Fyrir nokkr- um árum lýsti erlent ráðgjafafyrir- tæki þeirri skoðun, að svo lítil þjóð, sem við íslendingar hefðum ekki efni á því að reka nema einn há- tæknispítala. Er nú að koma í ljós, að þetta hafi verið rétt mat? Er eitthvert vit í eða þörf á að feka hér tvo hátæknispítala? Þetta er spurning, sem tímabært er að ræða af fullri alvöru. Þá hafa komið fram áleitnar spurningar um það, hvort kostnaður við rekstur sjúkrahúsa á landsbyggðinni sé alltof mikill. Hvoru tveggja þetta er ástæða til að ræða af fullri ein- urð. Jafnframt er óhjákvæmilegt að ræða í meiri alvöru en gert hefur verið, hvort hægt sé að byggja upp einkarekinn valkost við hið opin- bera heilbrigðiskerfi. Smátt og smátt eru að verða tii einstöku læknamiðstöðvar, þar sem hægt er að vinna ákveðin verk fyrir heil- brigðisþjónustuna. Er ekki ástæða til að kanna möguleika á útboðum á læknisverkum f ríkara mæli en gert hefur verið til þessa? Jafnhliða einkareknum valkosti í heilbrigðiskerfinu sýnist ástæða til að kanna möguleika á því, að fólk geti keypt sér tryggingar, sem greiði kostnað af læknisþjónustu, ef á henni þarf að halda. Það er ekki endalaust hægt að gera kröfu um það að starfsfólk spítalanna skeri niður. En það er heldur ekki hægt að horfa á kostn- að við heilbrigðisþjónustuna vaxa okkur yfir höfuð á örfáum árum. Þess vegna verður að leita nýrra leiða og ræða í alvöru kosti, sem menn hingað til hafa talið fráleita en eru það kannski ekki eins og nú horfir. SJÚKRAHÚS OG SPARNAÐUR HELGI spjall qe í */0»bertsson sagði mér að dag einn undir lok styij- aldarinnar hafí verið farið inní íbúð Kambans-hjón- anna þarsem þau bjuggu í Bertoli-pensjónati við Upp- sala-götu í Kaupmannahöfn, ásamt Sibil dóttur sinni; rótað í öllu, skrifborð skáldsins brotið upp. Augsýni- lega í leit að einhveijum sönnunum fyrir því að skáld- ið ætti samstarf við nazista. En dönsku andspymu- mennimir fundu ekkert bitastætt. Og skáldið saknaði einskis. Kamban vann að því síðustu mánuðina sem hann lifði að snara hinu fræga kvæði Oscars Wilde, The Ballad of Reading Gaol á íslenzku. Hann sagðist vilja dunda við eitthvað sem hann hefði gaman af fyrst hann hafði ekki aðstöðu til að gera neitt að gagni ein- sog hann komst að orði. Hann skrifaði hvert erindi fyrir sig á lítið spjald og las fyrir vini sína þegar þeir komu í heimsókn og gátu þeir þannig fylgzt með hvern- ig verkinu miðaði. Að Kamban dauðum fundust ekki þýðingar þessa fræga kvæðis og munu þær nú glatað- ar. En Kristján Albertsson lærði þýðinguna á þekkt- asta erindinu utanbókar, og kenndi mér svo: Hver banar þeim sem bezt hann ann, því beri enginn mót. Eins vopn er napurt augnaráð, en annars fögur hót. Að vopni heigull kýs sér koss, en kempan tekur spjót. Mótsagnimar í verkum Guðmundar Kambans eru í ætt við þær þverstæður sem við þekkjum úr lífi okkar og umhverfi. Q Q FRÆG ER VÍSA Bjöms Ásbrandssonar Breið- •J í/ *víkings í Eyrbyggja sögu um ástir þeirra Þuríð- ar á Fróðá. Slíkur skáldskapur berst víða. Tímaiaus og minnisstæður og kviknar einsog mý í logni. Púpa hans er tungan. En hann er ekki bundinn við hana, heldur tekur hann hamskiptum. Þannig leitar gömul