Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgin styrkir bændur BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja fyrirtæki og stofnan- ir í Reykjavík til að ráða til sín skólanema á 16., 17., og 18. aldursári. Bændum á landinu öllu gefst því til viðbótar kostur á að sækja um styrk. Gert er ráð fyrir að styrkur- inn verði % af heildarlauna- kostnaði. Hann verði þó aldrei hærri en 14.000 kr á viku og greiðist gegn framvísun launa- seðla. Fjölbreyttari sumarvinna Markmiðið með tilrauninni er að gefa unglingum í Reykja- vík kost á meiri fjölbreytni í vali á sumarvinnu og starfa í nánum tengslum við atvinnulíf- ið. Síðast en ekki síst felst markmið tilraunarinnar í að gefa fleiri unglingum kost á vinnu með því að hvetja at- vinnurekendur til að bæta við sig starfsfólki. Ákveðið í dag hvort reynt verður að leysa síldardeiluna á ráðherrafundi 1 Ósló Yrði „úrslitatUraun á ögur- stundu“ til að ná samningum ÍSLENZK og færeysk stjómvöld munu í dag ákveða hvort þau ákveða að halda til ráðherra- fundar í Ósló á morgun, sunnudag, til þess að gera úrslitatilraun til að leysa deilur við Rússland og Noreg um skiptingu norsk-íslenzka síldar- stofnsins áður en íslenzki síldarflotinn bytjar veið- ar í næstu viku. Náist ekkert samkomulag um veiðarnar stefnir í að veidd verði um 350.000 tonn af síld á þessu ári umfram ráðgjöf fískifræðinga, sem er veiði upp á eina milljón tonna. Hreyfing komst á síldar- viðræðurnar á samningafundi embættismanna í Moskvu í síðasta mánuði og lýstu Norðmenn sig þá í fyrsta sinn tilbúna til að lækka eigin síldar- kvóta. Tillaga Noregs var hins vegar óaðgengileg að mati íslands og Færeyja. Samband hefur verið á milli embættismanna og stjórnmálamanna í löndunum fjórum undan- fama tíu daga til þess að reyna að brúa bilið áður en íslenzki síldarflotinn fer á veiðar, sem verður að óbreyttu 10. þessa mánaðar. Ráðherra og embættis- menn til Færeyja Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og þeir Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur og Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri, sem átt hafa sæti í viðræðunefnd íslands, fóru í gær til Fær- eyja til að bera saman bækur sínar við þarlend stjórnvöld. Eftir að þeir komu aftur til landsins í gær- kvöldi héldu þeir fund með hagsmunaaðilum í síldveiðum og -vinnslu ásamt Halldóri Ásgríms- syni utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lögðust hagsmunaaðilar gegn því að ísland slægi of mikið af kvótakröfum sínum, en þó var vilji til þess að ná samkomulagi ef því yrði við komið. Halldór Ásgrímsson sagði í samtali við Morgun- blaðið að rætt hefði verið um að ráðherrar frá löndunum fjórum hittust í Ósló á morgun, en það myndi endanlega ráðast í dag. Aðspurður hvort slíkur ráðherrafundur þýddi ekki að komið væri mjög nálægt samkomulagi, sagði utanríkisráð- herra: „Ef slíkur fundur verður haldinn er það auðvit- að úrslitatilraun á ögurstundu til að reyna að ná samningum. Hvort það tekst get ég að sjálfsögðu ekkert fullyrt um.“ Allir tilbúnir að slá af Halldór segist lengi hafa verið í sambandi við Bjorn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, til að reyna að stuðla að lausn málsins. „Ég hef alltaf vonað að það væri hægt að ná saman í málinu, því að ég tei að það sé mikið hagsmuna- mál fyrir allar þessar þjóðir, ekki sízt okkur íslend- inga,“ segir Halldór. Aðspurður hvort hann teldi að öll fjögur löndin væru tilbúin að slá af kröfum sínum til að ná samkomulagi, sagði Halldór: „Ég á von á að all- ir vilji slá eitthvað af. Hvort það er nægilegt er annað mál.