Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IMYJAR HUOMPLOTUR * Agæt kynning á góðri hljómsveit TONLIST Gcisladiskur . i AGGI SLÆ OG TAMLA- ( SVEITIN Geisladiskur Agga Slæ og Tamla- sveitarinnar. Flytjendur: Ásgeir Ósk- arsson tronunur, Björn Thoroddsen gfítar, Egill Ólafsson söngur, Eiríkur Órn Pálsson trompet, flugelhom, Gunnar Hrafnsson bassa, Jónas Þór- ir pianó, hljóðgervill, orgel, Stefán S. Stefánsson saxófónn. Hljóðupp- taka: Óskar Páll Sveinsson og Tómas M. Tómasson. Skifan gefur út. 42:25 mín. Verð 1.999 krónur. )\ ------------------- NÝ GEISLAPLATA, sem út er komin með Agga Slæ og Tamlasveit- inni, gæti gefið til kynna að þar á bæ hugsi menn út fyrir landstein- ana. Flest lögin eru erlend, sungin á ensku og á plötuumslagi eru allar upplýsingar, sem að vísu eru af afar skomum skammti, á ensku. Sem kynningarútgáfa fyrir erlendan markað er platan ágæt og gefur góða mynd af þessari skemmtilegu ) „tamlasveit", en hins vegar er hætt við að hljómplata sem þessi geti átt erfítt uppdráttar í holskeflu íslenska jólaplötuflóðsins. Platan er saman- sett af þekktum erlendum lögum úr ýmsum áttum, í sérstæðri útsetningu Tamlasveitarinnar og að auki er hið gamalkunna lag Stefáns S. Stefáns- sonar Disko frisko og ennfremur Tamla Funk eftir Stefán og Korríró eftir Egil Ólafsson. Af þekktum er- lendum lögum má nefna Lay, lady, | lay eftir Dylan, Hard day’s night úr samnefndri kvikmynd Bítlanna, Su- perstition eftir Stevie Wonder og • Can’t help falling in love with you, sem Elvis Presley gerði ódauðlegt á sínum tíma, svo nokkur séu nefnd. Útsetningar margra laganna eru sérkennilegar og sumar hveijar vel heppnaðar eins og í „Can’t help“, sem er útsett í „reggae-takti“, og eins er skemmtileg útsetning á Keep on running, sem Spencer Davis Group gerði vinsælt á sjöunda áratugnum. Fleiri lög mætti nefna, sem undir- strika þá staðreynd að hér er á ferð hljómsveit í háum gæðaflokki. Til dæmis er „Hard day’s night“ skóla- bókardæmi um hvað hægt er að gera þegar hugmyndarflugið fær að ráða í útsetningum. Samt sem áður orkar útsetningin tvímælis á mig, þótt tæknileg færni og lipurð Tamla- sveitarmanna njóti sín vissulega vel í laginu, einkum í yfirferð blásaranna í sólókaflanum. En einhvem veginn fínnst mér að svona eigi ekki að spila Bítlalög, sem kannski er bara einhver íhaldssemi og sérviska í mér. Þessi spilamennska á hins veg- ar vel við í „Superstition", enda lag- ið samið í „réttum" anda. Á plötuumslagi kemur fram að platan er tekin upp „live“ i' Stúdíói Sýrlandi, það er að Tamlasveitin hefur væntanlega spilað lögin hvert af öðru beint inn á bandið og er út- koman stórgóð í ljósi þess, enda eru hér á ferð úrvalsgóðir tónlistarmenn, og þarf ekki annað en að lesa listann hér að framan til að sannreyna það. Þetta fyrirkomulag við upptökuna styrkir þann grun minn að plötunni sé ætlað að kynna Tamlasveitina erlendis og í sjálfu sér er ekkert við það að athuga. Ég held hins vegar að platan hefði orðið áhugaverðari fyrir íslenska hlustendur ef þeir fé- lagar hefðu haft meira af frumsa- minni tónlist á henni og gefíð sér tima til að semja fleiri ný lög áður en haldið var í hljóðverið. Sveinn Guðjónsson SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 51 Æ K\) L* í • n • a *n 1000 kr. innlegg á Stjörnubó* Æskulínunnar og barniö fær gjafaöskju með Snæfinni sparibi púsiuspii, litabók - og meira till i&r ' v> J f' "Snæfinnur snjókarl, sniöugur meö krónurnar" (Á)blinadarbankínn •Tramtur banki I I I i I I I i I C*. . ■ •. j------- Djúpsteikingarpottui á IV. --------------—t------------ SIEMENS að er gaman að gefa vandaðar og fallegar jólagjafir. Gjafir sem gleðja og koma aðgóðum notum lengi, lengi. Þannig eru heimilistœkin frá .. 1 ... (jMatv innsluvélar frf 7.900 knj Siemens, Bosch og Kaffivélar frá 2. kr.J 00 J„ Símtíekifrá 3.117 kr. J Rommelsbacher. »SSs##* ... •. v Q Handþeytari á 2.990 kr. J •'' , > 0 | \ — ’ 't. \ '?v' ' ■■■>« Raclette-t&gi mecr^s^ steikingarsteini á 9.900 kr, Samlokugrill á 3.900 kr SMITH & NORLAND Uipboðsmenn: Akranes: Rafþjonusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður; Rafstofart Hvftárskála • Helllssandur: Blómsturvel Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavik • Búðardalur: Ásubúð • ísafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: 7 • Húsavík: öryggi • Pórshöfn: Norðurraf • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiði • Höfn í Hornafirði: Kristall • Vestrpannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður: R • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði. Noatúni 4 • Sími 5113000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.