sígild hugsun að nýjum búningi á ferð sinni frá einni hugmynd til annarrar. Bandaríska ljóðskáldið Robert Bly minntist á vísu Bjöms Ásbrandssonar í mikilvægum og þekktum fyrir- lestri sem hann hélt fyrir nokkram árum vestan hafs og hafði þá snarað hugsun skáldsins yfír á enska tungu. Þannig vitjar mikilsverður en lágvær skáldskapur nýs umhverfís þarsem hans er beðið með eftirvænt- ingu. Hvaðsem líður ummælum Winslows í Marmara um að það ætti að refsa hveiju því skáldi sem yrkir nýtt kvæði um næturgalann og fólki sem vill bæta aðra, þá fylgir næturgalinn okkur enn og löngunin til um- bóta er stundum forsenda mikilsverðra tíðinda, þótt ekki hafí það unnizt sem ætlað var. Og vinaleg þögn tunglsins er í för með okkur, hvaðsem öðru líður. Einstæður boðskapur um afnám refsingar ætti frem- ur að vera ætlaður guðum en mönnum af holdi og blóði. Hann er svo nátengdur dýrmætasta fyrirheiti Krists um byltingu í hjarta mannsins að við hefðum þess vegna vel getað reist Robert Belford styttuna miklu. En á því verður samt bið í ógnlegum heimi sem helzt er með hugann við hryðjuverk og manndráp. Þau era með þeim hætti að höfundur Eyrbyggju hefði ekki talið ástandið á nokkum hátt stinga í stúf við öld sína og umhverfí. En hvergi hef ég séð fyrrnefndri byltingu lýst af jafn áhrifaríkri innlifun og í Vesalingum Hu- gos, þegar byskupinn umbreytir hjarta Jeans Valjeans í gósenland kærleikans og afstaða þjófsins til umhverf- isins breytist í einu vetvangi. Slík bylting losar ekki um neina forherðingu í Marmara. Þar leikur sérhver sitt hlutverk til enda, án byltingar. Þó er gefíð í skyn að Belford hafi tumazt. En byltingin étur hann einsog önnur böm sín, því að umhverfið er ekki undir hana búið. Við lifum ekki í þjóðfélagi hjartans, ekki enn. MORGUNBLAÐIÐ 1- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 29 MÁNUDAGINN, 18. desember, verður Sigurður Bjarnason frá Vigur, fyrrum alþingismaður, sendiherra og rit- stjóri Morgunblaðs- ins áttræður. Þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá því að Sigurður frá Vigur lét af störfum á Morgunblaðinu hefur hann alltaf haldið sterkum tengslum við sitt gamla blað og ósjaldan látið orð falla um, að af þeim þremur vinnustöðum, þar sem hann hefur komið við sögu, þ.e. á Alþingi, í utanríkisþjónustu og á Morgunblaðinu, þyki honum einna vænzt um hinn síðast- nefnda. Sigurður Bjarnason var einn af þeim komungu og baráttuglöðu æskumönnum, sem kvöddu sér hljóðs á upphafsárum ís- lenzka lýðveldisins. Hann var kjörinn á þing árið 1941, aðeins 26 ára gamall og sat því stofnfund Alþingis á Þingvöllum 17. júní árið 1944. Næstu áratugi, allt fram til ársins 1970, tók Sigurður Bjarna- son virkan þátt í stjórnmálabaráttunni, bæði á Alþingi og á síðum Morgunblaðs- ins. Hann kom einnig ungur til starfa á blaðinu og skrifaði þá fyrst og fremst um stjórnmál, bæði forystugreinar og annað efni, sem tengdist stjómmálabaráttunni. Á þeim áram vora náin tengsl milli Sjálfstæð- isflokksins og Morgunblaðsins og návígið í orrahríð stjórnmálanna mikið, ekki sízt þegar menn störfuðu á báðum vígstöðvum eins og Sigurður frá Vigur gerði. í afmælisgrein, sem Matthías