Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 9 FRÉTTIR Borgaryfirvöld vilja hætta útgáfu nýrra vínveitingaleyfa Um hundrað veitinga- staðir í miðborginni BORGARRAÐ hefur ákveðið að á næstunni verði tímabundið hætt að mæla með útgáfu nýrra vínveit- ingaleyfa fyrir veitingastaði í mið- borginni. Að sögn Guðrúnar Ag- ústsdóttur, forseta borgarstjórnar, hefur borgarstjórn Kaupmanna- hafnar gripið til sömu aðgerða. Um 200 veitingastaðir eru starf- andi í borginni og þar af eru um 100 í miðborginni. Þá sé ljóst að eftirlitsmenn vínveitingastaða ráði ekki við að sinna sínu verkefni því þeir séu of fáir. Guðrún segir að þessi ráðstöfun eigi einungis við um útgáfu nýrra vínveitingaleyfa í miðborginni. Eftir því sem næst verði komist séu um 200 veitingahús í allri borginni þar af um 100 í miðborg- inni að Hlemmtorgi og segir Guð- rún að allir Reykvíkingar á lö- galdri gætu verið samtímis inn á veitingastöðum borgarinnar. Ný- lega sóttu tveir veitingastaðir um vínveitingaleyfi, annar í Pósthús- stræti og hinn í Hafnarstræti, og sagði Guðrún að ákveðið hafi ver- ið að veita þeim leyfið. „Við treyst- um okkur ekki til að setja á tíma- bundna stöðvun nema að undan- genginni auglýsingu," sagði hún. „Fyrir þessu er fordæmi. Borgar- stjórn Kaupmannahafnar greip til þessa ráðs, þegar þeim fannst vera komið mikið ójafnvægi milli þjónustuíyrirtækja í miðborginni eins og hefur verið að gerast hjá okkur. Skemmtistaðir eru alltof margir miðað við aðra þjónustu sem þar er í boði. Það þarf að ríkja jafnvægi ef miðborgin á að vera hjarta borgarinnar.“ Guðrún sagði að þegar nýr veit- ingastaður tæki til starfa hætti annar. „Það er ekki endilega okk- ar borgaryfirvalda að hafa af- skipti af því en þetta skapar mik- ið ójafnvægi og erfiða og mikla samkeppni," sagði hún. Fleiri íbúðir í miðborgina Guðrún benti á að borgaryfir- völd hafi stuðlað að fjölgun íbúða í miðborginni og að ekki fari sam- an íbúðarbyggð og fjöldi skemmti- staða. Langt sé síðan kvartanir fóru að berast frá íbúunum, Þróun- arfélagi Reykjavíkurborgar og Laugavegssamtökunum með ósk um að staldrað yrði við. Þá væri Samband gisti- og veitingahúsa- eigenda hlynnt þessari ákvörðun. „Borgaryfirvöld hafa hingað til ekki treyst sér til að reyna þetta,“ sagði hún. Guðrún sagðist ekki telja að ákvörðunin stangaðist á við sam- keppnislög, þar sem auglýst væri fyrirfram hvenær gripið yrði til aðgerða. „Ég held að borgaryfir- völd hljóti með skipulagi að geta ákveðið framboð þjónustu og hvar hún er í borginni,“ sagði hún. Umsagnaraðili Borgaryfirvöld eru umsagna- raðili en embætti lögreglustjóra veitir vínveitingaleyfið og dóms- málaráðuneytið sér um að lögum um veitingastaði sé framfylgt. „Hér áður fyrr þegar telja mátti vínveitingastaði á fingrum sér voru starfandi þrír eftirlitsmenn vínveitingahúsa á vegum ráðu- neytisins sem fylgdust með að engum undir lögaldri væri hleypt inn, en nú eru á annað hundrað vínveitingastaðir í borginni og eftirlitsmönnum hefur að ég held verið fjölgað um einn,“ sagði hún. „Þeir geta ekki sinnt þessu svo vel sé. Við vitum að ekki er hægt að framfylgja aldursmörkum þeg- ar hleypt er inn á staðina eða að selja áfengi. Það er vandi sem dómsmálaráðuneytið verður að fást við.“ Heimsstjóm Kiw anis í Reykj avík Leita nagla- dekkja LÖGREGLAN í Reykjavík byrj aði í vikunni að leita bíla sem enn aka um á nagladekkj- um. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns, áttu allir bílar að vera komnir á sumardekk þann 15. apríl síðastliðinn nema sérstakar akstursað- stæður krefðust annars. Hann sagði að ökumenn sem enn aka á nagladekkjum mættu búast við að vera stöðv- aðir og í framhaldi af því krafðir um 2.500 króna sekt. Eldur við Grensásveg UNGUR piltur var handtekinn um miðjan dag á fimmtudag grunaður um að hafa lagt eld að vinnupalli og hjólbörðum. Lögregla og slökkvilið voru kvödd að húsi Sölunefndar varnarliðseigna þar sem logaði eldur við húsið. Eldurinn var slökktur á skammri stundu. Sjóvarvottar höfðu séð pilt hlaupa frá húsinu og var hann handtekinn og gekkst við að hafa kveikt eldinn. HEIMSSTJÓRN Kiwanis-hreyf- ingarinnar sat í vikunni á fundi í Reykjavík og er það í fyrsta skipti í 81 árs sögu hreyfingar- innar, sem