Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 33 MINNINGAR eldra og ættaróðalið í Stóragerði, sem oft var eins og brautarstöð, fullt af brosandi fólki og hlátri. Sorg- in er þeim mun meiri þar sem þetta var okkar verðmætasta eign og þessu vildum við halda óbreyttu. En afi er fallinn frá en uppeldið situr eftir og mun styrkur okkar liggja í samstöðu fjölskyldunnar. í minningu okkar lifir afi og sú minning verður aldrei frá okkur tek- in og þökkum við allar þær gleði- stundir sem við áttum saman. Jóhann, Linda Björk og Hafliði Hörður. Dáinn, horfinn! Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson) Með nokkrum orðum langar mig að kveðja hann Jakob afa. Þrátt fyrir að hann væri ekki í raun afi minn þá reyndist hann mér sem slík- ur. Það að hann skyldi fara núna var svo skyndilegt og sárt. Ég ætl- aði ekki að trúa því þegar Gyða systir mín hringdi í mig og lét mig vita. Jakob afi dáinn, það gat ekki staðist, hann sem aldrei var veikur. Hann var alltaf til staðar og manni hættir til að taka ástvinum sem sjálf- sögðum hlut. En blákaldur raun- veruleikinn blasti við, litla, þreytta hjartað hans hafði gefið sig og við sem eftir sitjum verðum víst að sætta okkkur við það. Hann er kom- inn til foreldra sinna, í góðra vina hóp og líður vel. Hans verður sárt saknað, annað er ekki hægt því hann var yndislegur maður. Það var ávallt mjög ánægjulegt að hitta hann Jakob afa, hann var hress og kátur að eðlisfari. Það var til dæmis ómissandi hluti af jólunum að fara niður í Stóragerði til ömmu og afa. Þar var svo sannarlega tekið vel á móti öllum. Þá blómstraði Jak- ob afi, innan um fjölskylduna sína. Það var ómögulegt að reyna að fá hann til að setjast niður, hann var að ná í pakkana, gefa öllum sæl- gæti, gos og svo mætti lengi telja. Þessi jól verða tómieg án hans, það er komið stórt skarð í hópinn. Ég trúi því samt að hann verði hjá okk- ur í Stóragerði á jólunum, hann læt- ur sig örugglega ekki vanta! Hann þarf að passa að allt sé í góðu skipu- lagi, að allt sé í lagi hjá öllum. Jakob afi var dugnaðarforkur. Hann vildi hafa nóg að gera, þá leið honum vel. Ég sé hann alveg fyrir mér flautandi lagið sem hann flaut- aði alltaf. Eina leiðin til að láta hann slaka á og taka frí var að draga hann upp í flugvél til útlanda. Gyða amma og Jakob afi voru dugleg að ferðast saman og fóru þá oft fleiri með úr fjölskyldunni. Það fór ekki milli mála á myndum og gamansög- um úr þessum ferðum, sem eru orðn- ar æði margar, að hann Jakob afi var hrókur alls fagnaðar. Amma og afi voru einmitt nýkomin frá Glasgow þegar ósköpin dundu yfir. Hann sagði að þetta væri í síðasta sinn sem hann kæmi þangað en engan grunaði að hann yrði svo sannspár. Sem betur fer höfum við minningarnar og þær hlýja okkur. Jakob afi vildi allt fyrir alla gera og fjölskyldan var honum allt. Hann er örugglega meðal okkar og fylgist með að allt sé í lagi, sérstaklega hjá henni Gyðu sinni sem honum hefur örugglega þótt afar erfitt að fara frá. Þau voru alla tíð sem eitt, afar samrýnt par og héldu í rómantíkina, það var svo sætt að sjá þau saman. Hann veit samt að hún á góða að sem styðja hana en hann passar hana samt. Það er þægileg tilfinning að vita af svo góðum verndarengli. Ég þakka þér fyrir allt, elsku afi, og við sjáumst síðar. Guð blessi minningu þína og styrki ömmu Gyðu á erfiðri stund. Ingibjörg Lilja Halldórsdóttir. Elsku afi minn. Það er svo