Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vorum að taka upp gullfalleg silkidamask rúmfatasett, verð kr. 4.500, og kínverska handunna dúka í mörgum stærðum. Einnig kínversk útsaumuð sængurverasett í sérflokki. Mikið úrval af austurlenskum dúkum og teppum. Alltaf eitthvað nýtt á ótrúlegu verði. Póstsendum. Verslun Jórunnar Brynjólfsdóttur, sími 551 6088 á horni Klapparstígs og Skólavörðustígs v/hliðina á Pipar og salt. Póstsendum samdægurs 5% staðgreiðsluafsláttur TISKUVERSUJN Kringlunni 8- I 2 sími 553 3300 Ábendingar á mjólkurumbiíflum, nr. 52 af 60. Hundar karls! Það er ekki nema holit og gott að reyna dálítið á hugann. Þessi gáta hefur sjálfsagt vafist fyrir mörgum: Hvað hétu hundar karls, sem í afdölum bjó? Annar hét af öllu, en annar á öllu. ■unjrj 3o íSSnys MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrceðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. ÍDAG BRIDS tlmsjón Guðmundur Páll Arnarson ALMENNT þykir það tíðind- um sæta þegar geim vinnst í báðar áttir. En á síðasta spila- kvöldi BR gerðust þau undur og stórmerki að slemma stóð bæði í NS og AV. Norður gefur; enginn á Norður ♦ G1042 V 42 ♦ ÁD3 ♦ D854 Austur ♦ D763 III! JK..9S7Í ♦ ÁK7 Suður ♦ ÁK98 V - ♦ KG987654 ♦ 3 Það eð svörtu drottning- amar liggja fyrir svíningu, standa bæði sex tíglar í NS og sex hjörtu í AV. Ýmislegt gerist í slíkum spilum í 60 para sal, en byijunin var þó sú sama alls staðar: Pass í norður og eitt hjarta í aust- ur. Eftir það fór hver sína leið. Það virðist liggja bein- ast .við að stökkva í fimm tígla, en sumir byrjuðu ró- lega á tveimur tíglum og einstaka maður doblaði. Ein sagnröðin var þannig: Vestur Norður Austur Suður - Pass 1 hjarta Dobl 1 spaðiT? Dobl 3 spaðar 5 tígjar Dobl?!! Allir pass Vestur hugðist „stela“ spaðalitnum frá mótheijun- um og þorði svo ekki annað en dobla fimm tígla af ótta við að makker breytti fimm hjörtum í fimm spaða! Furðulegt. Þar sem „einfaldari sálir“ voru að verki þróuðust sagnir gjaman þannig: Vestur Norður Austur Suður Pass 1 hjarta 5 tíglar 5 hjörtu 6 tíglar 6 hjörtu ? Með ÁK í spaða er freist- andi að dobla til að bremsa makker af. Og það gerðist víða, enda fengu allmörg pör að spila sex hjörtu. En ein- staka par fann fómina í sjö tígla og uppskar ríkulega, því meðalskor var í kringum 500 í AV. hættu. Vestur ♦ 5 V ÁDG63 ♦ 102 ♦ G10962 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Fish and chips á stríðsárunum ÁÁRUNUM 1941-42 var starfandi hér matsölu- staður sem hét „Fish and Chips." Þar vann stúlka sem heitir Pálína og átti hún vinkonu sem kölluð var Pála. Kannist einhver við þær stöllur eru þeir beðnir að hafa samband við Jónínu í síma 557-9336. Sjálfsagt að greiða innritunargjald ANNA Helgadóttir, Álftamýri 58, hringdi og segist vera alveg hissa á því hvað fólk tekur því illa að borga innritunar- gjald á spítala. „Ég lá á Landakotsspítala rúma tvo mánuði árið 1958,“ sagði hún, „og þá varð ég að borga 25 krónur á dag, sem varð um nærri 1.700 krónur fyrir þenn- an tíma. Þá hafði maður- inn minn, sem er prent- ari, um 1000 krónur á viku og á núvirði yrði þetta yfir 50 þúsund fyrir þennan sama tíma. Þá vom engar skattaívilnan- ir en samt taldi fólk það ekki eftir sér að greiða þetta gjald.“ Geðdeild Karlmenn sem vinna á geðdeild í Arnarholti fá eingöngu þrettán þúsund krónur í kaup á mánuði fyrir vinnu frá klukkan 9-5 á daginn. Það er erfitt að fá gott starfsfólk í vinnu á geð- deildum sökum þess hve kaupið er lágt, t.d. er matur ekki innifalinn í launum þeirra sem vinna í Arnarholti. Auðvitað er gott starfsfólk að finna í þessari grein sem vinnur af hugsjón og áhuga. Spamaður hefur verið gífurlegur í heilbrigðis- kerfinu og er hann oft á kostnað fólks sem minna má sín. Því er sparnaðin- um ekki dreift á fleiri staði, hví er hann svo áberandi í heilbrigðis- kerfinu? Hugsum t.d. um Ráðhúsbygginguna, ekki fór mikið fyrir sparnaðin- um þar. Spömm á réttan hátt. Munum eftir geð- sjúkum og látum alla for- dóma í þeirra garð hverfa. Virðingarfyllst, Gígja Thorarensen Tapað/fundið FB og Versló á jólaballi MOSAGRÆNN grófur flauelsjakki tapaðist úr fatahengi á Hótel íslandi á jólaballi Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti og Versló sl. fimmtudagskvöld. í vösum jakkans vora m.a. budda með skilríkjum og heimilislyklar. Kannist einhver við að hafa fengið þennan jakka í misgripum er hann vinsamlega beð- inn að láta vita í síma 5575170. SKÁK Umsjön Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í fyrstu umferðinni á Guð- mundar Arasonar mót- inu í Hafnarfirði. Alþjóð- legi meistarinn Albert Blees (2.420) frá Hol- iandi, hafði hvítt og átti leik, en Kristján Eð- varðsson (2.210) var með svart. 