Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 49 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Ar símenntunar - endurmenntun kennara Frá Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur: SÍFELLT eru gerðar meiri kröfur til skólanna og þeirra sem þar starfa. Á síðari árum hefur krafan um að skólarnir og íslenskir nem- endur standist alþjóðlega sam- keppni orðið sífellt háværari. I riti sem menntamálaráðuneytið gaf út í febrúar sl. er greint frá tvíþættu markmiði íslensks þjóðfélags í menningar- og menntamálum. Stefnt er að varðveislu og eflingu íslenskrar menningar en einnig að því að íslenska skólakerfið veiti menntun og þjónustu sem stenst samanburð við það besta sem þekkist á alþjóðlegum vettvangi. Til þess að þessi markmið náist þarf að stórauka fjárveitingar til skólakerfisins, til menntunar kenn- ara og til rannsókna- og þróunar- starfa á öllum skólastigum. Hlutverk kennara í síbreytilegu samfélagi Við lifum á tímum þegar tækni- breytingar eru svo örar að það sem er nýjast og fullkomnast í dag er nánast úrelt á morgun. Á „Ári símenntunar" er lögð áhersla á að hver einstaklingur í nútíma- þjóðfélagi hafi alla ævi tækifæri til að afla sér menntunar með sí- menntun, endurmenntun og full- orðinsfræðslu. Til þess að verða ekki undir í upplýsingasamfélag- inu er nauðsynlegt að eiga aðgang að nútíma tækni og geta tileinkað sér hana og nýtt. Skólinn gegnir afar mikilvægu hlutverki í þessu sambandi og hann verður að tryggja jafna möguleika allra nemenda á landinu. Þær kröfur eru gerðar til kennara að þeir geri nemendur sína hæfari til að lifa í síbreytilegu samfélagi og nauðsynlegt er að þjálfa nemend- ur í að nýta sér upplýsingar og sækja sér meiri þekkingu. Kenn- arar verða að vera í stakk búnir til að taka við þessu hlutverki og kennaramenntunin að taka mið af því. Grunnmenntun - símenntun Grunnmenntun fyrir kennara þarf að endurskoða í ljósi stöð- ugra þjóðfélagsbreytinga og sí- breytilegra þarfa nemenda. En varast ber að líta svo á að mennt- un kennara ljúki með prófagráðu eða þegar þeir öðlast kennslurétt- indi. Grunnnám kennara býr þá undir starfið en kennurum er nauðsynlegt að viðhalda og auka við þekkingu sína og færni til að takast á við ný verkefni. Símennt- un er hluti af vinnuskyldu kenn- ara og þeir eiga samkvæmt kjara- samningum að sækja námskeið eða fræðslustarfsemi allt að tvær vikur annað hvert ár utan starfs- tíma skóla. Fjárveitingar til endurmenntunar kennara á „Ári símenntunar“ Ásókn kennara í endurmenntun er mjög mikil en því miður er það svo að fjárveitingar til endur- menntunar grunnskólakennara eru svo naumt skammtaðar að ríkið getur engan veginn staðið við sinn hluta varðandi framboð á nám- skeiðum fyrir kennara. Enn dapur- legra er að geta þess að á „Ári símenntunar“ eru fjárveitingar óbreyttar. Á íjárlögum ríkisins fyr- ir árið 1996 er einungis gert ráð fyrir 21,7 milljónum króna til end- urmenntunar um 4.000 kennara og skólastjórnenda. Þessi upphæð er óskiljanleg og algerlega úr tengslum við kjarasamninga, lög um grunnskóla og yfirlýsta stefnu menntamálaráðuneytisins. Fjár- veitingar til endurmenntunar framhaldsskólakennara hafa held- ur ekki verið nægilegar en samt eru þær hlutfallslega hærri en til grunnskólakennara. Á ijárlögum fyrir árið 1996 er gert ráð fyrir að 19 milljónir fari til endurmennt- unar framhaldsskólakennara. Ef sú upphæð væri miðuð við ijölda framhaldsskólakennara og sömu viðmið notuð til að finna út fjár- veitingar til grunnskólakennara ættu þær að vera 50 milljónir í stað 21,7 milljónir eins og fjárlög- in gera ráð fyrir! Fjárfesting til framtíðar Kennarar geta ekki endalaust litið framhjá vanmati yfirvalda á mikilvægi símenntunar, þvi þeir hafa hingað- til ekki setið auðum höndum þó að framboð á endur- menntunarnámskeiðum sé