Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skiptar skoðanir eru meðal eigenda útvarpsstöðva og stjómmálamanna um tillögur starfshóps sem menntamála- ráðherra skipaði til að endurskoða útvarpslögin. Hér á eftir er rætt við nokkra aðila um málið. ÚTVARPSHÚSIÐ við Efstaleiti. Efasemdir um langbylgjustöðva á Gufuskálum og Eiðum Uppbygging langbylgju- sendanna verði stöðvuð Valgerður Sverrisdóttir Komu Framsóknar- flokknum í opna skjöldu „ÞESSAR hugmyndir starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum koma okkur Framsóknarmönnum í opna skjöldu,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Valgerður sagði að þingmenn Framsóknarflokksins hefðu ekkert vitað af vinnu starfshópsins, sem menntamálaráðherra skipaði til að endurskoða útvarpslögin. „Við munum auðvitað taka þátt í þeirri vinnu, sem hlýtur að vera framundan og reyndar hefur menntamálaráðherra þegar óskað eftir að við skipum fólk í nefnd, sem ætlað er að móta frekari tillögur. Það hefði þó að mörgu leyti verið einfaldara að vinna að málinu, ef við hefðum komið fyrr að því.“ Róttækari hugmyndir Aðspurð hvernig hugmyndir starfshópsins samræmdust hug- myndum Framsóknarmanna um útvarpsmál sagði Valgerður, að hún vildi ekki tjá sig mikið um það að svo komnu máli. „Það er þó ljóst, að þessar fyrstu tillögur samræmast ekki okkar stefnu í málefnum Ríkisútvarpsins. Við teljum vissulega að þar þurfi að breyta ýmsu og starfshópur innan flokksins hefur undanfarið skoðað þessi mál, í tengslum við komandi flokksþing í haust. Hugmyndir starfshóps menntamálaráðherra eru hins vegar róttækari en þær sem við höfum helst litið til,“ sagði Val- gerður Sverrisdóttir, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins. Baldvin Jónsson Tímabært eftir tíu ára frelsi „ÉG FAGNA þessum tillögum mjög, enda eru þær tímabærar þeg- ar tíu ár eru liðin frá því að frelsi í ljósvakafjölmiðlun hófst,“ sagði Baldvin Jónsson, stjórnarformaður Aflvaka hf., sem rekur útvarps- stöðvarnar Aðalstöðina, X-ið og Klassík FM. Baldvin sagði að einkareknar stöðvar skorti ekki vilja til að halda úti metnaðarfullri dagskrá, en súr- efnið skorti. „RÚV er mjög fyrirferðarmikið á markaðnum og setur mark sitt á hann. Ég er ánægður með þá til- lögu, að RÚV skuli bent á að not- færa sér dreifikerfi Pósts og síma, því báðar stofnanirnar eru í almenn- ingseign og það er auðvitað far- sælla að ríkið reki eitt fullkomið dreifikerfi og þjóni öllum ljósvaka- miðlunum í gegnum Ijósleiðara. Væntanlega munu gjaldskrár Pósts og síma taka mið af auknum við- skiptum, sem eykur líkurnar á að einkastöðvar nái um allt land. For- senda þess er lægra gjald á ljósleið- aranum." Baldvin sagði að það myndi skipta miklu máli fyrir alla fjöl- miðla ef RÚV hyrfi af auglýsinga- markaði. „Ég á nú ekki von á að heildarauglýsingartekjur RÚV renni beint til einkareknu stöðv- anna, heldur fer helmingurinn áreiðanlega til annarra miðla. Þrátt STARFSHOPUR um endurskoðun á útvarpslögum leggur til að hætt verði við uppbyggingu Ríkisút- varpsins á langbylgjustöðvunum á Gufuskálum og Éiðum um sinn og öryggi landsmanna og sjófarenda metin með hliðsjón af breyttum aðstæðum og nýrri tækni. Rúmur mánuður er síðan menntamálaráðu- neytið samþykkti endanlega fram- kvæmda- og kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar beggja stöðv- anna. Haustið 1994 staðfesti mennta- málaráðherra ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að heimila RÚV að taka við langbylgjumastrinu á Gufuskál- um, sem bandaríska strandgæslan hafði notað