Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 45 MAGNEAINGILEIF SÍMONARDÓTTIR 4- Magnea Ing'i- • leif Símonar- dóttir fæddist 14. okt. 1908 í Hafnar- firði. Hón lést á St. Jósepsspítala i Hafnarfirði 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Símon Krist- jánsson, hafnsögu- maður, og Áslaug Ásmundsdóttir. Magnea ólst upp hjá foreldrum sín- um í Hafnarfirði ásamt þremur bræðrum. Magnea giftist 29. júní 1929 Sigurði Kristjáns- syni, sjómanni, fæddur 5. feb. 1905 á Akranesi, d. 23. des. 1992. Þau eignuðust átta börn. 1) Áslaug Sigrún, f. 23. des. 1929. Maki Guttormur Vigfús- son. Eiga þau tvær dætur. 2) Kristján Ragnar, f. 12. apríl 1931. Maki Ingey Arnkelsdótt- ir. Eiga þau fjögur börn. 3) Ásmundur Kristinn, f. 21. sept. 1932, d. 1961. Fyrri kona hans var Jónína Andrésdóttir og eiga þau þrjú böm. Seinni kona hans var Anna Guð- mundsdóttir og eiga þau tvo syni. 4) Dóttir, f. 12. des. 1938, d. feb. 1939. 5) Finnur Sesselíus, f. 29. okt. 1939. Maki Guðrún Júl- íusdóttir. Eiga þau þrjú börn. 6) Finn- bogi Gísli, f. 17. des. 1941. Maki Edda Lýðsdóttir. Eiga þau þrjú böra. 7) Símon Ágúst, f. 15. mars 1943. Fyrri kona hans var Ástríður Sveinsdóttir og eiga þau þrjú böra. Seinni kona hans er Eraa Kristjánsdóttir og eiga þau eina dóttur. 8) Ástráður Kristinn, f. 19. júní 1945. Maki Ragna Helgadóttir. Eiga þau eina dóttur. Magnea hefur dvalist á Hrafnistu í Hafnarfirði sl. 12 ár. Útför Magneu fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveðjum við kæra tengda- móður okkar, Magneu Símonar- dóttur, og langar okkur að minn- ast hennar með örfáum orðum. Magnea giftist Sigurði Kristj- ánssyni og bjuggu þau lengst af í Hafnarfirði, af þeim 63 árum sem þau voru gift. Magnea var réttsýn kona sem tók hlutunum með jafnaðargeði eins og þeir komu fyrir. Hún var afar minnug og fylgd- ist vel með því sem var að gerast. Hún hafði gaman af því að spjalla um liðna tíma og nutum við þess að hlusta á hana. Magnea var stolt af sínum stóra barnahóp og naut sín best meðal þeirra. Sigurður og Magnea fluttust að Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir 12 árum. Þar undi hún hag sínum vel, enda var vel um hana hugsað og kunni hún að meta það og tal- aði oft um það við okkur hvað allir væru sér góðir. Það voru líka margir sem litu inn til hennar og var hún mikið ánægð og þakklát fyrir það. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar 2-B á Hrafnistu fyrir góða umönnun og alúð. Við kveðjum tengdamóður okk- ar með söknuði og þökkum henni allar þær góðu stundir sem við fengum að eiga með henni. Blessuð sé minning hennar. Ragna Helgadóttir, Guðrún Júlíusdóttir. Elsku amma mín, nú kveð ég þig í hinsta sinni, kallið er komið, íeiðir skilja. Eftir sitjum við börn, barnaböm og barnabarnabörn með söknuð í hjarta. Ég minnist þess er við fórum norður á Akureyri og við fórum út í Vaglaskóg. Við afi fórum og sóttum vatn í kókflösku út í á, það var besta vatnið sem við afi drukk- um. Við minntumst oft á þennan atburð þó ég hafi aðeins verið tveggja ára. Þessi atburður er mér efst í minni. 23. desember 1993 bar skugga á líf okkar þegar afi dó. Ég saknaði afa mikið er hann dó, en nú er söknuðurinn meiri því nú get ég ekki komið upp í herbergi til þín um leið og við pabbi- sækjum mömmu í vinnuna. Alltaf hafðir þú nóg til að bjóða okkur. Mér fannst tilheyra að ef eldað var lambalæri byðum við þér í mat. Alltaf hafðir þú orð á því er við fórum í bíltúr og gerðum eitthvað og fórum aftur með þig á DAS að þér fyndist þetta vera ævintýri sem gerst hefði um daginn. Elsku amma mín, minningarnar um þig geymi ég í hjarta mínu. Hvíl þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Erna Rós Símonardóttir. Þegar ég vaknaði við símann að morgni 29. maí sl. átti ég von á því að verið væri að tilkynna mér að ég væri búin að eignast lítið frændsystkini. En fréttin var ekki góð, mér var sagt að amma Magga væri dáin. Þó að hún hafi verið orðin 87 ára gömul átti ég ekki von á því að síðast þegar ég heimsótti hana, viku áður, að það væri í síðasta sinn sem ég fengi að sjá hana ömmu mína. Alltaf var jafn gaman að heimsækja hana. Hún fylgdist svo vel með öllu sem var