Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þöífm fyrir bóluefnið er mjög brýn,“ segir Ingileif. „Þessi stofn pneumó- kokka, sem barst hingað frá Spáni árið 1989, er ónæmur fyrir flestum algengum sýklalyfjum. Einu lyfin sem vinna á honum eru sýklalyf sem gefin eru í æð og krefj- ast innlagnar á sjúkrahús. Þetta er baktería sem böm geta gengið með í hálsinum án þess að sýkjast, en þau sem sýkjast geta verið mjög illa sett. Þarna er um að ræða svo- kallaða pneumókokka sem geta valdið lungnabólgu og heilahimnu- bólgu og eru einnig mjög algeng orsök eymabólgu." Rannsóknirnar hafa beint hagnýtt gildi fyrir þjóðfélagið Á rannsóknastofu í ónæmisfræði er unnið að mjög áhugaverðum rannsóknum sem hafa beint hag- nýtt gildi í þjóðfélaginu. Eitt af rannsóknaverkefnunum em prófan- ir á hýjum tegundum bóiuefna gegn lungnabólgubakteríum, þ.e. pne- umókokkunum. Ingileif segir að hér sé ónæmi þessara pneumókokka fyrir sýklalyíjum stórt vandamál, stærra vandamál sé þó að bóluefni sem gerð hafa verið úr fjölsykruhjúp pneumókokka veki ekki ónæmi hjá börnum. Gagnslaust hafi því verið að bólusetja börn undir tveggja ára aldri og gagnslítið fyrir börn allt að 5 ára aldri. Af þeim ástæðum sé verið að þróa ný bóluefni sem nái að vekja ónæmissvöran hjá bömum. Það era svokölluð prótein- tengd bóluefni sem byggja á því áð hjúpfjölsykrar bakteríanna eru tengdar á prótein. Verið er að rannsaka hvaða mótefni hafa hámarksvirkni Ingileif segir að Gestur Viðarsson hafi í rannsóknarverkefni til meist- araprófs unnið að því að skoða mótefnamyndun gegn pneumókokk- um og hvernig mótefnin stuðla að útrýmingu á bakteríunni. „í fram- haldi af því var gerð rannsókn sem nú er að ljúka, notað var tilrauna- bóluefni frá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna gegn þeim pneumó- kokkum sem ónæmastar era fyrir sýklalyfjum hérlendis, svokallaðri hjúpgerð 6. Við prófuðum mótefna- myndun bæði hjá fullorðnum og ungbömum bg fengum spennandi niðurstöður. Þær sýna að börn sem byijað er að bólusetja þegar við þriggja mánaða aldur svara þessu bóluefni vel. Þó er mótefnamyndun heldur minni en hjá fullorðnum og virðist ekki jafnvirk við útrýmingu á pneumókokkum. Við erum einnig að rannsaka hvaða tegundir mót- efna skipta mestu máli til að fá hámarksvirkni." Rannsaka bakteríur sem oftast valda sýkingn í börnum. „Við fórum af stað með mjög stórá rahnsókn í vor, þar sem fleiri próteintengdar hjúpflölsykrar era í sama bóluefninu, eða þær 8 hjúp- gerðir pneumókokka sem oftast valda sýkingum í börnum,“ segir Ingileif, „Þétta er stórt samstarfs- verkefni ónæmisfræðinga, bama- lækna, lungnalæknis. og sýklafræð- ings, en auk þess vinna að rann- sókninni hjúkrunarfræðingar og meinatæknar. Rannsóknin er unnin í samstarfi við lyfjafyrirtæki í Frakkíandi og Bandaríkjunum og styrkt af Rannsóknaráði íslands." Ingileif segir að þetta sé sams- konar bóluéfni og þróað hafi verið gegn annari bakteríu --------------------- „Haemophilus influ- Góð bóluefni enzae“, sem veldur heila- himnubólgu og öndunar- færasýkingum og börn eru bólusett við nú með góðum árángri. Margir Morgunblaðið/Sverrir DR. INGILEIF Jónsdóttir ónæmisfræðingur vinnur að þróun bóluefnis gegn bakteríum sem venjuleg sýklalyf vinna ekki á. Rannsóknir sem lækka útgjöld til Unnið er að rannsókn á tilraunabóluefnum gegn harðgerum lungnabólgusýkli en brýn þröf er fyrir bólefni sem vemdar böm fyrir sýkingu af hans völdum. Margrét Þorvaldsdóttir ræðir við Ingileifu Jónsdóttur ónæmisfræðing hjá Rannsóknastofu Háskólans í ónæmisfræði sem ásamt Sigurveigu S. Sigurðar- dóttur bamalækni leiða þessar rannsóknir. geta skilað miklum ávinn ingi arangn. aðilar vinna að þróun sambærilegra bóluefna. „Góð bóluefni geta skilað miklum ávinningi í bættri heilsu og lækkun útgjalda í heilbrigðismál- um,“ segir hún, „Þessi verkefni eru ekki aðeins fræðileg, það er brýn þörf fyrir þau.