Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 29 AÐSENDAR GREINAR Þurfa unglingar ekki líka sumarfrí? LÍKLEGA hvergi í hinum vestræna heimi tíðkast að börn og ungl- ingar vinni jafnmikið í frítíma sínum og hér á íslandi. Ilinn almenni launþegi á íslandi á rétt á fimm vikna sum- arfríi en hvað með unglinga? Að undanförnu hefur hér á síðum blaðsins nokkuð verið fjallað um sumarvinnu skólafólks í Reykjavík, þá einkum vegna starfa þeirra í Vinnuskóla Reykjavík- ur. Gagnrýnt hefur ver- ið breytt fyrirkomulag skólans sem felur í sér styttri vinnu- tíma o.þ.a.l. lægri laun þeirra sem hann sækja. Tenging starfs, fræðslu og náms Það er rétt að Reykjavíkurlistinn er að breyta starfsháttum Vinnu- skólans - enda er um nær hálfrar aldar gamla stofnun að ræða og því eðlilegt að endurskoða starfsemi hennar reglulega. Eru unglingarnir, foreldrar þeirra og aðrir borgarbúar ánægðir með skólann? Eru markmið skólans þau sömu og í upphafi? Sinnir Vinnuskól- inn því hlutverki sem honum er ætl- að? Við hjá Reykjavíkurlistanum höf- um metnað fyrir hönd skólans. Fyrir flesta unglinga er Vinnuskólinn fyrstu kynni þeirra við launaða vinnu og því gífurlega mikilvægt að þau kynni séu jákvæð og auki virðingu unglinganna fyrir vinnunni. Á síð- asta ári voru samþykktar í borgar- stjórn nýjar starfsreglur fyrir Vinnu- skólann. Gerðar eru m.a. mun meiri kröfur til leiðbeinenda hvað varðar aldur og menntun en áður. Þeir fá nú viku fræðslu í verklegum vinnur brögðum og samskiptum við ungl- ingana, s.s. hvernig taka megi á ein- elti og klíkumyndunum. í nýju regl- unum er lögð meiri áhersla á fræðslustarf skólans og einum degi í viku varið til fræðslu. Nemendur sem eru að ljúka áttunda og níunda bekk er boðin fræðsla undir heitinu Reykjavík - borgin mín. Þar eru þeir fræddir um veitustofnanir borg- arinnar, gróður og dýralíf hennar, byggingarsögu og útilistaverk, sem og umhverfisvernd. Reynsla síðasta árs sýndi að ekki er vanþörf á þess- um þætti því í ljós kom að sum borg- arbarnanna höfðu aldrei komið niður í ijöru, önnur vissu ekki hvar Arnar- hóllinn er, hvað þá að þau þekktu styttuna af Jóni Sigurðssyni við Austurvöll! Fræðsla tíunda bekkjar unglinga verður um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, fjár- málaráðgjöf, skyndi- hjálp o.fl. Allir nemend- ur verða fræddir um vímuefnavandann. Þeir sem sjá um fræðsluþátt skólans er allt fagfólk á sínu sviði. Mín sýn er að við flutning grunnskólans til sveitarfélagsins gef- ist tækifæri til að tengja Vinnuskóla og grunnskóla þannig að í framtíðinni verði það hluti af starfi Vinnu- skólans að sjá um þá þætti grunnskólanámsins sem betur er hægt að sinna útivið yfir sumar- tímann. Ungmennum óheimilt að vinna lengur en sjö tíma á dag Snúum okkur þá að vinnutíman- um. Fram hefur komið hjá félags- Við flutning grunnskól- ans til sveitarfélaga, segir Guðrún Erla Geirsdóttir, gefast tækifæri til að tengja Vinnuskóla og grunn- skóla. málaráðherra að á yfirstandandi þingi verði væntaniega samþykkt lög um vinnu barna og ungmenna, eins og okkur ber skylda til samkvæmt tilskipun ráðs Evrópusambandsins um vinnuvernd barna og ungmenna frá 1994. Þar segir að ungmenni undir sextán ára, sem ekki er í námi, sé ekki heimilt að vinna nema sjö tíma á dag. Það er nefnilega svo að flestir eru nú farnir að líta á nám sem vinnu - sem betur fer. Og þá komum