að gerast og einnig var gaman að hlusta á sögur sem gerðust þegar hún var ung og einnig sögur sem hún sagði mér af pabba, þegar hann var lítill. Þegar ég var yngri fékk ég oft að vera hjá ömmu og afa, þegar þau bjuggu í Hraunhvamminum. Þá sátum við amma oft tímunum saman og spiluðum marías. Það fannst okkur báðum mjög skemmtilegt spil. Hún og afi spil- uðu marías saman og voru stigin alltaf skrifuð og sama bókhaldið haldið kvöld eftir kvöld. Amma hafði mikinn áhuga á og var mjög fróð um landið. Það var því gaman þegar að ég komst í bíltúra sem mamma og pabbi buðu henni í. Oft var farið í Hvera- gerði og keyptur ís, en þann stað þótti ömmu vænt um. Amma og afi höfðu gaman af þegár fjölskyldan þeirra, sem orðin er mjög stór, hittist. Þau buðu fólkinu sínu í kaffi til sín á sjó- mannadaginn og í kringum afmæl- ið hennar ömmu í október. Eftir að afi dó hélt amma þessu áfram. Amma var búin að dvelja á Hrafn- istu í Hafnarfirði í 12 ár og fékk hún að hafa afa þar hjá sér í rúm Miimingarsjóður Skjúls Kleppsvegi 54 sími 5688500 8 ár, eða þar til hann lést 1992. Þegar afi dó voru þau búin að vera gift í 63 ár. Á Hrafnistu leið ömmu vel og fékk hún þar góða umönnun sem hún kunni að meta og talaði oft um. Lífið er oft skrítið og stutt á milli sorgar og gleði. Tveimur dög- um eftir að amma dó fæddist í fjölskyldunni enn eitt barnabarna- barnið hennar, bróðurdóttir mín. Þetta er lítið brot af þeim góðu og ljúfu minningum um hana Möggu ömmu mína sem kenndi mér svo margt. Hvíli hún í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ásrún Finnsdóttir. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda að hún amma mín sé farin. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór með ömmu að sjá kindurn- ar og hænurnar sem þau amma og afi áttu. Það var margt að gera og ég tók þátt í því að gæta lambanna og ekki síst að líta eftir hænunum. Þegar ég svo flutti norður á Sauðárkrók við þriggja ára aldur man ég einna helst þeg- ar að amma og afi komu til okkar í heimsókn og við fórum í ferð um Norðurland. I þeirri ferð var margt að sjá og toppurinn var svo þegar við sváfum á hóteli á Akureyri. Eftir að ég flutti til Hafnarfjarðar aftur kom ég oft til ömmu og afa í Hraunhvamminn. Alltaf var gam- an að fara með ömmu og afa í sunnudagsbíltúra og þá var ferð- inni oftar en einu sinni heitið út fyrir bæjarmörkin. Þeir eru marg- ir staðirnir sem ég kom á með ömmu, en alltaf stóð upp úr að fá sér ís á Selfossi. Minnisstæðar eru líka ferðir sem voru farnar og gist var í sumarbústöðum. Eftir að afi og amma fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði kom ég oft til þeirra. Amma var mjög lífsglöð og hafði gaman af því að segja frá því sem hún hafði upplifað. Ég var alltaf velkomin til ömmu og hún gaf sér alltaf tíma til að hlusta á það sem ég tók mér fyrir hendur. Já, ég sakna hennar ömmu minnar sárt og allar þær ljúfu minningar geymi ég í hjarta mínu. Elsku amma mín, sofðu rótt í guðs örmum. Ásta Kristín. W) cíyw Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feitl • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. - kjarni inálsins! Sálrrannsóknarfélag íslands f JjHÍJ ''jájfc Frá Sálarrannsóknarfélagi fslands —3 Við minnum á opna skyggni- og spámiðlunarfundinn með Guðrúnu Hjörleifedóttur og Irisi Hall í kvöld kl. 20.30 i AKOGES-salnum.Sigtúni 3. Húsið verður opnað kl. 20.00. Miðasala við innganginn og á skrifstofu félagsins, Garðastraeti 8. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Upplýsingar í símum 551 8130 og 561 8130 milli kl. 9-12 og 13-17. Sálarrannsóknarfélag íslands. Sérverslun með stök teppi og mottur, Suðurlandsbraut 46 - Sími: 568 6999. Bláu húsin við Faxafen. Persía y Háþróað smurbætiefni, búið til af NASA j Sex sinnum minna núningsviðnám. J Eidsneytissparnaður 5-20% J j Veruleg aflaukning 8-20% j Mun minni ^ '/ útblástursmengun j Allt að 90% minna ; vélarslit og tæring. j Fullvirk smurning við kaldræsingu vélar. Metol FX1 fæst á öllum smurstöövum landsins, bensinafgreiðslum Skeljungs og viðar. IMý farmúla, aukin i/irkni Metol FX1 notað m.a. af Nato, Breska hernum JBf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.