tak- markað. Þeir hafa lagt fram fé úr eigin vasa til að viðhalda menntun sinni og þekkingu þótt ekki sé ýkja mikið í þá vasa að sækja. Staða lands og þjóðar á alþjóðleg- um vettvangi er ekki hvað síst háð því hvernig yfirvöld hlúa að skóla- og menntakerfinu. Ég tel það arð- bæra fjárfestingu til framtíðar að hækka íjárveitingar til endur- menntunar grunn- og framhalds- skólakennara þannig að í. skólun- um starfi ætíð kennarar sem eru enn betur til þess búnir að takast á við ný verkefni. Það hlýtur að vera metnaðarfull krafa íslensku þjóðarinnar á „Ári símenntunar“. GUÐRÚN EBBA ÓLAFSDÓTTIR, varaform. Kennarasambands íslands. Plastkort = verðbréf Frá Sigurði Lárussyni: í MORGUNBLAÐINU þ. 3. apríl sl. er enn hamrað á þeirri fullyrðingu að Island gæti orðið fyrsta seðla- lausa þjóðfélagið í heiminum. Þess- ari fullyrðingú bankakerfisins er ekki hægt að láta ósvarað. Þó að bankakerfið hafi náð ótrúlegum ár- angri í að skattleggja viðskipti manna í miili með útgáfu verðbréfa í formi debet- og kreditkorta, skort- ir margar forsendur til að þeim tak- ist ætlunarverk sitt þ.e. að koma álögum á öll viðskipti. Röng hugmyndafræði Hugmyndafræði sem byggir á því að seljandi vöru eða þjónustu taki á sig afföll og kostnað getur aldrei staðist þegar til lengri tíma er litið. Vöruverð verður að hækka til að standa undir verðbréfakostnaðinum hjá þeim sem bjóða upp á slíka þjón- ustu. Hvers vegna ætti sá sem greið- ir með reiðufé að sætta sig við að greiða hærra vöruverð vegna þess að einhverjum öðrum þóknast að nota verðbréf? Þessi hugmyndafræði leiðir ein- ungis til þess að það myndast tveir flokkar verslana og þjónustuaðila. Þeirra sem bjóða viðskiptamönnum sínum verðbréfaþjónustu með mikl- um tilkostnaði og hærra vöruverði og hinna sem hafna álögum banka- kerfisins og bjóða lægra vöruverð í krafti minni tilkostnaðar. V erðlagsákvæði Það vill svo til að verð á t.d. tób- aks- og mjólkurvörum er háð verð- lagsákvæðum. Ekki er heimilt að hækka verð á þessum vörum til að standa undir þóknun við verðbréfa- miðlun. Aðra vöruflokka má nefna sem eru á föstu verðlagi, s.s. tíma- rit, blöð og bækur, skafmiða, happ- drættismiða og lottómiða, og það er langur vegur frá því að sölulaun vegna þessara vöruflokka standi undir kostnaði við verðbréfamiðlun. í samningum sem söluaðilar gera við Visa ísland og Eurocard á ís- landi eru ákvæði sem banna greiðsluviðtakendum að innheimta sérstakt aukagjald af viðskipta- mönnum ef greitt er með korti (verð- bréfi). Ólöglegt verðsamráð í grein í Morgunblaðinu þ. 21. mars ’96 segir svo: „Könnunin leiddi í ljós að 40 bankar og bankasam- steypur í Evrópu gerðu með sér sér- stakt samkomulag um kortaviðskipti árið 1987 sem ekki var birt opinber- lega.“ Hvernig má það vera að aðilum er mismunað jafn hrottalega og nú er gert? Mismunur á hæsta og lægsta gjaldþrepi í verðskrá Eurocard á ís- landi nemur hvorki meira né minna en 250% og samt er verið að selja sama hlutinn („þjónustu”). Þetta samsvarar því að einum aðila er gert að greiða kr. 400 fyrir „vör- una“ en hinum næsta er ætlað að greiða kr. 1.000. Mismunur á hæsta og lægsta gjaldþrepi í verðskrá Visa ísland nemur 333,33% sem samsvarar því að einum aðila er gert að greiða kr. 300 fyrir „vöruna" en hinum næsta er gert að greiða kr. 1.000 fyrir sömu „vöru“. Mismunur á hæsta og lægsta gjaldþrepi debetkorta nemur 400% sem samsvarar því að einn aðili greiði kr. 250 fyrir „vöruna“ en hinn næsti kr. 1.000 fyrir sömu „vöru“. Samkeppni greiðslumiðla Verðbréf (debet/kreditkort) ann- arsvegar og reiðufé hinsvegar bjóða upp á tvö algjörlega ósættanleg sjón- armið við greiðslumiðlun miðað við núverandi aðstæður. Eðlileg sam- keppni milii greiðslumiðla er með öfugum formerkjum. Þeir sem nota dýra greiðslumiðla fá í raun hag- stæðari kjör en þeir sem nota reiðufé. Kostnaður