Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 37 AÐSENDAR GREIIMAR Er heimild til útgáfu bráða- birgðalaga tímaskekkja? Fyrri grein EINN af hornstein- um íslenskrar stjóm- skipunar er greining ríkisvaldsins í þrjá meginþætti þ.e. lög- gjafarvald, fram- kvæmdarvald og dóms- vald. Þessi homsteinn er lagður í 2. gr. stjóm- arskrárinnar og er hann m.a. gerður úr sjónarmiðum og kenn- ingum um nauðsyn valddreifingar tii að tryggja mannréttindi og lýðræði. Framan- greindrar valdgreining- ar gætir mjög í íslenskri stjórnskip- un, þótt hún sé þar engan veginn alger. Sem dæmi um viðleitni til að styrkja valdgreiningu í íslenskri stjórnskipun má nefna 9. gr. stjórn- skipunarlaga nr. 56/1991 sem fól í sér þá þýðingarmiklu breytingu á starfsháttum Alþingis að þingið sit- ur nú að formi til allt árið og getur því því komið saman til framhalds- funda eftir að því hefur verið fre- stað án þess að til þurfi að koma formleg þingsetning, kjör forseta, fastanefnda o.fl. Ljóst er að breyt- ingin gefur Alþingi tækifæri til að styrkja stöðu sína gagnvart fram- kvæmdarvaldinu en reynslan hefur sýnt að löggjafarvaldinu stendur helst hætta úr þeirri átt. Dæmi um viðleitni til að treysta valdgreining- una í almennri löggjöf er aðskilnað- ur dómsvalds og umboðsvalds skv. lögum nr. 85/1989. Löggjafinn gengur að völdum næstur stjórnarskrárgjafanum og er vald hans aðeins takmarkað af stjórnarskránni. Þannig má setja með lögum öll þau fyrirmæli sem stjórnarskráin hefur ekki boðið beint eða óbeint að sett skuli með sérstök- um hætti. Samkvæmt 28. gr. stjórnarskrár- innar, sbr. 6. gr. stjórnskipunarlaga nr. 56/1991, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög þegar brýna nauðsyn ber til og Alþingi er ekki að störfum. Bráðabirgðalög mega ekki bijóta í bága við stjórnarskrána og skulu ætíð lögð fyrir Alþingi þegar er það er komið saman á ný. Samþykki Alþingi ekki bráðabirgða- lög, eða ljúki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falia þau úr gildi. Þá er fyr- ir útgáfu bráðabirgðalaga ennfrem- ur sett það skilyrði, að bráðabirgða- lög megi ekki gefa út ef Alþingi hafi samþykkt fjárlög fyrir fjár- hagstímabilið. Þótt í 28. gr. stjórnarskrárinnar segi að forseti gefí út bráðabirgða- lög verða þau ekki gefin út nema með atbeina og á ábyrgð ráðherra, sbr. 19. gr. stjórnarskrár- innar. í framkvæmd eru það að sjálfsögðu ráðherrar sem eiga frumkvæði að útgáfu bráðabirgðalaga en jafnljóst er að bráða- birgðalög verða ekki gefin út án atbeina for- seta. Framangreind heim- ild til útgáfu bráða- birgðalaga felur í sér undantekningu frá meginreglunni um þrí- greiningu ríkisvaldsins og heimilar fram- kvæmdarvaldinu al- mennt lagasetningarvald þegar þau skilyrði eru til staðar sem í 28. gr. stjórnarskrárinnar greinir. Er við- urkennt að hverju því málefni sem skipa má með almennum lögum frá Alþingi verði yfirleitt að þeim skil- yrðum fullnægðum sem í 28. gr. stjórnarskrárinnar greinir, ráðið til lykta með bráðabirgðalögum. Heimild til útgáfu bráðabirgða- laga er að finna í fýrstu stjórnar- skrá íslendinga frá 1874. Ákvæðið var tekið beint úr dönsku grundvall- arlögunum frá 1866 og hefur tekið óverulegum efnislegum breytingum í síðari stjórnarskrám íslendinga, þ.e. stjórnarskránni frá 1920 og núgildandi stjómarskrá frá 1944. Þannig hefur skilyrðið um „brýna nauðsyn“ staðið í stjómarskránni allt frá 1874. í riti Lámsar H. Bjarnasonar, prófessors og síðar hæstaréttardóm- ara, Islensk stjórnlagafræði sem gefið var út í Reykjavík 1913, er m.a. að fínna greinargerð um heim- ild til útgáfu bráðabirgðalaga sam- kvæmt stjórnarskránni frá 1874. Höfundur segir m.a. (bls. 250); „Samkvæmt 3. gr. stjskl. 