Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 11 FRETTIR Um 40% bótaskyldra slysa lyktar með örorkubótum GERA má ráð fyrir að um 40% bóta- skyldra slysa í umferðinni að meðal- tali lykti með örorkumati og úr- skurði um bætur vegna fjárhags- legrar örorku, að sögn Sigmars Ar- mannssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra tryggingafé- laga. Alls má gera ráð fyrir að 2.300-2.500 bótaskyld tjón verði í umferðinni árlega. Sigmar sagði að skaðabótalög tækju ekki einungis til fjárhagslegr- ar varanlegrar örorku heldur til miklu fleiri þátta og þó 40% slysa væru gerð upp með fjárhagslegri varanlegri örorku þyrfti einnig að bæta miska, þjáningabætur og tíma- bundið vinnutap í þessum tilvikum og einnig þeim sem lyktaði ekki með úrskurði um fjárhagslega örorku. Þar gæti verið um verulegar fjár- hæðir að ræða. í útreikningi tryggingarstærð- fræðings fyrir Samband íslenskra tryggingafélaga á áhrifum breyt- inga á skaðabótalögum á bótafjár- hæðir vegna líkamstjóna er í fyrsta lagi miðað við uppgerð tjón frá því skaðabótalögin tóku gildi. Þama er um 244 mál að ræða, þar af 119 frá síðari hluta árs 1993. Meðaltjón er í kringum ein milljón og hækkun samkvæmt útreikningunum, ef til- lögumar um breytingar á skaða- bótalögunum verða að lögum, er á bilinu 46-50%. í öðm lagi er miðað við tilkynnt tjón en óuppgerð frá síðari hluta árs 1993 þar sem liggur fyrir skipting í einstaka bótaþætti. Tjónin em 215 talsins, meðaltjón um 1,7 milljón og hækkun samkvæmt fyrrgreindum tillögum er 50%. í þriðja lagi em önnur tjón frá síðari hluta árs 1993, sem ekki em komin svo langt í vinnslu að unnt sé að skipta áætlun niður á bóta- þætti. Meðaltjón í þessum flokki em áætluð um ein milljón króna sem er svipuð f|árhæð og vegna upp- gerðra tjóna og er miðað við að hækkun þeirra vegna tillagnanna sé svipuð og vegna uppgerðra tjóna. Þannig reiknast hækkun lögboðinna slysabóta vegna tillagnanna 47% í heild. Á ársgrundvelli þýðir það að bóta- fjárhæðir hækka úr 2.600 milljónum í 3.800 milljónir. Slík hækkun á skaðabótum vegna slysatjóna þýðir um 30% hækkun iðgjalda lögboðinna ökutækjatrygginga samkvæmt út- reikningunum. Aðspurður hvort það væri eðlilegt að reikna með því að öll 587 tjónin, þar sem ekki hefði verið unnt að skipta áætlun niður á einstaka bóta- þætti, leiddu til bótagreiðslu, sagði Sigmar að tryggingastærðfræðing- urinn gæfi sér það að að meðaltali myndi niðurstaðan í þessum tjónum verða sú sama og í uppgerðum tjón- um. Ef til þess kæmi að ekki þyrfti að greiða bætur í einhveijum af þessum tilvikum þá skipti það ekki máli í þessu sambandi þar sem vænt- anlega yrði ekki um bótagreiðslur að ræða heldur samkvæmt núgild- andi skaðabótalögum. Samkvæmt gildandi lögum væri bótaijárhæðin að meðaltali í hverju tjóni ein milljón króna, en sú upphæð myndi hækka í um eina og hálfa milljón króna yrðu tillögurnar að lögum og það ætti við um öll þessi tjón. ítrustu varfærnissj ónarmið „Mér sýnist að tryggingastærð- fræðingurinn