Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sýning á lífríki Mývatns verður opnuð í Vestur-Sussex Mývatn endurgert á breskri grund SÝNING á lífríki Mývatns verður opnuð í Vestur-Sussex á Eng- landi, 10. maí næstkomandi og er búið að endurgera umhverfi vatnsins við þorpið Arundel fyrir vestan Brighton. „Ég held það vanti ekkert nema skólabýlið," segir Gísli Már Gislason prófess- or í vatnalíffræði í samtali við Morgunblaðið. Fluttur var út kisill og gjall en ekki tókst að flytja strau- mandaregg til Bretlands í tæka tíð, að hans sögn. Um 15 vatna- fuglategundir eru við Mývatn og Laxá en tvær þeirra eiga heim- kynni utan Evrópu; straumöndin sem kemur úr Klettafjöllum Bandaríkjanna og húsöndin, sem þekkist i Nýfundnalandi, Kanada og Norður-Ameríku, segir Gísli. Skipuleggjandi sýningarinnar er dr. Myrfyn Owen frá Villi- fugla- og votlendissjóðnum i Bretlandi (The Wildfowl & Wet- lands Trust), sem margsinnis hefur komið til íslands og unnið við rannsóknir, meðal annars á Mývatni. Magnús Magnússon for- maður Náttúruverndarráðs Skotlands opnar sýninguna. Gísli Már Gislason prófessor, formaður Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mývatn og for- stöðumaður Líffræðistofnunar Háskóla Islands, segir að sýning- in verði tileinkuð Mývatni, nýt- ingu þess og náttúruvernd á svæðinu. „Þær endur sem eru á Mývatni fara til Bretlandseyja og markmiðið er meðal annars að gera grein fyrir þessu en það hafa verið náin tengsl milli vís- indamanna við Mývatn og í Bret- landi í áranna rás.“ Norður-irska náttúruverndar- ráðið skipulagði áþekka sýningu fyrir skömmu í þeim tilgangi að koma á rannsóknatengslum og upplýsingaskyldu milli Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mý- vatn og Oxford Island Discovery Center á Norður-írlandi, enmik- ið af íslenskum kaföndum fer til Norður-írlands að hans sögn. Gísli sótti sýninguna til að koma á formlegu sambandi milli rannsóknastöðvanna og segir að efni hennar hafi hlotið mikla umfjöllun í irskum fjölmiðlum. „Það var meðal annars lögð áhersla á alþjóðlegt mikilvægi Mývatns og tengsl þess við Lough Neagh því við komum fuglunum á legg en þeir halda þeim lifandi að vetrarlagi," segir hann að lok- um. Kynfrumugjafi á framvegis val' umnafnleynd Kynfrumugjafi getur valið um hvort um hann gildi nafnleynd eða ekki, samkvæmt breytingartiilögu við frumvarp um tæknifijóvganir sem samþykkt var á Alþingi í gær. í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir að skilyrðislaus nafnleynd gilti um kynfrumugjafa, en meiri- hluti allsheijarnefndar Alþingis lagði til að þessu yrði breytt. Samkvæmt breytingartillögunni getur kynfrumugjafi óskað nafn- leyndar og þá mun barn, sem getið er með gjafakynfrumum, aldrei eiga kost á að vita hver frumugjafínn er þótt foreldrar segi því frá, að það hafi orðið til við kynfrumugjöf. Oski gjafinn hins vegar ekki nafnleyndar getur barnið leitað hans þegar það hefur aldur til, og er miðað við 18 ár í frumvarpinu. Flókin vandamál Tveir nefndarmenn í allsheijar- nefnd, Hjálmar Jónsson Sjálfstæðis- flokki og Guðný Guðbjörnsdóttir Kvennalista, vildu ganga lengra og tryggja rétt barna til vita um upp- runa sinn og fluttu breytingartillög- ur þess efnis. Tillögur Guðnýjar voru felldar en Hjálmar dró tillögur sínar til baka til 3. og síðustu umræðu um frumvarpið, en það verður rætt frekar í allsheijarnefnd milli um- ræðna. Hjörleifur Guttormsson Alþýðu- bandalagi lagði fram breytingartil- lögur við frumvarpið þess efnis a£ eingöngu megi nota kynfrumur við- komandi pars við tæknisæðingu eða glasafijóvgun, en ekki utanaðkom- andi gjafasæði eða egg. Með þessu sagði Hjörleifur að komist yrði hjá þeim flóknu, siðferðilegu, félagslegu og lögfræðilegu vandamálum sem leiddi af notkun gjafakynfrumna. Sólveig Pétursdóttir, formaðui allsheijarnefndar, sagði að tækni- sæðing hefði verið framkvæmd héi á landi frá árinu 1980. Öll pör sem ættu við ófijósemi að stríða vildu helst að kynfrumur þeirra væru not- aðar við tæknifijóvgun, og slíkt væri gert í flestum tilfeilum. En ei gjafakynfrumur væru bannaðai myndu ísiensk pör, sem þyrftu á þeim að halda, þurfa að leita til út- landa vegna ófijósemi sinnar og slíkt yrði veruiegt spor afturábak. Tillögur Hjörleifs voru síðan felld- ar gegn atkvæði hans og Svanfríðai Jónasdóttur Þjóðvaka, en nokkrir þingmenn sátu hjá, þar á meðal Hjálmar Jónsson. Gæðaprófanir hags- munamál neytenda Húsbún- aður fyrir 22 millj- arða Á ÞESSU ári er gert ráð fyrir að íslensk heimili fjárfesti í heimilis- tækjum, húsgögnum og húsbúnaði fyrir 22 