Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ íhaldsflokkurinn tapaði helmingi sveitastj órnarsæta John Major heitir sigri í næstu þ ingko sningrim BRIAN Mawhinney, formaður íhaldsflokksins, fylgist með kosn- ingasjónvarpi á aðalskrifstofu flokksins á fimmtudagskvöld. London. Reuter. BRESKI íhaldsflokkurinn beið mikinn ósigur í bæjar- og sveita- stjómarkosningum á fímmtudag. Kosið var um þrjú þúsund sæti í sveitarstjórnum í Englandi og töp- uðu íhaldsmenn 575 sætum eða um helming þeirra er _þeir höfðu fyrir kosningarnar. Á Ihaldsflokkurinn nú færri sveitastjórnarfulltrúa en Fijálslyndi demókrataflokkurinn. Verkamannaflokkurinn hlaut 43% atkvæða í kosningunum, íhaldsflokkurinn 27% og Frjáls- lyndir demókratar 26%. íhalds- menn viðurkenndu ósigur sinn í gær en reyndu þó að draga úr honum með því að benda á að þetta væri skárri niðurstaða en í sveitar- stjómarkosningum í fyrra og ekki jafnslæm og skoðanakannanir höfðu bent til. Segjast vera í sókn „Við höldum áfram að ná okkur hægt á strik líkt og við höfum ver- ið að gera undanfarna tólf til átján mánuði. Við eram að koma aftur,“ sagði Brian Mawhinney formaður íhaldsflokksins. Tony Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði að flokki sínum hefði gengið „frábærlega" og að niðurstaðan væri til marks um að íhaldsflokkurinn væri „veik- ur og á reki“. John Major, leiðtogi íhalds- flokksins og forsætisráðherra, var þrátt fyrir það afslappaður og ákveðinn er hann ræddi við blaða- menn og sagði að stjórn hans myndi sitja allt fram í maí á næsta ári, en þá rennur út frestur til að halda nýjar kosningar, þrátt fyrir einung- is eins sætis þingmeirihluta. „Þess- ar kosningar ætlum við að vinna," sagði Major í sjónvarpsviðtali. „Á næstu mánuðum mun Verka- mannaflokkurinn verða að gera grein fyrir hvernig hann hyggist standa straum af kostnaði við kosn- ingaloforð sín. Þegar kjósendur taka að bera saman þeirra stefnu og okkar munum við sigra næstu kosningar." Óvissa um framtíð Majors Breskir fjölmiðlar voru ekki allir sammála forsætisráðherranum og á forsíðu The Sun var risafyrir- sögnin: „Þú ert búinn John“ og The Times sagði íhaldsmenn nú eiga við mikinn vanda að stríða. Hafa fréttaskýrendur velt því fyrir sér undanfarna daga hvort að ósigur í sveitarstjórnarkosning- unum kunni að verða til þess að Major verði látinn segja af sér sem leiðtogi íhaldsmanna. Hefur Mieha- el He’seltine, aðstoðarforsætisráð- herra, helst verið nefndur sem hugsanlegur arftaki. Kosningaþátttaka var fremur dræm eða um 30%. Sagði Major það vera til marks um að margir hefðbundnir kjósendur íhalds- flokksins hefðu setið heima vegna óánægju en þeir myndu hins vegar birtast á ný í næstu þingkosningum er efnahagsbatinn væri farinn að segja til sín. Þekktur andófsmaður flýr Kína Ppkincr. Rpntpr. ^ Peking. Reuter. EINN af þekktustu andófsmönnum Kína, Liu Gang, sem afplánaði sex ára fangelsisdóm fyrir aðild að mót- mælum námsmanna í Peking 1989, hefur flúið til Bandaríkjanna. Hann kvaðst í gær vona að fjölskylda sín sætti ekki ofsóknum kínverskra yfir- valda. „Ég er mjög, mjög ánægður," sagði Liu í símasamtali við fréttarit- ara Reuter-fréttastofunnar frá heimili vinar síns í Boston. „Ég ætla að halda áfram að berjast fyrir lýð- ræði í Kína.