Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ TIL BLAÐSINS Grettir Ferdinand Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: Iauga@mbl.is SAMVINNUSKÓLINN á Bifröst. Ævinám og búseta Frá Ólafi H. Jóhannssyni: í EINA tíð taldist það merki um óstöðugleika ög hringlandahátt að skipta oft um vinnu. Hver og einn valdi ævistarf sem hann bjó sig undir, annaðhvort með skólagöngu, oftast stuttri, eða með því að ganga í smiðju eldri kynslóðar og læra handtökin, starfsviðhorf og ýmis þau siðrænu gildi sem störfum fylgja. Komnir í fullorðinna tölu stunduðu menn svo starf sitt þar til ytri aðstæður hömluðu, þá komu sjómenn í land og bændur fluttu á mölina, hvort tveggja oftast af illri nauðsyn, og verslunarmenn fengu gullúr eftir 50 ára starf hjá vinnu- veitanda sínum. Á okkar tímum er annað uppi á teningnum. Það er nánast að verða regla að hver og einn skiptir um starf nokkrum sinnum á ævinni. Þá má einnig fastlega búast við að starf sem sinnt er taki svo veiga- miklum breytingum að ærnum tíma þurfi að verja til að halda hæfni sinni við. í ljósi þessa er ekki að ófyrirsynju að Evrópusambandið hefur tileinkað árið 1996 símenntun og fullorðinsfræðslu, því margt bendir til að símenntun verði viðtek- inn lífsmáti á næstu árum og sé raunar þegar orðin það. Ástæður þessarar þróunar eru margar og samofnar. Að hluta til má rekja þær til viðhorfa tii alþýðu- fæðslu sem eiga sterka hefð á Norð- urlöndum. Auðugt líf er eftirsókn- arvert og í menntun sækja menn lífsfyllingu og Iífsnautn. í þekkingu er líka fólgið visst vald á umhverf- inu og svo verður bókvitið í askana látið segja hagspekingarnir — því menntun er fjárfesting. Önnur ástæða er mjög breytt aldursskipt- ing meðal vestrænna þjóða. Eldra fólki fjölgar hlutsfallslega og þeir, sem hafa þegar hlotið nokkra menntun, sækjast eftir að halda henni við og auka. í þriðja lagi má nefna örar breytingar á sviði at- vinnulífs. Nýjar atvinnugreinar ryðja þeim eldri úr vegi og í grónum atvinnugreinum breytist verklag og vinnubrögð og ýmis störf eru óbundin af föstum vinnustað og má þess vegna stunda frá eldhús- króknum heima. Fullorðinsfræðslu má skipta í þrjú meginsvið. Eitt miðar að því að viðhalda starfshæfni og afla nýrrar. Einstakar starfsgreinar svo og samtök launafólks og atvinnu- rekenda bera hita og þunga af full- orðinsfræðslu á þessu sviði. Annað svið miðar að því að veita starfs- menntun og starfsréttindi. Stór hópur fullorðins fólks er án form- legrar starfsmenntunar og leitar í auknum mæli eftir sérhæfðri starfs- menntun til að auka möguleika sína í samkeppni um þau störf á vinnu- markaði sem eftirsóttust eru. Þriðja sviðið er svo það sem kenna má við almenningsfræðslu þar sem marg- vísleg námskeið um flest er nöfnum tjáir að nefna eru í boði og miða að því með einhveijum hætti að koma til móts við óskir manna um að nýta frítíma sinn til að auðga tilveruna. Af framansögðu má sjá að mennt- un er ekki lengur tengd æsku- og ungdómsárum, heldur er hún mikil- vægur þáttur ævina á enda. Fyrir nokkrum áratugum hefði verið nær óhugsandi að tengja tómstundastarf við aðra en börn og unglinga. Nú er margvíslegt tómstundastarf ómissandi þáttur í tilveru eldri borg- ara sem skapa sér þannig sjálfir nýja kosti til lífsnautnar. Margt ræður vali manna á bú- setu; fjölbreyttir kostir í atvinnulífi, góðar menntastofnanir, trygg heilsugæsla og fjölskrúðugt menn- ingarlíf skipa þar stóran sess. Þess- ir þættir eru með ýmsu móti inn- byrðis tengdir og styðja hver ann- an, svo erfitt getur reynst að greina orsök og afleiðingu. Hin mikla byggðaröskun sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár hefur orðið mörgum áhyggju- efni, ekki síst þeim sem utan þétt- býlisins við Faxaflóa búa. Reynt hefur verið að snúa þessari þróun við eða að minnsta kosti draga úr hraða hennar. í þeirri viðleitni er þá litið til þáttanna sem að framan voru nefndir. Vestlendingar leggja eitt lóð á þessa vogarskál föstudaginn 7. júní en þá verður haldin ráðstefna að Samvinnuháskólanum Bifröst sem fjallar um fullorðinsfræðslu og sí- menntun út frá margvíslegum sjón- arhornum. Þar munu fulltrúar frá atvinnulífi, menntastofnunum og íbúum svæðisins reifa skoðanir sín- ar og leggja fram hugmyndir um hvernig treysta má stoðir fjöl- breyttra atvinnuhátta og auðugs mannlífs í heimahéraði. Er þess að vænta að áhugasamir leggi leið sína að Bifröst þennan dag og taki þar þátt í að móta umhverfi sitt og aðstæður. ÓLAFUR H. JÓHANNSSON, endurinenntunarstjóri Kennaraháskóla Islands Stakkahlíð, Reykjavík. Allt efni sem birtist ( Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.