Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkœr móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGURLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR frá Norðfirði, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 3. júní. Sigurlaug Jóhannsdóttir, Guðmundur Kjartansson, Jóhann Örn Guðmundsson, Hólmfriður Sunna Guðmundsdóttir, Kjartan Guðmundsson. t Okkar ástkæra, KETTYTORP ROESEN ELÍASSON fyrrv. yfirhjúkrunarkona í Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði, lést í sjúkrahúsinu í Holstebro, Danmörku, þann 3. júní. Kveðjuathöfn i ísafjarðarkirkju verður nánar auglýst síðar. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Fjórð- ungssjúkrahússins á ísafirði um Úlf Gunnarsson. Vinir og vandamenn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIMAR JÓN ÞORKELSSON, til heimilis í Spónsgerði 1, Akureyri, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 4. júní. Jarðarförin auglýst sfðar. Ósk Óskarsdóttir, Óskar Ingimarsson, Þorkell Ingi Ingimarsson, Sigrún Inga Hansen, Hafdfs Elva Ingimarsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Una Þóra Ingimarsdóttir, Þór Engilbertsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GUÐMANNSDÓTTIR (Lillý), Kirkjuvegi 1, Keflavfk andaðist í Sjúkrahúsi Suðurnesja þriðju daginn 4. júní. Særún Lúðvíksdóttir, Ragnheiður Lúðviksdóttir, Hallur Þórmundsson, Hjördís Lúðvíksdóttir, Sigþór Óskarsson, Guðrún Lúðvíksdóttir, Jóhannes Jensson, Sigurður Lúðvíksson, Anna Hulda Óskarsdóttir, Rúnar Lúðviksson, Fríða Felixdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR BRANDSSON, Hjarðartúni 5, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 4. júní kl. 14.00. Jarðsett verður í Brimilsvallakirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Krabbameinsfélagsins. Margrét Hulda Magnúsdóttir, Birgir Vilhjálmsson, J.óna Valdís Árnadóttir, Brandur Sigurðsson, Áslaug Bjarnadóttir, Ragnheiður M. Sigurðardóttir, Gunnlaugur Jónasson, Ingólfur J. Sigurðsson, Sigríður A. Hrólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Bo Ingmar Larsson og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, STEINGRÍMUR SVEINSSON verkstjóri, hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, sem lést 30. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. júní . kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir eða hjúkrunar- og dvalarheimilið Klaustur- hóla, Kirkjubæjarklaustri, reikningur í Landsbanka Islands, Kirkju- bæjarklaustri, nr. 71176. Sigurður Rúnar Steingrímsson, Þorgerður Pálsdóttir, Sveinn Hilmar Steingrímsson, Þórdís Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. GUÐMUNDUR THORODDSEN + Guðmundur Thoroddsen var fæddur í Reykjavík 17. september 1952. Hann lést á Isafirði 25. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Dómkirkj- unni 4. júní. Þegar við stöndum frammi fyrir því vandamáli, sem við getum hvorki sætt okkur við né skilið, hvað skal þá? Jú, „mennimir álykta en Guð ræður“ en samt sem áður stöndum við frammi fyrir því að hann Guð- mundur Thoroddsen er dáinn. Við neitum að viðurkenna, en samt er þetta svona, en hvers vegna hann svona ungur? Hinn grimmi vágestur spyr ekki um aldur og þyrmir engum. Hann Guðmundur Thoroddsen var 9 ára gamall þegar hann var sendur + Sonur okkar, ELFAR GÍSLASON, Björtuhlið 13, Mosfellsbæ, sem lést miðvikudaginn 29. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 7. júní kl. 15.00. Gísli Júlfusson, Sigríður Þorvaldsdóttir. Sonur minn, SIGURÐUR ÞORSTEINN JÓNSSON, Austurgötu 30, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 7. júní kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra vanda- manna, Arnfriður Mathiesen. