Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 56
Afl þegar þörf krefur! RISC System / 6000 CO> NÝHERJ Verið tímflnlep með jóUpóstinn PÓSTUR OG SÍMI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@iCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Búist við að Alþingi lögfesti samning um stækkun ISAL á mánudag Líkur á lægra orku- verði til almennings BÚIST er við að Alþingi lögfesti á mánudag samning íslenzka ríkis- ins við Alusuisse-Lonza um stækk- un álvers íslenzka álfélagsins í Straumsvík en önnur umræða um málið fór fram á þingi í gær. Á næstu dögum mun liggja fyrir hvort bandaríska álfyrirtækið Col- umbia reisir álver á Grundartanga. Allir fulltrúar í iðnaðarnefnd Alþingis eru sammála um að orku- samningur Landsvirkjunar og ISAL í tengslum við stækkunina sé viðunandi. í áliti meirihluta nefndarinnar, sem Stefán Guð- mundsson formaður hennar flutti á Alþingi í gær, er tekið undir það mat iðnaðarráðherra að orkusamn- ingurinn valdi ekki hærra raforku- verði til almenningsveitna en ella hefði orðið. Þvert á móti geri Landsvirkjun ráð fyrir að hann leiði til lækkunar orkuverðs til al- mennings þegar til lengri tíma er litið. í nefndarálitinu kemur ekkert fram um það hvaða orkuverð álver- ið þarf að greiða samkvæmt nýja samningnum, enda hafði stjórn Landsvirkjunar lagt áherslu á að viðskiptaleynd hvíldi yfir orku- verðshluta samningsins. Voru þessi atriði kynnt í iðnaðarnefnd sem trúnaðarmál. Meirihlutann skipa fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Þjóðvaka. í áliti þeirra er vitnað til þeirra útreikninga Landsvirkjunar að hagnaður af viðaukanum við orku- sölusamninginn sé um 8 milljarðar á núverandi verðlagi og um 80% líkur séu á því að arðsemi af nauð- synlegum fjárfestingum Lands- virkjunar verði 15% eða meira og nánast engar líkur á því að fjárfest- ingin skili minni arði en 5,5%. Svavar Gestsson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins í iðnaðarnefnd, skilaði séráliti þar sem hann lýsir stuðningi við orkusamning og skattasamning vegna álversstækk- unarinnar en gagnrýnir málsmeð- ferð vegna umhverfismála. Jó- hanna Sigurðardóttir fulltrúi Þjóð- vaka í nefndinni tók að nokkru undir þá gagnrýni og Kvennalist- inn, sem á ekki fulltrúa í nefnd- inni, hefur einnig lagt mikla áherslu á umhverfismálin. Tvö verkefni á Grundar- tanga lengst komin Halldór J. Kristjánsson, skrif- stofustjóri í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu, segir næstá víst að Columbia álfyrirtækið taki ákvörð- un fyrir áramót um það hvort ál- ver verði reist á Grundartanga. Fyrirtækinu liggi á að gera upp á milli íslands og Venezúela, því að koma þurfi nýju álveri þess af stað á meðan álverð sé hátt á heims- markaði. Halldór segir að sá stóriðjukost- LANDAÐ var 46 þúsund tonn- um af súráli í Straumsvík í fyrradag, en það er stærsti súrálsfarmurinn sem komið hefur þangað til þessa. ur annar, sem líklegast sé að ákvörðun verði tekin um tiltölulega fljótlega, sé stækkun Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga. Undirbúningur annarra stóriðju- verkefna, til dæmis framleiðslu magnesíumáls, zinks, kísilmálms eða slípiefna, sé miklu skemmra á veg kominn. Horfur á rauðumjól- um syðra LÍKUR eru á rauðum jólum sunnanlands, samkvæmt upp- lýsingum Veðurstofunnar. Langtímaspá sem gefin hefur verið út nær fram á föstudag og er samkvæmt henni gert ráð fyrir að hæð verði yfir Grænlandi með kaldri norðan- átt og éljagangi fyrir norðan, en úrkomulaust verði sunnan- lands. í gær var ekki talið útlit fyrir að breytingar yrðu á þessu um jólin. Háflóðá aðfangadag Háflóð verður á aðfangadag og verður það hæsta flóð sem komið hefur í 20 ár. Helst er talin hætta á að tjón geti orðið af þess völdum á suðvesturhorni landsins, en ef hæðin verður áfram yfir Grænlandi, eins og ekki þykir ólíklegt, ætti það að draga úr líkum á flóði þar sem loftþrýst- ingur verður hár og stíf norð- anátt. Póstbílar í vanda BÍLVELTA varð skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt laugardags í Norð- urárdal og fór ökutækið af veginum og út í Norðurá, sennilega sökum hálku, að sögn lögreglunnar í Borg- amesi. Tveir voru i bifreiðinni og óðu þeir hjálparlaust í land. Þeir klöngr- uðust