um árabil. í fyrra féllst ríkisstjórnin einnig á að kaupa ann- an sendi og setja hann upp á Eið- um. Heildarkostnaður við uppbygg- ingu langbylgjustöðvanna er áætl- aður tæpar 300 milljónir króna, en áætlað er að árlegur kostnaður við rekstur stöðvanna verði um 40 milljónir króna. Starfshópurinn hefur efasemdir um réttmæti uppbyggingar lang- bylgjukerfísins. „Vægi mastranna í fyrir það mun þetta skipta sköpum fyrir einkareknu stöðvarnar, því rekstrarkostnaður þeirra er svo miklu lægri en RÚV. Þannig myndu 10% af _ auglýsingatekjum hljóð- varps RÚV skipta gífurlegu máli fyrir Aflvaka, sem rekur þijár stöðvar." Baldvin sagði að hann sæi engan verulegan mun á því hvort lagður yrði á nefskattur til að standa und- ir kostnaði við RÚV eða RÚV yrði sett á A-hluta fjárlaga, þar sem stofnuninni yrði skammtað fé. Jóhann Briem Samræmist ekki stefnu stjórnvalda „ÉG SÉ það ekki gerast að 700 milljóna auglýsingatekjur RÚV færist yfir til annarra fjölmiðla. Ríkisrekstur hefur verið að færast öryggi þjóðarinnar er almennt álitið fara minnkandi, sérstaklega fyrir sjómenn, sem nú styðjast við aðrar upplýsingaveitur (gervitungl) um veðurspár og staðarákvarðanir. Langbylgjukerfið er í eðli sínu við- kvæmt og getur auðveldlega orðið illviðri eða hamförum að bráð. Að auki fer þeim að sögn fækkandi, sem eiga viðtæki með langbylgju- tíðnisviði. Bent hefur verið á að með tilliti til öryggis sjómanna, notkunar og kostnaðar sem lang- bylgjusendingunum fylgir, kynni að vera hentugast að leigja eina út- sendingarrás fjarskiptatungls til sömu nota.“ Í skýrslu starfshópsins segir að sýnt sé að á næstu árum muni dreif- ing útvarpsefnis taka gífurlegum breytingum. Ekki líði á löngu uns unnt verði að dreifa útvarpsefni eftir símalínum. Bygging lang- bylgjustöðvanna sé afar kostnaðar- söm og árlegur rekstrarkostnaður þeirra skipti tugum milljóna. Með tilliti til þessa sé ástæða til að doka við og ígrunda hvernig öryggi landsins og miða verði best tryggt á fjarskiptasviðinu. æ meira í það horf, að stofnanir eiga að vera sjálfum sé nógar. Því finnst mér sérkennilegt ef setja á RÚV á fjárlög og innheimta sér- tekjur eða nefskatt," sagði Jóhann Briem, framkvæmdastjóri Mynd- bæjar, sem rekur útvarpsstöðina Sígilt FM. Jóhann benti á, að fyrir auglýs- endur, sem væru að beijast í harðri samkeppni, væri Ríkisútvarpið mjög vænlegur kostur vegna mikill- ar útbreiðslu. Málið væri því ekki svo einfalt að aðeins væri verið að svipta RÚV auglýsingatekjum, heldur væri einnig verið að svipta auglýsendur þessum miðli. Tekjustofnar án takmarkana Jóhann sagði að huga þyrfti sér- staklega að því hvernig úthlutun útvarpsleyfa yrði háttað. „Hér hef- ur ríkt ákveðið jafnvægi og það gengur ekki upp ef mjög margar stöðvar bætast í hópinn. Þá eru reglur þannig nú, að útvarpsstöðvar þurfa að greiða í STEF, FÍH og Menningarsjóð útvarpsstöðva, eða missa leyfið ella. Ríkisvaldið hefur Stuttbylgjusendingar óþarfar? í skýrslu starfshópsins eru einnig settar fram efasemdir um að rétt sé af Ríkisútvarpinu að halda áfram útsendingum á stuttbylgju í hádeg- inu og á kvöldin, en útsendingarnar eru sérstaklega ætlaðar íslending- um sem búa erlendis eða eru á ferðalagi erlendis. Bent er á að þetta sé eðlilegur þáttur þjónustu RÚV, en gera verði þá kröfu að hún sé veitt með sem mestri skil- virkni. Óformleg könnun hafi leitt í ljós að þessi þjónusta sé lítið not- uð af íslendingum erlendis. Kostn- aður RÚV við stuttbylgjusendingar nemur um þrem milljónum á ári. Bent er á að íslendingar erlendis hafi öðlast