Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 21 ERLENT Jeltsín reiðir sig á fjölmiðla í kosningabaráttunni Pjölmiðlarnir kasta hlutlægm fyrir róða Moskvu. The Daily Telegraph. NU þegar aðeins sex vikur eru í for- setakosningamar í Rússlandi eru allar sjónvarpsstöðvamar og flest dagblað- anna í Moskvu hætt að gefa sig út fyrir að fjalla um kosningabaráttuna á hlutlægan hátt. Þessir fjölmiðlar reyna ekki lengur að leyna stuðningi sínum við Borís Jeltsín forseta. Gennadí Zjúganov, frambjóðandi rússneskra kommúnista, hefur kvart- að yfir hlutdrægni rússneskra fjöl- miðla og skammað blaðamenn fyrir að fylkja sér um forsetann. Pavel Vostsjanov, fyrrverandi fréttafulltrúi Jeltsíns, sem skrifar nú fyrir dagblað- ið Komsomolskaja Pravda, segir að 75% af umfjöllun dagblaðanna um kosningabaráttuna séu helguð forset- anum og 90% af sjónvarpsumfjöllun- inni. Zjúganov er þó ekki algjörlega hunsaður því skýrt er frá helstu kosn- ingafundum hans í sjónvarpsstöðvun- um en miklu minna er gert úr þeim en fundum Jeltsíns. Kommúnistar njóta einnig stuðnings þriggja dag- blaða, þeirra á meðal Prövdu. Ritstjórar annarra dagblaða og sljómendur sjónvarpsstöðvanna hafa fylkt sér um forsetann í baráttunni við kommúnista. Mest hefur breyting- in verið hjá NTV („Óháða sjónvarp- inu“), sem vakti áður athygli fyrir gagnrýna umijöllun um stríðið í Tsjetsjniju og átti til að sýna myndir af Jeltsín þar sem forsetinn virtist dmkkinn á almannafæri. Nú bregður svo við að forseti NTV, Ígor Malashenko, hefur gengið til liðs við forsetann sem fjölmiðlaráðgjafi hans. Sjónvarpsstöðin var í fyrstu höll undir Grígorí Javlínskí, umbóta- sinnaðan frambjóðanda, en veitir nú forsetanum miklu meiri stuðning. Margir telja skýringuna þá að NTV vilji hljóta náð Kremlveija við úthlut- un sjónvarpsrása og veðji á að Jeltsín fari með sigur af hólmi í kosningun- um. Malashenko segir hins vegar að það sé spuming um líf eða dauða fyrir einkareknu sjónvarpsstöðvamar að koma í veg fyrir að kommúnisti verði kjörinn forseti. „Það verður ekk- ert fjölmiðlafrelsi undir stjórn Zjúg- anovs,“ sagði hann. „Ef við höldum áfram að vera hlutlausir, faglegir og hlutlægir gæti svo farið að Zjúganov bæri sigur úr býtum.“ Ríkissjónvarpsstöðvarnar reyna ekki heldur að leyna því að þær vilja koma í veg fyrir sigur kommúnista í kosningunum. „Jeltsín hefur veitt fjölmiðlunum ákveðið frelsi. Reynslan af kommúnistum er þveröfug," sagði Alexej Púshkov, talsmaður ORT, stærstu sjónvarpsstöðvar Rússlands sem ríkið á 51% hlut í. „Vestrænir blaðamenn, sem saka okkur um þjónkun við ráðamenn í Kreml, eru of fljótir að miða við lýðræðislegar reglur í þjóðfélagi þar sem rætur lýð- ræðisins eru veikar.“ SAILSA Komið og lærið þennan skemmtilega dans. Vornámskeið 6.