Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 47 Bandarískur gestakennari hjá Jógastöð- inni Heims- ljósi SANDRA SCHERER eða Day- ashkti, kemur til landsins 8. maí í boði Jógastöðvarinnar Heimsljóss. Hún er mörgum íslendingum að góðu kunn, en þetta er fimmta heimsókn hennar hingað til lands í boði Jógastöðvarinnar. í frétttatilkynningu segir: „Day- ashkti er einn af reyndustu kennur- um sem starfað hafa á Kripalújóga- miðstöðinni í Massachusettes í Bandaríkjunum og hún hefur tekið þátt í að þróa helstu sjálfseflingar- aðferðirnar og námskeiðin þar. Sjálf I hefur hún m.a. leitt námskeið og tækni sem tekst á við tilfinningar og nefnist „Wave Work“ eða öldu- vinna. Hún byggir á þeirri kenningu að tilfinningar sem ekki fá eðlilega útrás setjist að í líkamanum og h'aldi áfram að banka upp á þar til við gerum eitthvað í því. I stað þess. að forðast þessar tilfinningar I með ýmsum flóttaaðferðum, öndum j við okkur í gegnum þær og leyfum okkur að upplifa þær til fulls.“ í þessari heimsókn mun Day- ashkti halda helgarnámskeið í öldu- vinnu helgina 10.-12. maí nk. Verð helgarnámskeiðsins er 11.800 kr. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Jógastöðinni Heimsljósi á símatíma kl. 17-19 alla virka daga. Heilsudagur í Kringlunni HEILSUDAGUR verður í Kringl- unni í dag, laugardaginn 4. maí, með yfirskriftinni: Hver er sinnar gæfu smiður. Hugaðu að heilsunni. Ymis félög verða með kynningar á starfsemi sinni, s.s. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, íþróttir fyrir alla, Tannverndarráð, Vímulaus æska og Reykjavíkurmaraþon. Boð- ið er upp á fræðslu og ráðgjöf varð- andi heilsusamlegt líferni og fólki gefst kostur á blóðþrýstings- og kólesterolmæiingum. Keppt verður um titilinn Sterk- asta kona íslands í Laugardalshöll- inni á morgun, sunnudag. í dag fer hluti keppninnar fram í Kringlunni. Atta keppendur taka þátt í keppn- inni og keppa þær í hleðslugrein fyrir framan Hagkaup á 2. hæð kl. 14 í dag. Andrés Guðmundsson, yfirdómari keppninnar, og fleiri kraftajötnar kynna keppnina, blása upp hitapoka og verða með ýmsar aðrar uppákomur í Kringlunni í dag í tengslum við keppnina. Norrænir sál- fræðingar funda Á VEGUM Sálfræðingafélags ís- lands verður haldinn í Reykjavík helgina 3.-5. maí vinnufundur stjórna sálfræðingafélaganna á Norðurlöndunum. Fundir sem þessi eru haldnir tvisvar á ári til skiptis á Norðurlöndunum. Markmið fundanna er m.a. að stuðla að samvinnu norrænna sál- fræðinga og að efla tengsl þeirra og fagleg samstarf. Markmið þeirra er einnig að vinna að stefnumótun félaganna í evrópsku samstarfí sál- fræðingafélaga en norrænu sál- fræðingafélögin skipa stóran sess í því. Efni fundarins að þessu sinni er endurskoðun á samnorrænum siða- reglum sálfræðinga, umræða um stöðlun sálfræðilegra prófa á Norð- urlöndunum og skipulag samnor- rænnar ráðstefnu sem verður í Stokkhólmi næsta haust og ber yfír- skriftina: Áföll og áfallahjálp. FRÉTTIR •« «* c\ m Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir KARLAKÓRINN Jökull frá Hornafirði. Tónleikar Jökuls frá Hornafirði Hornafirði. Morgunblaðið. Karlakórinn Jökull frá Horna- firði er nú á söngferðalagi og heldur tvenna tónleika á höfuð- borgarsvæðinu um helgina. Fyrri tónleikarnir voru í Hveragerðis- kirkju í gærkvöldi og í dag laug- ardag verður kórinn með tón- leika í Digraneskirkju í Kópavogi klukkan fjögur síðdegis. Á efnisskrá er blandað efni. Einsöngvarar með kónum eru fjórir, Friðrik Snorrason, Sig- urður Kr. Sigurðsson, Sigurður Hannesson og Erlingur Arason. Stjórnandi kórsins er Jóhann Morávek og undirleikari er Guð- laug Hestnes. Námskeið í notkun áttavita BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarpafélags íslands og Ferðafélag íslands standa fyrir námskeiði fyrir almenning um notk- un áttavita og landakorta. Nám- skeiðið fer fram dagana 7. og 9. maí og hefst kl. 19.30 báða dag- ana. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Þetta námskeið er það þriðja í röðinni en hin tvö voru al- veg fullbókuð. Kennari verður Stefán Bragi Bjarnason. Námskeiðið veður haldið í húsnæði Ferðafélagsins, Mörkinni 6 og er öllum opið. Þátttökugjald er 1800 kr. og er fræðslurit um notkun áttavita innifalið í þátttöku- gjaldinu. Þar sem ekki komust allir á síðasta námskeið er æskilegt að menn skrái sig á skrifstofu Ferðafé- lagsins eða hjá Björgunarskólanum. Kaffisala í Fær- eyska sjómanna- heimilinu HIN árlega kaffisala í Færeyska sjómannaheimilinu, Brautarholti 29, verður haldin sunnudaginn 5. maí kl. 15-18. Eins og venjulega verður veglegt hlaðborð með tertum og brauði ásamt skerpikjöti og drýl en drýl er færeyskt brauð. Einnig verður basarhorn. Opið hús í Tjarnarskóla OPIÐ hús verður í Tjarnarskóla laugardaginn 4. maí kl. 13-17. Tjarnarskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk og skólinn er staðsettur við hliðina á Iðnó í hjarta höfuðborg- arinnar. Opna húsið er hugsað fyrir alla sem langar að kynna sér starfsemi skólans og sjá með eigin augum hvernig skólastarfið rúmast í þessu gamla og fallega húsi. Starfsmenn skólans og nú- verandi nemendur hans munu taka á móti gestum og veita upp- lýsingar um skólann. Jafnframt verða nokkur sýnishorn af vinnu nemenda. Allir eru velkomnir á opna húsið í Tjarnarskóla og verður heitt kaffi á könnunni fyrir þá fullorðnu en ávaxtasafi bíður ungra gesta. Boðið upp á ókeypis yfirferð Hasselblad- tækja DAGANA 6. til 8. maí, mánudag til miðvikudags, verður sérfræðing- ur frá sænska myndavélaframleið- andanum Hasselblad, Hákan Steinback, á verkstæði BECO á Barónsstíg 18. Eigendum Hassel- blad er boðið að koma og þiggja yfirferð á öllum tækjabúnaði sér að kostnaðarlausu, segir í frétt frá fyrirtækinu, en eru vinsamlega beðnir að hringja í BECO og panta tíma. Þetta er í fjórða skipti sem maður frá Hasselblad kemur til landsins í þessum tilgangi, en um er að ræða reglubundið eftirlit. Fuglaskoðun í Grafarvogi FUGLASKOÐUN verður í Grafar- vogi sunnudaginn 5. maí kl. 13.30. Hist verður við Grafarvogskirkju og leiran skoðuð. E.t.v. verður gengið kringum eða meðfram vog- inum. Stórstreymt er deginum áður og leira því með stærsta móti. Fuglaskoðarar með fjarsjár verða til leiðsagnar. Á þessum tíma er fuglalíf í Graf- arvogi hvað fjölbreyttast. Þar má búast við á þriðja hundrað jaðrakön- um ásamt fjölmörgum öðrum vað- fuglum, öndum og mávum. Grafar- vogsleiran er ein lífríkasta leiran á Innnesjum og er hún friðuð af borg- aryfirvöldum. Jóki trúður á Loftleiðum FJÖLSKYLDUDAGUR var haldinn á Hótel Loftleiðum 1. maí en um þetta leyti eru 30 ár liðin^ frá því er hótelið var fyrst opnað. Ýmislegt hefur verið gert á hótelinu til há- tíðabrigða og í kvöld eru síðustu atriði afmælishátíðarinnar. Jóki trúður skemmti börnunum á hátíð- isdegi verkalýðsins og þótti ungu kynslóðinni hann bæði athygliverð- ur og skemmtilegur eins og myndin ber með sér. ■ FÁTÆKRAGILDRAN - sér- sniðin fyrir konur er yfirskrift opins fundar sem alþýðubanda- lagskonur standa fyrir á Korn- hlöðuloftinu laugardagsmorgunin 4. maí kl. 11. „Að vera ómenntuð, einstæð móðir, fátæk, atvinnulaus eða í svo illa borgaðri vinnu að hún má alveg fara til fjandans þess vegna, er þetta veruleiki sívaxandi hóps kvenna á íslandi í dag? Og ef svo er, hvernig losna þær úr gildrunni?“ Þetta er efni gestafyrir- lestrar sem Lára Björnsdóttir, fé- lagsmálastjóri Reykjavíkurborgar, heldur á fundinum sem er öllum opinn. Á eftir fyrirlestrinum eru almennar umræður. ■ SÖNGVASKÁLDIÐ Hörður Torfa verður með tónleika í Kvennó, Grindavík, nk. laugar- dagskvöld kl. 21 og þar mun hann flytja ljóð sín og lög, bæði gömul og ný. Um þessar mundir er hann að hljóðrita nýtt efni sem mun koma út í sumar og er aðaluppistaða á þessum tónleikum hans. ■ ÁSTÞÓR Magnússon, stofn- andi Friðar 2000, mun kynna átak- ið Virkjum Bessastaði almenningi á opnum félagsfundum sem hér segir: Hótel Borg, Reykjavík, sunnudag 5. maí kl. 16, Deiglan, Akureyri, mánudag 6. maí kl. 20.30, Sjallinn ísafirði, þriðjudag 7. maí kl. 20.30, Félagslundur, Reyðarfirði, miðvikudag 8. maí kl. 20.30 og Hótel