“ Forsætisráðherra á fundi með forystu ESB og EFTA-ríkja Reglulegt pólitískt samráð á æðstu stigum FORYSTUMENN ESB og EFTA- ríkjanna innan Evrópska efnahags- svæðisins ákváðu að hittast reglu- lega til að hafa pólitískt samráð um EES. Jafnframt yrði þess gætt að EFTA-ríkin sem eiga aðild að EES ættu fulla möguleika á því að fylgj- ast með og hafa áhrif á mótun reglna sem hefðu áhrif á starfsemi á svæð- inu öllu. Davíð Oddsson forsætisráð- herra telur að fundurinn hafí verið til þess fallinn að styrkja samstarf ESB og EFTA-ríkjanna. Fyrri dagur leiðtogafundar Eystra- saltsráðsins var í Visby á Gotlandi í gær. Þar var einnig haldinn umrædd- ur fundur EFTA-ríkjanna þriggja og forystu Evrópusambandsins. Leiðtogafund Eystrasaltsráðsins sitja forsætisráðherrar allra Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna, forsætisráðherra Rússlands, kanslari Þýskalands, forseti Evrópusam- bandsins og forseti framkvæmda- stjómar ESB. Uppbygging Eystrasaltssvæðis Að sögn Davíðs var á fundinum rætt um uppbyggingu á Eystrasalts- svæðinu og samstarf á sviði mennta- og menningarmála. Frekar óvænt var ákveðið að hefja nánari samvinnu í vömum gegn glæpum. „Var ákveðið að sérstakir fulltrúar forsætisráðherr- anna á svæðinu myndu koma saman í þessum mánuði og vinna að sameigin- legri aðgerðaráætlun gegn glæpa- starfsemi sem liggur eins og mara hér á þessu svæði eftir þær breytingar sem orðið hafa í Evrópu,“ segir Davíð. í gærkvöldi hittust ráðherramir síðan einir og ræddu málin. í EES-samningnum er yfírlýsing um pólitísk skoðanaskipti milli samn- ingsaðila og var fundur forsætisráð- herra Noregs og íslands og utanríkis- ráðherra Liechtenstein með Lam- berto Dini, forsætisráðherra Ítalíu sem nú er forseti Evrópusambands- ins, og Jaeques Santer, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, fýrsti fundur aðila um málið. „Það var sameiginleg niðurstaða okkar að engan bilbug væri að fínna á samstarfínu innan EES og engin ástæða til að ætla að það muni ekki virka. Þessir forystumenn lýstu því yfir að þeir myndu gera sitt til að það gengi fram eins og ákveðið var í upphafí. Ég tel að þessi fundur sé mikilvægur og gott að samstarf á æðri stigum hafí komist á,“ segir Davíð Oddsson. Dagvist barna gerir tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir leikskóla Allt að 10-12% hækkun Tillaga um breyfingar á gjöldum fyrir 'if\ vistun hjá Dagvist Reykjavíkurborgar M Grunngjald 1.900 kr. á klukkustundina NUVtKANUI 1ILLMUH Ulll ALMENNT GJALD gjaldámán. gjaldámán. 4 tímar + hressing 6.900 7.600 Hressing innífalin í grunngjaldinu Matarverð reiknast 2.600 á mánuði 5 tímar + hressing 8.400 9.500 5 tímar + hresstng + matur 11.000 12.100 6 tímar + hressing + matur 12.300 14.000 Heilsdagsgjald 19.600 18.750 FORGANGSHQPUR 4 tímar + hressing 6-000 6.700 GÆSLULEIKVELLIR: 5 tímar + hressing 6.600 7.400 Gjald fyrlr 6 tímar + hressing + matur 7.100 8.000 Heilsdagsgjald 8.600/9.500 9.500 hvert skipti mun verðalOO kr., en ef keypt er 10 miða kort verður veittur 40% afsiðttur NÁMSMENN 4 tímar + hressing 6.000 6.800 5 tímar + hressing 7.000 8.000 6 tímar + hressing + matur 8.600 9.700 Heilsdagsgjald 12.000/14.400 13.500 ÖNNUR dagvistargjöld en