Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ NBA úrslitin Bostx>n - Toronto .122:103 Detroit - New Jersey ...105:98 Indiana - Milwaukee ...112:95 Washington - LA Lakers .122:114 Gleveland - Minnesota ...100:88 Orlando - Utah ...111:99 Houston - Sacramento .110:114 Seattle - Golden State .108:101 Vancouver - Portland .104:100 GRANT Hili lék vel með Plstons í nótt og ðtti stóran þátt í að liðið sigraði New Jersey NETS. Hér treður hann með tilþrifum. Shaq er mættur Nýliðarnir í Vancouver sigruðu og sluppu þar með við vafa- samt met; töpuðu bara 19 leikjum í röð Shaquille O’Neal er byrjaður að leika á ný með Orlando eftir meiðsl og hann hélt uppá það með því að skora 26 stig og taka 11 fráköst er liðið sigraði Utah Jazz. Þetta er þó heldur lakari árangur en hann var með í fyrra því þá gerði hann 29,3 stig að meðaltali í leik og tók 11,4 fráköst. „Ég er alls ekki kominn í fulla æfíngu og það er örugglega einhver tími í það. Það skiptir ekki máli hveijir hefía leikinn, það skiptir máli hver klárar hann,“ sagði Shaq, en hann var ekki í byijuarliðinu og lék aðeins í 24 mínútur. Karl Mal- one var með 24 stig fyrir Jazz í þessum 12. heimasigri Orlando, sem hefur ekki enn tapað leik á heimavelli. Meistarar Houston töpuðu hins vegar nokkuð óvænt á heimavelli fyrir Sacramento og Mitch Ric- hmond gerði 47 stig fyrir Kings, þar af 25 í fjórða leikhluta. Liðin mættust fyrr í vikunni í Sacra- mento og þá vann Houston en nú snerist dæmið við. Olajuwon gerði 37 stig fyrir meistarana. Grant Hill náði þremur tvennum í annað sinn í vetur þegar hann gerði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst fyrir Pistons er liðið vann Nets. Nýliðamir í Vancouver fögnuðu sínum þriðja sigri í deildinni er liðið vann Portland í framlengingu. Bry- ant Reeves gerði 25 stig og tók 17 fráköst fyrir Grizzlies og liðið slapp þar með við að jafna metið í að tapa flestum leikjum í röð, en það eru 20 leikir. Vancouver hafði tap- aði 19 i röð. Rod Strickland gerði 29 stig og tók 13 fráköst fyrir Port- land. 50 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 ÍÞRÓTTIR Landsliðskylfingar í Reiðhöllinni Reiðhöllin í Víðidal er til margra hluta nytsamleg og það nýj- asta er að landsliðskylfingar slá þar bolta sína á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum í vetur. Ragnar Ól- afsson, liðsstjóri landsliðs karla og kvenna, sagði við Morgunblaðið á æfmgu í gærmorgun að þetta væri mikill munur fyrir kylfinga því þarna væri talsvert meira pláss en á þeim stöðum sem landsliðið hefði verið að æfa á undanfama vetur. „Við verðum væntanlega með allt landsliðsstarfið í vetur hér. Við erum byijaðir með A og B hóp karla og A hóp kvenna og svo er hugmyndin að unglingamir komi iijní þetta líka. Æfingar verða á laugardags- og sunnudagsmorgn- um milli kl. níu og 11.20. Aðstaðan hér býður uppá að brúa bilið í sutta spilinu og við getum náð að vippa allt að 50 metrum og það er mjög mikilvægt. Við höfum í gegnum árin verið að tapa höggum á þessum þætti leiksins. Svo er þetta auðvitað kærkomin viðbót við það sem við höfum haft fyrir. Hér er hægt að gera fjölbreyttari æfingar og þá verður þetta miklu skemmtilegra fyrir krakkana," sagði Rangar. Ragnar hefur valið tíu kylfínga í A hóp karla, „en hann er alls ekki endalegur og menn verða að standa sig til að halda sæti sínu þar,“ segir Ragnar. í hópnum eru Þórður Ólafsson, Kristinn G. Bjarnason og Birgir Leifur Hafþórs- son úr Leyni, Örn Ævar Hjartarson úr GS, Þorkell Snorri Sigurðarson úr GR, Björgvin Þorsteinsson, Örn Amarsson og Sigurpáll G. Sveins- son úr GA og þeir Björgvin Sigur- bergsson og Björn Knútsson úr Keili. Einnig verða teknir menn úr B-hópnum til æfínga með A-hópn- um. Athygli vakti að Björgvin Þor- steinsson, hinn gamalreyndi kylf- ingur, er í hópnum og hann var mættur á æfinguna í gærmorgun. Var ekki meiningin að yngja aðeins upp? „Fyrir mér er enginn heilagur og ég vel ekki í landsliðið eftir aldri, heldur eftir árangri og þar er Björg- vin framarlega," sagði