erfitt að setjast niður og skrifa þér þessar línur, eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei gera, hélt að þú færir aldrei frá mér. Þú sem varst í mínum augum með endalausa orku, svo duglegur, svo sterkur og stór og lifðir iífinu svo lifandi. Af hveiju þú? Svona fljótt? Af hveiju núna? Þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú hefðir veikst skyndi- lega og værir á spítala hugsaði ég að það gæti ekki verið. Sólarhring áður komst þú frá Glasgow svo hress og kátur, búinn að kaupa afganginn af jólagjöfunum handa barna- og barnabarnabörnunum þínum, 30 í viðbót við þær sem þú keyptir I Amsterdam í október, þar sem þú og amma hélduð upp á 50 ára gull- brúðkaupsafmælið ykkar. Það var svo erfitt að heimsækja þig upp á spítala og sjá þig svona mikið veikan, ég sem hafði aldrei séð þig veikan fyrr. Þú varst alltaf svo hraustur en þarna lást þú í rúm- inu og barðist hetjulega fýrir lífi þínu þótt þú værir sofandi. Það var svo gott að stinga lófanum mínum í stóru hlýju höndina þína sem lá ofan á sænginni, kyssa þig á ennið og hvísla hlý orð í eyra þitt og kyssa þig góða nótt þótt það hafi verið í síðasta sinn. En svo kvaddir þú þennan heim eftir fjóra erfiða daga á spítalanum án þess að vakna og kveðja okkur, elsku afi minn og það er svo sárt, svo sárt að eiga aldrei eftir að sjá þig meir eða heyra þig flauta litla lagstúfinn þinn, þú sem hafðir svo margt til að lifa fyrir, öll börnin þín, tengdabörnin, barnabömin og barnabarnabörnin. Og fyrir elsku ömmu mína, þetta er svo mikill missir fyrir hana og margar minningar um þig eftir svona langa samveru eins og við öll eigum. Elsku hjartans afi minn, það er svo mikið af minningum um þig sem koma upp í hugann. Þegar ég hugsa um þig, allar utanlandsferð- irnar okkar, öll jólin heima í Stóra- gerði þar sem við vorum samankom- in um fimmtíu talsins, stóri hópurinn þinn, og öll jólin sem eiga eftir að koma verða svo einmannaleg og aldrei þau sömu án þín, þótt ég viti að þú verður alltaf með okkur. Minningin um það að fyrir rétt rúmum þrem vikum vorum við í af- mælinu hennar mömmu, ég sat og horfði á þig dansa við ömmu lengi, lengi og dáðist að því hvað þið voruð falleg og áttuð svo vel saman, þessi minning er mér svo dýrmæt og hana mun ég ávallt geyma á góðum stað í hjarta mínu sem og allar hinar. Elsku afi minn, ég vildi óska þess að ég hefði sagt þér þetta allt sem ég er að skrifa þér núna, en ég hélt að ég hefði nægan tíma og ég myndi aldrei missa þig. Ég kveð þig nú með trega í hinsta sinn, elsku afi minn, og ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og að þú takir á móti okkur opnum örmum þegar við komum tii þín í himnaríki. Þakka þér fyrir að hafa fengið allar þessar stundir með þér. Guð geymi þig. Ng, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum ijúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á, heyrirðu ei storminn, sem kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Þín dótturdóttir, Ellen Bára Þórarinsdóttir. