Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 60
Skiptar skoðanir á skýrslu starfshóps menntamálaráðherra um útvarpslög Komfram- sóknarmönnum í opna skjöldu Morgunblaðið/Kristinn Tilþrif í Laugardalnum VALGERÐUR Sverrisdóttir, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins, sagði hugmyndir starfs- hóps um endurskoðun á útvarps- lögum hafa komið framsóknar- mönnum í opna skjöldu. Hún sagði «—að þingmenn Framsóknarflokks- ins hefðu ekki vitað af vinnu starfshópsins, sem menntamála- ráðherra skipaði til að endurskoða útvarpslögin. Valgerður sagði að framsóknar- menn myndu taka þátt í þeirri vinnu, sem væri framundan, en það hefði verið einfaldara að vinna að málinu ef þeir hefðu komið fyrr að því. Aðspurð sagði hún að þessar fyrstu tillögur samræmdust ekki stefnu flokksins í málefnum Ríkisútvarpsins. Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalags, sagðist ekki sjá hvernig reka ætti RÚV án auglýsingatekna. Hún sagði aukna skattheimtu ekki réttu leið- ina til að bæta Ríkisútvarpinu tekjumissinn. Níu þúsund krónur í nefskatt Verði tekinn upp nefskattur í stað afnotagjalds og auglýsinga- tekna Ríkisútvarpsins þarf skatt- urinn að nema yfir níu þúsund krónum á hvern gjaldanda til að Ríkisútvarpið haldi óbreyttum tekjum. Árið 1994 námu heildar- tekjur Ríkisútvarpsins 2.054 millj- ónum króna. Rúmir 1,5 milljarðar kr. eða 75,8% tekna kom frá af- notagjöldum og auglýsingatekjur þess námu 524 milljónum það sama ár. Miðað ér við að nefskatturinn verði lagður á 212 þúsund ein- staklinga eldri en 16 ára og lögað- ila. Við útreikningana er gengið út frá að aðrar breytingar, sem starfshópurinn leggur til, hafi eng- in áhrif á tekjur og útgjöld Ríkisút- varpsins. Margt þarfnast frekari skýringa við Heimir Steinsson, útvarpsstjóri RÚV, og Markús Örn Antonsson, framkvæmdastjóri RÚV, sögðust í samtali við Morgunblaðið í gær ekki tilbúnir að tjá sig um efni skýrslunnar. Markús Örn sagðist telja að margt þyrfti frekari skýr- inga við. Sigvaldi Júlíusson, formaður Starfsmannafélags Ríkisútvarps- ins, sagði starfsmenn bíða með yfirlýsingar þar til skýrslan hefur verið kynnt fyrir þeim. ■ Innheimta þarf/6 ■ Skiptar skoðanir/12 REYKVÍSK ungmenni reyndu með sér í margvíslegum íþróttum í Laugardalnum í gær. Ekki vant- aði tilþrifin eins og vel sést hjá körfuboltaköppunum á mynd- inni. Telja að kæra verði ekki dreg- in til baka FÉLAG íslenskra stórkaupmanna er andvígt því frumvarpi sem ríkis- stjórnin hefur lagt fyrir Alþingi um breytingar á vörugjaldskerfinu. Frumvarp þetta var sem kunnugt er lagt fram í kjölfar kæru sem FIS lagði fram á sínum tíma til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að nú- verandi kerfi mismunaði innlendum og erlendum framleiðendum og bryti því í bága við EES-samning- inn. ESA hefur kært íslensk stjórn- völd til EFTA-dómstólsins í Genf, vegna þessa máls, og segist Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri FÍS, telja að þetta frumvarp muni ekki duga til að sú kæra verði dreg- in til baka. Gengið lengra í mismunun Að sögn Stefáns verður áfram um að ræða mismunun á milli inn- lendra og erlendra framleiðenda, bæði hvað varðar gjaldstofn vöru- gjalds og gjaldfrest, en ESA gerði m.a. athugasemdir við þessi atriði á sínum tíma. í bréfi, sem Stefán hefur ritað efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis, segir að í raun sé með þessu