-29. maí. Kennari: Carlos Sanches Bretar loka flugstöðvum í Þýskalandi London. Reuter. BRESKA stjórnin hefur ákveðið að draga allan liðsafla breska flug- hersins (RAF) frá stöðvum sínum í Þýskalandi en þar í landi hafa flug- sveitir RAF verið staðsettar frá því eftir stríð. Síðustu flugvélarnar fara frá Þýskalandi árið 2002 er Bruggen- flugstöðinni verður lokað. Þar eru nú fjórar flugsveitir af Tornado-orr- ustuþotum. Verða þær fluttar til Bretlands. Ástæður þessa eru pólitiskar breytingar í Evrópu eftir hrun Ber- línarmúrsins og endalok Sovétríkj- anna. Af sömu sökum munu Bretar fækka mönnum í flughernum úr 89.000 árið 1991 í 52.500 um alda- mótin. Á síðustu fimm árum hafa Bretar lokað þremur flugstöðvum RAF í Þýskalandi, fækkað mönnum þar um 7.700, flugvélum um 90 og þyrlum um 13. Ekki verður hins vegar fækkað í sveitum breska landhersins í Þýskalandi, að því er Michael Port- illo varnarmálaráðherra sagði i ár- legri skýrslu til breska þingsins í gær. Verða 27.000 hermenn þar um kyrrt. Þjálfa þýska flugmenn í Nýju-Mexíkó Varnarmálaráðherrar Bandaríkj- anna og Þýskaiands, William Perry og Volker Rúhe, undirrituðu í fyrra- dag samkomulag um þriggja ára þjálfun þýskra orrustuflugmanna í Holloman-flugstöðinni í Nýju-Mex- íkó í Bandaríkjunum. Þjóðveijar flytja 12 Tornado-þot- ur og 24 F-4 Phantom þotur til stöðvarinnar i þessu skyni og stunda þar alls um 300 flugmenn þjálfun á þriggja ára tímabili. Ríkið er stærra og veðursælla en Þýska- land og dreifbýlt og því mun meira æfingarými þar að hafa en heima fyrir, að sögn Ruhe. Þjóðveijar reka herskóla í Fort Bliss í Texas og hafa sent flugmenn til þjálfunar í Bandaríkjunum allt frá árinu 1955. Hafa þeir þá flogið vélum banda- ríska hersins en nú senda þeir í fyrsta sinn sínar eigin flugvélar. Hert löggjöf um innflytjendur Washington. Rcuter. OLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti á fimmtudags- kvöld með yfirgnæfandi meirihluta hert viðurlög gegn ólöglegum inn- flytjendum í Bandaríkjunum. Voru lögin samþykkt með 97 atkvæðum gegn þremur. Bill Clinton Bandaríkjaforseti bar lof á það að samþykkt hefði verið löggjöf um stefnu í málefnum inn- flytjenda en sagði jafnframt að full langt væri gengið í að neita ólögleg- um innflytjendum um aðstoð, slíkt gæti stofnað lífi og heilsu innflytj- endanna í hættu. Bob Dole, leiðtogi repúblíkana í öldungadeild, fagnaði frumvarpinu og sagði Bandaríkja- menn ekki geta verið mikla þjóð ef að þeim tækist ekki að gæta landamæra sinna. Samkvæmt frumvarpinu verður landamæra- vörðum fjölgað um nær helming, fólki sem uppvíst verður að því að hafa komist ólöglega til landsins verður vísað fyrr úr landi, menn eiga yfir höfði sér brottvísun fyrir fleiri lagabrot en áður og aðgerðir gegn skjalafalsi verða hertar. Þá kveða nýju lögin á um að dregið verður úr möguleikum löglegra og ólöglegra innflytjenda til að þiggja bætur af hinu opinbera. Hins vegar var fellt úr frumvarp- inu umdeilt lagaákvæði sem sam- þykkt hafði verið í fulltrúadeildinni um að neita börnum ólöglegra inn- flytjenda um rétt til skólavistar í opinberum skólum. vognunum frá ÆGI Heitt á könnunni og rjómavöfflur! SEGLAGERÐIN Eyjaslóð 7 Reykiavík s. 5 I I 2200 Eyjaslóð 9 Reykjavík s. 5 I I 2203 KL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.