síðan upp á veginn og tókst þeim að stöðva póstbíl á norðurleið. Hann hafði ekki verið lengi kyrr- stæður þegar annar póstbíll kom aðvífandi úr sömu átt og ók aftan á fyrri bifreiðina með þeim afleiðing- um að hún valt einnig út í Norðurá. Björgunarsveit í bréfburði Þriðji póstbíllinn var síðan kallað- ur tii úr Reykjavík til að taka við farmi hinna tveggja og koma jóia- póstinum til Norðlendinga. Björg- unarsveitin Brák í Borgarnesi var ræst út um nóttina til að sveitar- menn gætu aðstoðað við að flytja bréf og böggla á milli bíla. Þá var kallað á kranabifreið til að ná öku- tækjunum upp úr ánni. Engin slys urðu á fólki við þessar hremmingar, en allar þær bifreiðar sem áttu hlut að máli eru óökufærar. Þetta voru ekki einu bílvelturnar sem komu til kasta lögreglunnar í Borgarnesi í fyrrakvöld, því að bif- reið valt á Holtavörðuheiði um klukkan 23 á föstudagskvöldið. Ekki urðu alvarleg slys á mönnum. Morgunblaðið/RAX ASKASLEIKIR 7 DAGAR TIL jÓLA dcMl Eftirvænting BÖRN um allt land bíða jólanna , með tilheyrandi tilhlökkun og þar eru börnin í barnaskólanum á Seyðisfirði engin undantekning. Nú í svartasta skammdeginu nær sólin ekki að skina á Seyðfirðinga frekar en ýmsa aðra landsmenn en eftirvæntingafull og glaðvær andlit barnanna lýsa hins vegar upp tilveruna í staðinn. Deilt um áhrif breytingartillagna við skaðabótalögin Ekki kostnaður af meirihluta bóta- skyldra slysa JON Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður segist ekki fá betur séð en að meira en helmingur af öllum tjónakostnaði sem fram komi í umsögn Sambands íslenskra tryggingafélaga um breytingartil- lögur við skaðabótalögin verði aldrei að neinum tjónum. Sigmar Ár- mannsson, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra tryggingafélaga segir að skaðabótalögin taki ekki einungis til fjárhagslegrar varan- legrar örorku, heldur miklu fleiri þátta. SÍT fékk Bjarná Guðmundsson tryggingastærðfræðing til að gera athugun á því hvað iðgjöld öku- tækjatrygginga þyrftu að hækka ef breytingartillögur lögfræðinganna við skaðabótalög næðu fram að ganga og komst hann að þeirri nið- urstöðu að þau þyrftu að hækka um að minnsta kosti 30%. Athugun sína byggir Bjarni á gögnum frá síðari hluta ársins 1993, um alls 921 tjón. Þar af voru 587 sem ekki voru svo langt komin að unnt hafi verið að skipta áætlun niður. Verða aldrei að tjónum Gera má ráð fyrir að um 40% bótaskyldra slysa í umferðinni að meðaltali lykti með örorkumati og úrskurði um bætur vegna fjárhags- legrar örorku. Jón Steinar segir að það hljóti að benda til að í hinum 60% tilvikanna greiðist annað hvort engar eða smávægilegar bætur. „í tölum sem SÍT sendi allsheijar- nefnd Alþingis virðist vera gert ráð fyrir háum bótum vegna örorku í öllum tilkynntum tjónum. Eg fæ ekki betur séð en að þar séu áætlað- ar bætur að fjárhæð 1 milljón að meðaltali í þeim 60% hluta til- kynntra tjóna sem aldrei verða nein raunveruleg tjón. Ef þetta er rétt felst í því að yfir 50% af öllum tjóna- kostnaði sem fram kemur í umsögn SÍT verður aldrei að neinum tjónum.“ Sigmar segir að skaðabótalög taki ekki einungis til fjárhagslegrar varanlegrar örorku heldur til miklu fleiri þátta og þó 40% slysa séu gerð upp með fjárhagslegri varan- legri örorku þurfi einnig að bæta miska, þjáningar og tímabundið vinnutap í þessum tilvikum og einn- ig þeim sem lyktaði ekki með úr- skurði um fjárhagslega örorku. „Mér sýnist að tryggingastærðfræð- ingurinn hafi í öllum tilvikum beitt ýtrustu varfærnissjónarmiðum við mat á hækkunaráhrifum tillagn- anna,“ sagði Sigmar. Bjarni Guðmundsson trygginga- stærðfræðingur segir ljóst að eitt- hvað af þessum 587 tjónum muni falla niður en það skipti hins vegar ekki máli í þeirri athugun sem hann var að gera, að meta áhrif breyting- artillagnanna. Jón Steinar segir að vissulega skipti það máli í þessu efni hversu mörg tjón falli niður vegna þess að tryggingastærðfræð- ingurinn finni út heildartjónatöluna og breytingartillögurnar leiði til tæplega 50% hækkunar á henni. „Ég fæ ekki betur séð en að þetta sýni að réttar tjónatölur séu eftir sem áður langt innan iðgjaldatekn- anna,“ segir Jón Steinar. ■ Um 40% bótaskyldra/11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.