heimsstjórnarfundur er haldinn utan Bandaríkjanna, að sögn Eyjólfs Sigurðssonar, heimsforseta Kiwanis. Megin- verkefni Kiwanis-hreyfingar- innar er að vinna að því í sam- vinnu við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna að eyða joðskorti sem herjar á íbúa 109 landa í heimin- um. Hreyfingunni tengjast 650 þúsund félagar í 83 löndum. Eyjólfur Sigurðsson er fyrsti Evrópumaðurinn sem gegnir starfi heimsforseta Kiwanis. Að sögn hans hefur Kiwanis-hreyf- ingin, í samvinnu við Barnahjálp SÞ, einsett sér að safna 75 millj- ónum bandaríkjadala fyrir árs- lok 1998 en sú upphæð er talin nægja til að útrýma joðskorti í 109 löndum. Eyjólfur segir að við joðskort sé helst að glíma þar sem flóð eru tíð og valda því að þetta líf- snauðsynlega frumefni skolast á brott. Eyjólfur nefnir Bangla- desh sem land þar sem ástandið sé slæmt að þessu leyti. Joðs- kortur veldur fósturdauða og heilaskemmdum hjá ungbörnum en skjaldkirtilsstækkun í full- orðnu fólki. „Það eru ekki nemaum það bil 30 ár síðan menn gerðu sér grein fyrir þeim skaða sem joðs- kortur veldur,“ segir hann. Eyj- ólfur segir að með 75 milljónum bandaríkjadala sé hægt að leysa vandamálið og blanda joði í matarsalt. Hreyfingin kaupi blöndunartæki til að koma upp í saltverksmiðjum og þrýsti á stjórnvöld í viðkomandi löndum að leyfa aðeins neyslu joðbland- aðs salts. Átján manna heimsstjórn Kiwanis-manna lýkur fundar- störfum í Reykjavík í dag. Á laugardag fara stjórnarmenn og gestir þeirra til Vestmannaeyja og á sunnudag ferðast hópurinn, sem telur um 50 manns, um Suðurland. ... , ' i* , _. _ ...................■ MARGIR lögðu leið sína að Elliðavatni og þöndu stangir sínar. Vatnsdalsá í Húnaþingi hefur verið leigð Pétri Péturssyni og Fransmanninum Guy Geffroy til þriggja ára frá og með sumrinu 1997. Brynjólfur Markússon og Gestur Árnason, sem einnig leigja Víðidalsá, hafa verið með Vatnsdalsá síðustu sumur. Eingöngu fluguveiði „Það verður eingöngu flugu- veiði í ánni og skylda að sleppa öllum stórlaxi. Einhver sveigjan- leiki verður hins vegar með smá- laxinn. Það hafa allir sama rétt til veiðileyfakaupa hjá okkur, en við markaðssetjum ána fyrst og fremst erlendis. Guy hefur selt mikið í rússneskar ár, en ætlar að taka fyrir það, m.a. í krafti þess að geta boðið á móti það sama hér á landi og boðið er í Rússlandi, þ.e.a.s. hreina flugu- veiði og skyldusleppingu á stór- laxi. Við ætlum að reyna að beina augum erlendra stangaveiði- manna aftur að íslandi. Þetta er það sem sumir leigutakar hafa velt fyrir sér að gera, en varla vitað hvernig þeir kæmu út úr því. Við Guy getum leyft okkur þetta í krafti þess að við höfum svo breiðan hóp viðskiptavina," segir Pétur. Þeir félagar hafa viða verið með viðskiptavini sína síðustu sumur, ekki síst í Hofsá og Selá. Pétur sagði að þeir yrðu áfram í Vopnafjarðaránum, en annað yrði leikið af fingrum fram eftir hentugleika hveiju sinni. Líflegt fyrsta dag- inn í Elliða- vatni STANGAVEIÐI hófst í ýmsum vötnum 1. maí og bar þar hæst Elliðavatn og Helluvatn. Þar var fjölmenni mætt á vatnsbakkana í blíðskaparveðri í morgunsárið og gekk mörgum veiðin vel. Einn- ig fréttist af góðum aflabrögðum í Vífilsstaðavatni og víðar, s.s. í Varmá. Eflaust er stutt í að veiði- menn hefji sókn í Þingvallavatni, en það er oftast heldur seinna til en Elliðavatn. „Veiðimenn höfðu á orði, að þetta væri besta opnun í vatninu í mörg ár. Veiðin var mjög lífleg og voru dæmi um að einstakir veiðimenn væru komnir með yfir 20 fiska á land. Mest var það bleikja. Það má segja að þetta góða tíðarfar hjálpi til, en ástand vatnsins er eins og í miðjum maí í venjulegu árferði," sagði Vignir Sigurðsson, eftirlitsmaður við Elliðavatn á miðvikudaginn. Bjóðum marga góða hluti á hálfvirði af áfsláttarstandinum komdu og gríptu tcekifærið » PELSINN X Kirkjuhvoli • sími 552 0160 m UTSALA á dúkum, teppum og púðum. 30% afsláttur ‘Bfámastofa ‘friðfinns Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099 ! Mamina brjósahaldarinn frá abecita úrhreinni, mjúkri bómull. i /íl ; l|k Hentar vel fyrir konur með barn á brjósti. Verð kr. 2.850 og 2.950 Stæröir 75-100 í B, C, D og E Laugavegi 4, sími 55 1 4473
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.