1903 er svo kallað reglulegt alþingi háð annað hvort ár. Og venjulega situr það ekki nema um eða eitthvað lít- ið fram yfir 8 vikur. Þar sem svo háttar til er brýn nauðsyn tii að leyfa lagasetningu með öðru móti en venjulegu. Að vísu getur kon- ungur stefnt alþingi saman til aukafundar, samkv. 6. gr. stjskr., og það bætir nokkuð úr. En bæði gengur allt af nokkuð langur tími til aukaþingsstefnu, og svo er auka- þinghald alldýrt, en hitt skiptir þó mestu, að þörf á nýjum lögum get- ur verið svo brýn að ekki sé bíð- andi eftir aukaþingi. Þegar svo stendur á, er nauðsynlegt að geta gripið til fljótlegrar lagasetningar, enda er hún leyfð í stjórnarskrá vorri, 11. gr.“ Lárus H. Bjarnason segir ennfremur um heimild til út- gáfu bráðabirgðalaga skv. stjórnar- Afnám heimildarinnar myndi, segirÞórður S. Gunnarsson í þessari fyrri grein, treysta stöðu löggjafans og styrkja lýðræðið. skránni frá 1874 (bls. 250); „11. gr. stjskr. er bæði sam- kvæmt hlutarins eðli og orðanna hljóðan nokkurs konar öryggisá- kvæði. Það löggjafarvald, sem þar um ræðir, • bráðabirgðalöggjafar- valdið, er lagt í hendur þess stjórn- valds, konungs eða staðgengils hans, sem alltaf er viðlátið." í riti sínu Ágrip af íslenskri stjórnlagafræði, sem gefið var út í Reykjavík 1948 segir Bjarni Bene- diktsson, prófessor og síðar forsæt- isráðherra, um þær ástæður sem liggja að baki heimild til útgáfu bráðabirgðalaga í stjórnarskránni frá 1944 (bls. 57); „Annar aðili almenna löggjafar- valdsins, Alþingi, situr ekki að störf- um nema nokkurn hluta árs hvers. ■ En vel má vera á meðan hann er fjarri beri að höndum einhver þau atvik, _sem geri löggjöf óumflýjan- lega. Ófriður kann að bijótast út, pest í mönnum eða skepnum að koma upp, skyndilegir örðugleikar í atvinnulífi að rísa, o.s.frv., og fram úr þessu verði ekki ráðið nema eldri lögum verði breytt eða alveg ný lög sett. Það ráð hefur því verið tekið að veita hinum aðila þess, áður kon- ungi, nú forseta, heimild til að gefa út bráðabirgðalög, og segir nánar um það í 28. gr. stjskr." Framangreindar tilvitnanir sýna að rökin fyrir heimildinni til að setja bráðabirgðalög voru í upphafi þau að Alþingi kom einungis saman annaðhvert ár og stóð almennt ekki lengur en átta vikur, nema aukaþing væri kvatt saman, og var það svo til ársins 1911. Síðar sat Alþingi ekki nema hluta úr ári. Samgöngu- erfíðleikar voru oft og tíðum miklir og fjarskipti frumstæð. Þessar að- stæður réttlættu neyðarheimild til útgáfu bráðabirgðalaga. Eftir því sem samgöngur og fjarskipti bötn- uðu og starfstími þingsins lengdist var því helst borið við til stuðnings útgáfu bráðabirgðalaga að þunglegt og tímafrekt væri að koma auka- þingi saman þar sem setja þyrfti aukaþing með formlegum hætti og kjósa forseta og nefndir áður en eiginleg þingstörf gætu hafist. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Þórður S. Gunnarsson Yerjum Neyðarlínuna! MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um sam- ræmda neyðarsímsvör- un eftir að Neyðarlínan hf. tók til starfa um síð- ustu áramót. Nokkrir lögreglumenn og slökkviliðsmenn, eink- um af Reykjavíkur- svæðinu, hafa reynt að gera framkvæmdina tortryggilega í augum landsmanna. Vissulega hafa allir rétt til að tjá skoðanir sínar í nútíma- samfélagi og síst ætla ég að draga úr hæfni þessara manna til að vega og meta þætti er lúta að öryggismálum. Hins vegar hefur glögglega komið í ljós að þessir opinberu starfsmenn og liðsoddar þeirra í stéttarfélögun- um eru fyrst og fremst að verja eig- in starfskjör og réttindi og hafa horn í síðu Neyðarlínunnar vegna þess eins að hún er að hluta í eigu einka- fyrirtækja og félagasamtaka. Það hlýtur að mega gera þá kröfu til manna sem hafa traust og trúnað almennings til að sinna svo mikil- vægum störfum sem þessir menn gera að þeir láti ekki