hafi í öllum tilvikum beint ítrustu varfæmissjónarmiðum við mat á hækkunaráhrifum tillagn- anna. Þannig má nefna, þótt það skipti ekki sköpum í þessu máli, að hann gefur sér það að kostnaður við tjónsuppgjörið verði óbreyttur, en sá kostnaður er einkum vegna sérfræðinga á borð við lögmenn og lækna og í því efni hafa lögmennirn- ir vegið þyngst. Mér finnst ólíklegt að þetta gangi eftir. Ef skaðabætur hækka um 50% þá er það næsta gefíð að þóknanir til lögmanna munu einnig hækka, en eins og alþjóð er kunnugt er gjaldtaka lögmanna hlutfall af kröfufjárhæð. Spyrja má hvort hinn almenni bíleigandi telji það for- gangsverkefni að hann með hækk- andi iðgjöldum standi undir batnandi afkomu lögmanna," sagði Sigmar ennfremur. Ný sending Blúndu-, gull-, silfur- og silkitoppar Buxnadragtir ^jatnaður n 0' Hverfisgötu 78, sími 552 8980 í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! Dömu- og herra hanskar Margar gerðir Gott verð Svört eða brún Leður/loðfóðruð Verð 9.500 Svörteða brún Leður/leðurfóðruð Verð 12.900 Svört eða brún Leður/leðurfóðruð Verð 12.900 Munið giafabréfin! = gjaiir Opið sunnud. kl. 13-17. SKOVERSLUN KÓPAU0GS HAMRAB0RC 3 • SlMI 5S4 1754 Gersemar og þaiíaþing Ritstjdri; Árni Björnsson Bókin er byggð á hinni rómuðu afmælissýningu Þjóðminjasafns fslands sem tengdist 130 ára sögu þess árið 1993. , Bókin er ríkulega myndskreytt, m.a. eru birtar 180 litmyndir og margar svart-hvítar af þeim 130 munum og söfnum sem voru á afmælissýningunni. Með hverri mynd fylgir hnitmiðaður texti, umfjöllun um hvem grip. Höfundar textans eru 35 talsins; hver með sína sérmenntun og þekkingu á viðfangsefninu. Efnistök eru því ámóta breytileg og sjálf viðfangsefnin, og gefur bókin góða hugmynd um hin mörgu sérsvið á vegum þjóðminjavörslunnar. Eins og bókarheitið ber með sér getur hér að líta gripi af margvíslegu tagi. Þar má nefna jarðfundna muni frá fyrstu öldum íslandsbyggðar, kirkjugripi frá miðöldum, verkfæri, brúkshluti og leiktæki frá tækniöld auk fjölda annarra muna og minja. Leitast er við að sýna muni sem lítt hafa verið til sýnis almenningi. Auk þess er gerð grein fyrir einstökum sérsöfnum og deildum svo sem Ásbúðarsafni, Hljóðritanadeild, Iðnminjasafni, Myndadeild, Nesstofusafni, Sjóminjasafni, Tækniminjasafni, Þjóðháttadeild og Örnefnastofnun. Þessi þjóðlega bók þarf að vera ® til á hverju íslensku hcimili! ^ HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMl 588 9060 • FAX 588-9095 NYKOMIN BORÐSTOFUHUSGÖGN Mikið úrval - PISAborð 120x80 (stækkun 2x30). 4 slólar. Ljóst beyki. Allt settið aðeins kr. 29.900 stgr. VIVAborð 106x160 (stækkun 2x50) 6 stólor. Kirsuberjaviður og Ijóst beyki. Allt setlið aðeins kr. 116.550 stgr. ELBA borð 150x100 (stækkun 2x50) 6 stólar. Ljós og brún eik. Allt settið aðeins kr. 108.000 stgr. ANDY borð 90x160 (stækkun 2x50) 6 stólnr. Kirsuberjaviður og Ijóst beyki. Allt settið oðeins kr. 118.350 slgr. 0PIÐIDAG 14-18 V/SA □CiQQQCQ HUSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.