Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 55 FRETTIR Alit Samkeppnisráðs vegna erindis fiskvinnslu- stöðva án útgerðar SAMKEPPNISRÁÐ hefur skilað áliti vegna erindis Samtaka fisk- vinnslustöðva án útgerða um meinta mismunun fiskvinnslufyrir- tækja en það barst Samkeppnis- stofnun á síðasta ári. Forsvarsmenn SFÁÚ kynntu álitið í vikunni en meginniðurstöður þess eru að ráðið teiur að ekki sé farið gegn mark- miðum samkeppnislaga. Aftur á móti myndi samkeppni í viðskiptum með sjávarafla aukast og sam- keppnisstaða fiskvinnslustöðva jafnast ef reglur um handhöfn afla- hlutdeilda yrðu rýmkaðar og fram- sal þeirra til fiskvinnslustöðva án útgerðar heimilað. Hér birtast í heild niðurstöður Samkeppnisráðs um erindi Sam- taka fiskvinnslustöðva án útgerðar um meinta mismunun fiskvinnslu- fyrirtækja: 1. Með vísan tii markmiðs sam- keppnislaga nr. 8/1993, sbr. 1. gr., vekur Samkeppnisráð athygli ráð- herra á eftirfarandi áliti sem birt er með hliðsjón af d-lið 2. mgr. 5. gr. 2. í erindi SFÁÚ er kvartað yfír ójafnri samkeppnisstöðu fisk- vinnslustöðva án útgerðar og fisk- vinnslustöðva sem reknar eru í tengslum við útgerð. Er litið svo á af hálfu SFÁÚ að fiskvinnslufyrir- tæki án útgerðar hafi ekki sama aðgang að fiski til vinnslu og fisk- vinnslufyrirtæki sem rekin eru í tengslum við útgerð. Hin síðar- nefndu, sem hafi fengið aflahlut- deild endurgjaldslaust frá ríkinu, geti notað kvótann sem hluta af greiðslu fyrir hráefni til vinnslu. Fiskvinnslustöð án kvóta eigi því enga möguleika á að keppa um hráefni við fiskvinnslustöð sem rek- in er í tengslum við útgerð sem eigi kvóta og geti beitt þeim aðferð- um sem áður er lýst. Tekið hefur verið fram af hálfu Samtaka fiskvinnslustöðva án út- gerðar að með erindinu sé ekki verið að gera kröfur um að allur fiskur fari um fiskmarkaði né held- ur að þriðji aðili tryggi fiskvinnslu- stöðvunum aðgang að nægilegu hráefni. Erindið snúist heldur ekki um stjórnkerfi fiskveiðanna svo sem því hefur verið komið á með lögum. Meginatriði málsins sé að lögbundið stjórnkerfi í atvinnulífi megi aldrei raska samkeppni milli fyrirtækja. Mestu skipti að koma í veg fyrir þá ójöfnu samkeppnisstöðu sem felist í því að rekstraraðilar í sjávar- útvegi, sem hafa fengið úthlutað veiðiheimildum frá ríkinu, geti fé- nýtt þær til kaupa á fiski. Oskar SFÁÚ þess að Samkeppnisráð gripi til þeirra ráðstafana sem það telur nauðsynlegar og samkeppnislög heimila. Er vísað í d-lið 2. mgr. 5. gr. laganna, sbr. 19. gr. þeirra. 3. Að mati Samkeppnisráðs hef- ur megináherslan í málflutningi SFÁÚ verið lögð á það að fyrirtækj- um innan SFÁÚ sé mismunað þar sem þau hafi ekki sama aðgang að hráefni til vinnslu og fyrirtæki sem reki bæði fiskvinnslu og útgerð. Þennan mismun megi rekja til þess að fyrirtækjum innan SFÁÚ hafi ekki verið úthlutað aflaheimild skv. lögum um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir að samtökin segi erindi þeirra ekki snúast um stjórnkerfi fiskveiða eins og það er ákveðið með lögum, er það mat Samkeppnisráðs að ekki verði um málið fjallað, eins og það er fram sett, án þess að lagt verði mat á þau ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða sem hafa óbein áhrif á fiskvinnsluna. í ljósi þess sem að framan segir mun Samkeppnisráð í umsögn sinni halda sig við núgildandi reglur við stjórn fiskveiða, að því marki sem þær hafa óbein áhrif á fiskvinnsl- una, en ráðið mun ekki fjalla um eiginleika annarra stjórnunarkerfa fyrir fiskvinnsluna. Segja má að áður en takmarkan- ir voru settar á fiskveiðar hér við land hafi fiskverkandi getað aflað sér