aukna möguleika til að fylgjast með fréttum héðan með útbreiðslu tölvutækninnar og teng- ingu landsins við Internetið. Ef RUV tæki upp „veraldarþjónustu" með tengingu við Internetið væri íslendingum erlendis boðið upp á fréttaþjónustu fyrir brot af þeim kostnaði sem stuttbylgjusendingar RÚV kosta. þannig úthlutað þessum aðilum tekjustofna, án þess að setja þeim nokkur mörk. Þeir geta í raun hækkað sín gjöld og allar útvarps- stöðvar eru háðar þeim duttlungum, ef þær vilja halda leyfinu. Ég held að mörgum þætti undarlegt ef apó- tekin tilkynntu allt í einu að þau vildu auka hagnað sinn og nú þyrfti heilbrigðiskerfið að greiða helmingi meira fyrir lyfin.“ Jóhann sagði að samræmingu skorti, því hugmyndir starfshópsins rækjust á stefnu ríkisvaldsins í upp- byggingu atvinnulífs og menningar. Margrét Frímannsdóttir Aukin skatt- heimta ekki rétta leiðin „ÉG FÆ ekki séð hvernig reka ætti RÚV án auglýsingatekna, miðað við tekjur stofnunarinnar í dag. Þá hefði ég einnig talið æski- legt að einhveijir aðrir en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu komið að tillögugerðinni, ef ætlunin var að ná breiðri samstöðu um breyt- ingar á rekstri RÚV,“ sagði Mar- grét Frímannsdóttir, formaður Al- þýðubandalagsins. Margrét kvaðst eiga eftir að sjá nánari útfærslu á tillögum starfs- hópsins og hvernig ríkið ætlaði sér að standa að rekstri RÚV með fjár- framlögum svo vel fari. „Ég tel fréttastofur útvarps og sjónvarps gegna mjög mikilvægu hlutverki, sem þyrfti fremur að efla en draga úr.“ Aðspurð um hugmyndir um nef- skatt sagði Margrét að nú væri í raun innheimtur slíkur skattur af öllum eigendum sjónvarpstækja. „Aukin skattheimta er hins vegar ekki rétta leiðin til að bæta RÚV upp missi auglýsingatekna." Árni Samúelsson Mikilvægast að fella afnotagjald niður „ÞESSAR hugmyndir starfshópsins fela í sér bót fyrir okkur og alla aðra, sem reka einkafyrirtæki á þessum vettvangi,“ sagði Árni Samúelsson, stjórnarmaður Is- lenska sjónvarpsins, sem rekur Stöð 3 og eigandi útvarpsstöðvarinnar FM 95.7. Árni sagði að það yrði bót í máli ef RÚV hyrfi af auglýsinga- markaði, en mikilvægast væri þó að stofnunin sæti við sama borð og keppinautarnir á sjónvarpsmarkaði, svo fólk gæti valið á milli stöðva, en væri ekki neytt til að kaupa áskrift að ríkissjónvarpinu. „Fólk á að eiga val og þetta atriði skiptir miklu meira máli heldur en að RÚV hverfi af auglýsingamark- aði.“ Árni sagði að ef lögð yrði aukin áhersla á menningarhlutverk RÚV mætti reikna með að nokkuð drægi úr hlutverki Rásar 2. Jón Ólafsson Reksturinn eins og hjá BBC „ÉG HEF að vísu ekki séð um- rædda skýrslu starfshóps mennta- málaráðherra, en miðað við umfjöll- un fjölmiðla virðast menn hafa hug á að haga rekstri RÚV svipað og rekstri BBC í Bretlandi," sagði Jón Olafsson, stjórnarformaður Is- lenska útvarpsfélagsins, sem rekur Stöð 2 og Bylgjuna. Jón sagði að starfshópurinn hefði án efa ígrundað málið vel og hann hlakkaði mjög til að kynna sér skýrslu hópsins betur. „Líkt og BBC gera tillögurnar ráð fyrir að Ríkisútvarpið verði menningarmiðill, sem ekki verði háður lögmáli markaðarins. Sjálfur er ég mjög fylgjandi því að hér verði sterkur upplýsinga-, fræðslu- og menningarmiðill af því tagi og BBC hefur oft verið talið til fyrir- myndar í hópi ríkisfjölmiðla. Tillög- urnar eru því mjög eðlilegar og réttlætanlegar út frá því sjónar- miði.“ Jón sagði að enn væru svo marg- ir þættir óljósir, að ekki væri tíma- bært að tjá sig frekar um málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.