Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Milljón til fflað- varpans BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja Hlaðvarpann um eina millj- ón króna árið 1996 til endurbóta á húseigninni við Vesturgötu. Beiðni um sömu upphæð að ári var vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar árið 1997. í erindi framkvæmdastjórá Hlaðvarpans til borgarráðs kemur fram að endurbætur á húseignun- um hafa staðið yfir síðastliðin tíu ár og að borgarsjóður hafi styrkt framkvæmdirnar með árlegu einn- ar milljón króna framlagi síðustu tvö ár. Farið er fram á sama styrk á þessu ári og árið 1997. Bent er á að húsafriðunarnefnd ríkisins hafi einnig veitt einnar milljón króna styrk og vilyrði fyrir sömu upphæð árið 1997. -----♦ ♦ ♦---- Hægtað kjósa utan kjörstaðar á kjördag UNNT er að greiða atkvæði í kom- andi forsetakosningum utan kjör- staðar á kjördag. Slík atkvæða- greiðsla fer fram hjá sýslumanni á viðkomandi kjörstað en kjósandi þarf sjálfur að sjá um að senda atkvæðið til síns kjörstaðar þannig að það nái þangað fyrir lokun kjör- fundar. Atkvæðagreiðsla utan kjörfund- ar lýkur daginn áður en kjörfund- ur hefst, þ.e. 28. júní. Framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar hófst 6. maí sl. VINIR OG kunningjar hins kunna tónlistarmanns Karls Sig- hvatssonar, sem lést í umferðar- slysi fyrir fimm árum, hafa látið reisa grjótvörðu í minningu hans. Minnismerkið er nálægt þeim stað sem Karl lést, rétt vestan Hellisheiðar, og ætlunin er að BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða ályktun í borgarráði þar sem fram kemur að aðeins fjórar af tiu heilsugæslustöðvum í Reykja- vík eru í viðunandi húsnæði. Bent er á að eitt hverfi, Heima- og Voga- hverfi sé án heilsugæslustöðvar og að um 10 þús. Reykvíkingar eru skráðir án heimilislæknis. Skipulagsleysi í Reykjavík Farið er fram á að heilbrigðisráð- herra og fjárveitingavaldið tryggi fjármuni á næstu árum til þess að standa við gildandi lög um heil- brigðisþjónustu. I minningu Karls hann verði „þyngsta umferðar- merki á íslandi," að sögn Val- Ályktunin var lögð fram í borgar- ráði og samþykkt samhljóða í kjölfar greinargerðar frá Skúla Johnsen hér- aðslækni í Reykjavík til borgarstjóra. Þar segir að skipulagsleysi ríki í heilsugæslu í Reykjavik. Sjúklingur geti gengið á milli sérfræðinga og lækna að vild. Sé hann óánægður með að læknir vilji ekki gefa tiltekið lyf leiti hann annað og bendir héraðs- læknir á að í skjóli ringulreiðar sé líklegt að fleiri sjúklingar ánetjist deyfílyfjum eða öðrum ávanabind- andi lyfjum. Oflækningar blómstri og sjúklingar séu sendir frá einum sérfræðingi til annars. geirs Guðjónssonar tónlistar- manns. „Hann verður sýnilegur öllum þeim sem eiga þarna leið framhjá og við vonum að hann minni fólk á að fara varlega í umferðinni," segir hann. Umsjón með byggingu minnisvarðans hafði Sverrir Olafsson. Þá segir að enn sé langt í að góðu skipulagi á heilsugæslu verði komið á í borginni. Ótækt sé að viðhalda gömlu og úreltu kerfi al- mannatryggingalaga og því verði sem fyrst að færa mál sem tengj- ast heilsugæslu frá Trygginga- stofnun til stjórnar heilsugæslunn- ar. Loks segir að sá fáránleiki að ríkið keppi við sjálft sig á kostnað skattgreiðenda verði að hverfa sem allra fyrst Nái það fram að ganga hafi hann þá trú að heilsugæslu- læknar muni draga uppsagnir sínar til baka. Kjaranefnd úrskurði um kjör skóla- meistara FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur samþykkt að kjör skólameistara verði framveg- is úrskurðuð af kjaranefnd, en áður fór Kennarasamband íslands með öll samningsmál fyrir hönd þeirra. Skólameistarar starfa á framhaldsskólastigi, _ en Kennarasamband íslands mun eftir sem áður semja fyrir hönd aðstoðarskóla- meistara, skólastjóra og að- stoðarskólastjóra í grunn- skólum. Skólameistarafélagið hefur sent kjaranefnd ítar- lega greinargerð og bíður nú eftir úrskurði. Stór áfangi „Við lítum á það sem stór- an áfanga að nú sé litið á okkur sem forstöðumenn stofnunar, en við tölum ekki um sigur fyrr en við sjáum úrskurðinn," sagði Margrét Friðriksdóttir formaður Skólameistarafélags íslands. Bílar rispaðir á Akranesi NOKKRIR fólksbílar hafa verið rispaðir á Akranesi undanfarna daga, vítt og breitt um bæinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur umtalsverðu tjóni verið valdið. Beinir lög- reglan á Akranesi þeim til- mælum til fólks að hafa aug- un hjá sér og þeir sem kynnu að geta gefið einhveijar upp- lýsingar eru beðnir að gefa sig fram. Staðið