tímabundna kjarabaráttu villa sér sýn og nota hana til að ala á vantrú almennings í garð samræmdrar neyðarþjónustu. Þessi starfsemi er allt of mikilvæg til lengri tíma litið en að henni sé teflt í tvísýnu með því að gera hana að peði á taflborði valda- og kjara- baráttu einstakra manna. Oryggismál þjóðarinnar eru lang- tímaverkefni og fjöldi aðila reynir stöðugt að fitja upp á nýjungum sem geta orðið til þess að skapa aukið öryggi og fækka slysum og öðrum hörmungum. Tilkoma Neyðarlínunn- ar hf. er eitt af stóru framfaraspor- unum á þessu sviði en frá og með síðustu áramótum þurfa landsmenn aðeins að hringja í eitt númer, 112, ef þeir þurfa á aðstoð í neyð að halda. Með þessari skipan mála komumst við hóp annarra Evrópuþjóða og full- nægjum skuldbindingum íslands samkvæmt samningnum um EES. Starfsemi Neyðarlínunnar byggist á flóknu tölvukerfi og búnaði sem gerir starfsfólki kleift að bregðast við þeim verkefnum sem upp koma. Kerfinu svipar mjög til þess sem lengi hefur verið notað erlendis með góð- um árangri. Hins vegar er íslenska kerfið mun fullkomnara en annars staðar þekkist og má hiklaust full- yrða að nágrannaþjóðimar muni á næstu misserum horfa mjög til ís- lands þegar þær gera endurbætur á sinni neyðarsímsvörun. í nýrri vakt- stöð neyðarlínunnar, sem tekin verð- ur í notkun síðsumars, verður allt fjarskipta- og tölvukerfi tvöfalt og vararafstöð tekur sjálf- krafa við ef eitthvað fer úrskeiðis í orkumiðlun. Neyðarlínan hf. starfar samkvæmt lög- um um samræmda neyðarsímsvörun nr. 25/1995. Þar er m.a. að finna ákvæði sem segir að starfsmenn skuli hljóta menntun, " þjálfun og starfs- reynslu á vegum þeirra aðila sem sinna neyðar- þjónustunni. Þetta þýð- ir að viðbragðsaðilar, m.a. slökkvilið, lög- regla, sjúkrahús og björgunarsveitir, skulu gefa fyrirtækinu kost á að koma með starfsmenn í þjálfun til að þeir öðlist reynslu og þekkingu á þeim sviðum sem þjónustan nær yfir. Uppbygging þjálfunaráætlunar er byggð á þekktum aðferðum frá meginlandi Evrópu og Bandaríkjun- um. Þá er læknisfræðilegur bakhjarl Neyðarlínunnar hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur þar sem starfa læknar og hjúkrunarfólk sem þekkir vel til þjálfunar og reksturs neyðarvakt- stöðva erlendis. Kasta RÚV-menn óhlutdrægnisreglunni, spyr Ingi Hans Jónsson, til að fá útrás fyrir skapvonsku. Vissulega hafa komið upp byij- unarörðugleikar hjá Neyðarlínunni hf. Þeir hafa allir verið tíundaðir rækilega í fjölmiðlum. Þáttur sumra fjölmiðla í ófrægingarherferð á hend- ur Neyðarlínunni hf. er með ólíkind- um. Sérstaklega hef ég þar í huga fréttastofu hljóðvarps þar sem allur fréttaflutningur hefur verið einhliða og engu líkara en dagskipunin sé sú að drepa þetta fyrirtæki í fæðingu. Ríkisútvarpið hefur miklum skyldum að gegna í almannavömum og það er beinlínis fyrir neðan allar hellur að menn þar á bæ skuli leggja óhlut- drægnisreglunni fyrir róða til að fá útrás fyrir skapvonsku sína og per- sónulegt álit. Er mál að linni. Fólkinu í landinu er fyrir bestu að allir þeir sem hafa þá skyldu að koma bágstöddum til hjálpar taki höndum saman og tryggi sem best öryggi landsmanna og aðstoð við þá í neyð. Má þá einu gilda hvort þeir eru félagar í björgunarsveitum, opin- berir starfsmenn eða á launaskrá hjá einkafyrirtækjum á þessu sviði. Höfundur er stjórnarmaður í Slysavarnafélagi íslands. Ingi Hans Jónsson $ Jit fuummii Síðastliðinn laugardag vann heppinn pátttakandi rúmlega 18 milljónir króna í Lottóinu. Miðinn góði var keyptur í Holtanesti í Hafnarfirði. Nú getur þú bæst í hóp Lottó-milljónamæringa fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 í kvöld. -vertu viðbúiniw vinningi 18 milljónir á einn miða!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.