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞORBERGUR JÓHANNESSON, Gnoðarvogi 30, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. júní kl. 13.30. Anna Björnsdóttir, Hrefna Jónsdóttir, Gunnar Sigursveinsson, Helga Jónsdóttir, Bragi Björnsson, Bára Jónsdóttir, Hjördís Björnsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskaður sonur okkar, bróðir og barna- barn, SIGURJÓN STEINGRÍMSSON, Hilmisgötu 7, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Hvítasunnu- kirkjunni í Vestmannaeyjum laugardag- inn 8. júní kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á unglingastarf Hvítasunnukirkjunnar i Vestmannaeyjum, reiknings- númer 80550 í íslandsbanka, Vestmannaeyjum. Steingrímur Ágúst Jónsson, Þóranna M. Sigurbergsdóttir, Ríkharður Örn, Björk, Daníel, Kristný, Gunnar, Sigurberg M. Sigurðsson, Jónfna Marfa Baldursdóttir, Jón Hjörtur Gunnarsson, Sesselja Steingrímsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN F. HJARTAR, Sléttuvegi 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstu- daginn 7. júní kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga, sími 562 1722. Ragna H. Hjartar, Hjörtur J. Hjartar, Jakobina Sigtryggsdóttir, Friðrik J. Hjartar, Anna Nílsdóttir, Rúnar J. Hjartar, Áslaug Arndal, barnaböm og barnabarnabörn. í sveit og kom hann þá hingað að Stað í Reykhólasveit, og var hann | hér í mörg sumur næstu árin. Tryggð hans og manngæska átti sér engin takmörk. Hans var ákaft saknað á haustin en komu hans á vorin var fagnað, svo á fullorðinsárum kom hann þegar því varð við komið, og sérstaklega reyndi hann að mæta í göngur og réttir á haustin, en því varð ekki alltaf við komið. Hann var í mörg ár við nám erlendis, og þrátt - fyrir utanlandsveru hans og ferðalög 0 vítt og breitt um heiminn sló sama t sakiausa og hlýja hjarta hans í hvert ' sinn sem hann kom í sveitina. Þar varð aldrei breyting á. Þrátt fyrir sáran söknuð við brott- för hans nú, verður hin dýra perla, minningin um góðan dreng, aidrei frá okkur tekin. Þökk sé Guði fyrir það! Guð blessi og styrki konu hans, börn og aðra ættingja og vini. Unnur Guðmundsdóttir og synir. . Og því varð allt svo hljótt við helfrep þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, | þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) ( Guðmundur Thoroddsen er dáinn. Island hefur misst einn af sínum bestu sonum, „öllum drengjum betri“ eins og Tómas Guðmundsson orti um Jón Thoroddsen afabróður Guð- mundar. Eftir nokkurra mánaða bar- áttu við krabbamein beið Guðmundur lægri hlut. Það er mikið verk að ætla sér að skrifa minningarorð um Guðmund Thoroddsen. Bæði vegna þess að orð fá ekki lýst þeim manni sem hann geymdi og vegna þess að orðin þurfa að vera svo mörg til að hægt sé að gera sér grein fyrir hans miklu mannkostum. Guðmundur var ein- stakur maður. Hann var hvers manns hugljúfi. Hann hafði húmor á heims- mælikvarða, hann kunni að gleðjast og samgleðjast. Hann kunni að hrósa og hann vissi ekki hvað þras og fjas út af smámunum var. Eg kynntist Guðmundi þegar ég var níu ára göm- ul. Guðmundur hafði þá misst móður sína og skömmu síðar dó faðir hans. Og það þýddi að systkinin fjögur á Laugaiæknum þurftu að sþjara sig upp á eigin spýtur. Það gerðu þau líka svo sannarlega. Djúpt skarð hefur verið höggvið í samheldinn og traustan systkinahóp. Allar götur síðan ég sá Guðmund í fyrsta skipti hef ég dáð hann. Ég leit upp til hans sem barn og mér fannst allt rétt sem hann tók sér fýrir hendur. Mér fannst meira að segja allt í lagi að hann skyldi fara í ferðalag á mótorhjóli um Afríku en það var á þeim tíma þegar ferða- lög i þá heimsálfu voru ekki almenn. Mér stóð ekki á sama þegar hann og Þorbjörn vinur hans og samferða- maður týndust í Afríku en mikið „óskaplega varð ég glöð þegar ég og foreldrar mínir rákumst á þá á Mall- orca, þreytta og svanga. Þeir komu svo heim nokkrum dögum síðar og ég státaði mig lengi af því að hafa hitt þá fyrst állra. Guðmundur Thoroddsen var sá albesti maður sem ég hef kynnst. Hann breytti myrkri í ljós og hann lýsti upp allt í kringum sig. Hann hafði aðdráttarafl á við fáa og ná- vist hans veitti fólki öryggiskennd. Mér finnst óréttlátt að hann sé dá- inn. Veröldin verður aldrei söm. En kannski var Guðmundur einfaldlega of góður fyrir þetta líf. Líf sem er fullt af hörku og grimmd. Gæfa Guðmundar í lífinu var að eignast fjölskyldu. Konu sem hefur reynst honum vel og alið honum tvo litla sólargeisla. Guðmundur var bamgóður maður. Því kynntist ég sjálf sem bam og þegar ég eignaðist dóttur mína 18. september 1983, daginn eftir hans eiginn afmælisdag. Elsku Guðmundur. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja þig. f síðustu samtölum okkar þá sagðir þú mér að þú ætlaðir að lifa. Þú og fjölskyldan ætluðuð að vera oftar í París og framtíðaráform voru áræð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.