Johannes- sen, ritstjóri Morgunblaðsins, skrifaði um Sigurð Bjarnason sjötugan lýsti hann störfum Sigurðar á Morgunblaðinu m.a. á þennan veg: „Sigurður Bjamason haslaði sér ungur völl á Morgunblaðinu. Hann var vinur Valtýs og frændi . . . Þegar við Eykon voram ungir ritstjórar og galsinn hvað mestur, minnti hann okkur stundum á, að hann væri gamall og vitur Lappi. Þá brostum við fóstbræður og sýndum honum þá virðingu og nærgætni, sem hann átti skilið eftir langt og mikið starf. Hann sýndi okkur einnig þann góðhug og vinarþel, sem honum er eiginlegt og er arfur að vestan. Samstarf okkar var gott og farsælt . . . Ritstjórar hafa ekki skipt með sér verkum en stjórna öllu senn. Þann- ig var það einnig meðan Sigurður Bjama- son var einn af ritstjóram Morgunblaðs- ins. Þá tókum við sameiginlegar ákvarðan- ir um alla hluti. Aldrei reynt að knýja fram vilja eins á annars kostnað. Á blaðinu rík- ir jafnrétti og tillitssemi. Það er arfur frá fyrri tíð. Þó að Sigurður hafi haft meiri áhuga á stjómmálum en öðrum þáttum þjóðmála leitaði hann ekki síður til sam- starfsmanna sinna um þau en þeir til hans.“ Á ritstjóraárum sínum fylgdist Sigurður Bjamason vel með ungu fólki, sem ýmist lagði leið sína á ritstjórnarskrifstofur blaðsins eða kom þar til starfa. Einum ungum Sjálfstæðismanni þeirra tíma er minnisstætt, að heimsóknir á ritstjórnina leiddu stundum til þess, að Sigurður frá Vigur kyrrsetti hann og félaga hans við ritvél og óskaði eftir því, að þeir skrifuðu Staksteina í blaðið næsta dag og mundu fá 500 krónur fyrir! Það var gert. Ungir samstarfsmenn Sigurðar á þess- um áram kynntust því, að hann hafði sterkari dómgreind og raunsærra mat á stjómmálaatburðum líðandi stundar en flestir aðrir. Þegar saman fór starf á Al- þingi, náið samband við kjósendur á Vest- fjörðum og ritstjórastarf á Morgunblaðinu fór ekki hjá þvi að Sigurður frá Vigur hafði mikið jarðsamband, sem kom sér vel fyrir samstarfsmenn hans. Löngu eftir að Sigurður Bjarnason var hættur afskiptum af stjómmálum og hafði tekið við sendi- herraembættum, fyrst í Kaupmannahöfn og síðar í London, hélt hann miklu og nánu sambandi við gamla kjósendur sína á Vestfjörðum, enda era rætur hans þar svo sterkar, að þar hefur hann alltaf átt heima, þótt starfsvettvangur og heimili „Auðvitað gerir þú þetta, drengur“ REVKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 16. desember hafi verið víða annars staðar. Þegar Sigurður Bjarnason varð sendi- herra í Kaupmannahöfn á árinu 1970 var það eðlilegt framhald af miklum störfum hans á vettvangi Norðurlandaráðs um langt árabil. Fáir Islendingar höfðu á þeim tíma jafn mikla þekkingu á samstarfí Norðurlandaþjóðanna og hann enda komu náin tengsl við helztu forystumenn í stjórn- málum á öðrum Norðurlöndum sér vel þegar hann hafði tekið við sendiráðinu í Kaupmannahöfn og þar átti hann farsælan starfsferil. Síðar varð hann sendiherra í London og fyrsti sendiherra íslands hjá Kínverska alþýðulýðveldinu, en þar hefur nú verið opnað sendiráð eins og kunnugt er. Þessi áttræði vestfírzki höfðingi og eld- hugi hefur heimsótt sinn gamla vinnustað á hveiju ári frá. því hann lét af