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Kæri vinur, það tekur mig sárt að skrifa miningarorð að þér gengn- um. Kynni okkar hófust fyrir rúm- lega fjörutíu árum er ég hóf störf á sama vinnustað og þú, kynni þessi urðu upphafið að ævarandi vináttu sem aldrei bar skugga á, vináttu sem við hjónin viljum þakka. Þú varst góður vinur, traustur og áreiðanleg- ur og alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Minningar streyma fram, öll árin okkar hjá strætó, vaktavinnan, helg- ar- og næturvinnan, aukavinnan við hreingerningar á árunum sem við vorum að koma þaki yfír fjölskyld- urnar og_ okkur, heimsóknirnar í Stóragerðið til ykkar Gyðu þar sem ávallt var tekið vel á móti okkur, ferðalögin innanlands sem utan eru okkur ógleymanleg og gjafmildin sem var þér í blóð borin. Þú varst gæddur mannkostum sem við virtum og erum þakklát fyrir að hafa kynnst. Þegar vinátta hefur staðið yfir í langan tíma er margt hægt að finna í kistu minninganna og vert væri að festa á blað en verður ekki gert hér. Kæri vinur, far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Elsku Gyða og börn og aðrir vandamenn, við hjónin og dætur okkar sendum innilegar samúðar- kveðjur, megi góður guð veita ykkur styrk í sorginni. Júlíus og Sigríður. Elsku Kobbi frændi. Ég minnist þín á þessari kveðju- stund fyrir hvað þú varst mér góður alla tíð. Fyrir alla þá grænu, rauðu og bláu sem þú réttir að mér. Hvað þú varst mér einlægur og góður hvenær sem við hittumst og fyrir að vita alltaf af mér. Oft lagði ég lykkju á leið mína til að hitta þig í vinnunni á Hlemmi, hjá strætó eða við Landsbankahúsið til að njóta þinnar hjartagæsku og hlýja viðmóts. Nú er þú svífur á braut til fjar- lægra heima vil ég þakka þér fyrir þetta allt og láta þig vita hversu mikils virði þetta var mér og mikil lífsfylling. Ef þú hittir okkar fólk á þinni leið þá berðu kveðju frá mér. Góða ferð. Gyðu og börnunum og öllum syrgjendum bið ég guð að styrkja og blessa á þessari stundu. Þorbjörg Guðlaugsdóttir. Kynni mín af Jakobi Sigurðssyni hófust fyrir um það bil fimmtán árum. Jakob og synir höfðu þá all- lengi sem verktakar annast flutn- inga og hreingerningar, ásamt ýmissi annarri þjónustu fyrir Lansdsbankann. Einn bankaráðs- manna spurðist um þetta leyti fyrir um samninga bankans við þá feðga, sem hann taldi að væru bankanum miður hagstæðir. Það kom í minn hlut að gera bankaráðinu grein fyrir málavöxtum. Sú athugun, sem gerð var af því tilefni, leiddi í ljós svo ekki varð um villst, að þjónusta þeirra feðga var bankanum mjög hagstæð. Ekkert annað fýrirkomu- lag á jafn margvíslegri þjónustu, er krafðist náins trausts á báða bóga, var talið geta gefið betri raun. Að fyrirkomulagið var þeim feðgum einnig hagstætt lá í hlutarins eðli. Að öðrum kosti hefðu þeir ekki tek- ið starfið að sér. Það var ekki fýrr en nokkrum árum síðar, þegar sonur minn kvæntist yngstu dóttur hans, að kynni okkar Jakobs urðu náin og + Guðmundur Erlendur Guð- mundsson fæddist 23. maí 1968. Hann lést 23. október síð- astliðinn. Útför Guðmundar fór fram í kyrrþey. ÞEGAR ég sest niður með penna í hönd til þess að kveðja Mumma, þá bregðast mér orð. Ekkert nema ang- urværð kemur upp í huga minn. Eg fékk þær fréttir fyrir nokkrum dög- um að Mummi skólabróðir minn væri látinn. Ég hitti Mumma síðast. fyrir tæpum fjórum árum. Við sátum og töluðum saman langt framundir morgun. Töluðum um stundimar frá barnaskóla, um okkur sjálf og okkar líf. Ég var undrandi hversu lítið sá Mummi sem ég hafði þekkt úr barna- skóia hafði breyst. Jafnhlýr, þolin- móður og skilningsríkur. Skömmu seinna flutti ég til persónuleg. Ég kynntist þá mannin- um sjálfum, sem stóð að baki því ötula og haganlega starfi, sem ég hafði séð í Landsbankanum. Þau kynni urðu mér bæði lærdómsrík og hugþekk. Á undanförnum árum hef- ur