“ Liu kvaðst hafa Iaumast til Hong Kong frá Kína 27. apríl með aðstoð vina og komið til San Francisco þremur dögum síðar. „Það hentar mér ekki að segja meira, ég gæti komið vinum mínum í vandræði." Mannréttindi í Kína, hreyfíng sem er með höfuðstöðvar í New York, sagði að bandarískir embættismenn í Hong Kong hefðu veitt Liu hæli í Bandaríkjunum sem pólitískum flóttamanni, en andófsmaðurinn kvaðst ekki geta staðfest það. „Ég vonast til að geta sest að í Bandaríkj- unum og hafíð nám að nýju.“ Liu stundaði eðiisfræðinám við Peking-háskóla og var dæmdur í sex ára fangelsi eftir að hafa verið fund- inn sekur um tilraunir til að grafa undan stjórninni með aðildinni að mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 1989. Hann var þriðji á lista kínverskra yfirvaida yfír 21 náms- mann sem þau iögðu mesta áherslu á að handsama eftir blóðsúthelling- arnar á torginu þegar mótmælin voru barin niður. Hann var þar á eftir Wu’er Kaixi og Wang Dan, helstu leiðtogum mótmælendanna. Liu var leystur úr haldi í júní í fyrra og kínverska lögreglan gerði mikla leit að honum í apríl eftir að hann virti að vettugi ferðabann og flúði frá heimabæ sínum Lingyuan, um 700 km norðaustan við Peking. Vinir haiis og erlendir fréttamenn, sem talið var að Liu myndi hafa samband við, voru undir eftirliti lög- reglunnar. „í fyrstu ætlaði ég ekki að fara frá Kína, en lögreglan leitaði mín og nokkrum sinnum munaði iitlu að ég næðist," sagði Liu. „Ég gat ekki hitt vini mína í Peking þar sem það myndi stefna þeim í hættu.“ Liu kvaðst hafa flúið heimabæ sinn vegna látlausra ofsókna lög- reglunnar. Hann sagði að lögreglan hefði oft veitt honum og skyldmenn- um hans eftirför á bílum og bifhjól- um, ekið á bifreiðar þeirra og stund- um slasað vegfarendur. Lögreglan hefði opnað bréf til hans, hlerað síma, bannað honum að flytjast bú- ferlum, komið í veg fyrir að hann fengi atvinnu eða stofnaði fyrirtæki og haft í hótunum við vini og ætt- ingja. Hann sakaði einnig lögregluna í Lingyuan um að hafa gert eignir hans upptækar og ráðist inn á heim- ili hans nær daglega. Ástralir efla her- styrk Canberra. Reutcr. BARDAGAGETA ástralska heraflans verður stórlega auk- in til þess að herstyrkur Ástr- alíu rýrni ekki hlutfallslega í samanburði við styrk Asíuríkja sem ákveðið hafa að veija miklum fjármunum til vopna- kaupá; að því er Ian McLac- hlan varnarmáiaráðherra skýrði frá á ráðstefnu um ör- yggismál. McLachlan sagði að her- styrkur Ástralfu yrði aukinn með því að nýta fjármuni öðru vísi en áður. Ríkisstjórnin hef- ur ákveðið að grípa til um- fangsmikils niðurskurðar á ríkisútgjöldum á næstu tveim- ur ámm til þess að stuðla að hallalausum fjárlögum. Út- gjöld til varnarmála verða hins vegar ekki skert en þau nema 10 milljörðum Ástralíudala, jafnvirði 530 milljarða króna. Hans van den Broek Vill að ESB taki við af NATO í Bosníu Brussel. Reuter. HANS van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, lagði í gær til að Evrópuríki settu saman hersveit er tæki við hlutverki friðargæsluliðs NATO þegar það hættir störfum á næsta ári. „Ef herlið verður ekki til staðar er uppbyggingarstarfíð í Bosníu í hættu,“ sagði talsmaður Van den Broeks. Hann sagði Van den Broek vilja láta gera könnun á þvi hvað Evrópusambandið gæti gert í þess- um efnum í samvinnu við NÁTO. Hann tók þó fram að þetta væri hans persónulega skoðun og ekki