hráefnis með tvennum hætti, þ.e. með því að kaupa sér skip og hefja veiðar eða með því að kaupa fisk af starfandi útgerðarmanni. Eftir að aflamarkskerfi var komið á eru þessir valkostir enn fyrir hendi með þeirri breytingu þó að vilji við- komandi fískverkandi hefja útgerð verður hann að kaupa eða leigja aflaheimild af útgerðarmanni sem ræður yfir slíkum réttindum, auk þess að fjárfesta í skipi. Með upptöku aflamarkskerfis var aðgangur að fiskveiðiauðlindinni mjög skertur frá því sem verið hafði. Útgerðarfyrirtækjum var út- hlutað takmörkuðum veiðiheimild- um í íslenskri Iandhelgi. Öðrum var óheimilt að stunda þar veiðar. Eftir að breytingar voru gerðar á heim- ildum til aflaframsals gátu aðrir útgerðarmenn en þeir sem í upp- hafi fengu aflaheimildir stundað veiðar með því að greiða upphafleg- um handhafa kvóta, eða þeim sem öðlast hafa hann síðar, umsamda fjárhæð fyrir kvótann. Við fyrstu sýn virðast þessar af- leiðingar aflamarkskerfisins hafa samkeppnishamlandi áhrif á fisk- vinnslumarkaðnum. Hér er átt við möguleika þeirra útgerðarmanna, sem jafnframt veiðum stunda fisk- vinnslu og fengu úthlutað aflahlut- deild ,á grundvelli aflareynslu“, til þess að verða sér úti um fisk á lægra verði en fiskvinnslustöðvar án útgerðar eiga kost á. Ennfremur er vísað til þess að fiskvinnslufyrir- tæki í eigu útgerða sem fengu út- hlutað kvóta í upphafi eiga þess kost að nota tekjur af kvótasölu eða -leigu til kaupa á fiski t.d. á fisk- mörkuðum. Við mat á þessu verður að hafa í huga að aðgerðir ríkisins geta og hafa haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækja og samkeppni á markaði. Hið opinbera getur t.d. haft veruleg áhrif á kostnað, fjár- festingu, verð og framleiðslu með sköttum eða styrkjum. Einnig getur ríkið mótað uppbyggingu markað- ar, t.d. með reglum um það hverjir megi starfa á viðkomandi markaði eða annars konar reglum sem hafa áhrif á hegðun fyrirtækja, t.d. sam- keppnisreglum. Vegna ástands fiskistofna og stærðar fiskveiðiflotans var á árinu 1984 tekið upp nýtt fiskveiðistjórn- unarkerfi, kvótakerfið. Þeirri kvóta- úthlutun sem þá átti sér stað var ætlað að ná til þeirra sem stundað höfðu útgerð á tilteknu viðmiðunar- tímabili. Telja verður að þeir aðilar sem fengu þessi réttindi hafi að einhveiju leyti forskot á keppinauta sína sem síðar hófu starfsemi. Þetta forskot felst í verðmæti hins úthlut- aða kvóta. Þegar samkeppnisleg áhrif þessa eru metin verður að hafa í huga að aflamarkskerfið byggðist á reglum sem ætlað var að gilda jafnt gagnvart þeim út- gerðarfyrirtækjum sem þær náðu til þegar aflamarkskerfinu var kom- ið á. Líta verður einnig til þess að forskot þessara fyrirtækja til hrá- efnisöflunar er í raun óhjákvæmiieg afleiðing af þeirri breytingu sem gerð var á fiskveiðistjórnun árið 1984. í því sambandi ber að hafa áhrif fiskveiðistjórnunar á verð fiskiskipa í huga. Eins og áður seg- ir gefa gögn málsins til kynna að ákveðin verðlækkun hafi orðið á fiskiskipum við að kvótakerfinu var komið á, þar sem eftirspurn eftir þjónustu þeirra minnkaði. Hins veg- ar má leiða að því líkur að verðfall skipanna hefði orðið enn meira ef sókn í stofnana hefði verið óheft, og leitt af sér varanlegan aflabrest. Verðmæti skipanna hefði þá eink- um ráðist af smíðakostnaði og er- lendri eftirspurn eftir þeim. Aðgerð stjórnvalda um stjórnun fiskveiða hafði því tvíþætt áhrif eftir að fisk- veiðistjórnun var komið á. Verð fiskiskipa lækkaði að einhverju leyti vegna takmarkaðra veiðiheimilda en á móti kom að skipum var úthlut- aður kvóti, sem fól í sér verðmæti. Allt bendir til að