Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er alveg rétt, Benni minn, það er engin ástæða til að gelta. Það er bara búið að naga annan endann á beininu... Vörður o g Fulltrúaráðið verði sameinað Á AÐALFUNDI Landsmálafélags- ins Varðar var samþykkt tillaga um að sameina Vörð og Fulltrúar- áð sjálfstæðisfélaganna í Reylqa- vík. Tillagan gerir ráð fyrir að sameina á einn stað funda- og ráðstefnuhald og annað félags- starf Varðar og kosninga- og skipulagsstarf Fulltrúaráðsins. „Þá standi eftir öflugri skipulags- heild, betur í stakk búin til að samhæfa og leiða pólitískt starf Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og rækta og efla tengslin við hverfafé- lögin og meðlimi þeirra,“ segir í frétt frá Sjálfstæðisflokknum. Fundurinn samþykkti að Full- trúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík tæki við verkefnum fé- lagsins og flytti þar með starfsemi sína til skipulagseiningar sem beri nafnið Vörður, fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Fram kemur að breytingin skuli koma til framkvæmda þegar breytingar til samræmis hafi verið gerðar á reglugerð Fulltrúaráðs- ins. Umboð núverandi stjórnar Varðar og endurskoðenda félags- ins var framlengt til sama tíma. EITT af því alskemmtileg- asta við arabísku er að glíma við að skrifa. Þetta leyndardómsfulla og fallega mál arabískan er auðvitað skrifað frá hægri til vinstri eins og allir vita. Og stafimir bregða sér í allra kvikinda líki. Því stafur sem heit- ir til dæmis £ = gym er eiginlega að plata mig. Ef ég skrifaði Guð- rún og léti orðið byija á jr væri það bara della. Þá er£ orðinn að -N og í miðju orði tekur hann á sig enn nýja mynd, eða~^. Sama gildir um langflesta stafí,. þeir eru teljandi ef nokkrir sem eru óumbreytanlegir eftir því hvar þeir eru staddir í orðinu. Það útheimtir töluverða yfir- legu að ná þessu og liggur ekki alltaf í augum uppi hvaða stafí skuli nota, en hamingjan góða, hvað þetta er skemmtilegt! Og það er frábært að reyna að rýna t.d. í fyrirsagnir dagblaðanna og ég get stundum lesið út úr þeim hvað er verið að segja. Þá tekst ég á loft af hrifningu yfir frammi- stöðu minni. Nú er seinna námskeiðinu að ljúka og að því frátöldu hvað ég er óhemju óframfærin að tala málið en skrifa hvem stflinn af öðrum eins og að drekka vatn - hefur allt gengið mætavel. Samt hefur ekki farið framhjá mér að bráðum koma jólin. Ekki af því að jólaútstillingar séu hér — alt- jent hafa þær þá farið framhjá mér - þó hér búi auðvitað nokkr- ar milljónir kristinna. í skólanum er frí frá 15. des. til 15. jan. Því hlaut ég að gera upp við mig hvað eða hvar ég Dagbók frá Kaíró Arabískir stafir og jólahug- leiðing Jól eru nú einu sinni jól og þessi hátíð í Egyptalandi er ekki jól eins og Jóhanna Kristjónsdóttir vill hafa þau. Svo hún lagðist í útreikninga og tókst að reikna sig heim til að halda hátíð- ina með fjölskyldu sinni á íslandi. ætlaði að vera um jólin í svona upp undir það jólalausu landi. Mér leist ekki á blikuna þó að- skiljanlegir kunningjar væru bún- ir að gefa yfírlýsingar um að þeir ætluðu að bjóða mér í hvert matarboðið af öðru. Ég íhugaði ýmsa kosti. Jól í Betlehem? Gæti það ekki verið undursamlegt? Eða eitthvað ann- að? En allt kom fyrir ekki. Þar voru ekki jól eins og mig langaði í, þar voru engin ömmubörn, eng- in íslensk jólalög, engin stemmn- ing sem ég gat tengt jólunum. Ég rannsakaði peningamálin af kostgæfni, þau voru ekki til að hrópa húrra fyrir. En samt. Ég reiknaði mér gróða af því að hafa tekið á leigu ódýrari íbúð, ég reiknaði mér gróða af því hvað var nú mun ódýrara að komast leiðar sinnar eftir flutn- inginn. Svo reiknaði ég inní að ég sparaði vatn og rafmagn og samt leit þetta ekki nógu hugn- anlega út. Þá sá ég í blöðunum að KLM er með tilboð á Kaíró-Amster- dam-Kaíró fyrir ótrúlega lágt verð, Ég hlyti að geta ráðið við legginn Amsterdam-Keflavík- Amsterdam. Það voru próf alla dagana næstu. í sögnum, fornöfnum, nafnorðum og guð veit hveiju. Auk þess átti ég eftir að undirbúa mig fyrir skriftartímann næsta. En jól eru nú einu sinni jól. Ég tók sporvagninn niður í bæ og pantaði mér miða heim. Og náði að fá síðasta sætið á íslensku vélinni frá Amsterdam. Félag íslenskra athafnamanna erlendis Vilja stofna alþjóðlegt fyrirtækjanet Gustaf Adolf Skúlason SAMTÖK íslenskra athafnamanna er- lendis (Internat- ional Network of Ice- landic Businesses) voru stofnuð af