ritstjóra- starfi og tók við sendiherraembætti árið 1970 og hans er von á næstu dögum. Hér nýtur hann virðingar og væntumþykju. Yfírsýn og lífsreynsla þeirra, sem lifað hafa langa ævi, verður aldrei ofmetin. Samstarfsmenn Sigurður Bjarnasonar á Morgunblaðinu senda honum og fjölskyldu hans hugheilar hamingjuóskir á áttræðis- afmælinu. UNDIR LOK sjötta áratugarins var bjartsýni og eft- irvænting í loftinu, þótt ástandið í ís- lenzkum þjóðmál- um væri ömurlegt. Hafta- og skömmt- unarkerfið var að syngja sitt síðasta. Gjald- eyrir var vart fáanlegur í bönkum, svo að við lá, að stúdentar, sem útskrifuðust frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1958, fengju ekki gjaldeyrisyfírfærslu fyrir efni í stúdentshúfur! Samt fann ný kynslóð, að eitthvað var að gerast, breytingar vora í vændum. Miklar vonir vora bundnar við Sjálfstæð- isflokkinn á þessum áram. Vinstri stjórnin var að hrökklast frá. Nýtt og ungt fólk var að koma fram á sjónarsviðið á fram- boðslistum Sjálfstæðisflokksins. Framboð Ragnhildar Helgadóttur á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í kosningunum 1956 hafði fangað hugi ungra manna og vorið 1959 birtist Pétur Sigurðsson, ungur tog- arasjómaður og þá orðinn sjómaður á kaupskipi, í einu af efstu sætunum á fram- boðslista flokksins í höfuðborginni. Þetta vora breytingar, sem eftir var tekið og áttu mikinn þátt í að efla gengi flokksins í tvennum kosningum á því ári, sem urðu undanfari Viðreisnartímabilsins, gullaldar- skeiðs lýðveldisins. Nú hefur Ásgeir Jakobsson skrifað bók um Pétur sjómann. Það er við hæfí. Ás- geir Jakobsson hefur skrifað stórmerkar bækur um mestu stólpana í íslenzkum sjáv- arútvegi á þessari öld. Þar má nefna bæk- ur hans um Einar Guðfinnsson, Tryggva Ófeigsson, Aðalstein Jónsson á Eskifírði, Einar Þorgilsson, Pétur J. Thorsteinsson og Óskar Halldórsson, svo að nokkrir séu nefndir. Pétur Sigurðsson starfaði að mestu leyti á öðram vettvangi en þessir menn, en hann hefur með sínum hætti markað djúp spor í sögu íslenzkra sjó- manna. í bók Ásgeirs Jakobssonar um Pétur sjómann er því lýst, hvernig hið óvænta framboð hans vorið 1959 bar að. Þar segir: „Árið 1959 var farið af krafti að vinna að kjördæmabreytingunni og afla henni fylgis og henni fylgdu samkvæmt stjórnar- skránni tvennar alþingiskosningar. Það var vitað, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fleiri alþingismenn um haustið en í fyrri kosningunum um vorið. Ég var orðinn afleysingastýrimaður á Gullfossi, þegar þetta var, og þá lokið hinni löngu, sam- felldu útivist. Birgir Kjaran hafði þá tal af mér til að ráðgast við mig um mann eða menn til framboðs úr launþegastéttunum. Sjálf- stæðismenn töldu þá orðið flokknum nauð- synlegt að hafa mann úr þessum stéttum í öruggu sæti. Ásgeir Sigurðsson, skip- AUSTFIRZK SKAMMDEGISSÓL stjórinn þekkti, hafði verið varaþingmaður flokksins í Reykjavík, en hann gerðist nú gamlaður, auk þess, sem hapn gat tæpast kallazt ímynd launþegans. Ég sagði Birgi álit mitt á þeim kandidötum, sem hann nefndi við mig og hrósaði þeim líklega gott betur en þeir áttu skilið. Svo verður það, að ég fer sem þriðji stýrimaður í