Bræðraborg, Vest- mannaeyjum, fimmtudag 9. maí kl. 20.30. Boðið verður upp á kaffi- veitingar og eru allir velkomnir. Opið hús í Völvuborg BÖRN og starfsfólk í leikskólanum Völvuborg, Völvufelli 7, verða með opið hús laugardaginn 4. maí kl. 13-15. Á opna húsinu verða m.a. til sýn- is myndverk barnanna sem þau hafa unnið í vetur. Allir velkomnir. ■ KUMPÁNARNIR Karíus og Baktus koma í dag kl. 14 í Ævin- týra-Kringluna. Leikritið er eftir Thorbjörn Egne/ en það eru leikar- anir Elva Ósk Ólafsdóttir og Stef- án Jónsson sem leika tanndverg- ana. Leikritið tekur um 30 mínútur í flutningi. Miðaverð er 500 kr. og er barnagæsla innifalin. Ævintýra- Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin alla virka daga frá kl. 14 til 18.30 og laugardaga frá’kl. 10-16. Ferming á sunnudag FERMING í Skarðskirkju kl. 14. Prestur sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir. Fermd verða: Baldvin Ósmann Brynjólfsson, Laugum, Landi. Kristín Birna Bragadóttir, Vindási, Landi. Þorvarður Kjerúlf Siguijónsson, Fellsmúla, Landi. Þórunn Guðlaugsdóttir, Lækjarbotnum, Landi. Dýrasta leik- tæki landsins vígt HALDIN verður fjölskylduhátíð framan við Sundlaugarnar í Laug- ardal laugardaginn 4. maí kl. 14 í tilefni opnunar leiktækis sem hlotið hefur íslenska heitið Hermirinn og er ætlað fyrir alla aldurshópa. Hermirinn, sem er í eigu ís- lenskra aðila, er dýrasta leiktæki sem flutt hefur verið til landsins, kostar um 25 milljónir króna og er framleiddur af frönsku Thompson- verksmiðjunum sem er meðal elstu og helstu framleiðenda flugherma í heiminum. Hermirinn byggir á sömu tækni og notuð er í flugherm- um, myndskjá, hljóði og hreyfingu. Gunnlaugur Helgason kynnir skemmtidagskrá sem á að höfða til allrar fjölskyldunnar. Skemmtidag- skráin samanstendur af framkomu stúlknanna úr Fegurðarsamkeppni Islands, hljóðfæraslætti Snigla- bandsins og gríni Arnar Árnasonar. Gestum verður boðið upp á hress- ingu. Dagskrárgerðarfólk Bylgj- unnar sendir út þáttinn Helgarflétt- una frá staðnum og lýsir því sem fyrir augu og eyru ber fyrir þeim sem heima sitja. Aðgangur að fjölskylduhátíðinni er ókeypis. Opið hús í leikskóium LEIKSKÓLARNIR Suðurborg, Hólaborg og Hraunborg verða með opið hús laugardaginn 4. maí kl. 11-13, nema Hólaborg frá kl. 10. Þar gefst fólki tækifæri á að líta leikskólana og það sem börnin hafa verið að gera í vetur og er fólk hvatt til að mæta. Síðdegisboð Hollvinasam- taka Háskóla Islands HOLLVINASAMTÖK Háskóla íslands efna til síð- degisboðs í Odda sunnudaginn 5. maí kl. 16-18. Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Dagskráin verður þessi: Ávarp flytja Sigmundur Guðbjarnarson, formaður undirbúningsstjórnar Holl- vinasamtakanna og Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla ísladns, Símon H. ívarsson, gítarleikari, leikur suður-ameríska tónlist, Sigríður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hollvinasamtakanna, verður með kynningu og tríóið Skárren ekkert leikur í upphafí samkomunnar en tríóið skipa: Eiríkur Þorleifsson, kontrabassi, Frank Hall, gítar, og Guðmundur Stein- grímsson, harmonika. Markmið Hollvinasamtaka Háskóla íslands er að auka tengsl Háskóla íslands við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir bijósti. Helsta verkefnið nú í upphafi er að kynna þá víð- tæku starfsemi sem fram fer í Háskólanum og á hans vegum sem flestum. Þannig er stuðlað að því að veita straumum í báðar áttir frá Háskólanum út í þjóðfélagið og frá þjóðlífinu til Háskólans. Þeir sem gerast hollvinir Háskóla íslands fá gegn vægu gjaldi margháttaðar upplýsingar, tilboð og aðgang að fjölbreyttri starfsemi háskólasamfélags- ins. Hollvinum gefst einnig færi á að tengjást einstök- um deildum, námsbrautum, skorum eða stofnunum innan vébanda Háskólans. Á næstunni verður dreift fréttabréfi Hollvinasam- takanna í 40.000 eintökum. Fréttabréfið er unnið í samvinnu við Happdrætti Háskóla íslands. Skrifstofa Hollvinasamtaka Háskóla íslands er í Stúdentaheimilinu við Hringbraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.