frumvarpi að nokkru leyti gengið lengra í mismunun milli innlendra og erlendra aðila en áður. Bendir Stefán á að vörugjöld á innfluttar vörur muni lækka um 4% vegna þessara breytinga á sama tíma og vörugjöld á innlendar fram- leiðsluvörur muni lækka um 30%. ■ Mun ekki/18 Tveir leik- ir samtím- is á Stöð 3 STÖÐ 3 sýnir beint samtímis frá tveimur leikjum í síðustu umferð ensku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu á morg- un. Annar verður á dagskrár- rás stöðvarinnar en hinn á einhverri annarri þeirra rása sem stöðin hefur yfir að ráða. Tvö lið eiga möguleika á að hreppa enska meistaratit- ilinn, Manchester United og Newcastle, og umræddar út- sendingar eru annars vegar frá viðureign Middlesbrough og Man. Utd. og hins vegar Newcastle og Tottenham. Stöð 3 hefur einkarétt á sýningum frá leikjum í ensku deildarkeppninni hérlendis á sunnudögum og mánudögum en Ríkissjónvarpið á laugar- dögum. Þar sem allir leikir síðustu umferðar voru færðir á sunnudag getur RUV ekki sýnt frá lokaumferðinni og er Ingólfur _ Hannesson íþróttastjóri RÚV óhress með það. Hann segir um gróft samningsbrot að ræða af hálfu þess fyrirtækis í Eng- landi sem selt hafi RÚV sýn- ingarréttinn. ■ Stöð 3/Bl Langtímaatvinnuleysi vex þrátt fyrir aukna atvinnu 916 hafa verið atvinnu- lausir lengur en í eitt ár Veruleg fækkun á landsbyggðinni en umtalsverð fjölgun á höfuðborgarsvæðinu FJÖLDI þeirra sem hafa verið at- vinnulausir lengur en eitt ár hefur aukist umtalsvert á undanfömum mánuðum, þrátt fyrir það að at- vinnuleysi hefur farið minnkandi og færri verið skráðir atvinnulaus- ir í heildina en verið hefur á undan- förnum árum. Einkum er athyglisvert að á sama tíma og langtímaatvinnu- lausum fækkar stórlega á lands- byggðinni gerir fjölgunin á höfuð- borgarsvæðinu meira en að vega það upp. Ekki áður á þessum áratug svo margir í febrúar í ár höfðu 916 manns verið skráðir atvinnulausir lengur en í eitt ár og hefur talan aldrei áður verið svo há á þessum ára- tug, samkvæmt skráningu vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins. Næstflestir höfðu verið skráðir svo lengi atvinnulausir fyrir ári í febrúar 1995, en þá töldust þeir 860 talsins. Þá voru alls atvinnu- lausir í landinu 8.349 manns, en í febrúar í ár voru þeir rúmlega 1.300 færri eða 7.032. Þeim sem hafa verið atvinnu- lausir lengur en í eitt ár hefur hins vegar fjölgað ár frá ári frá því atvinnuleysis fór að gæta hér í einhveijum mæli í lok síðasta áratugar. Þannig voru þeir 232 sem höfðu verið atvinnulausir lengur en í eitt ár fyrir fjórum árum, í febrúar 1992. Þegar tölur vinnumálaskrifstof- unnar um langtímaatvinnulausa eru skoðaðar kemur hins vegar fram að atvinnuleysi hefur stór- lega minnkað á landsbyggðinni, en aukist á höfuðborgarsvæðinu. Tilflutningur frá landsbyggðinni 460 manns höfðu verið atvinnu- lausir lengur en eitt ár á lands- byggðinni í febrúar í fyrra, en þeim hafði fækkað í 264 í febrúar í ár. Á sama tíma ljölgaði þeim sem höfðu verið atvinnulausir jafnlengi á höfuðborgarsvæðinu úr 400 í 652. Gunnar Sigurðsson, forstöðu- maður vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins, segir að þarna komi bæði til fleiri atvinnu- tækifæri á landsbyggðinni en einnig sé þarna- um að ræða til- flutning á fólki sem hafi átt við langtímaatvinnuleysi að stríða frá landsbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.