næstu ferð Gullfoss. Hannes Þ. Hafstein var þá annar stýrimaður og var ég í brúnni að leysa Hannes af í kvöldmat, þegar loft- skeytamaðurinn, Teddi vinur minn, góður Krati, kemur framí brú, íbygginn mjög á svip og réttir mér skeyti. Ég reif upp skeyt- ið, sem reyndist vera frá þáverandi fram- kvæmdastjóra fulltrúaráðsins, Baldvini Tryggvasyni, og hljóðaði eitthvað á þessa leið: Vilt þú taka að þér sjöunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við næstu alþing- iskosningar? Ég fór að hlæja og rétti Hann- esi skeytið. Við voram að sigla norður Sundin og ég hafði allan hugann við út- kikkið. Þá tekur Hannes þéttingsfast í öxlina á mér og segir: Auðvitað gerir þú þetta , drengur, auðvitað gerirðu þetta.“ Það er sjálfsagt erfítt fyrir þá, sem þekkja einungis Sjálfstæðisflokk og stjórn- málabaráttu síðari tíma að skilja þá gífur- legu þýðingu, sem framboð Péturs Sig- urðssonar hafði, svo og starf hans og nokk- urra annarra ungra baráttumanna Sjálf- stæðisflokksins á vettvangi verkalýðs- hreyfingarinnar á þessum áram. Kommún- istar höfðu haft tögl og hagldir í verkalýðs- hreyfingunni árum saman og beittu henni miskunnarlaust gegn þeim ríkisstjómum, sem þeir vora andvígir. Sjálfstæðismenn hófu gagnsókn innan verkalýðsfélaganna sjálfra en til þess þurftu þeir trúverðuga forystumenn. Pétur Sigurðsson var fremstur þeirra. Nokkra áður en Pétur fór í framboð til þings hafði fyrsta vígi kommúnista fallið. Það var Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík og for- maður Iðju var kjörinn Guðjón Sigurðsson, bróðir Péturs. Þeir bræður skipuðu, ásamt Guðmundi H. Garðarssyni og Sverri Her- mannssyni, nýja forystusveit Sjálfstæðis- manna í verkalýðshreyfingunni en síðar komu fleiri til sögunnar. í allmörg ár vora hörð átök í flestum helztu verkalýðsfélögunum, alla vega í Reykjavík. Þeir fjórmenningarnir vora á oddinum en að baki þeim stóðu, í skipu- lagsvinnu, Birgir Kjaran, Baldvin Tryggvason og Gunnar Helgason. Þeir áttu náið samstarf við Alþýðuflokksmenn í verkalýðsfélögunum. Árangurinn af þess- ari baráttu var sá, að það tókst að skapa ákveðið jafnvægi í verkalýðsfélögunum, þannig að ekki var lengur hægt að beita þeim jafn harkalega gegn stjórnvöldum og gert hafði verið í allmörg ár. Ásgeir Jakobsson rekur þessa sögu ítarlega í bók sinni um Pétur sjómann. Mikilvægi Péturs Sigurðssonar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og baráttu hans á þessum árum var ekki einungis fólgið í því hlutverki, sem hann gegndi í átökum innan verkalýðshreyfingarinnar. Þeir sem fylgdust með þingflokksfundum Sjálfstæð- isflokksins á Viðreisnarárunum urðu þess glöggt varir, að Pétur sjómaður kom með allt annað sjónarhorn inn í umræður í þing- flokknum. Hann kom með annan tón. Þeg- ar flestir þingmenn flokksins lýstu viðhorf- um atvinnurekenda eða bændastéttar sá hann til þess að sjónarmið hins almenna launamanns og sjómanna komust rækilega til skila. Hann skapaði mótvægi, hina nauðsynlegu breidd, nánast einn og óstuddur a.m.k. innan þingflokksins, í stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar. Það er ekki auðvelt að vera einn á báti. En Pétur sjómaður