verðmæti kvótans sé meira en verðlækkun skipa. Með lögum nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða var gerð sú breyting að framsal á kvóta milli skipa varð að meginstefnu fijálst. Síðan sú breyting var gerð hafa útgerðar- menn m.a. getað notað kvótann eða andvirði hans sem hluta af greiðslu fyrir hráefni og þar með beitt þeim viðskiptaaðferðum sem SFÁÚ kvartar yfir í erindi sínu. Með því að framsalsheimild gerir útgerðar- mönnum, sem fengu kvóta úthlutað ,á grundvelli aflsreynslu“, kleift að fénýta hann telja SFÁÚ að útgerð- armenn sem reka fiskvinnslu standi betur að vígi í samkeppninni um hráefni en fiskvinnsla án útgerðar. í heimildinni til framsals aflaheim- ilda, þ.m.t. fénýtingar, sé fólgin samkeppnisleg mismunun sem fari gegn markmiði samkeppnislaga. Ljóst er að fiskvinnslustöðvar án útgerðar standa að vissu leyti verr að vígi hvað aðgang að hráefni til vinnslu varðar en fiskvinnslustöðv- ar sem eru reknar í tengslum við útgerðarfyrirtæki sem fengið hafa kvóta úthlutað án endurgjalds. Hafa verður hins vegar í huga að sú breyting sem fólst í upptöku aflamarkskerfis beindist eðli máls- ins samkvæmt með beinum hætti að útgerðarfyrirtækjum. Starfandi útgerðarfyrirtækjum var eins og áður sagði úthlutaður kvóti á grundvelli tiltekinna reglna. Lög um stjórn fiskveiða hafa hins vegar haft óbein áhrif á annan atvinnu- rekstur en sjálfa útgerðina. Þau óbeinu áhrif hafa verið misjöfn eft- ir fyrirtækjum m.a. eftir því hvort þau tengjast útgerðarfyrirtækjum eignarlega. Þetta hefur komið einna gleggst fram í fiskvinnslunni og skapað vissan aðstöðumun við hrá- efnisöflun. Aðstöðumunur af þess- um toga er ekki í sjálfu sér tilgang- ur eða markmið lagasetningarinnar eða stjórnvaldsfyrirmæla heldur er hann til kominn vegna eignar- tengslanna. Sambærilegs aðstöðu- munar verður víða vart í atvinnu- rekstri og eru orsakir hans af marg- víslegum toga. Getur hann stafað af þáttum sem fyrirtæki hafa lítil eða engin áhrif á og sem hafa orð- ið nánast fyrir tilviljun. Þegar grip- ið var til harkalegra gengisfellinga við stjórn efnahagsmála fyrir 15 til 20 árum gat það til að mynda haft áhrif á greiðslustöðu fyrirtækja og þar með aðstöðu þeirra hvenær gjalddagi afborgana var á erlendum lánum. Aðstöðumun má einnig rekja til þess hvort fyrirtæki eru starfandi eða ekki á þeim tíma sem stjórnvöld úthluta tilteknum rétt- indum. Þá getur aðstöðumunur stafað af því að sum fyrirtæki eru betur rekin og íjársterkari en önn- ur. Þetta eðli atvinnurekstrar verða samkeppnisyfirvöld að hafa í huga þegar atvik þessa máls eru virt. Ennfremur verður að horfa til þess að þeir erfiðleikar sem fiskverkend- ur án útgerðar standa frammi fyrir hvað öflun hráefnis varðar eiga að verulegu leyti rætur sínar að rekja til mikils aflasamdráttar á undan- förnum árum auk þess sem milli- ríkjadeilur hafa takmarkað framboð á hinum svonefnda Rússafiski. Loks má gera ráð fyrir að aukin vinnsla á afla um borð í veiðiskipum hafi dregið úr framboði afla til fisk- vinnsluhúsa. Samkeppnisráð telur að ekki hafi verið sýnt fram á, að sú regla núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfis sem heimilar framsal á kvóta og er megingrundvöllur erindisins sem hér er til umfjöllunar, fari gegn markmiði samkeppnislaga. í frelsi til framsals aflaheimilda felst, að mati Samkeppnisráðs, hvati til hag- ræðingar og sérhæfingar sem leiðir til hagkvæmari nýtingar fram- leiðsluþáttanna auk þess sem heim- ild til framsals á kvóta auðveldar nýjum aðilum að hefja útgerð. 