heils- dagsgjöld hækka um 10-12% sam- kvæmt tillögu stjómar Dagvistar barna að nýrri gjaldskrá fyrir leik- skóla Reykjavíkurborgar. Tillagan verður tekin fyrir í borgarráði nk. þriðjudag. Með því að gera aðeins ráð fyrir 4 'A og 6 tíma vistun og heilsdags- vistun og láta hálftíma falla niður er gjaldskráin einfölduð. Breytingin nær hins vegar aðeins til nývistana og fellur hálftímavistunin því ekki niður hjá öðrum. Nefna má að tillag- an gerir ráð fyrir að fjögurra tíma vistun og hressing hækki úr 6.900 kr. í 7.600 kr. og sex tíma vistun, hressing og matur hækki úr 12.300 kr. í 14.000 kr. Fyrir börn forgangshópa hækkar fjögurra tíma vistun og hressing úr 6.000 kr. í 6.700 kr. og sex tíma vislun, hressing og matur úr 7.100 kr. í 8.000 kr. Fyrir börn náms- manna hækkar fjögurra tíma vistun og hressing úr 6.000 kr. í 6.800 kr. og sex tíma vistun, hressing og matur úr 8.600 kr. í 9.700 kr. Tillagan gerir ráð fyrir að grunn- gjald fyrir vistun sé 1.900 kr. fyrir klst. og hressing innifalin í því. Matur verði áfram 2.600 kr. Við þessa breytingu lækkar heilsdags- gjald vegna barna utan forgangs- hópa úr 19.600 kr. í 18.750 kr. Heilsdagsgjöld fyrir börn forgangs- hópa eru 8.600 kr./9.500 kr. og verða 9.500 kr. og heilsdagsgjöld fyrir börn námsmanna eru 12.000 kr./14.400 kr. og verða 13.500 kr. Til þess að koma til móts við ósk- ir foreldra var ákveðið að taka upp systkinaafslátt og reiknast hann af 6 stunda vistun og heilsdagsvistun og verður 25% með öðru systkini og 50% með því þriðja. Tillagan felur í sér u.þ.b. 3.800.000 kr. hækkun á mánuði eða um 7% meðaltalshækkun þegar systkinaafsláttur er reiknaður inni. Breytt gjald á gæslu- völlum borgarinnar Einnig var ákveðið að breyta gjaldi á gæsluleikvöllum borgarinnar en gjaldið hefur ekki breyst í 10 ár. Hvert einstakt skipti kostar sam- kvæmt tillögunni 100 kr. en veittur verður 40% afsláttur ef keypt er kort og kostar 25 miða kort 1.500 kr. Miðað er við að breyting á gjald- skrá taki gildi 1. júlí nk. Gjaldskrá fyrir leikskóla hefur ekki hækkað frá 1991 ef frá er talið heilsdags- gjald, 19.600 kr., sem tekið var upp í ársbyijun 1995, í framhaldi af þeirri ákvörðun að giftir einstakling- ar gætu fengið heilsdagsvistun fyrir börn sín. Stjórn Dagvistar barna hefur ákveðið að gjaldskráin verði endurskoðuð árlega í samræmi við hækkanir á rekstrarkostnaði leik- skóla. Síld á Eskifirði og Þórshöfn SÍLD var í gær landað úr fær- eyskum skipum á Þórshöfn og Eskifírði, þar sem myndin var tekin í gærmorgun. Síldin fór öll í bræðslu. Veiðar íslenskra skipa mega hefjast í Síldarsmugunni 10. maí nk. Bjartsýni ríkir um síldarvertíðina og þykir árferðið í sjónum benda til að búast megi við líflegum göngum úr norsk- íslenska sildarstofninum. ■ Viðamiklar rannsóknir/20 ------»-♦ ♦---- * KA samþykkir sameiningu AÐALFUNDUR Kaupfélags Ár- nesinga (KA) samþykkti í gær sam- einingu KA og Kaupfélags Rangæ- inga. Sameiningin var einnig sam- þykkt á aðalfundi KR í fyrradag. í fyrra varð 29 milljóna króna tap á rekstri KA, segir í frétt frá fyrirtækinu. I máli Þorsteins Páls- sonar, framkvæmdastjóra, kom fram að lögð yrði megináhersla á að reksturinn skilaði hagnaði í ár. Mikil tekjuaukning varð í fyrra þegar tekjur urðu 2,4 milljarðar miðað við 1,9 milljarða tekjur af sambærilegum rekstri 1994. Heild- arskuldir KA eru 1,2 milljarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.