við að spurningunni hvort skólanemendur eigi ekki rétt á sum- arleyfi eins og aðrir þjóðfélagsþegn- ar. Jú, segjum við í Reykjavíkurlist- anum, skólanemar sem fá tólf vikna frí frá skóla eiga að fá nokkra vikna raunverulegt sumarfrí áður en skóla- starfíð hefst á ný - eins og jafnaldr- ar þeirra annars staðar á Vestur- löndum, en þeir hafa sex til níu vik- ur í sumarleyfi. í ár er nemendum áttunda og níunda bekkjar boðin sex vikna vinna hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Átt- undabekkingar vinna þijá og hálfan tíma á dag á tímabilinu 10. júní - 26. júlí og velja sér eina viku í frí á þessu tímabili. Níundubekkingar geta einnig hafið störf 10. júní og unnið er til 9. ágúst. Unnið er sjö tíma á dag og þeir geta valið þriggja vikna samfellt frí á tímabilinu. Þess er gætt að ekki sé verið að vinna sama einhæfa starfið allt sumarið og er vinnunni skipt þannig að helmingur vinnutímans er innan þéttbýlis og helmingur utan. Tíundubekkingar vinna í sjö vikur og fer vinnan fram hjá Vinnuskólanum og Skógræktar- félagi Reykjavíkur. Um 3.300 ungl- ingar munu starfa hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Fyrirhugað er að á árinu 1997 færist vinna þeirra alfarið til Vinnuskólans en í öllum nágrannasveitarfélögum okkar heyr- ir starf tíundubekkinga undir Vinnu- skóla og eðlilegt er að sami háttur sé hafður á hér í Reykjavík. Við þessa umijöllun um Vinnu- skólann má bæta að samþykkt hefur verið nú þegar fjárveiting svo veita megi 500-600 sautján og átján ára unglingum, átta vikna vinnu hjá gatna- og garðyrkjudeildum borgar- innar í sumar. Eins og undanfarin ár verða svo eldri skólanemar ráðnir til afleysinga í borgarstofnanir, t.d. rúm 300 hjá Veitustofnun, og auk þess fá um fjögur hundruð manns sumarstörf sem leiðbeinendur Vinnuskólans og við ýmis störf hjá íþrótta- og tómstundaráði. Tíu millj- ónum verður varið til sérstaks til- raunaverkefnis á vegum atvinnu- og ferðamálastofu sem felst í því að borgin greiði allt að þrjá fjórðu hluta launa ungmenna sem ráðin verða til starfa hjá bændum og stofnunum. Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar ráðast ekki af sumarvinnu ungmenna Heildarlaun fyrir sumarvinnu unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur eru með þeim hæstu á höfuðborgar- svæðinu. Tíundubekkingar (15 og 16 ára) verða með um 77 þúsund kr. fyrir sumarstarfið, níundubekk- ingar fá rúmar 45 þúsund kr. og áttundubekkingar (13 og 14 ára) fá rúmar 20 þúsund kr. Sautján og átján ára hjá gatna- og garðyrkju- deild verða með sumarlaun frá 110-115 þúsund kr. Hér á landi þarf tvær fyrirvinnur til að endar nái saman og þetta gerir það að verkum að yfirleitt er lítill tími eða orka afgangs til að foreldrar geti sinnt uppeldisskyldum sínum. Ekki má bætast við að ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar velti á því að börnin vinni allt sumarfríið sitt. Aðra lausn þarf að finna á láglaunastefnunni í landinu. Nóg er nú samt. Höfundur er stjórnarformaður Vinnuskóla Reykjavíkur. Guðrún Erla Geirsdóttir Rangur farveg- ur mannanafna Erlendur Páll Jónsson Sigurðsson í GREIN sinni „Bannað er nafn þitt“ (Mbl. 27. apríl sl., bls. 36) rökstyðja höfundar frumvarps til nýrra laga um mannanöfn tillögur sínar með því að benda á það sem þeir kalla j,galla“ núgildandi laga. I stuttu máli telja þeir upp eftirfarandi fjóra „galla“: 1. að lögin mis- muni borgurum lands- ins eftir uppruna og kynferði á nokkra vegu; 2. að lögin banni töku- nöfn sem ekki hafa unn- ið sér hefð í íslensku; 3. að lögin girði alveg fyrir að gefin séu svokölluð milli- nöfn; og 4. að lögin stuðli mjög að útbreiðslu erlendra ættarnafna á kostnað íslenskra föður- og móður- nafna. Millinöfn eru ekkert annað, segja Erlendur Jónsson og Páll Sig- urðsson, en nokkurs konar ættarnöfn. Varðandi þessi fjögur atriði viljum við benda á eftirfarandi: Um 1. Lög um mannanöfn, sem allir séu sáttir við, verða aldrei sam- in, eins og höfundar frumvarpsins benda sjálfir á í grein sinni. Og nýju lögin munu einnig mismuna borgur- unum á ýmsa vegu, t.d. eftir uppruna og því, hvort nafn þeirra getur, að mati mannanafnanefndar, tekið eðli- lega eignarfallsmynd í íslensku máli. Eins og í núgildandi lögum munu aðeins sumir borgarar fá að bera ættamöfn sem kenninöfn, en öðram eru meinuð þau „takmörkuðu gæði“, eins og frumvarpshöfundar komast að orði. Lögin munu leyfa nöfn eins og Aþanasía, Emelíta, Giddý, Hanný, Októ, Skjarpur, Skunnar og Alf, en banna nöfn eins og Apríl, Dawn, Eddý, Guðmund, Þorstein, Guð- mundrún og Blær (sem kvenmanns- nafn, sbr. grein Árna Björnssonar, „Smekkvísi í nafngiftum“, Mbl. 27. apríl sl., bls. 36). Um 2. Hin nýju lög munu leyfa nöfn eins og Daríus og Hilbert, jafn- vel þótt þau séu hvorki íslensk né hafi unnið sér hefð í málinu, eins og núgildandi lög kveða á um. Vilji menn leyfa slík nöfn, sem þarf ekki að vera óæskilegt, er hins vegar unnt að gera það á annan hátt en í frumvarpinu - t.d. með lagfæringu á núgildandi lögum - án þess að leyfa jafnframt nafnskrípi eins og Skurpur eða íll. Frumvarpshöfundar telja, að engin leið sé að leyfa óhefð- uð erlend nöfn án þess að leyfa jafn- framt slík nafnskrípi (sbr. greinarg. m. frumv. bls. 11). Þessi skoðun byggist á þeirri villu, að eina leiðin til að banna nöfnin Skurpur og ÍII sé á grundvelli málfræðilegra raka, sem jafnframt hafa í för með sér bann á Daríus og Hilbert. En það eru til önnur rök en málfræðileg rök. Einn- ig má benda á, að ekki er sann- gjarnt að taka nöfn eins og Davíð og Friðrik, sem frumvarpshöfundar nefna, til samanburðar, vegna þess að þessi nöfn eru gömul og samgró- in íslensku máli. Um 3 og 4. Frumvarpshöfundar telja, að með því að leyfa millinöfn sé verið að stemma stigu við út- breiðslu ættamafna sem kenninafna, og skapa ættaraöfnum „nýjan far- veg“. Það er þó engan veginn ljóst, að með því að leyfa millinöfn sé verið að draga úr notkun ættamafna frem- ur en beinlínis að hvetja til hennar. Eins og frumvarpshöfundar viður- kenna óbeint, eru millinöfn ekkert annað en nokkurs konar ættamöfn, og er hætt við, að með innleiðslu þeirra sé verið að opna flóðgátt og beina inn í málið straum „ættar- nafna“, sem brátt mun grafa sér svo djúpan farveg, að bakkarnir hrynja. Svo tekið sé dæmi úr grein frum- vaipshöfunda: Maður getur kosið að kalla sig Karl Wheat fremur en Karl Pétursson. Skv. frumvarpinu á hann að geta valið að kalla sig Karl Wheat Pétursson. En af hveiju skyldi hann velja það frekar en Karl Wheat? Að því gefnu að ættarnöfn séu „takmörk- uð gæði“ er eins líklegt að hann muni eftir sem áður velja Karl Whe- at. Og jafnvel þótt hann sé skráður sem Karl Wheat Pétursson á þjóðskrá (með Wheat sem millinafn), er síður en svo óhugsandi að hann