“ Verið er að rannsaka tengsl streptókokka við psoriasis Á rannsóknastofu í ónæmisfræði er einnig verið að rannsaka tengsl psoriasis við streptókokkasýkingar undir forystu prófessors Helga Vaidemarssonar. Ingileif segir að þekkt hafi verið í um 40 ár að sum- ir fái psoriasis í kjölfar streptó- kokkasýkinga sem valda venjulegri hálsbólgu. „Þar sem sameindir í streptókokkum líkist sameindum í húðinni erum við að skoða hvort ónæmiskerfið ruglist og svari streptókokkum en ráðist á eigin sameindir í húðinni og orsaki psor- iasis-útbrotin. Niðurstöður Heklu Sigmundsdóttur, sem er að ljúka rannsókn til meistaraprófs, benda til þess að við séum á réttri leið.“ Skortur á starfsöryggi fólks í vísindarannsóknum áhyggjuefni Á rannsóknastofu í ónæmisfræði starfa margar konur og var Ingileif spurð hvernig það sé að vera kona í visindarannsóknum á íslandi? „Mér finnst það að mörgu leyti gott,“ segir hún. „en það er áhyggjuefni hve marg- ir sem vinna að vísinda- rannsóknum á Islandi, búa við lítið starfsöryggi, eru á lausum styrkjum og' án fastrar stöðu. Ég held að konur, sérstaklega þær sem eru að koma heim frá námi, eigi að mörgu leyti erfitt uppdráttar. Ef karlar koma heim með góða menntun er kerfið tilbúið að skapa þeim aðstöðu. Það er mun sjaldnar brugðist þannig við fyrir konur. Fáar konur komast í fastar góðar stöður á rannsóknastofnunum eða verða prófessorar.“ Ingileif segir að hluti skýringa geti verið sá, að ennþá þyki eðii- legra að karlmenn séu í forsvari, og e.t.v. geri konur ekki sömu kröf- ur um starfsvettvang eða um að vera í forsvari. Karlmenn komi sér frekar á framfæri og forsvarsmenn stofnana virðast álíta að karlmenn þurfi góðar stöður fremur en konur. Konur ráðnar með því skilyrði að þær eigi ekki börn - Getur verið að karlar séu taldir stöðugri vinnukraftur? „Þeirra fjölskylduaðstæður eru oft þannig að þeir geta helgað sig starfinu, þar sem konur þurfa oft að skipta tíma sínum á milli heimil- is, barna og starfsins," segir Ingi- leif. „Það gæti átt sinn þátt í að hindra konur í að komast í áhrifa- stöður, þó að það sé ekki algilt. Ég tei að fæðingarorlof skipti heilmiklu máli og það sé mjög mikilvægt fyr- ir báða foreldra að sinna foreldra- starfinu. Það eru eflaust ekki marg- ir feður sem hafa tekið mestan hluta fæðingaroriofsins eins og maðurinn minn gerði þegar við eignuðumst yngri son okkar. Ef það væri viður- kennt að foreldrar gætu skipt fæð- ingarorlofi myndi það síður standa í vegi fyrir _að konur kæmust i góð- ar stöður Ég þekki nokkur dæmi um að konur hafi verið ráðnar með þeim skilyrðum að þær eignist ekki börn,“ segir hún. Ákvað snemma að fara í langskólanám Ingileif er fædd í Reykjavík og alin upp í Laugarneshverfinu. Faðir hennar var kennari og móðirin var heimavinnandi á þeim tíma. Eftir Laugalækjarskóla fór hún í Kvenna- skólann, síðan lá leiðin í MR og þar á náttúrafræðibraut. „Ég var ákveð- in í að fara í langskólanám og naut hvatningar foreldra minna,“ segir hún, „en ég tók ekki ákvörðun fyrr en viku áður en kennslan hófst í Háskólanum að fara í líffræði frek- ar en íslensku. Hins vegar fann ég mig þar mjög fljótt og fannst nám- ið mjög skemmtilegt. Margir kenn- arar voru mjög uppörvandi en ég held að prófessor Guðmundur Egg- ertsson hafi ráðið því að ég valdi að fara á þetta svið, hjá honum tók ég rannsóknarverkefni sem hafði úrslitaáhrif á þá ákvörðun mína. í líffræðideild var mikil hvatning að fara í framhaldsnám og þegar iíða tók á námið var engin spurning um að valið yrði frumulíffræði, sam- eindalíffræði eða ónæmisfræði.