framkvæmdastjórnarinnar í heild. Þetta gengur þvert á yfírlýsingar Vestur-Evrópusambandsins á fimmtudag um að ekki sé til staðar skipulag, pólitískur vilji og fjár- ^★★★^ EVRÓPA^ magn til að ráðast í aðgerð af þessu tagi jafnvel þó að hægt yrði að nota hergögn Bandaríkjamanna. Þá er óvíst hver afstaða forystu- ríkja Evrópusambandsins verður en jafnt Frakkar og Þjóðveijar hafa lýst því yfir að þeir muni kalla sveit- ir sínar heim um sama leyti og Bandaríkjamenn. Bandaríkjaþing samþykkti þátt- töku Bandaríkjahers með því skil- yrði að um tímabundið verkefni yrði að ræða og rennur fresturinn út um áramót. Upphaflega stóð til að fyrstu NATO-hermennirnir hyrfu á brott í júní en því hefur nú verið frestað fram yfír kosningarnar í Bosníu, sem eiga að vera í september. Því er talið líklegt að ekki verði hægt að kalla alla hermenn heim fyrr en á fyrri hluta næsta árs af tæknileg- um ástæðum. Hernaðarsérfræðingar veltu því fyrir sér í gær hvernig túlka ætti ummæli Hans van den Broeks. Töldu sumir að ekki ætti að túlka þau bókstaflega heldur væri hann fyrst og fremst að setja þrýsting á NATO, og þá fyrst og fremst Bandaríkjastjórn, um að samþykkja að friðargæslunni yrði haldið áfram á næsta ári. STUTT Njósna- flug yfir Frakk- landi? BANDARÍKJAMENN vísuðu á bug frétt franska blaðsins Liberation í gær þess efnis að bandarísk U-2 njósnaflugvél hefði farið í njósnaleiðangur yfir Frakklandi og myndáð leynilegar kjarnorkurannsókn- arstofur úr háloftum. Blaðið sagði að njósnaflugið hefði átt sér stað í mars sl. og tilgang- urinn verið að njósna um leyni- leg samstarfsverkefni Breta og Frakka á sviði kjarnorku- vísinda. Yfirmaður herstjórnar Bandaríkjanna í Evrópu sagði að flugvélin hefði verið að koma úr könnunarflugi yfir Bosníu og lent í Istres-flug- stöðinni í Frakklandi. Hefði njósnabúnaður hennar ekki verið notaður yfir Frakklandi. Styðja nýja stjórn á Italíu FLOKKUR ítalskra kommún- ista staðfesti í gær, að hann myndi styðja nýja ríkisstjórn mið- og vinstriflokka, Ólífu- bandalagsins. Bandalagið hlaut 284 þingsæti af 630 en með stuðningi 35 þingmanna kommúnista hefur hún meiri- hluta þingsins á bak við sig. • • Ofgamenn ósáttfúsir HÆGRI öfgamenn sem lokað hafa sig af á afskekktum bú- garði í Montanaríki í Banda- ríkjunum í fimm vikur höfnuðu í fyrrinótt nýju tilboði lögregl- unnar um samningaviðræður. Vilja þeir að umsátri lögregl- unnar ljúki friðsamlega og krefjast þess að hún handtaki þá ekki komi þeir út. Andstaða við sameiningu KOSNINGAR um sameiningu Berlínar og sambandsríkisins Brandenborgar í fimmta stærsta sambandsríki Þýska- lands fara fram um helgina. Samkvæmt könnunum er mik- ill meirihluti Brandenborgara andvígur sameiningunni. í Berlín eru 43% meðmælt en 29% á móti samruna og hefur þeim síðarnefndu fjölgað að undanförnu. 14 farastí jarðskjálfta FJÓRTÁN manns a.m.k. hafa týnt lífi og um 100 slasast í 6,4 stigajarðskjálfta sem skók héraðið Innri-Mongólíu í Kína í gær. Búist var við að tala látinna ætti eftir að hækka. Hafnbanni í Noregi hætt RÚSSNESKIR togarar lönd- uðu afla i Bátsfírði í Norður- Noregi í gær eftir að sjómenn hættu mótmælaaðgerðum. Þeir lokuðu höfninni í sólar- hring í mótmælaskyni við að fiskvinnslufyrirtæki kaupa fisk af Rússum en ekki norsk- um skipum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.