nokkrum ís- lenskum fyrirtækjaeig- endum í Svíþjóð fyrir skömmu. Stofnfélagar eru um þrjátíu talsins og eru flestir þeirra búsettir í Svíþjóð, að sögn Gú- stafs A. Skúlasonar, for- manns samtakanna. - Hver er tilgangur samtakanna? „Að safna saman upp- lýsingum um íslenska at- hafnamenn erlendis og virkja viðskiptareynslu þeirra og sambönd til frekari sóknar á alþjóð- legum mörkuðum. Á næstu mánuðum munum við leggja áherslu á að kynna sam- tökin sem víðast og bjóða íslensk- um fyrirtækjarekendum hvar sem er í heiminum að ganga til liðs við okkur. Hugmyndin er sú að gera fyrst heildaryfírlit yfír íslendinga, sem hafa haslað sér völl í viðskiptum erlendis og mynda síðan alþjóðlegt sam- starfsnet þeirra. Með tíð og tíma vonumst við til að aðilar innan samtakanna hefji samstarf sín á milli, sem allir hagnist á. Slíku samstarfi verður auðvitað ekki miðstýrt og í raun og veru er engin leið að segja til um hvaða mynd það tekur á sig. Ég lít svo á að hlut- verk samtakanna sé fyrst og fremst það, að gera íslenskum athafnamönnum um allan heim kleift að ná sambandi hver við annan en svo verður reynslan að skera úr um hverjir hafa áhuga á frekara samstarfí eða hve náið það verður.“ — Eru samtökin eingöngu opin íslenskum athafnamönnum erlendis? „Nei, þótt þeir standi að stofn- uninni er ekki síður stefnt að því að íslensk fyrirtæki taki þátt í starfí samtakanna. Mörg fyrir- tæki hafa hug á að auka við- skipti og umsvif erlendis en slíkt er sérstaklega áhættusamt fyrir lítil fyrirtæki. Með samstarfsneti væri hægt að setja sig í sam- starf við íslensk fyrirtæki sem væru þegar komin á viðkomandi. markað og óska eftir ráðlegging- um, hjálp eða jafnvel samstarfi. Ef vel tekst til gætu samtökin orð- ið framvörður ís- lenskra viðskipta- hagsmuna erlendis og átt þátt í sókn þjóðar- innar á alþjóðamörkuðum. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að menn beini verkefnum til sam- starfsaðila á netinu ef þeir eru sjálfír of uppteknir við að sinna því eða hafa ekki þekkingu til þess. Áformað er að halda fyrsta aðalfund samtakanna næsta vor þar sem gengið verður frá lögum þeirra og stefnu. Ég hvet sem flesta einsýaklinga í fyrirtækja- rekstri, á íslandi og erlendis, að hafa samband við okkur.“ Heimilisfang samtakanna er: International Network of Ice- landic Businesses, Box 24064, 750 24 Uppsala, ►Gústaf Adolf Skúlason flutti til Svíþjóðar fyrir ellefu árum og býr nú í Upplands Vfisby þar sem hann vinnur við rekst- ur tveggja smáfyrirtækja. Annað fyrirtækið á hann ásamt konu sinni, Ólöfu Baldvinsdótt- ur, en hún er grafískur hönn- uður. Það er hönnunar- og auglýsingastofa og heitir 99 design. Hitt heitir Megus og er ráðgjafarfyrirtæki. Svíþjóð. Fax: +46 18 12 12 72. Tölvupóstfang: m-27133@mail- box.swipnet.se Samhliða rekstri hefur Gústaf látið að sér kveða í félagsstarfi sænskra atvinnurekenda. „Það kom til af því að þegar við hjón- in stofnuðum eigið fyrirtæki vöknuðu ýmsar spurningar um réttindi okkar og skyldur þar sem við vorum ekki innfædd. Við leit- uðum því til „Företagareförbund- et“ en það eru samtök smárra einkafyrirtækja hér í Svíþjóð. “ - Hver er staða sænskra smá- fyrirtækja um þessar mundir? „í Svíþjóð ríkja almennt neikvæð viðhorf í garð hins fijálsa fram- taks og gegn því reynir „Företag- areförbundet" að beijast. Rekstr- arskilyrði sænskra einkafyrir- tækja eru orðin mjög slæm vegna ótrúlegrar skattpíningar og einn- ig er okkur gert erfitt fyrir með skógi af óþörfum reglugerðum. Afleiðing þessa er sú að venju- legt fólk leggur varla út í það lengur að stofna fyrirtæki á eig- in spýtur. Það er slæmt því að slíkir frumkvöðlar eru hluti af auðlind hverrar þjóðar og hér í Svíþjóð a.m.k. er hún stórlega vannýtt. Slíkar hömlur á starfsemi fyrirtækja koma mun þyngra niður á starfsemi smárra fyrirtækja en hinna sem stærri eru. Afleiðingin er sú að ítök stórfyrirtækja í sænsku atvinnu- lífi eru líklega meiri en ella. Þar tel ég að komin sé ein ástæða fyrir hinu mikla atvinnu- leysi, sem nú ríkir í Svíþjóð. Það hefur nefnilega margoft komið í ljós að lítil og meðalstór fyrir- tæki skapa flest störf í efnahags- lægðum, eins og þeirri sem gekk yfir Evrópu eftir 1990. Við slíkar aðstæður draga stórfyrirtækin gjarnan saman og segja upp fólki en ný störf skapast hjá litlu fyrir- tækjunum.“ Samtökin einnig opin íslenskum fyrirtækjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.