“ Eignaðist syni og var við kennslu samhliða doktorsnámi Ingileif hélt síðan til London þar sem hún hafði fengið inngöngu í doktorsnám og' starfaði -----;--- hún þar í hálft ár hjá Helga Valdimarssyni. Áður en hún fór utan hafði ástin komið til sög- unnar. „Ég hafði þá kynntist manninum mín- —— um sem heitir Birgir Björn Sigur- jónsson og var í námi í Svíþjóð," segir Ingileif, „ég flutti mig yfir til Svíþjóðar svo við gætum verið sam- an þar. Þar var ég frá 1976 til 1984, eignaðist tvo syni, vann að ýmsum rannsóknaverkefnum og var jafn- framt í hálfri kennslustöðu með doktorsnáminu. Kennslan fannst mér mjög gagnleg. Þegar ég lít til baka finnst mér að hún hafi ekki síður verið mikilvæg en rannsóknar- vinnan sjálf,“ segir Ingileif sem nú er einnig dósent við námsbraut í hjúkrunarfræði. „Já, ég fór heim áður en ég hafði lokið doktorsgráðu. Ég var búin að fá birtar nokkrar greinar og fannst lengi vel sem gráðan skipti ekki mestu' máli, þekkinguna hefði ég og þyrfti ékki prófstimpil upp á það. En þar kom að því að ég skrif- aði doktorsritgerð og varði hana við Stokkhólmsháskóla árið 1991. Prófgráða skiptir máii þegar kemur að stöðu- og styrkveitingum.“ Doktorsritgerð um rannsóknir á vaxtarhormóni. - Hvað tókstu fyrir i doktorsrit- gerðinni? „Ég bjó til einstofna mótefni. Framleiðsla og notkun einstofna mótefna var á þeim tíma ný tækni, en þau hafa síðan reynst mikilvæg greiningartæki við rannsóknir á flestum sviðum líf- og læknisfræði. Ritgerðin ijallaði um. greiningu á vaxtarhormóni og afbrigðum þess, og þróun aðferða til að mæla og einangra hormónið, þ.e. nota ein- stofna mótefni sem tæki til að skoða hormónið sjálft. Vaxtarhormónið stýrir vexti. Það er aðallega notað til að gefa börnum sem ekki vaxa eðlilega, en hefur Iíka verið misnot- að til að byggja upp vöðvamassa. Vaxtarhormón var áður einangrað úr heiladingli látinna en er nú fram- leitt í bakteríum með hjálp erfða- tækni. Þess má geta til gamans að, niðurstöður rannsókna minna á vaxtarhormóni sem framleitt var i bakteríum, vora einn þáttur í að fá það skráð sem lyf - hið fyrsta sinn- ar tegundar." Konur þurfa að sanna hæfni sína frekar en karlar Talið berst að konum í vísinda- rannsóknum hér á landi. Ingileif segir að þáttur kvenna í líffræði fari mjög vaxandi. Margar konur vinna að rannsóknum á sviðum hug- og félagsvísinda, en hún segist helst vilja halda sig við sitt fræðasvið. - Telur hún ákveðin vísindasvið vera_ opnari konum en önnur? „Ég þekki best til í lífvísindum og í þeim greinum sem byggja mik- ið á tilraunavinnu fer hlutur kvenna vaxandi, hvort sem það er yegna þess að sú vinna hentar konurh vel eða vegna þess að á þeim vettvangi er víða mikil framþróun og meiri möguleikar á að finna starf. Konur eru margar í námi í líffræði og í mörgum árgöngum i læknisfræði eru konur í meirihluta.“ Ingileif telur að konúr séu jþft metnar á forsendum karla. „KÓriur þurfa að sanna sig jafnvel enn frek- ar en karlar, en þar sem þær hafa fengið tækifæri hafa þær ekki reynst síðri. Hins vegar skortir þær oft sam- bærileg tækifæri og karlar og því þarf að breyta. Margar konur þurfa ekki aðeins að sýna góðan árangur í starfi, þær verða að sinna fjöi- skyldu sinni og heimili. Það er mikiu sjaldgæfara að karlmenn styðji við bakið á konum í kreijandi staÆ, en konur við bak eiginmanna sinna.“ Jafnréttisráð sendir hættuleg skilaboð til kvenna - Hvernig sér Ingileif stöðu ís- lenskra kvenna í vísindastörfum í framtíðinni? „Staðan tengist launastefnunni og misræmi í launamálum,“ segir hún. „Það er mikill munur á launum kvenna og karla í vísindastörfum eins og öðrum í störfum í þjóðfélag- inu. Afleiðingin getur orðið sú að gott rannsóknarfólk leiti annað.“ Hún tekur dæmi um ungan líffræð- ing sem fór að vinna sem flugfreyja þar sem launin voru hetmingi hærri en laun_ líffræðings. „Ég hef einnig miklar áhyggjur af túlkun á síð- ““““ ustu könnun Jafnrétt- isráðs á launamun karla og kvenna. Þar kom fram að karlmenn hefðu meiri hag af að fara í háskólanám en konur, þar sem námið skilaði körlum hlutfallslega meira í launum en konum. Ég tel það vera mjög hættuleg skilaboð til kvenna að þær eigi ekki að fara í nám þó að launa- munur komi fram. Það er mikil- vægt að gefast ekki upp. Ég tel að þrátt fyrir allt sé aukin menntun besta leiðin til að ná fram bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði og jafnari stöðu karla og kvenna í þjóðfélaginu." Konur þurfa að sanna sig jafn- vel enn frekar en karlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.