mikið verið rætt og ritað um efna- hagsundur í Austur-Asíu og þá iær- dóma, sem aðrar þjóðir geta þangað sótt. Mér hefur virst, að í því efni væri leitað langt yfir skammt. Fyrir- myndirnar væri að finna á næsta leiti, í okkar eigin reynslu og því gildismati, sem við höfum tekið að erfðum. Kynni mín af Jakobi Sig- urðssyni og fjölskyldu hans hafa styrkt mig í þeirri trú. Þegar allt kemur til alls, eru það vinnusemi, ráðdeild og samheldni innan fijáls- legs umhverfis, sem mestu máli skipta. í lífi sínu og starfi bar Jakob Sigurðsson þessum sannindum glöggt vitni á tímum þegar skilning- ur á gildi þeirra var tekinn að bresta. Jónas H. Haralz. Kall Jakobs Sigurðssonar kom snöggt og óvænt og menn setti hijóða við. í hugum okkar sem þekktum hann er eins og eftir standi skarð sem erfitt muni að fylla. Allt frá stofnun Seðlabankans vann Jakob þar í hjáverkum marg- vísleg störf, sem jafnan falla til á stórum vinnustað, og mátti á vissan hátt líta á hann sem einn af starfs- mönnum bankans. Hann ávann sér mikið traust, enda voru honum m.a. falin störf við flutning fjármuna og annað sem sinna þurfti í bankanum utan venjulegs vinnutíma, og alltaf var Jakob tiltækur og reiðubúinn þegar á þurfti að halda. Engum sem kynntist Jakobi gat dulist að þar fór mætur maður og einstaklega vel skapi farinn. Vinnu- semi var honum í blóð borin og mik- il vinnugleði, en hann virtist alltaf vel fyrir kallaður hver svo sem starf- inn var, raulaði þá oft lagstúf við vinnu sína. Hann hafði því ávallt góð áhrif og mannbætandi á þá sem nærri voru. Eftir að Jakob fór á eftirlaun og hætti störfum hjá Strætisvögnum Reykjavíkur vann hann með sonum sínum, Ásgeiri og Gunnari, sem sömuleiðis eru skapléttir mann- kostamenn. Hafa „Kobbarnir" verið eftirsóttir til ýmissa starfa bæði hjá bönkunum og ýmsum fýrirtækjum í borginni, og mynduðu þeir ásamt góðum liðsauka sannkallaða vík- ingasveit. Jakobi fórst hvaðeina vel úr hendi - erfið verkefni urðu hjá honum, „ekkert mál“ og jafnan leikur einn, enda brást hvergi glaðlegt viðmót hans. Hann lá aldrei á liði sínu þar sem hjálpar var þörf, og ósérhlífni hans var næsta takmarkalaus. Við hjónin og vinir úr Seðlabank- anum sendum fjölskyldu Jakobs innilegar samúðarkveðjur. Góður maður er nú kvaddur með hlýhug og þakklæti. Stefán Þórarinsson. Bandaríkjanna til þess að stunda nám. Ég hef oft hugsað til Mumma, hugsað til þess sem við ræddum um þetta kvöld. Ég ætlaði alltaf að skrifa honum og ég hlakkaði til þess að snúa aftur til íslands og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Én bréf mitt verður aldrei klárað, það verður aldrei sent. Ég græt yfir því að ég mun aldrei aftur fá tækifæri til þess að segja þér, Mummi, hversu mikils virði þú ert mér. Ég vildi að ég gæti sagt þér hugsanir mínar síð- an þá. Hversu samskipti okkar frá bamaskóla urðu mér fyrirmynd og innblástur seinna í lífi mínu sem full- orðin manneskja. Mér finnst heimurinn vera fátæk- ari og litlausari fyrir þá sök að hafa misst þann yndislega dreng sem Mummi var. Ég veit að mitt lif er það. Kristín Loftsdóttir. GUÐMUNDUR ERLENDUR GUÐMUNDSSON KENWOOD kemur sér vel! SAFAPRESSA kr. 4.390.- stgr. KENWOOD HÁRBLÁSARI 1600 W kr. 2.875.- stgr. KENWOOD KAFFIVÉL 10 BOLLA kr. 3.739.- stgr. KENWOOD MATVINNSLUVÉL, 500 W kr. 1 0.900.- stgr. KENWOOD HRAÐSUÐUKANNA 1,7 L kr. 3.279.- stgr. KENWOOD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.