Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Kringlan 1 108 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Enga bíla á göngnstígum Frá Margréti Sæmundsdóttur: GUÐVARÐUR Jónsson, Hamra- bergi 2 í Reykjavík, skrifar um varasama umferð bíla á göngustíg við hús hans fimmtudaginn 18. apríl. Þar sem ég þekki vel til málsins leyfi ég mér að svara Guðvarði. Ég hef bæði rætt við Guðvarð í síma og skrifað honum, auk þess sem erindi hans hefur verið til afgreiðslu í umferðar- nefnd Reykjavíkur, gatnamála- stjóri hefur einnig leiðbeint hon- um. Umferðarnefnd er undirnefnd borgarráðs og til ráðgjafar fyrir það. Umferðarnefnd benti borgar- ráði á að umræddur göngustígur er á sameiginlegri einkalóð hús- anna Hamrabergs 3 til 21 en á mæliblaði kemur fram, að kvöð um umferð gangandi og hitaveitu- lögn, jarðstreng og gröft raf- magnsveitu. Ennfremur er kvöð um bílastæði. Þegar um fram- kvæmdir á einkalóðum er að ræða er slíkt á kostnað þeirra sem eiga lóðina, í þessu tilviki íbúar í Hamrabergi. Þetta veit Guðvarður og það er ómaklegt af honum að vera að hnýta í borgarstjóra vegna þessa máls. Eigendum einkalóða er heimilt að setja hindranir á lóð sína (sem hægt verður að fjarlægja ef vinna þarf að hitaveitu eða rafmagni, samanber kvaðir á lóðinni). Það er því á misskilningi bygt að hann og nágrannar megi ekki hindra umferð bíla um göngustíga. Þeir hafa fullan rétt til þess að gera það en verða að vera sammála um það sem á að gera. Ég hef fulla samúð með því sem Guðvarður ér að beijast fyrir, það er að fá frið fyrir bílum á göngu- stígum. Auðvitað á enginn að aka á göngustíg, sem er, eins og nafn- ið bendir til, fyrst og fremst fyrir gangandi fólk. Það er hárrétt hjá honum að börn og aðrir gangandi vegfarendur eiga að geta verið óhult fyrir umferð bíla á göngu- stígum og það er algjört tillitsleysi að virða ekki rétt þeirra. Því mið- ur er lýsing Guðvarðar á háttalagi sumra ökumanna ekkert einsdæmi og slæmt til þess að vita að fáir ökumenn komi óorði á alla aðra með þessum hætti. Með kveðju og von um að eng- inn ökumaður láti sér detta í hug að aka um göngustíga, hvorki við Hamraberg né annars staðar í borginni. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, formaður umferðarnefndar Reykjavíkur. Halló? Hver? Já, þetta er hann ... Já, eins og ég sagði, þetta er Reyndu „það“. uh,huh - já, þetta er hann ... hann. Foreldraverðlaunin Frá Unni Halldórsdóttur: LANDSSAMTÖK foreldra, Heimili og skóli, veita í fyrsta sinn á þessu vori viðurkenningu sem hefur hlotið heitið Foreldraverð- launin. Tilgangur Heimilis og skóla með þessari viðurkenningu er að vekja jákvæða eftirtekt á grunnskólan- um og því gróskumikla starfí sem þar er unnið á fjölmörgum sviðum. Sérstaklega verður litið til verk- efna sem efla tengsl heimila og skóla og auka virkni foreldra, kennara og nemenda í því mikil- væga samstarfi. Búast má við að margar tilnefningar berist því for- eldrar og skólamenn um land allt eru að gera góða hluti þótt ekki fari það hátt í fjölmiðlum. Raunar hafa margir skólamenn kvartað yfir því að erfitt sé að koma já- kvæðum fréttum af skólastarfi að í íjölmiðlum en þetta framtak gæti kannski opnað einhveijar smugur. Kannski finnst einhveijum erf- itt að festa hendi á hvers slags starfssemi kæmi til greina við til- nefningu til foreldraverðlauna. Hér eru nokkur dæmi valin af handahófi. * Öflugir bekkjarfulltrúar sem hafa stuðlað að ánægjulegum uppákomum innan bekkjanna þar sem foreldrar, nemendur og kennarar hafa skemmt sér og fræðst saman * Áhugasamir kennarar og skóla- stjórar sem finna árangursríkar leiðir til að laða foreldrana að skólanum. * Duglegir formenn eða stjórnir í nemendafélögum sem hafa brú- að bilið milli kynslóðanna, for- eldra og nemenda * Umsjónarmenn félagsstarfs í skólum ' sem hafa virkjað for- eldra og börn í sveitarfélaginu og þannig gert skólann að mið- stöð félagslífs * Framtakssamar stjórnir for- eldrafélaga sem hafa laðað fleiri foreldra til þátttöku í foreldra- starfinu og fitjað upp á skemmtilegum nýjungum á því sviði. Heyrst hefur af kröftugu starfi víða um land, t.d. er foreldrarölt í gangi á 20 stöðum, foreldrar standa fyrir opnu húsi í skólunum og styðja þannig við heilbrigt fé- lagslíf nemenda, sjóferðir, fjall- göngur og fl. spennandi er skipu- lagt af foreldrum og kennurum. Frestur til að senda inn tilnefn- ingar rennur út 10. maí nk. og mun dómnefnd þá taka til starfa. Verðlaunin verða síðan veitt við hátíðlega athöfn í lok maí. UNNUR HALLDÓRSDÓTTIR, formaður Heimilis og skóla. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.