hafði kraft og kjark til þess. Enginn einn maður á jafnmikinn þátt í því og Pétur Sigurðsson að skapa Sjálfstæðisflokknum þá stöðu meðal sjó- manna, sem hann hefur enn í dag. Hrafnista EN KANNSKI stendur Hrafnista upp úr, þegar horft er yfír starfsferil Péturs Sigurðssonar með lestri bókar Ás- geirs Jakobssonar. í bókinni kemur fram, að hugmyndasmiðurinn að happdrætti DAS var Áuðunn Hermannsson frá Svart- hamri við Djúp. Ólafur Thors mælti fyrir lagafrumvarpi um happdrættið og er ræða hans fyrir frumvarpinu minnisstæð þeim, sem á hlýddu vegna þeirrar virðingar og hlýju sem þar koma fram í garð sjómanna. Ásgeir Jakobsson segir: „Þegar lóð Hrafnistu í Reykjavík þótti fullbyggð - og í þann tíma máttu menn ekki hugsa til þess að skerða útsýni og umhverfi heimilis- ins, a.m.k. ekki með háhýsum - var farið að hyggja að heimilisbyggingu í Hafnar- firði og Pétur þar í forystu. Það var göm- ul hugmynd frá því fyrst var rætt um stað- setningu Hrafnistu að til álita kæmi að reisa dvalarheimili á Hvaleyrarholti. Ekki var lengur um þann stað að ræða í Hafnar- firði en Hafnfirðingar (og Garðbæingar) áttu annan stað ákjósanlegan, þar sem sá yfír innsiglinguna og út á Flóann og víð útsýn var til fjalla. Fyrsta skóflustungan að Hrafnistu í Hafnarfirði var tekin sumar- ið 1974 en byggingaframkvæmdir hófust ekki fyrr en í september 1975 og var bygg- ingin vígð á Sjómannadaginn 1977, en heimilið ekki opnað til vistunar fyrr en um haustið . . . . . . Pétur einbeitti sér að uppbygging- unni í Hafnarfirði og svo segja menn, sem til þekkja, að Hrafnista í Hafnarfirði megi kallast hans kraftaverk, innan um ýmis hans átakaverk. En honum varð margt andstætt í því verki.“ En Hrafnista í Hafn- arfírði reis og þar dvelur Pétur Sigurðsson nú sjálfur að degi til. Það var löngu tímabært að skrifuð yrði bók um Pétur sjómann. Fyrir þá, sem á annað borð hafa áhuga á málefnum Sjálf- stæðisflokksins, verkalýðsbaráttunni, hagsmunabaráttu sjómanna og sögu tog- arasjómannsins, sem hófst til vegs og áhrifa í íslenzkum stjórnmálum er bókin um Pétur sjómann verðmæt lesning. Það menningarlega afrek, sem Ásgeir Jakobsson hefur unnið með því að halda til haga sögu mannanna, sem sóttu sjóinn, verður seint ofmetið. í liðlega tuttugu bók- um hans er að fínna lýsingar á lífí og örlög- um fátæks fólks við sjávarsíðuna, sem vinnur stórvirki í uppbyggingu atvinnulífs, atvinnuháttum fyrri tíma og baráttu smá- þjóðar sem er að rísa úr fátækt og verða bjargálna. Nýjar kynslóðir íslendinga eiga auðvelt með að skynja og skilja rætur sín- ar með lestri þessara bóka. Morgunblaðið/RAX „Það menningar- lega afrek, sem Asgeir Jakobsson hefur unnið með því að halda til haga sögu mann- anna, sem sóttu sjóinn, verður __ seint ofmetið. í liðlega tuttugu bókum hans er að finna lýsingar á lífi og örlögum fátæks fólks við sjávarsíðuna, sem vinnur stórvirki í uppbyggingu at- vinnulífs, atvinnu- háttum fyrri tíma og baráttu smá- þjóðar sem er að rísa úr fátækt og verða bjargálna. Nýjar kynslóðir íslendinga eiga auðvelt með að skynja og skilja rætur sínar með lestri þessara bóka.“ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.