landsliðslið- stjórinn, en Björgvin varð fjórði á stigamótum sumarsins. UrslKin færð ÚRSLITALEIKURINN íEvrópu- keppni bikarhafa, sem vera átti í Glasgow, hefur verið fluttur til Brussel og ferfram á King Baudouin leikvanginum 8. maí. etta verður í fyrsta sinn sem úrslitaleikur í Evrópukeppni fer fram í Brussel síðan hið hörmu- lega slys varð á Heysel leikvangin- um árið 1985 er Liverpool og Ju- ventus áttust við í Evrópukeppni meistaraliða, en þá létust 39 stuðn- ingsmenn liðanna. Hinn nýi leik- vangur, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í maí, var byggður á rústum Heysels, en aðeins ein hlið af gamla Heysel-leikvanginum er enn notuð, allt annað var rifíð. Ástæðan fyrir því að UEFA flyt- f ■ ur leikinn frá Ibrox til King Baudou- 1 in er að alþjóðleg ráðstefna lækna l veður haldin í Glasgow sama dag , og munu þátttakendur í henni skipta þúsundum þannig að ekkert hótelrými er til staðar, hvorki fyrir liðin né stuðningsmenn þeirra. Á fundi UEFA á föstudaginn var einnig staðfest að úrslitaleikurinn í Evrópukeppni meistaraliða verði á Ólympíuleikvanginum í Róm 22. maí, en síðast var leikið til úrslita í Róm árið 1984 þegar Liverpool vann Roma í vítaspymukeppni. England fsar ekki aukasætið UEFA ákvað einnig að úthluta Englendingum ekki aukasæti í UEFA-keppninni 1996-97 eins og þeir hafa unnið til með því að verða í efsta sæti á háttvísislistanum. Lennart Johansson sagði um þessa ákvörðun UEFA: „England fær ekki aukasætið vegna þess hvernig Wimbledon og Tottenham komu fram í Intertoto-keppninni í sum- ar.“ Ensku liðin sem voru í þeirri keppni mættu til leiks með hálfgerð varalið og það þótti UEFA ekki viðeigandi og aðvöruðu liðin, en þau létu sér ekki segjast, notuðu ungl- ingalið sin og leikmenn sem þau fengu að láni frá öðrum félögum og sumir heimaleikir þeirra fóru ekki einu sinni fram á heimavöllum félaganna. Það verða 119 félög sem taka þátt í UEFA-keppninni næsta ár og það verður að minnsta kosti eitt lið frá hveiju aðildarfélaga UEFA. Þá munu þijú lið komast upp úr Intertoto-keppninni og í UEFA-keppnina, en voru áður tvö. Golf í skjóli! Morgunblaðið/Árni Sæberg KYLFINGAR æfa nú í skjéli fyrir veðrum og vlndum í Reiðhöllinni í Víðidal. Fremstur er Sigurð- ur Hafsteinsson, þá Birgir Leifur Hafþórsson, Ólöf María Jónsdóttir, Herborg Arnarsdóttir og Björgvin Þorsteinsson, sem lætur engan bilbug á sér finna. Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik lék fyrri leik sinn við Grænlendinga í Nuuk á föstudags- kvöldið og er skemmst frá því að segja að Island gjörsigraði granna okkar á Grænlandi með 40 mörk- um gegn 14. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálf- ari sagði í samtali við Morgunblað- ið að leikurinn hefði verið frekar auðveldur eins og tölurnar bæru með sér. „Við- vissum ekkert um þá og reyndum að fylgjast aðeins með þeim í upphituninni og þeir virtust vera í góðu líkamlegu formi. Þegar í leikinn kom fannst mér eins og þeir væru mjög stress- aðir og þeir gerðu mikið af mistök- um í sókninni. Ætli við höfum ekki gert helminginn af okkar mörkum úr hraðaupphlaupum,“ sagði Þorbjörn. Hann var ekki með leikskýrsl- una við hendina þegar rætt var við hann en mundi þó að nýliðinn Davíð Ólafsson úr Val gerði níu mörk. Aron Kristjánsson úr Hauk- um var með sjö mörk og Dagur Sigurðsson úr Val fimm. „Ég veit ekki hvers vegna þeir voru svona taugatrekktir, hugsan- lega vegna þess að þeir höfðu undirbúið sig í nokkurn tíma og landsliðsþálfari Dana, Svíinn Ulf Schefvert, er búinn að vera hér í viku og taka þá aðeins í gegn. Ég á ekki von á svona miklum mun í seinni leiknum, en í þessum leik notaði ég alla leikmenn mjögjafnt og markverðirnir, Bergsveinn Bergsveinsson og Bjarni Frosta- son, skiptu leiknum bróðurlega á milli sín,“ sagði Þorbjörn. Hann sagði allan aðbúnað vera til mikillar fyrirmyndar og móttök- urnar einstaklega vinalegar. GOLF HANDKNATTLEIKUR Létt á Grænlandi KNATTSPYRNA KORFUKNATTLEIKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.