4. Eins og að framan greinir er að mati Samkeppnisráðs ljóst að fyrir hendi er aðstöðumunur til hrá- efnisöflunar á milli fiskvinnslu- stöðva án útgerðar og þeirra stöðva sem starfa í tengslum við útgerð. Þessi munur skapar síðarnefndu aðilunum ákveðið forskot að því er aðgang að hráefni varðar og þá einkum þeim fyrirtækjum sem fengu úthlutað kvóta án endur- gjalds. Sá aflasamdráttur sem orðið hefur á undanförnum árum og þær aðstæður aðrar sem hafa áhrif á framboð á fiskmörkuðum hafa jafn- framt skerpt þann aðstöðumun sem er á milli fiskverkenda með og án útgerðar. Útgerðarmenn sem reka fiskvinnslu eru við þessar aðstæður síður reiðubúnir að selja aflann til ótengdra aðila og hefur það m.a. leitt til verðhækkunar á fiskmörk- uðum. Þessi aðstöðumunur fisk- vinnslustöðva stafar hins vegar ekki af samkeppnislegri mismunun í skilningi samkeppnislaga og er ekki hægt að rekja hann til ákvæðis um framsal aflaheimilda í lögum um stjórn fiskveiða nema að því leyti sem þau setja hömlur við framsals- heimild. Að mati Samkeppnisráðs má að einhveiju marki auðvelda aðgang að fiskvinnslumarkaðnum með því að rýmka heimildir til kvótafram- sals. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er aflaheimildum úthlutað til einstakra skipa og er .handhöfn þeirra því bundin við fiskiskip. í 11. gr. laganna kemur fram að ein- ungis er unnt að framselja aflahlut- deild, að hluta eða öllu leyti, til annars skips. Eins og nefnt hefur verið getur fiskverkandi án útgerðar orðið sér úti um hráefni með því að kaupa það á fiskmarkaði eða með því að eiga bein viðskipti við útgerð. Sá kostur er einnig fyrir hendi að fisk- verkandi án útgerðar kaupi eða leigi kvóta. Þessi síðastnefnda aðferð við hráefnisöflun kann samkvæmt gögnum málsins að hafa ýmsa kosti í för með sér sem geta styrkt sam- keppnisstöðu viðkomandi aðila t.d. á erlendum mörkuðum. Fiskverk- andi án útgerðar getur þannig hugsanlega haft betri tök á að stjórna gæðum, magni og verði hráefnisins. Á hinn bóginn kallar þessi aðferð, að óbreyttum lögum, á að fiskverkandi sem kaupir eða leigir kvóta kaupi einnig skip. Sam- keppnisráð telur að hafa verði í huga að fiskvinnslustöðvar án út- gerðar eru oft tiltölulega smá fyrir- tæki sem stunda sérhæfðan rekst- ur, s.s fyrirtæki sem sinna við- skiptavinum sem leggja megin- áherslu á gæði og ferskleika físks- ins og eru reiðubúin að greiða hærra verð fyrir vöruna. Smæð viðkom- andi fiskvinnslu getur komið í veg fyrir að hagkvæmt sé fyrir hana að reka jafnframt útgerð. Telja verður líklegt að ef þessi fýrirtæki hefðu tækifæri til þess að kaupa eða leigja aflahlutdeild, án þess að þurfa jafnframt að festa kaup á skipi, myndi það auka möguleika þeirra til að verða sér úti um hrá- efni. Slík breyting gæti þannig eflt samkeppni á fiskvinnslumarkaði auk þess sem hún myndi auðvelda nýjum aðilum aðgang að þeim markaði. Mikilvægt er að lög og reglur girði ekki fyrir möguleika fyrirtækja á að stunda rekstur með þeim hætti sem þau telja hagkvæm- astan. í d-lið 5. gr. samkeppnislaga seg- ir m.a. að hlutverk Samkeppnisráðs sé að benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra keppi- nauta að markaði. Með vísan til þess og með hliðsjón af því sem að framan greinir bendir Samkeppnis- ráð sjávarútvegsráðherra á það mat ráðsins að ef reglur um handhöfn aflahlutdeildar yrðu íýmkaðar og heimilað yrði að framselja aflahlut- deild til aðila sem aðeins reka físk- vinnslu væri sú breyting til þess fallin að auka samkeppni í viðskipt- um með sjávarafla til vinnslu, jafna að vissu marki samkeppnisstöðu fiskvinnslustöðva með og án út- gerðar og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.