muni nota nafnið Karl Wheat (er það ekki miklu ,,fínna“?). Millinöfnin munu þannig verða í reynd ekkert annað en ætt- arnöfn í dulargervi. Höfundar eiga sæti í Mannanafnanefnd. Gegn frekari nýmælum í nafnalöggj öfinni ÁGÆTIR merkismenn á sviði menningarmála hafa að undan- förnu kvatt sjer hljóðs hjer í blaðinu og freistað þess að hafa áhrif á hið háa Alþingi svo, að ekki verði að landslögum óbreytt frumvarp það um mannanöfn, sem fyrir þinginu liggur. Mjer hefur þókt vel um þennan málflutning og eg tek heils hugar undir þau rök og þau varnað- arorð, sem rituð hafa verið gegn frumvarpinu. Prestar eiga hlut að framkvæmd laga um mannanöfn og eiga oft bágt, þegar lýst er nafngjöf við skírn og ónefni koma fram eða nafngift, sem barninu verður fyrir- sjáanlega raun að, er það kemst á legg. Því er prestum góður bakjarl í nothæfri nafnalöggjöf, væri til hennar að vísa. Núver- andi lög eru í sumu meingölluð, en þó stór- um betri en frumvarp- ið. Þau komu í stað fyrri löggjafar, sem þókti ekki lengur duga, en ber þó af hvoru tveggja, frumvarpinu og gildandi lögum. Prestarnir áttu líka bágt meðan þau giltu. Þannig verður það vís- ast ávallt í þessu efni, því það er andvaraleysi allrar alþýðu manna gagnvart nafnahefð- inni, sem veldur, tízku- Geir Waage andi laga er án efa mannanafnanefndin. Til hennar er vísað álitamálum til úrskurð- ar. I reynd er það svo að prestar láta reyna á það fyrir nefndinni, hvort nöfn þau fást innfærð í þjóðskrá, sem nefnd eru við skírn og spara sjer leiðindin við að reyna að snúa ofan af fyrir fólki, sem barn ber til skírnar og ber nýnefni eða ónefni upp við prestinn, íjett fyrir eða um athöfnina þóknun fólks og rót- leysi almennt. Helzti kostur gild- sjálfa, þegar því er að skipta. Raunar skjótast rök fyrir mjer í Það var mikið óhapp þegar fyrst var sett lög- gjöf um mannanöfn hér- lendis, segir Geir Waage, að ekki tókst að kasta ættarnöfnum. tvö horn gagnvart löggjöf um mannanöfn yfirleitt. Annars vegar má vel leiða að því rök, að fullkom- ið frelsi eigi að hafa í þessu efni. Fólk eigi að vera fijálst að því, hvaða nafn það velur bami sínu. Hins vegar er sá háttur, sem hjer er lögbundinn studdur rökum, er taka til menningarvarðveizlu, vörzlu innlendrar hefðar og að nokkru leyti umhyggju fyrir nafn- beranda almennt. Eg hallast að þessu síðara, og tek því eindregið undir með þeim mönnum, er vara við frumvarpinu. Loks vil eg beina þeirri spurningu til þess fólks, sem á næstunni ber barn sitt til skírnar, hvort það sje nauðsynlegt eða yfirleitt til bóta að hafa fleiri en eitt nafn á manni. Flestum dugði til skamms tíma að bera eitt nafn og er hver maður fullsæmdur að því, að bera nafn að hætti forfeðra vorra og for- mæðra; þeirra nöfn. Það var mikið óhapp, þegar fyrst var sett löggjöf um mannanöfn hjerlendis, að ekki tókst að kasta ættarnöfnunum. Til- hneigingin til að taka þau upp er mjög ágeng, svo sem sjer stað í frumvarpinu og þau slæva mjög greind manna á þá meginhugsun, sem hvílir í nafnahefð vorri. Fegn- astur yrði eg því, ef hið háa Al- þingi dygði nú til þess að kasta hveiju með öðru í nýrri löggjöf; ættarnöfnunum öllum gömlum og nýjum ásamt þjónkuninni við það hugarfar, að elta þurfi allt sjersinni manna í lögum af tómu frjálslyndi. Höfundur er sóknarprestur í Reykholti og formaður PÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.