verði við lög um heilbrigðisþj ónustu Heima- og Vogahverfi án heilsugæslustöðvar Lokastígur 7 - opið hús Til sýnis í kvöld milli kl. 19 og 22, efri hæðin sem er 3ja herb. ca 80 fm íb. Laus strax. Áhv. Byggsj. ríkisins ca 3,5 millj. til 40 ára (vextir 4,9%). Frábær staðstning. Allir velkomnir. Verð 6,1-6,2 millj. ValhÖII, fasteignasala, sími 588 4477. Smiðjuvegur 72 — til sölu eða leigu Til leigu/sölu þetta nýja sérstaklega vel staðsetta, fullkláraða verksmiðju-/iðnaðarhúsnæði. Um er að ræða alls um 1.800 fm, sem skiptist í fjórar einingar, hver eining frá 200-600 fm. Húsnæðið nýtist hvort sem er sem ein heild eða skipt niður í minni einingar. Fullbúið mötuneyti og góð starfsmannaað- staða. I öllum einingum er 5 metra lofthæð og stórar innkeyrsludyr. Dýpt eininga frá 18—25 metrar. Aðstaða utan- húss er mjög góð, rúmgóð malbikuð bílastæði. Húsnæðið er vel sýnilegt frá stórum umferðaræðum. Frekari upplýsingar veita sölumenn okkar. Húsakaup, Suðurlandsbraut 52 v/Faxafen, s. 568-2800. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Deilt um ráðningri for stöðumanna SKÓLAMÁLARÁÐ Reykjavíkur hef- ur samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæð- um minnihluta, að ráða í þijár stöður forstöðumanna við Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar. Arthur Morth- ens, varaborgarfuiltrúi Reykjavíkur- listans, var ráðinn forstöðumaður þjónustusviðs og hefur hann óskað eftir að verða leystur frá trúnaðar- störfum fyrir Reykjavíkurlistann að afloknu sumarleyfí borgarstjórnar í september næstkomandi. Á fundi skólamálaráðs lagði Gerð- ur G. Óskarsdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar, fram lista með sex nöfnum og óskaði eftir að þau yrðu skoðuð við val á forstöðumönn- um. Ámi Sigfússon fulltrúi Sjálf- stæðisflokks, óskaði eftir að af- greiðslu yrði frestað en tillagan var felld, 3:2. Vinnubrögðum mótmælt Lögðu fulltrúar Reykjavíkurlista fram tillögu um að Ólafur Darri Andrason yrði ráðinn forstöðumaður rekstrarsviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir yrði ráðin forstöðumaður þróunarsviðs og Arthur Morthens yrði ráðinn forstöðumaður þjónustu- sviðs. Tilagan var samþykkt með þremur atkvæðum en fulltrúar Sjálf- stæðisflokks tóku ekki þátt í at- kvæðagreiðslunni og lögðu fram bók- un, þar sem vinnubrögðum Reykja- víkurlistans er mótmælfc. Bent er á að nýráðnum forstöðumanni Fræðsl- umiðstöðvar væri haldið utan við endanlega ákvörðun um ráðningu í stöðu undirmanna. Hafnað hafí verið beiðni um frestun ráðninga þar til allir ráðsmenn hefðu getað metið umsóknirnar miðað við þá óvæntu stöðu að engin sérstök tillaga hafí komið fram frá forstöðumanni. Þá segir, „í starf forstöðumanns Þjónustusviðs er svo ráðinn vara- borgarfulltrúi R-listans úr Alþýðu- bandalaginu og flokksbróðir hans í stöðu forstöðumanns rekstrarsviðs. Svo mjög liggur R-listanum á að ljúka þessu óþægilega máli sínu að ekki fékkst samþykkt að fresta mál- inu til morguns svo það fengi ná- kvæmari skoðun. Slík frestun hefur jafnan verið veitt án athugasemda." Ekkert að vanbúnaði í bókun borgarfulltrúa Reykjavík- urlistans er mótmælum D-listans um vinnubrögðin vísað á bug. Undirbún- ingur að ráðningu sviðsstjóra hafí verið í höndum embættismanna og á grundvelli þeirra vinnu eigi Skóla- málaráð að taka ákvörðun. Reykja- víkurlistinn beri að sjálfsögðu ábyrgð á.þeirri ákvörðun. Málið hafi verið kynnt í ráðinu fyrir 14 dögum og þá hafí fjórir einstaklingar verið nefndir sem hæfastir á hveiju sviði. Þá segir, „Fulltrúar Reykjavíkur- listans telja því að ráðinu sé ekkert að vanbúnaði að taka ákvörðun og mikilvægt að draga hana ekki leng- ur. Reykjavíkurlistinn hafi ekki tam- ið sér að spyija um flokksskírteini umsækjenda um störf hjá borginni þó D-listinn sé augljóslega vanastur slíkum vinnubrögðum." Óskar eftir að verða leystur frá trúnaðarstörfum í bréfi Arthurs Morthens til borg- arstjóra segir að vegna sérstakra atvinnuaðstæðna, þar sem starfs- vettvangur hans væri að færast frá ríki til Reykjavíkurborgar, hafi hann sótt um stöðu forstöðumanns við nýja Fræðslumiðstöð. Honum hafi verið tjáð að skóla- málaráð hafí samþykkt ráðningu hans. Þá segir, „Út frá siðferðislegu sjónarmiði og að vandlega yfirveg- uðu máli tel ég ekki við hæfi að ég gegni jafnframt pólitískum trúnaðar- störfum fyrir Reykjavíkurlistann. Ég óska því eftir að vera leystur frá trúnaðarstörfum fyrir Reykjavíkur- listann að afloknu sumarleyfi borgar- stjórnar í september 1996.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.