milljarða, að því er fram kom í ræðu Jóhannesar Gunnarsson- ar, fráfarandi formanns Neytenda- samtakanna á ársfundi þeirra í gær. Jóhannes ræddi í þessu sambandi um gæðaprófanir og sagði þær dæmi um hagsmunamál neytenda sem ekki hafi verið hægt að sinna sem skyldi hér á landi vegna kostnaðar. „Erfitt er að meta kostnað ís- lenskra heimila vegna mistaka við kaup á heimilistækjum og búnaði. Einstök dæmi sýna þó, að hægt er að komast hjá verlegum skakkaföll- um ef gripið er í taumana þegar grunur er um að vara standist ekki uppgefnar kröfur um gæði. Mistök við val á tækjum og bún- aði til heimilisins, sem rekja má til skorts á gæðaprófunum eða upplýs- ingum, geta því augljóslega verið dýrkeypt þegar á heildina er litið.“ 3 milljarða sparnað Jóhannes sagði aukið framlag stjómvalda til gæðaprófana annað tveggja augljósra dæma um að auk- in framlög til neytendamála gætu skilað hröðum og mikilvægum ávinningi. Hitt atriðið væri verð- kannanir, sem frarnkvæmdar hefðu verið hér á landi. um árabii en mikil- vægi þessa málaflokks endurspeglist í þeirri staðreynd, að fyrir hvert 1% í lækkun einkaneyslu spari neytend- ur tæpa 3 milljarða. „Sömu sögu er að segja um önnur mál neytenda, svo sem aðstoð við endurskipuiagningu á fjárhag heim- ilanna, tryggingarmál, öiyggismál, hollustu og heilsuvernd og umhverf- ismál... Með aðgerðarleysi er lífs- kjörum og hagsæld haldið niðri,“ sagði Jóhannes. Morgunblaðið/Kristinn Hjólabretti á Ingólfstorgi STEINNINN á Ingólfstorgi er vinsæll hjá hjólabrettaköppum og þessa dagana viðrar aldeilis vel fyrrr þá. Jón varð í 30. sæti í París JÓN Baldursson endaði í 30. sæti á einmenningsmóti í brids, sem allii þekktustu spilarar Evrópu og víðai tóku þátt í. Jón vann þetta mót fyr- ir tveimur árum. Mótið var haldið í París á vegum Bridssambands Evrópu og líftrygg- ingafyrirtækisins Generali með þátt- töku 52 bridsspilara, sem sérstaklega var boðið til keppni. Norðmaðurinn Geir Helgemo vai öruggur sigurvegari í opnum flokki og hélt forustu í mótinu frá upphafi. í öðru sæti varð Frakkinn Franck Moulton og í 3. sæti Bandaríkjamað- urinn Bobby Wolff. Verðlaun voru veitt fyrir 25 fyrstu sætin og vant- aði Jón aðeins 4 stig upp á að ná því sæti. í kvennaflokki vann Elisabeth Delor frá Frakklandi og landa henn- ar Bénédicte Cronier varð í 2. sæti. Marijke van der Pas frá Hollandi varð í 3. sæti. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag áfram í meirihluta á Egilsstöðum Annar bæjarfulltrúi D-listans óskar lausnar frá störfum BÆJARFULLTRÚAR Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags hafa farið yfir málefnasamning sinn um stjórn bæjarmála og halda meiri- hlutasamstarfi áfram þrátt fyrir ágreining um staðsetningu brúar á Eyvindará. Annar bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur óskað lausnar frá störfum og tekur fyrsti varamaður sæti hans. Með því er einnig leystur ágreiningur í röðum sjálfstæðismanna. Einar Rafn Haraldsson oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn seg- ir að fulltrúar meirihlutaflokkanna hafi rætt um framkvæmd þeirra mála í málefnasamningi sem ólokið er. Hvorki hann né Sveinn Jónsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags, vildu í gær greina frá niðurstöðun- um, Sveinn sagði reyndar að eftir væri að vinna úr þeim hugmyndum sem fram hefðu komið. Báðir sögðu þeir að búið væri að geirnegla áframhaldandi samstarf flokkanna. Hættir af persónulegum ástæðum Ágreiningur er í röðum sjálfstæð- ismanna um brúarmálið. Báðir bæj- arfulltrúarnir greiddu atkvæði með óbreyttri legu vegarins og kom Bjarni Elvar Pétursson, annar mað- ur á lista flokksins, austur til að sitja bæjarstjómarfundinn þar sem málið var til afgreiðslu. Fyrsti vara- maður, Guðmundur Steingrímsson, og fleiri á iistanum eru hins vegar fylgjandi breytingum eins og At- þýðubandalagsmenn. Var ákveðin ólga í fiokknum vegna málsins og vinnubragða. Bjarni Elvar Pétursson hefur nú eftir viðræður við Einar Rafn Har- aidsson óskað'eftir varanlegri lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi, en hann hafði áður fengið fjögurra mánaða frí. Bjarni Elvar sagðist í gær óska lausnar af persónulegum ástæðum og neitaði að það tengdist brúarmálum. Bjarni starfar nú sem tannlæknir ; í Reykjavík og sagði hann að þar 1 sem mestar líkur væru á því að hann sneri ekki austur í haust hefði j hann talið hreinlegast að segja af sér sem bæjarfulltrúi. Nú gæti fyrsti varamaður komið inn af full-! um eldmóði strax en ekki aðeins: til fjöguiTa mánaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.