27. Rf6+! - Rxf6 28. Hxe8+ - Kh7 (Eða 28. - Rxe8 29. Df8+ - Kh7 30. Rg5 mát) 29. Rg5+! - Kxh6 30. Hh8+ og svartur gafst upp þvf hann er óveijandi mát í næsta leik. Fjórða umferðin fer fram í dag í íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst klukkan 17. Einnig er þar tefld í dag þriðja skákin í einvígi þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Hannesar Hlífars Stefánssonar um íslandsmeistaratitilinn. Ást er ... að fara saman íheitt bað. TM Rog. U.S. Pai. Off. — all rtghu reserved (c) 1995 Los Angetos Times Syndicate Víkverji skrifar. •• IDAG hefst næst síðasta vika ársins. Sá Drottins dagur, sem heilsar okkur, er þriðji sunnudagur í aðventu eða jólaföstu. Að viku liðinni koma blessuð jólin. Næsta föstudag, 22. desember, eru vetrarsólstöður, sólhvörf, sá tími árs þegar sólargangur er stytztur, myrkrið mest. Frá þeim degi liggja allar leiðir til birtunn- ar, vorsins, gróandans. Þegar myrkrið er mest skín ljós- ið skærast. í skammdeginu höldum við heilög jól, fæðingarhátíð hans sem sagði: „Eg er ljós heimsins." Kristnir menn trúa því að með honum liggi lífsvegurinn þangað sem vorið og gróandinn vara eilíf- lega. xxx HEIÐNIR forfeður okkar fögn- uðu, sem við, sólhvörfum, hækkandi sól og vaxandi birtu. Vit- undin um þetta árvissa kraftaverk í náttúrunni hélt í þeim lífínu lang- an og strangan veturinn. Eitt af þremur höfuðblótum heið- inna forðferðra og formæðra okkar var jólablót, miðsvetrarblót, haldið um vetrarsólstöður. Þá var horft til vorsins og sumarsins, bjargræðis- tímans, sem líf fólksins í landinu byggðist á, þegar landið og miðin gáfu björg í hvers manns bú. Kristnitakan árið 1000 var sögu- leg stórtíðindi. Þá tóku íslendingar — þjóðin öll — kristna trú á Þing- völlum við Öxará. Sú þjóðarsátt stendur enn. Táknmál umhverfis- ins, sigur ljóssins yfír myrkrinu, upprisa gróandans úr klakanum, auðveldaði þeim skilninginn á hin- um nýja sið, sem setur góðvild og kærleika í öndvegið. xxx ÓTT MARGT hafí breytzt síðan byggð var hér reist er skamm- degið samt við sig. Við höfum þó mýmargt, umfram fyrri tíðar fólk, til að þreyja þorrann og góuna. Húsakynni era önnur, samgöngur era aðrar, fjarskipti, margs konar, komin til sögunnar. Við getum jafn- vel séð á sjónarpsskjá atburði í fjærstu heimshomum — samtímis og þeir ske. Samkeppnin um tíma okkar og tómstundir er svo hörð að það hálfa væri nóg. Veturinn er vertíð hvers konar félagsstarfs, skóla, klúbba, kóra, árshátíða og hver veit hvað. Sjónvarps- og útvarpsstöðvum fjölgar með ólíkindum, að ógleymdu alneti og_ þeim ósköpum sem það geymir. Árlegt bókaflóð og prent- miðlar halda vel í horfinu. Vetrar- íþróttir hafa margt að bjóða. Að ekki sé nú talað um jólin og áramót- in, Þorláksmessu, þorrablót o.sv.fv. Ofan í kaupið fara íslendingar utan í skammdeginu, þúsundum saman, bæði í verzlunarferðir og sólarferðir. Hún er ekki á hveijum bæ, kreppan í þessu landi. Við eig- um þó, sem aðrar þjóðir, ærinn vanda áð leysa. x x x TÍMINN hann er fugl sem flýgur hratt. Eftir lifa aðeins tvær vikur ársins 1995. Og framundan er nýtt ár, álár. Alusuisse-Lonza álár í Straumsvík. — Og máski Columbía álár á Grandartanga. Frjáls verzlun setur sig í spá- mannsspor í síðasta tölublaði og gerir því skóna, hvað upp úr álpott- inum kæmi, ef hér yrðu reist þrjú ný álver fyrir aldamót. Hagvöxtur: 5-6% á ári til alda- móta. Fjárfesting: 154 milljarðar á 5 árum. Verðbólga: færi upp nema til komi hörð peningastefna. Raun- gengi: hækkaði nema til komi hörð peningastefna. Viðskiptajöfnuður: Óhagstæðurr fyrst, vegna innflutn- ings, en mjög hagstæður síðar, er framkvæmdum væri lokið. Atvinnu- leysi: þurkaðist út. Skuldir: vaxa vegna fjármögnunar framkvæmda. Ríkissjóður og sveitarfélög: Hagur þeirra vænkaðist veralega. Þorskstofninn vex að óbreyttu hægt en örugglega. Vaxandi líkur eru á því að stöðugleikinn í efna- hagslífinu haldizt, ef hömlur á ríkis- útgjöld bresta ekki. Göngum hægt um gleðidyr kom- andi álára!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.