vegna verðbréf- anna er falinn í vöruverði þar sem um fijálsa álagningu er að ræða. Kostnaðurinn er falinn og notendur verðbréfa (plastkorta) sjá hann ekki. Eina leiðin til að sjá virka sam- keppni milli greiðslumiðla er að kostnaður sé greiddur af korthafa beint til bankakerfisins eða dóttur- fyrirtækja þess. Þess' má geta að í Danmörku hefur verið sett í lög að óheimilt sé að innheimta þjónustu- gjöld af smásölufyrirtækjum vegna debetkorta. (Morgunblaðið 21.3. sl.) Á næstu misserum mun koma í ljós hvort Samkeppnisstofnun tekur á þessum ósættanlegu sjónarmiðum og geri bönkum og verðbréfafyrir- tækjum að breyta skilmálum sínum. Hvað er orsök og hvað er afleið- ing? SIGURÐUR LÁRUSSON, kaupmaður. Frá Halldóri Lárussyni: UNDANFARNAR vikur hefur bisk- upinn yfir íslandi, hr. Ólafur Skúla- son, orðið fyrir aðkasti vegna áburð- ar nokkurra kvenna um kynferðis- áreiti, sem þær telja sig hafa orðið fyrir af hans hálfu. Eftir að sumir fjölmiðlar fóru að gera sér þetta að féþúfu með hæpn- um fréttaflutningi, virtist sem hluti þjóðarinnar ætti sökótt við biskup og þjóðkirkjuna. Um ásakanir kvenna þessara á hendur biskupi, tel ég tæplega vera umræðugrundvöll, varla er hægt að segja annað en, „Faðir fyrirgef þeim, því að þær vita ekki hvað þær gjöra“. Mig langar til að láta hugann reika nokkra áratugi aftur í tímann. Á hluta æviskeiðs míns átti ég við alvarleg áfengisvandamál að stríða og eitt sinn er ég var á flandri í miðborg Reykjavíkur, mætti ég hr. Olafi Skúlasyni, sem þá var starf- andi sóknarprestur í Bústaðasókn, þá vék hann sér að mér og bjóst ég við vandlætingu og ofanígjöf frá Syndlausir gijótkast- arar presti. En það var öðru nær, hann talaði við mig sem jafningja og sýndi mér hlýju og nærgætni. Oskaði hann mér Guðs blessunar og allra heilla. Það skal tekið fram, að ég var hon- um ókunnur, Betra ef fleiri sýndu svona mannkærleika. Svo ég víki að hinum vammlausa hluta prestastéttarinnar, þykir mér furðu sæta að þeir notfæri sér sorg- aratburði biskups, eiginkonu hans og fjölskyldu sér til framdráttar, en þannig kemur það mér það fyrir sjónir, framapot og merkilegheit. Hún virðist hafa fallið úr þeirra Bibl- íum setningin, „Sá yðar sem synd- laus er kasti fyrstur steininum“. Svo er Guði fyrir að þakka að hr. Ólafur Skúlason á sér dygga tals- menn, eins og nýafstaðin prófasta- stefna bar með sér. Þökk sé þeim. Það eru mjög alvarlegir hlutir, ef áburður um ósannaða sekt, geta orðið til þess að virtustu menn þjóð- arinnar þurfa að hugsa um að segja af sér embætti. Svo drepið sé á annað en fjöl- miðla og syndlausa presta, þá hefur alþingismaður einn sett niður á lög- gjafarþingi þjóðarinnar með því að segja sig úr þjóðkirkjunni í beinni útsendingu sjónvarps. Svo hlutur Stígamóta, þar virðist sett samasemmerki milli karlmanns og nauðgara. Ég hélt í einfeldni minni að Stígamót væri þjóðþrifafé- lagsskapur, en þar virðast ofstækis- öfl ráða ferðinni. Óska ég hr. Ólafi Skúlasyni bisk- upi að Guð gefi honum styrk að halda áfram í embætti, þar til þjón- ustutími hans er úti. Guð blessi biskupshjónin og fjöl- skyldu þeirra. HALLDÓR LÁRUSSON frá Miklabæ. Sááfund sem flnnur —góða oðstöðu! SCANPIC París kr 19.172 í júlí og ágúst Heimsferðir bjóða nú beint flug til Parísar alla miðvikudaga í júlí og ágúst í sumar. Flug, flug og bíll eða flug og hótel á frábæru verði. Verð kr. 19.172 Hjón með 2 börn, 3. júlí, flug og skattar. verð kr. 22.000 Fargjald fyrir fullorðinn mcð sköttum, 3. júlí. verðkr. 35.800 Vika í París, flug, gisting, skaltar, m.v. 2 í herbergi Edouard IV, 3. júlí. Bókaðu meðan enn er laust. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. IÐNAÐARHURÐIR - BILSKURSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL ÍSVAL-BORGA 5-l/F HÖFÐABAKKA 9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.